Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KONUR, sem starfa hjá einka-
fyrirtækjum í ríkjum Evrópu-
sambandsins, hafa til jafnaðar
20% lægri laun en karlmenn.
Kemur það fram í könnun, sem
birt var í gær. Í þremur ríkjum,
Belgíu, Danmörku og Portúgal,
er launamunurinn minnstur,
innan við 10%, en í Þýskalandi
er hann mestur eða 24%.
Fram kemur, að konur í fullu
starfi eru yfirleitt yngri en
karlarnir og skýrist það af því,
að margar konur hverfa um
hríð af vinnumarkaði vegna
barneigna. Hjá hinu opinbera
er launamunurinn verulega
minni en hjá einkafyrirtækjum.
Árás í
Kúveit
BANDARÍSKIR hermenn í
Kúveit skutu í gær tvo menn,
sem höfðu áður drepið einn
bandarískan hermann og sært
annan. Átti atburðurinn sér
stað er bandarísku hermenn-
irnir voru við æfingar á eynni
Failaka undan strönd landsins.
Talsmenn hersins sögðu, að
mennirnir hefðu komið að á bíl
og hafið skothríð á hermennina.
Hefði henni þá verið svarað.
Sögðu þeir ekkert um þjóðerni
mannanna en 26 manns, sem
ekkert höfðu að gera með her-
æfingarnar á eynni, voru teknir
til yfirheyrslu.
Deila enn um
Gíbraltar
ANA Palacio, utanríkisráð-
herra Spánar, sagði í gær, að
fyrirhuguð þjóðaratkvæða-
greiðsla á
Gíbraltar um
sameiginlegt
forræði Breta
og Spánverja
væri „laga-
lega mark-
laus“ og ekki
„viðeigandi“.
Íbúarnir eru
mjög á móti sameiginlegu for-
ræði og vilja fá að hafna því
með atkvæðagreiðslu.
Fjárlaga-
afgangurinn
minnkar
SÆNSKA stjórnin spáir því, að
hagvöxtur í Svíþjóð á þessu ári
verði 2,1% og fjárlagaafgang-
urinn verði 1,7% af vergri þjóð-
arframleiðslu, allmiklu minni
en á síðasta ári. Gert er hins
vegar ráð fyrir 2,5% hagvexti á
næsta ári og 2004. Aðalástæðan
fyrir minni fjárlagaafgangi á
þessu ári er skattalækkanir.
Hraðaaukn-
ing gagnrýnd
TILLAGA danskra stjórnvalda
um að auka leyfilegan há-
markshraða á helstu þjóðveg-
um hefur verið harðlega gagn-
rýnd á þingi. Segja talsmenn
stjórnarandstöðunnar, að verði
hraðinn færður upp í 130 km
muni það valda enn fleiri
dauðaslysum en nú eru. Tillag-
an gerir ráð fyrir, að hraðinn
megi vera 130 km á klst. á 15%
veganna, 120 á 50% og áfram
110 km á 35%.
STUTT
Hallar á
konur í
laununum
Ana Palacio
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti krafðist þess í sjónvarpsávarpi í
fyrrakvöld að stjórnvöld í Írak förg-
uðu gereyðingarvopnum sínum eða
tækju afleiðingunum ella. Bush kall-
aði Saddam Hussein, forseta Íraks,
„morðóðan einræðisherra“ sem ógn-
aði Bandaríkjunum og bandamönn-
um þeirra en Bush tók hins vegar
fram að stríð væri ekki óhjákvæmi-
legt né um það bil að skella á.
Þá virtist forsetinn draga nokkuð
úr áherslu sinni á að Bandaríkja-
menn myndu fara einir gegn Írak ef
með þyrfti; í staðinn sagði Bush að
Írakar myndu mæta sameinaðri
sveit bandalagsþjóða ef þeir ekki
hlýttu tilmælum um afvopnun.
„Tími afneitunar, blekkinga og
tafa er liðinn. Saddam Hussein verð-
ur að afvopnast – geri hann það ekki
munum við í nafni friðar vera í far-
arbroddi þjóða sem vilja afvopna
hann,“ sagði Bush í ávarpi sínu, sem
ætlað var efasemdarmönnum í
Bandaríkjunum.
Fréttaskýrendur segja marga
Bandaríkjamenn enn ekki sann-
færða um réttmæti þess að efna til
hernaðar gegn Írak en ræðan á
föstudag er þó fyrst og fremst sögð
hafa verið beint gegn fulltrúum á
Bandaríkjaþingi sem í þessari viku
munu greiða atkvæði um tillögu þess
efnis, að forsetanum verði veitt
heimild til að hefja stríð.
Sagði Bush að þó að menn sam-
þykktu tillöguna þá væri „ekki þar
með sagt að hernaðarárás sé yfirvof-
andi eða óhjákvæmileg“. „Samþykkt
tillögunnar mun hins vegar senda
Sameinuðu þjóðunum, öllum þjóðum
heims, þau skilaboð að Bandaríkin
tali einni röddu í þessu máli og að
þau séu staðráðin í að tryggja að
kröfur hins siðmenntaða heims séu
einhvers virði,“ sagði bandaríski for-
setinn.
Segir hugsanlegt að Írak
sé að undirbúa árás
Bush sagði þá ógn sem af Írak
stafaði einstæða þar sem Írakar
hefðu ekki aðeins lengi viljað þróa
kjarnorku-, eiturefna- og sýklavopn,
heldur hefðu þeir einnig lengi verið í
miklum tengslum við alþjóðlega
hryðjuverkamenn.
