Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 12

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR létu dæluna ganga er nafn á væntanlegri bók sem í máli og myndum segir 75 ára sögu Olíu- verslunar Íslands. Hallur Hallsson er höfundur bókarinnar. Hann segir sögu félagsins mjög merka og þær 1.500 myndir sem bókina prýða góðan aldarspegil. Mynda í bókina var aflað víða, m.a. úr safni Olís, frá ein- staklingum víða um land, úr Þjóð- minjasafni, héraðsskjalasöfnum og frá Morgunblaðinu og Dagblaðinu. Hallur segir margar myndanna einstakar og segja sögu íslensks samfélags á síðustu öld. „Við feng- um mikla aðstoð frá almenningi, fólki vítt og breitt um landið við öflun efnis og mynda,“ sagði Hall- ur. Hallur lagði fyrstu drög að bók- inni árið 1997, en skriftir hófust árið 1999. Hann segir mikla rann- sóknarvinnu hafa legið bókinni til grundvallar og fanga hafi verið leitað víða, bæði í skrifuðum heim- ildum sem og í viðtölum við fólk. „Mikið efni hefur glatast í gegnum árin, því miður. Ég þurfti því að hafa aðra nálgun og afla fanga annars staðar, m.a. með við- tölum,“ segir Hallur. Hann segir að margar mynd- anna í bókinni séu einstakar. Hann nefnir sem dæmi mynd af bensínstöð BP á Hlemmi frá árinu 1951. Héðinn Valdimarsson, fyrsti forstjóri Olís, fékk sekt fyrir að steypa þar fyrir bensínstöð. „Í myndinni er mikill tíðarandi, þó að óhætt sé að segja að allar myndirnar séu aldarspegill.“ Margar myndir komu í leitirnar við gerð bókarinnar af atburðum sem jafnvel var talið að engar heimildir væru til um. Sem dæmi má nefna myndir sem teknar voru af tveimur Þjóðverjum á Blöndu- ósi sumarið 1937. Þar voru þeir með þýskan foringjabíl og voru á Blönduósi kallaðir þýsku njósn- ararnir, að sögn Halls. Lítið er vit- að um tilgang ferðar þeirra til Ís- lands en þarna voru á ferðinni leikarinn Herbert Böhme ásamt Helmut Verleger náttúrufræðingi. Zophonías Zophoníasson, umboðs- maður BP á Blönduósi, tók mynd- irnar og eru þær einu myndirnar sem til eru af dvöl þeirra hér á landi. Bókin Þeir létu dæluna ganga, saga Olís í 75 ár, er væntanleg í verslanir eftir um tvær vikur. Bók um sögu Olís væntanleg 1.500 myndir prýða bókina Bensínstöðin á Hlemmi 1951. Hallur segir mikinn tíðaranda í myndinni. Þjóðverjarnir á Blönduósi að taka bensín sumarið 1937. Hann segir eitt helsta grundvall- aratriðið í starfsemi rótarý felast í að standa við gefin loforð og ná sett- um markmiðum. Hann leggur áherslu á þetta með því að nefna dæmi frá fundi sem hann átti með íslenskum rótarýfélögum þar sem spurt var hvað hreyfingin ætti að taka sér fyrir hendur þegar yfir- standandi verkefni væri lokið. Segir hann að það verði tekið á dagskrá þegar umræddu verkefni verði lokið að fullu. „Ég sagði þeim að hafa ekki áhyggjur af því. Fyrst einbeit- um við okkur að þessu verkefni og efnum gefin loforð.