Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð-
herra, sagði á Alþingi í gær að heil-
brigðisráðuneytið hefði verið „eins
og skúta sem lent hefði í hafvillum“
þegar ráðherrar Framsóknarflokks-
ins tóku við ráðuneytinu af ráðherr-
um Alþýðuflokksins árið 1995. Það
hefði komið í hlut Ingibjargar
Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra, að endurskipuleggja hið
innra starf ráðuneytisins.
Þessi umæli ráðherra féllu í utan-
dagskrárumræðu um stöðu heil-
brigðismála á Alþingi í gær. Umræð-
an var í lengra lagi og tók tvo tíma.
Um þriðjungur þingmanna tók þátt í
umræðunni.
Margrét Frímannsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, var máls-
hefjandi. Hún kallaði eftir skýrri
stefnu stjórnvalda í heilbrigðismál-
um og dró upp dökka mynd af
ástandinu. Hún sagði að áætlaður
uppsafnaður halli sjúkrastofnana í
lok þessa árs næmi rúmlega 2,8
milljörðum. „Landspítalinn - há-
skólasjúkrahús sem í árslok 2001 var
með milljarð í uppsafnaðan vanda
fékk 800 millj. kr. minni fjárveitingu
á þessu ári en því síðasta, auk þess
sem ekki komu að fullu til greiðslur
vegna gerðra kjarasamninga.“ Hún
sagði að vandinn væri þó víðar. T.d.
vantaði líklega um milljarð í dag-
gjaldastofnanir og um milljarð í
öldrunarþjónustuna. Það sama gilti
um geðheilbrigðisþjónustuna og
aðra sérhæfða læknisþjónustu.
Í lok ræðu sinnar lagði Margrét til
að skipaður yrði þverpólitískur
starfshópur sem ynni úr þeim gögn-
um sem þegar lægju fyrir í heil-
brigðismálum, m.a. úr skýrslum Rík-
isendurskoðunar. Lagði Margrét til
að hópurinn skilaði „frumtillögum“
um skipulag heilbrigðisþjónustunn-
ar innan tveggja mánaða þannig að
hægt yrði að taka þær til umræðu
fyrir lokaafgreiðslu frumvarp til
fjárlaga næsta árs.
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð-
herra, lagði m.a. áherslu á að ís-
lenska heilbrigðisþjónustan væri
góð í alþjóðlegum samanburði. Hér
væri hæft heilbrigðisstarfsfólk og
aðgengi og réttur sjúklinga til þjón-
ustunnar væri með því besta sem
gerðist í heiminum. „Þetta eru afar
einföld grundvallaratriði. En þau
eru ekki mjög spennandi í fréttum
eða flokkssamþykktum Samfylking-
arinnar.“
Ráðherra sagði að stjórnarand-
stæðingar hefðu að undanförnu gert
harða hríð að að sér sem heilbrigð-
isráðherra; þar á meðal Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, sem og nú Margrét Frí-
mannsdóttir, varaformaður Sam-
fylkingarinnar. Af því tilefni taldi
ráðherra rétt að rifja upp ástandið í
heilbrigðismálum þegar ráðherrar
Framsóknarflokksins hefðu komið
að þeim málum fyrir nokkrum árum.
„Aðkoman í heilbrigðisþjónustunni
var í meira lagi sérstök. Ráðuneytið
var eins og skúta sem lent hafði í haf-
villum,“ sagði hann m.a. og hélt
áfram: „Það er þó fjarri þeim sem
hér stendur að skilgreina stöðuna
sem uppi var 1995 sem algjört upp-
nám í heilbrigðisþjónustunni. Fólk
fékk sína þjónustu og fagfólkið sinnti
sjúkum. En það var vissulega alvar-
legur vandi sem við blasti.“
Ráðherra lagði áherslu á að
vandamál hefðu ávallt verið til stað-
ar í heilbrigðisþjónustunni og að það
hefði ávallt verið hlutverk heilbrigð-
isráðherra að leysa þann vanda.
Vandamál í heilbrigðisþjónustunni
jafngiltu hins vegar ekki upplausn
og óáran eins og ætla mætti að ríkti
miðað við orð Margrétar Frímanns-
dóttur.
