Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 9 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema AFKOMA sauðfjárbúa versnaði á síðasta ári frá árinu 2000. Afkoma kúabúa batnaði hins vegar á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðar- ins um afkomu í hefðbundnum greinum landbúnaðar árið 2001. Í skýrslunni kemur fram að sér- hæfð kúabú skiluðu um 3% betri af- komu á árinu 2001 en árið 2000 eða að meðaltali um tveimur milljónum króna í hagnað fyrir laun eiganda. Meðalbúið í búreikningum var með um 123 þúsund lítra framleiðslurétt í mjólk en hafði verið með um 113 þúsund lítra framleiðslurétt á árið á undan. Búin eru mjög sérhæfð og reyndust búgreinatekjur af naut- gripum nema um 94,1% af 10,6 milljóna króna heildarbúgreina- tekjum. Nokkur samdráttur varð í af- komu á sérhæfðum sauðfjárbúum samanborið við rekstrarbata fyrra árs og féll hagnaður fyrir laun eig- anda að meðaltali um 13,7% eða í 825 þúsund krónur á árinu 2001 en var 956 þúsund krónur á árinu á undan. Meðalbúið í búreikningum var með um 317 vetrarfóðraðar kindur 2001, sem er nánast óbreytt bústærð frá fyrra ári. Búin eru mjög sérhæfð og reyndust bú- greinatekjur af sauðfé nema um 93,5% af 3,6 milljóna króna heild- arbúgreinatekjum. Niðurstöður búreikninga 2001 byggjast á uppgjöri frá alls 320 bú- um víðsvegar á landinu. Þar af flokkast 168 bú sem sérhæfð kúabú og 103 bú sem sérhæfð sauðfjárbú. Tekjur sauðfjár- búa lækk- uðu í fyrra SKIPULAGSSTOFNUN hef- ur fallist á fyrirhugaða bygg- ingu snjóflóðavarna á Siglu- firði, eins og þeirri framkvæmd hefur verið lýst af fram- kvæmdaraðila. Í úrskurði Skipulagsstofnun- ar um mat á umhverfisáhrifum af byggingu fimm þvergarða og eins leiðigarðs sem verði allt að 15 metrar að hæð segir að áhrifin verði sjónræns eðlis og að fyrirhugaðir varnargarðar muni hafa veruleg og óaftur- kræf áhrif á landslag, bæði úr fjarlæg og innan þéttbýlisins. ,,Hins vegar telur stofnunin að bygging þeirra sé ásættan- leg að teknu tilliti til niðurstöðu nýlega staðfests hættumats þar sem fram kemur að stór hluti þéttbýlisins er innan skil- greindra snjóflóðahættusvæða. Skipulagsstofnun telur að með fyrirhuguðum snjóflóðavörnum séu góðar líkur á því að tryggð verði ásættanleg staðaráhætta innan byggðarinnar á Siglu- firði,“ segir í úrskurðinum. Skipulagsstofnun Fallist á byggingu snjóflóða- varna á Siglufirði ...framundan RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI ...í samvinnu við Glæsilegt hausttilboð á úlpum og kápum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. MEISTARINN.IS Listgler í glugga og hurðir Kársnesbraut 93 · 200 Kópavogur · Sími 554 5133 • Er prýði á sérhverju fallegu húsi • Hindrar að horft sé inn á þig • Hleypir birtunni óhindrað í gegn • Er sérsmíðað eftir þínum óskum LISTGLER Námskeið í glerskurði hefst 21. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.