“ FORSETI Alþjóða Rótarýhreyfingarinn- ar, Bhichai Rattakul frá Taílandi, heimsótti í vikunni íslenska rót- arýfélaga í þriggja daga heimsókn sinni til landsins, en hér á landi eru tæplega 1.100 rót- arýfélagar í 28 klúbb- um. Rattakul var kjör- inn forseti Alþjóða Rótarýhreyfingarinnar á síðasta ári en hann á að baki áratugalangan feril sem þingmaður og gegndi m.a. embætti utanríkisráðherra og aðstoðarforsætisráð- herra Taílands. Alls eru rúmlega 1.200 þúsund rótarý- félagar í 163 löndum og leggur Rattakul áherslu á grasrótina og lýðræðislegt form starfseminnar. Rattakul er fjörlegur og hlýlegur maður, 76 ára gamall, og hrósar íslensku rótarýhreyf- ingunni fyrir starfsemi sína. „Mörgum rótarý- klúbbum erlendis hættir til að taka inn nýja félaga án þess að taka tillit til þeirra grund- vallareglna sem starfið byggist á,“ segir hann. „En hér á landi er því ekki þannig farið,“ bætir hann við og segist afar stoltur af íslensku rót- arýklúbbunum. Tilgangur heim- sóknar hans var að hitta íslenska rótarýfélaga og hvetja þá til dáða í starfi sínu á sviði mannúðarmála en hann ferðast víða um heim í þessum sama tilgangi. „Ég hvet Íslend- ingana aðeins til dáða án þess að skipta mér af vinnu þeirra því þeir þekkja sína heimahaga miklu betur en ég,“ segir hann. En að hvaða verk- efni vinnur Rótarý- hreyfingin nú? Hreyf- ingin hefur einsett sér að útrýma lömunar- veiki í heiminum á árinu 2005. Verkefnið hófst árið 1987 og segir Rattakul að 99% ár- angur hafi náðst á þeim tíma sem liðinn er. „Þetta hefur verið mjög erfitt því það voru 400 þúsund tilfelli þegar við byrjuðum,“ segir hann. „Nú eru 300 tilfelli eftir. Í byrj- un voru tilfellin í 121 landi en nú eru þau einungis í sex löndum. Við erum því nálægt markmiði okkar.“ Gríðarlega fjármuni þarf í baráttunni gegn lömunarveiki og í loka- átakinu þarf 240 millj- ónir dollara til kaupa á bóluefni og meðferð sjúklinga. Þess má geta að íslensku rót- arýklúbbarnir settu sér það markmið í upphafi verkefnisins að safna 100 dollurum á hvern félaga og náðu því markmiði sínu. Rótarýklúbbar víðs vegar í heim- inum leggja fram 80 milljónir doll- ara og þá hefur styrktarsjóður Bills Gates sett 40 milljónir dollara í verkefnið, sem unnið er í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). Mun stofnunin tryggja mót- framlag ríkisstjórna víða um heim til að ná megi 240 milljóna dollara markinu. Erfitt er að eiga við síðustu til- fellin af lömunarveikinni þar sem lítill fjöldi þeirra sem smitast veik- ist. Geta því smitaðir gengið um ein- kennalausir og borið smit. Forseti Alþjóða Rótarýhreyfingarinnar í heimsókn Bhichai Rattakul segir að lömunarveikitilfellum hafi verið fækkað úr 400.000 í 300 í heiminum á 17 árum og nú sé stefnt að útrýmingu sjúkdómsins árið 2005. Hreyfingin stefnir að út- rýmingu lömunarveiki Morgunblaðið/Þorkell Starfs- manna- stefna Þjóð- kirkjunnar meðal mála KIRKJUÞING verður sett sunnudaginn 13. október með messu í Dómkirkjunni klukk- an 11. Kirkjuþing stendur til 20. október og er 31 mál á dagskrá. Meðal þeirra stærstu er tillaga til þings- ályktunar um stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna og tillaga til þingsályktunar um starfs- mannastefnu Þjóðkirkjunnar. Flutningsmaður fyrrnefndu tillögunnar er Guðmundur K. Magnússon. Segir m.a. í greinargerð með tillögunni, að við stefnumótun Þjóðkirkj- unnar megi nota hefðbundnar aðferðir stjórnunarfræðinnar til að skilgreina hlutverk sitt á eigin forsendum, skerpa ímynd, endurmeta starfsem- ina, gefa ákveðna framtíðar- sýn, gera forgangsröðun og framkvæmdaáætlun og styrkja samstöðu í málefnum kirkjunnar. Kirkjan hafi möguleika á að vaxa og dafna Flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um starfs- mannastefnu Þjóðkirkjunnar er