Þingmenn fjalli um skýrslur
Ráðherra sagði ennfremur að
Margrét hefði í ræðu sinni ekki nefnt
frumvarp til fjáraukalaga. Það frum-
varp segði sína sögu. „Þar eru hvorki
meira né minna lagðar til 1.200 millj.
til að leiðrétta uppsafnaðan halla á
Landspítalanum - háskólasjúkra-
húsi.“ Að síðustu sagði ráðherra að
hann teldi rétt að þingmenn í heil-
brigðis- og trygginganefnd þingsins
færu yfir nýlegar skýrslur Ríkisend-
urskoðunar um málefni heilbrigðis-
kerfisins. Sú nefnd væri rétti vett-
vangurinn til að fara yfir þessi mál.
Ráðherra um stöðu heilbrigðismála þegar Framsókn tók við árið 1995
Ráðuneytið var eins
og skúta í hafvillum
Morgunblaðið/Þorkell
Alþingismenn fylgjast áhugasamir með umræðum í þingsal. Heilbrigðismál voru m.a. á dagskránni í gær.
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, mælti í gær fyrir þings-
ályktunartillögu um að einkavæðing-
arnefnd verði leyst frá störfum og að
frekari einkavæðing verði stöðvuð.
Að tillögunni standa allir þingmenn
þingflokks VG.
Meginefni tillögunnar er eftirfar-
andi: „Alþingi ályktar að fela for-
sætisráðherra að leysa einkavæðing-
arnefnd frá störfum og stöðva frekari
einkavæðingu opinberra fyrirtækja
og stofnana.“ Í greinargerð tillög-
unnar segir m.a. að enginn sem fylgst
hafi með einkavæðingarferlinu og
störfum einkavæðingarnefndar geti
velkst í vafa um að þar sé margt sem
þurfi athugunar við. „Í nefndinni
hafa átt sæti einstaklingar sem eru
nátengdir atvinnulífinu og þá einnig
þeim fyrirtækjum sem hafa hagnast
á einkavæðingunni. Hörð gagnrýni,
m.a. á Alþingi, hefur komið fram
vegna mjög hárra greiðslna til nefnd-
armanna en einkum hafa vinnubrögð
nefndarinnar verið gagnrýnd, m.a. af
Ríkisendurskoðun, og nú síðast af
einum nefndarmanna sem segist
aldrei hafa kynnst eins slæmum og
ámælisverðum vinnubrögðum og
tíðkist í nefndinni,“ segir m.a. í grein-
argerðinni.
Farið illa með almannafé
Ögmundur sagði í ræðu sinni í gær
að VG liti svo á að ekki hefði verið far-
ið vel með almannafé í einkavæðing-
arferlinu. Sagðist hann geta nefnt
mýmörg dæmi því til staðfestingar.
T.d. söluna á Síldarverksmiðju rík-
isins. Söluverð verksmiðjunnar hefði
verið brotabrot af raunverulegu
verðmæti hennar „enda greiddu nýir
eigendur sér tugi milljóna í arð að-
eins fáeinum mánuðum eftir söluna“,
sagði Ögmundur. Hann nefndi
Áburðarverksmiðjuna sem annað
dæmi. Hún hefði sömuleiðis verið
seld fyrir minna fé en raunverulegt
virði hennar hefði verið.
Ögmundur fjallaði einnig um ein-
staka nefndarmenn sem setið hefðu í
einkavæðingarnefnd, þá Hrein
Loftsson og Jón Sveinsson. Hreinn
Loftsson hefði um árabil verið stjórn-
arformaður Baugs og Jón Sveinsson
stjórnarformaður Íslenskra aðal-
verktaka. „Með…virðingu fyrir þess-
um einstaklingum þykir mér það
bera vott um furðulegt dómgreind-
arleysi að skipa menn í einkavæðing-
arnefnd sem eru eins nátengdir þeim
hagsmunum sem um er vélað.“ Ög-
mundur nefndi einnig að Hreinn
Loftsson hefði á árunum 1996 til 2001
leitað ráðgjafar hjá sjálfum sér og
þegið fyrir þá ráðgjöf tæpar ellefu
milljónir kr. Á sama tíma hefði hann
tekið um 5,7 millj. kr. í nefndarlaun.
