Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 6

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR verða fyrir einelti í gegnum spjallþræði á Netinu og SMS-skilaboð. Ofbeldið er þar fram- ið í skjóli nafnleyndar. Landssíman- um hafa borist kvartanir vegna hót- ana og óhróðurs sem sendur er viðskiptavinum í gegnum farsíma og Vit-þjónustu fyrirtækisins, þar sem hægt er að senda SMS-skilaboð í gegnum Netið án þess að nafn eða símanúmer komi fram. Hægt er að rekja slík skilaboð til tölvunnar eða símans sem þau eru send úr. „Þetta er hið nýja tæknivædda einelti. Okkur hefur tekist ágætlega að koma í veg fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi í skólanum, en þarna er kominn nýr flötur og við erum ekki enn búin að átta okkur á hvern- ig hægt er að taka á þessu,“ segir Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Hann boðaði for- eldra nemenda skólans á fund á dög- unum þar sem hann ræddi um Netið og einelti eftir að í ljós kom að á spjallþráðum hefur óhróðri um nem- endur skólans verið komið á fram- færi. „Krakkar eru hvattir til að nota Netið til að afla sér upplýsinga, en vafasömu hliðarnar eru þær að á Netinu hafa þeir aðgang að alls kon- ar efni og vefjum þar sem fólk er hvatt til að spjalla saman eða halda dagbók.“ Haraldur nefnir dæmi um vefi sem krakkar heimsækja reglu- lega og skilja eftir skilaboð á spjall- borði, t.d. nulleinn.is og tilveran.is. „Við höfum komist að því að nem- endurnir nota töluvert mikið vefinn nulleinn.is, þar sem þeir geta spjall- að saman, en líka slúðrað og svert hvert annað undir dulnefni,“ segir Haraldur. „Þarna skjóta þau hvert á annað úr launsátri og geta, ef þeim stendur hugur til, lagt aðra í einelti án þess að viðkomandi eigi sér nokkra vörn. Það hlýtur að vera mjög vond tilfinning.“ Einelti á Netinu beinist einnig að starfsfólki skóla Haraldur segir að nemendur hafi rætt þetta við kennara sína og í kjöl- farið hafi skólinn farið að fylgjast með því sem fram fer á vefsíðum. „Ég veit að þetta hefur komið upp í öðrum skólum og hefur einnig beinst að starfsfólki,“ segir Harald- ur. „Það vantar að haldið sé utan um þetta á einhver hátt. Það er ekki í lagi að hver sem er geti valsað um með þessum hætti án nokkurs eft- irlits.“ Haraldur segir að á fundi með foreldum hafi hann fundið að fáir könnuðust við vefsíðurnar. Hann segir nemendur hafa tak- markaðan aðgang að tölvum í skól- anum og þá í langflestum tilvikum undir eftirliti. Því telur Haraldur ljóst að skrif á spjallþræði fari að- allega fram utan veggja skólans. „Það skiptir máli að foreldrar viti hvað krakkarnir eru að bauka á Netinu og ræði um þetta við þá.“ Haraldur segir að í skólanum hafi einnig orðið vart við einelti í gegn- um farsíma. „Við getum ekki séð það eða fylgst með því, ekki frekar en því sem fram fer á irkinu.“ Óviðeigandi umfjöllun tekin af vefnum Hermann Fannar Valgarðsson, framkvæmdastjóri Núlleinn á Ís- landi, segir að ekki sé stanslaust eft- irlit með því sem skrifað er á spjall- þræði síðunnar nulleinn.is. Hann bendir hins vegar á að ef starfs- menn Núlleinn verði varir við um- ræðu sem þykir óviðeigandi er slík- um spjallþráðum umsvifalaust kippt út. Hann segir að ef fólk setji sig í samband við fyrirtækið og óski eftir að ákveðinn þráður sé tekinn burt sé reynt að verða við því. Tæknilega er mögulegt að rekja SMS-skilaboð, hvort sem þau koma frá síma eða eru send í gegnum Net- ið, að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, kynningarfulltrúa Landsímans. „Þeir aðilar sem verða fyrir ónæði í gegnum farsímann sinn eru ekki réttlausir og geta leitað réttar síns til lögreglu sem snýr sér síðan til okkar. Eðli málsins samkvæmt þá eru það ekki starfsmenn Símans sem meta alvarleika brotanna held- ur lögregla. Starfsmenn Símans kanna ekki sendingar á milli við- skiptavina sinna nema að fyrir liggi skriflegt samþykki rétthafa þess sem telur á sér brotið svo og beiðni frá lögreglu.