Jóhann E. Björnsson. Meginmarkmið starfsmanna- stefnunnar er að Þjóðkirkjan, sóknir, embætti og stofnanir hennar, hafi á að skipa hæfu, áhugasömu og ábyrgu starfs- fólki, að Þjóðkirkjan veiti starfsfólki sínu sem best skil- yrði til að helga sig hinum fjölþættu verkefnum á vett- vangi kirkjunnar og mögu- leika til að vaxa og dafna í starfi. Kirkjuþing verður sett á sunnudaginn Málið dómtekið í Hæstarétti BEÐIÐ er niðurstöðu Hæstaréttar í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur lög- fræðings gegn íslenska ríkinu. Ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. janúar sl. dæmt til að greiða henni 2,9 milljónir króna í bætur og málskostn- að fyrir að utanríkisráðherra skyldi ekki ráða hana í stöðu sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, þótt hún hefði verið talin hæfari en sá sem ráðinn var. Ríkið áfrýjaði dómnum og var málið flutt í Hæstarétti á miðvikudag. Jóhann R. Benediktsson var skip- aður í embætti sýslumanns 1. apríl 1999 og vísaði Kolbrún málinu þá til kærunefndar jafnréttismála sem taldi hana a.m.k. jafnhæfa Jóhanni. Kol- brún höfðaði síðan mál gegn ríkinu. Hún var eina konan í hópi sex um- sækjenda og var þá fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík og hafði umsjón með rannsókn fíkniefnamála. Utan- ríkisráðuneytið hélt því fram að Jó- hann hefði yfirburðaþekkingu á Schengen-samstarfinu og hefði það ráðið úrslitum um að hann var ráðinn. Ríkið áfrýjar vegna sýslumannsráðningar Mælt með Sigfúsi Kristjánssyni VALNEFND Hjallaprestakalls í Kópavogi hefur lagt til að Sigfús Kristjánsson guðfræðingur verði skipaður prestur frá 1. nóvember nk. Sigfús var valinn úr hópi sex um- sækjenda. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára en um hálft starf er að ræða. Þá hafa sjö umsækjendur sótt um embætti sóknarprests Fellapresta- kall í Reykjavík. Umsóknarfrestur rann út 5. október. Umsækjendur eru: Ástríður Helga Sigurðardóttir, guðfræðingur, séra Bjarni Þór Bjarnason, Bryndís Valbjarnardótt- ir guðfræðingur, séra Gunnar Eirík- ur Hauksson, Ragnheiður Karítas Pétursdóttir guðfræðingur, séra Sigurður Jónsson og séra Svavar Stefánsson. Hjallaprestakall 10 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt FYRRVERANDI hafnarvörður hjá Búðahreppi hefur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Aust- urlands fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér tæpar 4,7 milljónir króna af fé hafnarsjóðs á fimm ára tímabili á árunum 1995 til 2000. Sjö mánuðir af fangelsisrefsingunni eru skilorðsbundnir. Ákærði, sem sætti ákæru ríkis- saksóknara, var ennfremur dæmdur til að greiða Búðahreppi 4,1 milljón króna og allan sakarkostnað. Ákærði játaði sakargiftir og mun hafa end- urgreitt 717 þúsund krónur. Logi Guðbrandsson dómstjóri kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Othar Örn Pedersen hrl. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Brunaboði fór í gang BRUNABOÐI fór í gang í hjúkrun- ar- og elliheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði skömmu upp úr hádegi í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn en síðar kom í ljós að um bilun var að ræða. Að sögn slökkviliðs er ekki vitað af hverju kerfið fór í gang. Á Hrafnistu eru tæplega 230 vistmenn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.