Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1.190 kr./m2
Lamella parket
Eik Country Verð 2.890 kr./m2
Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2
Merbau Classic Verð 3.995 kr./m2
Heimilisdúkar
Verð frá 1.150 kr./m2
Vegg og gólfflísar
á eldhús og bað.
Dublin
1.690 kr./m2
Verð áður: 1.990 kr.
Verð áður: 1.690 kr.
1.290 kr./m2
Verð áður: 1.695 kr.
Mikið úrval af filtteppum.
Ný sending af
gegnheilum gólfflísum.
Tilvalið fyrir þvottahús,
bílskúra og svalir.
Verð 299 kr./m2
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
79
0
0
9/
20
02
Gólfefnadagar
25-40% afsláttur
NorFA, Norræni rannsóknarháskólinn
Vilji til að
starfa saman
NÝLEGA hélt HansKr. Guðmundsson,rektor NorFA, er-
indi á kynningarfundi í
Tæknigarði um starfsemi
NorFA, norrænnar stofn-
unar sem er ætlað að efla
samstarf fræði- og vísinda-
manna með áherslu á rann-
sóknarmenntun.
„NorFa var stofnað 1991
með það markmið að gera
Norðurlöndin að einu sam-
eiginlegu svæði á sviði
rannsóknanáms,“ segir
Hans. „NorFA er starf-
rækt innan vébanda Nor-
rænu ráðherranefndarinn-
ar og heyrir undir mennta-
mála- og rannsóknamála-
ráðherra. Ráðherranefndin
er með fjárlög sem svara til
700 millj. d. kr. á ári í heild.
Af þessu fara rúmlega 200 millj. d.
kr. í rannsóknir og menntasam-
starf. NorFa fær af þessum pen-
ingum um 400 til 500 milljónir ísl.
kr.
NorFa er í Noregi og hefur það
hlutverk að örva samstarf og sér-
staklega rannsóknanámssamstarf.
NorFa stundar ekki sjálfstæðar
rannsóknir heldur hvetur til sam-
starfs á því sviði.
Norfa er sjálfstæð stofnun en
hefur yfir sér stjórn sem skipuð er
einum fulltrúa frá hverju Norður-
landanna. Menntamálaráðherrarn-
ir skipa þessa fulltrúa, þeirra á
meðal eru fulltrúar frá Færeyjum
og Grænlandi.“
– Hvernig starfar NorFa?
„Við höfum lagt upp starfsemina
þannig að við snúum ef svo má
segja öðrum vanganum að vísinda-
og rannsóknamönnum, háskóla-
kennurum og nemendum, hinum
vanganum snúum við að þeim sem
eru að skipuleggja og þróa rann-
sóknanám og -starfsemi í löndun-
um. Við erum með styrktarsjóð og
köllum eftir hugmyndum frá há-
skólasamfélaginu.
NorFa býður háskólakennurum,
vísindamönnum og doktorsefnum
tækifæri til samstarfs til þess að
styrkja norræna rannsóknamennt-
un og rannsóknasamstarf og er
einnig vettvangur fyrir þróun
rannsóknamenntunar í samstarfi
við háskóla, stofnanir og yfirvöld á
Norðurlöndum. Við leggjum
áherslu á að Norðurlöndin séu
sameiginlegt svæði til rannsókna-
samstarfs og rannsóknamenntun-
ar og vinnum kerfisbundið að því
að bæta og styrkja samkeppnis-
hæfni Norðurlandanna í hinu al-
þjóðlega þekkingarumhverfi. Sem
og hvetjum til annars alþjóðlegs
samstarfs.“
– Er þak á því hve mikið hver og
einn aðili getur fengið í styrk?