“ Til ágústloka höfðu Símanum bor- ist 96 kærur frá lögreglu vegna meintrar misnotkunar. Á síðasta ári voru þær 115 talsins. Flestar kærur snúa að skilaboðum sendum úr far- símum. „Þarna er á ferðinni það sem við skilgreinum sem ónæði og hótanir. Bæði er um að ræða kynferðislega áreitni og einelti. Það þarf ítrekað ónæði til að lögreglan leiti til okkar og rökstuddur grunur um að athæf- ið falli undir hegningarlög þarf að liggja fyrir.“ Á Íslandi eru um 215.000 farsíma- númer í notkun, þar af eru um 150.000 hjá Símanum. Einelti framið undir dulnefni á Netinu Ný tegund eineltis sem við ráðum illa við, segir Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla HILMAR Þór Karlsson viðskipta- fræðingur var orðinn hundleiður á aðgerðaleysinu eftir að hafa verið atvinnulaus bróðurpartinn af árinu og sömuleiðis þóttu honum atvinnu- leysisbæturnar of lágar. Því réð hann sig til vinnu við blikksmíði á Keflavíkurflugvelli fyrir fjórum vikum. Hilmar Þór segir að frá síð- ustu áramótum hafi hann eingöngu verið boðaður í fimm atvinnuviðtöl, en áhugi vinnuveitenda hafi aukist til muna frá því hann réð sig til starfa sem blikksmiður. Mikið framboð er á viðskiptafræðingum um þessar mundir og sækja margir tugir um hvert starf sem er auglýst, samkvæmt upplýsingum frá ráðn- ingarstofum. Hilmar Þór var deildarstjóri á þjónustusviði hjá Tali en hætti þar um áramótin í kjölfar aðhalds- aðgerða innan fyrirtækisins og fannst honum einnig tímabært að ljúka viðskiptafræðináminu. „Ég lauk bóknáminu fyrir tveimur ár- um en átti alltaf ritgerðina eftir. Ég kláraði ritgerðina og var bjartsýnn á að komast aftur í vinnu, en það hefur bara ekki gengið eftir,“ segir Hilmar Þór sem hefur BS-gráðu í viðskiptafræði. „Ég hef komist í fimm viðtöl frá áramótum, mér finnst það ótrúleg- ast af öllu. Ég er búinn að sækja mikið um, er með umsókn inni á öll- um ráðningastofum og er alltaf að fylgjast með.“ Yfirleitt sæki margir tugir um hvert starf sem er auglýst. Hilmar nefnir sem dæmi að ekki sé óalgengt að á annað hundrað manns sæki um spennandi stöður. Ekki hlaupið að því að fá tímabundna vinnu Hilmar, sem er 29 ára, og eig- inkona hans eiga tveggja ára dótt- ur. „Ég sá alveg um stelpuna og heimilið í sumar. Það var millibils- ástand þar sem dagmamman fór í sumarfrí og dóttir okkar átti ekki að byrja í leikskóla fyrr en tveimur mánuðum síðar. Ég var bara dag- mamman og barnapían, sá um heimilið, skúraði, þreif, vaskaði upp, eldaði og sá um barnið.“ Hilm- ar segir að þau hjónin hafi nýlega fest kaup á íbúð og þá dugi atvinnu- leysisbæturnar skammt til að ná endum saman. Hilmar segir að hann hafi verið tilbúinn að starfa við næstum því hvað sem er til að fá hærri tekjur. „En það var ekki hlaupið að því að fá tímabundna vinnu. Ég var þess vegna til í að vinna á kassa í Hag- kaupum ef launin væru hærri en at- vinnuleysisbæturnar, en það ræður enginn viðskiptafræðing á kassa. Ég er ekkert hræddur við vinnu, al- veg sama hver hún er, hef unnið við ansi margt og finnst nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni, vil ekki sitja með hendur í skauti.“ Hilmar Þór starfaði við blikk- smíði á námsárunum og ákvað að slá til þegar honum var boðið starf við blikksmíðina. „Það vantaði blikksmiði, ég hafði ekkert að gera og fannst þetta tilvalið, ég er vanur þannig séð og þeir þekkja mig hérna strákarnir. Ég vissi að hverju ég gekk og þeir vissu að hverju þeir gengu.