„Írak gæti hvenær sem er ákveðið
að afhenda hryðjuverkasamtökum
eða einförum á því sviði sýkla- eða
eiturefnavopn,“ sagði forsetinn. Og
hann bætti því við að hugsanlegt
væri að Írakar væru nú þegar með
áform um að ráðast á Bandaríkin
með þess háttar vopnum.
Bush sagði að Írak yrði að veita
upplýsingar um öll gereyðingarvopn
sín og eyða þeim. Þá yrðu Írakar að
hætta stuðningi við hryðjuverka-
samtök, binda enda á ofsóknir gegn
óbreyttum borgurum í Írak og hætta
tilraunum til að svindla á viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna.
„Með því að gera allt þetta, án
allra refja, getur Íraksstjórn komist
hjá átökum,“ sagði bandaríski for-
setinn.
Bush segir tíma blekk-
inga og tafa liðinn
Sagði Bandaríkjamönnum þó
að stríð gegn Írak væri hvorki
yfirvofandi né óhjákvæmilegt
Cincinnati. AFP.
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti er hann flutti ræðu sína í fyrrakvöld.
HEIMSMEISTARINN í skák,
Rússinn Vladimír Kramnik,
sigraði á sunnudaginn skák-
tölvuna Deep Fritz, sem sögð
er vera öflugasta tölva sinnar
tegundar, í annarri skák þeirra
á móti er fram fer í Bahrain, en
fyrstu skákinni lauk með jafn-
tefli á föstudaginn.
Hægt er að fylgjast með
framgangi mótsins á vefsetrinu
www.brainsinbahrain.com, en
þar kemur fram, að tölvan hafi
leikið af sér á sunnudag og eftir
það hafi hún aldrei náð sér á
strik. Kramnik hafði hvítt.
Tefldar verða átta skákir og
fær Kramnik um 87 milljónir
íslenskra króna beri hann sig-
urorð af hinum djúpúðga Fritz
en rúmar 60 millj. kr. geri hann
jafntefli.
Kramnik
vann Deep
Fritz
MIKLIR kjarreldar loga í nágrenni
borgarinnar Sydney í Ástralíu og
höfðu þeir í gær eytt 10 húsum og
skemmt önnur 11. Höfðu um 200
manns neyðst til að flýja að heiman
vegna eldanna. Hér að ofan má sjá
slökkviliðsmenn reyna að bjarga
húsum, sem eldarnir höfðu læst sig
í en mestir voru þeir við úthverfið
Engadine og hjálpaðist allt að við
að gera þá erfiða viðureignar,
strekkingsvindur, mikill hiti og
óvenjulítill loftraki. Ógnuðu eld-
arnir einnig 30 húsum vestur af
Sydney og höfðu allir íbúar þeirra
forðað sér.
Þessi árstími er mikil kjarrelda-
tíð í Ástralíu og yfirleitt eru það
eldingar, sem koma eldunum af
stað. Yfirvöld telja hins vegar, að
sumir eldanna hafi verið kveiktir af
ásettu ráði. Loga um 50 eldar við
Sydney og um 70 í Nýju Suður-
Wales.
Reuters
Kjarreldar
í Ástralíu
NÝ ríkisstjórn Gerhards Schröders,
kanzlara Þýzkalands, fór í gær að
taka á sig mynd. Beinist áherzlan í
uppstokkuninni
eftir þingkosn-
ingarnar, sem
fram fóru hinn 22.
september síðast-
liðinn, að því að
taka atvinnuleys-
isvandann og
samdráttinn í
efnahagsmálun-
um föstum tök-
um. Einnig ber
nokkuð á því að nokkrum af eftirlæt-
isbaráttumálum þýzkra græningja,
sem standa að ríkisstjórninni ásamt
Jafnaðarmannaflokki kanzlarans, sé
gert hærra undir höfði. Þykir
Schröder kanzlari hafa landað góð-
um feng með því að hafa tekizt að
telja flokksbróður sinn Wolfgang
Clement, sem um árabil hefur gegnt
forsætisráðherraembætti í Nord-
rhein-Westfalen, fjölmennasta og
iðnvæddasta sambandslandi Þýzka-
lands, á að taka að sér að fara fyrir
sameinuðu atvinnu- og efnahags-
málaráðuneyti Þýzkalands.
„Harður athafnamaður“ í mik-
ilvægasta ráðherrastólnum
„Snilldarbragð“ sagði æsifrétta-
blaðið Bild Zeitung í fyrirsögn um
ráðherradóm Clements, en blaðið
hefur að jafnaði verið meðal hörð-
ustu gagnrýnenda Schröders kanzl-
ara og hinnar „rauð-grænu“ ríkis-
stjórnar hans.
„Harður athafnamaður situr nú í
mikilvægasta stólnum í ríkisstjórn-
inni,“ segir í frétt Bild.
Clement er 62 ára og hefur getið
sér orð fyrir að vera maður sem hef-
ur sitt fram og skirrist ekki við að
eiga rimmur hvort sem er við verka-
lýðsfélög eða samtök vinnuveitenda.
Hann segist sjálfur líta á verkefnin
sem fyrir honum liggja í sam-
bandsstjórninni sem „mikla áskor-
un“.
„Þýzkaland verður að brjótast út
úr vítahring vanagangsins í barátt-
unni við atvinnuleysisvandann,“ var
haft eftir Clement í þýzkum fjölmiðl-
um í gær.
Ný ríkisstjórn í Þýzkalandi tekur á sig mynd
Áherzla á atvinnumál
Berlín. AFP.
Wolfgang
Clement