„Já, við erum með fjögur mis-
munandi samstarfsform. Það sem
okkur finnst mikilvægast og við
leggjum meiri og meiri áherslu á er
netverk. Þar erum við að styðja
fimmtíu og sex net. Sjá má á
heimasíðu okkar www.norfa.no
hvaða verkefni það eru. Þau eru á
öllum sviðum vísindanna. Okkar
peningar fara ekki í
rannsóknirnar sjálfar,
þeir fara í það að gera
samstarfið kleift. Lág-
markskrafa til að fá
styrk til netsamstarfs
er að um sé að ræða háskóla- eða
vísindahópa frá að minnsta kosti
þremur Norðurlandanna. Við vilj-
um gjarnan hafa öll Norðurlöndin
með í öllu en það er auðvitað ekki
raunhæft alltaf. Lágmark er að
þau séu þrjú. Að auki erum við
„galopin“ gagnvart grannsvæðun-
um, Eistlandi, Lettlandi, Litháen
og Norðvestur-Rússlandi. Þau eiga
aðgang að okkar netsamstarfi.
Okkar markmið er að geta styrkt
sextíu mismunandi netsamstarfs-
verkefni. Við reiknum með að þau
verkefni sem fái á annað borð styrk
haldi honum í fimm ár.
Auk þess styrkjum við um 40
sérhæfð rannsóknarnámskeið á ári
og í þeim taka þátt yfir 1.000 dokt-
orsnemar.“
– Hvaða verkefni ber hæst í nor-
rænu samstarfi um þessar mundir?
„Það er fullt af skemmtilegum
verkefnum, t.d. á sviði náttúruvís-
inda. Mörg verkefnanna eru í
fremstu víglínu vísindanna. Okkar
markmið er að gera Norðurlöndin
sterkari og fá þau til að vinna sam-
an. Norðurlöndin eru sterkt rann-
sóknarsvæði. Við veitum styrki til
að kosta samstarf, halda fundi,
heimsækja grannstofnanir og
einnig erum við með ferða- og
uppihaldsstyrki fyrir nemendur
svo þeir geti t.d. sótt námskeið í
sínu fagi sem haldin eru í háskólum
í öðrum löndum. Mjög mikið af
okkar peningum fer í ferðakostnað.
Það er ljóst að nauðsynlegt er fyrir
þá sem stunda rannsóknir að eiga
kost á að koma sínum niðurstöðum
á framfæri og að fá niðurstöður
annarra bornar á borð. Næsta
skref í samstarfi er svo að finna að-
ila sem henta til samstarfs. Þetta
má gera með tölvusambandi en oft
þarf fólk að fara á staðinn. Slíkt
samstarf kostar pen-
inga. Á bak við hug-
myndina að NorFa er
vilji til að starfa saman á
norrænum vettvangi og
sú hugsun að við náum
þannig virðisauka. Norðurlönd
hafa betri forsendur til að vinna
saman en ýmis önnur lönd. Nýj-
ungar í norrænu rannsóknarsam-
starfi eru svokölluð öndvegissetur
og rannsóknarskólar. NorFA hef-
ur auglýst eftir hugmyndum um
rannsóknarskóla á sviði hug- og fé-
lagsvísinda og bíðum við spennt
eftir að umsóknfresti ljúki 1. nóv.
nk.“
Hans Kr. Guðmundsson
Hans Kr. Guðmundsson fædd-
ist í Reykjavík 1946, varð stúdent
frá MR 1966, stundaði verk-
fræðinám í HÍ og nám í eðlis-
verkfræði í Svíþjóð, þar sem
hann bjó í 12 ár og varði dokt-
orsritgerð í eðlisfræði þéttefnis.
Starfaði sem sérfræðingur við
Raunvísindastofnun HÍ í 5 ár og
6 ár við Iðntæknistofnun og
skipulagði þar m.a. Evrópusam-
bandsverkefni. Var í Genf og
Brussel í 7 ár, sinnti rannsókn-
armálum og þróunarstarfi hjá
EFTA í tengslum við EES-
samninginn. Var vísindafulltrúi í
sendiráði Íslands í Brussel en er
nú rektor NorFA. Hann er
kvæntur Sólveigu Georgsdóttur
þjóðfræðingi og eiga þau einn
son og eina sonardóttur.
Norðurlönd
sterkt rann-
sóknarsvæði
Það er naumast að það er bjart framundan, elskan. Foringinn bara kominn
með þrefalt í framrúðurnar.