“ Hilmar segir að hann hafi gert samkomulag við vinnuveitendur sína þannig að hann geti losnað með skömmum fyrirvara fái hann vinnu í sínu fagi. Aftur kominn heim til pabba og mömmu Það er þó ákveðið vandamál að Hilmar og fjölskylda hans búa í Reykjavík. „Konan mín er hjúkr- unarfræðingur og vinnur vakta- vinnu. Við eigum einn bíl og hún þarf að nota bílinn þannig að ég er meira og minna hér í Reykjanesbæ. Ég er bara kominn aftur heim til pabba og mömmu! Ég reyni þó að fara eins og oft og ég get í bæinn, fæ lánaðan bíl hjá mömmu og pabba, tek rútuna eða reyni að fá far einhvern veginn. Ætli ég sé ekki að meðaltali þrjú kvöld í viku hérna í Reykjanesbæ,“ segir Hilm- ar Þór. Það sé mikið púsluspil að finna út hver eigi að vera með dótt- ur þeirra þegar kona hans er á kvöld- eða næturvakt og koma henni á leikskólann. Hilmar segir að hann komi alltaf í bæinn þegar kona hans er á kvöldvakt en auk þess fái þau mikla aðstoð frá ætt- ingjum. Aðspurður hvaða viðbrögð hann fái þegar hann segi fólki að hann sé viðskiptafræðingur en starfi við blikksmíði, segir Hilmar Þór að fólki finnist það ekkert skrýtið, það virðist skilja hvernig ástandið er. „Ég fæ mun betri viðbrögð hjá vinnuveitendum nú eftir að ég er ekki lengur atvinnulaus. Á síðustu fjórum vikum hef ég verið boðaður í þrjú viðtöl, en hef alls eingöngu far- ið í fimm viðtöl frá áramótum. Ég er t.d. núna að bíða eftir svari frá Landssímanum, ég var í viðtali þar fyrir helgi og vona að það hafi gengið vel, en ég veit ekki ennþá. Mér líkar blikksmíðin ágætlega, en veit að ég get fengið betri tekjur annars staðar, auk þess sem ég sakna fjölskyldunnar,“ segir Hilm- ar Þór. Hilmar Þór Karlsson viðskiptafræðingur starfar nú við blikksmíði Morgunblaðið/Hilmar Bragi Hilmar Þór Karlsson segist fá mun betri viðbrögð frá vinnuveitendum eftir að hann hóf störf í blikksmíðinni. Var orðinn hundleiður á aðgerðaleysinu „ÞVÍ miður fyrir þá sem eru að leita sér að vinnu er atvinnumarkaðurinn enn mjög daufur. Þessi uppsveifla sem kemur venjulega á haustin hef- ur ekkert látið á sér kræla,“ segir Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá Hagvangi. Markaðurinn hefur að sögn Þóris haldist nokkuð jafn síðan í vor þótt verkefnastaðan nú sé líf- legri en í sumar. Hjá ráðningarstof- unni Mannafli fengust þær upplýs- ingar að markaðurinn væri talinn þokkalegur þótt framboð á störfum mætti vera meira. Þórir segir óvenjulegt að nú sé allt í einu framboð á fólki með tölvu- menntun og hægt að velja úr um- sækjendum um slík störf, sem sé ólíkt því sem hafi verið undanfarin ár. „Það sem maður merkir núna er að fólk sem er að koma úr háskóla- námi t.d. í tölvunarfræði og hefur getað haldið áfram í sumarstörfun- um sínum er að koma inn á mark- aðinn núna, eftir að sumarstörfum er lokið,“ segir Þórir. Dæmi um að á annað hundrað sæki um auglýst störf Hjá Mannafli fengust þær upplýs- ingar að dæmi séu um að á annað hundrað manns sæki um auglýst störf. Eftir því sem sérhæfingin sé meiri sæki eðlilega færri um starfið. Fyrir nokkrum misserum hafi mikið framboð verið á störfum fyrir um- sækjendur með viðskipta- eða rekstrarmenntun, en það sé ekki lengur þannig. Framboðið mætti vera meira fyrir þennan hóp. Þórir segir að nú sé mun meira framboð á háskólamenntuðu fólki en oft áður. Hann segir að fólk með litla menntun, sem hafi aftur á móti mikla reynslu úr atvinnulífinu en hafi misst vinnuna í samdrættinum, keppi nú við menntað fólk um stöðurnar sem það gegndi áður. Hættan sé þó sú að hinir menntuðu fari í önnur störf um leið og atvinnuástandið batni. Þórir segir að ekki sé lengur nauð- synlegt fyrir ráðningarskrifstofur að auglýsa laus störf þar sem svo marg- ir frambærilegir umsækjendur séu á skrá. Því séu auglýsingar sem Hag- vangur birti ekki mælikvarði á fram- boð. „Það er stóra breytingin og seg- ir kannski allt um atvinnuástandið,“ segir Þórir. Hann segir ekki óal- gengt að fólk sé marga mánuði á skrá, það taki gjarnan um hálft ár að finna vinnu við hæfi. Mikið fram- boð á við- skipta- og tölvufræð- ingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.