Jón Sveinsson hefði sömuleiðis leitað
ráðgjafar hjá sjálfum sér og þegið
fyrir hana um 3,5 millj. kr. Á sama
tímabili hefði hann þegið um 3,5 millj.
kr. í nefndarlaun. Þá minntist Ög-
mundur á Friðrik Pálsson, fyrrver-
andi stjórnarformann Símans, sem
hefði þegið laun fyrir ráðgjöf hjá
sjálfum sér en á sama tíma þegið laun
fyrir stjórnarformennskuna.
Síðar í umræðunni sagði Ögmund-
ur: „Jafnharðan og forsætisráðherra
hæstvirtur kastar syndum sínum og
reyndar einnig meintum syndurum á
bak við sig koma upp ný hneykslis-
mál.“ Eitt nýjasta dæmið um það
væri úrsögn Steingríms Ara Arason-
ar úr einkavæðingarnefndinni.
Í lok greinargerðar þingsályktun-
artillögu þingmanna VG segir að
þingflokkur VG þyki ekki annað for-
svaranlegt en að einkavæðingar-
nefnd verði leyst frá störfum þegar í
stað og að einkavæðingarferlið verði
stöðvað þar til úttekt Ríkisendur-
skoðunar á störfum nefndarinnar
liggi fyrir. Sú úttekt fer nú fram að
beiðni forsætisráðuneytisins.
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, mælti fyrir þingsályktunartillögu í gær
Einkavæðingarnefnd
verði leyst frá störfum
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti
í gær að leggja frumvarp Sól-
veigar Pétursdóttur, dóms-
málaráðherra, um breytingu á
lögum um íslenskan ríkisborg-
ararétt, fram sem stjórnar-
frumvarp. Megintilgangur
þess er að heimila íslenskum
ríkisborgurum að halda ís-
lensku ríkisfangi þótt þeir öðl-
ist ríkisborgararétt í öðru ríki.
Sólveig Pétursdóttir segir að
verði frumvarpið að lögum,
muni það hafa í för með sér
mikla réttarbót fyrir þá Ís-
lendinga sem fá erlendan rík-
isborgararétt. Sólveig tekur
dæmi af íslenskri konu með
börn yngri en 18 ára, en hljóti
hún erlendan ríkisborgararétt
missir hún íslenskan ríkisborg-
ararétt sinn, svo og börn henn-
ar, ef hitt foreldrið er erlendur
ríkisborgari. „Ef frumvarpið
verður að lögum fær konan að
halda íslenskum ríkisborgara-
rétti og börn hennar sömuleið-
is,“ segir Sólveig. „Nefna má
annað dæmi af ungum Íslend-
ingum búsettum í Svíþjóð, sem
hafa flust þangað með foreldr-
um sínum. Þeir þurfa að vera
sænskir ríkisborgarar til að fá
námslán og njóta ýmissa ann-
arra réttinda. Frumvarpið hef-
ur í för með sér að þessir Ís-
lendingar verða ekki lengur
tilneyddir til að afsala sér hinu
íslenska ríkisfangi þegar svo
háttar.
Norðurlöndin eru almennt
að skoða þessi mál og Svíar
hafa þegar breytt sínum lög-
um. Í Noregi og Finnlandi er
hafin endurskoðun á ríkisborg-
araréttarlögunum.“
Í minnisblaði með frumvarp-
inu segir að stjórnvöld, og þá
sérstaklega sendiráð, hafi orð-
ið vör við verulega óánægju ís-
lenskra borgara með þá reglu
að þeir missi íslenskan ríkis-
borgararétt við að öðlast er-
lendan. Auk þess segir í minn-
isblaðinu að ekki hafi verið
gerð sú krafa hér á landi að
þeir, sem veittur er íslenskur
borgararéttur samkvæmt um-
sókn, fái lausn frá fyrri rík-
isborgararétti. Helgist það að
miklu leyti af því að hér er
ekki herskylda, en eitt meg-
insjónarmiðið við að heimila
ekki tvöfaldan ríkisborgararétt
sé að koma í veg fyrir að mað-
ur geti gegnt herskyldu í
tveimur ríkjum.
Tvöfald-
ur ríkis-
borgara-
réttur
heimill