Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 25
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er
á fimmtudaginn, 10. október. Það
er dapurleg staðreynd að þrátt fyr-
ir góða viðleitni margra hagsmuna-
aðila virðist þessi merkilegi dagur
fara framhjá fólkinu í landinu. Það
ætti að vera alvarlegt íhugunarefni
fyrir þjóð sem hámar í sig geðlyf
eins og sælgæti af hverju það geng-
ur svona illa að virkja þessa vík-
ingaþjóð í geðheilbrigðisátaki sem
ætti að vera umræðuefni á hverju
íslensku heimili.
Víkingaþjóðin er vel upplýst og
jákvæð gagnvart umræðu um
marga alvarlega sjúkdóma, en þeg-
ar kemur að umræðunni um geð-
heilsuna vill víkingaþjóðin frekar
tala um veðrið. Enda kannski ekki
furða að almenningur vilji ekki tala
um kerfi sem hvorki hlustar á not-
endur þjónustunnar né aðstandend-
ur þeirra.
Það þættu undarlegir viðskipta-
hættir ef einkafyrirtæki lokaði eyr-
unum fyrir óskum viðskiptavinar-
ins. Aftur á móti geta ein-
okunarfyrirtæki leyft sér þann
munað. Svo skilur enginn í því að
fordómar og fáfræðin blómstri í
kerfi, sem rithöfundurinn George
Orwell lýsir í bók sinni, „Félagi
Napóleon“.
Það er dapurleg staðreynd, að
þrátt fyrir baráttu félagasamtaka á
borð við Rauða krossinn í þágu
geðfatlaðra blómstra fordómarnir
og það mun aldrei vinnast sigur í
þessari baráttu á meðan „félagi
Napóleon“ fær einn að ráða ferð-
inni. Þessi stolta víkingaþjóð, sem
hefur unnið þrekvirki á mörgum
sviðum heilbrigðismála, gæti breytt
þessum hugsunarhætti og látið
verkin tala.
Þegar getfatlaðir og aðstandend-
ur þeirra upplifa geðheilbrigðis-
kerfið sem frumskóg er þá ekki
tímabært að stokka spilin upp á
nýtt? Er ekki kominn tími til að
leyfa félagasamtökum sem mörg
hver hafa unnið þrekvirki í baráttu
sinni við alvarlega sjúkdóma að
taka þátt í spilamennskunni þar
sem þjónustan snýst um hagsmuni
einstaklingsins og slaka á þessari
ríkiseinokun? Félagasamtök á borð
við SÁÁ hafa unnið þrekvirki í bar-
áttunni við vímuefnavandann og al-
menningur hefur tekið þátt í þeirri
baráttu af miklum myndarskap.
Allir smákóngar sem vinna að mál-
efnum geðfatlaðra hljóta að geta
sameinast í slíku átaki.
Það er sorglegt að á nýrri tölvu-
öld skuli geðheilbrigðismál vera
feimnismál og almenningur skilur
ekki þá leiksýningu sem nú er í
gangi þar sem allir vilja stjórna
sýningunni og enginn lítur silfrið
sömu augum og annar.
Meðan ekki næst samstaða hags-
munaaðila í þessum málaflokki mun
almenningur halda áfram að tala
um veðrið og hafna þátttöku í geð-
heilbrigðisdeginum. Staðreyndirnar
tala sínu máli ef litið er á þátttöku
almennings síðustu ár.
Það ætti að vera ráðamönnum og
hagsmunaaðilum í geðheilbrigðis-
kerfinu alvarlegt íhugunarefni þeg-
ar þjóðin sendir „félaga Napóleon“
þau skilaboð að með áhugaleysi fyr-
ir þessum merkisdegi sé breytinga
þörf á kerfi sem þjónar engu nema
sjálfu sér. Og sniðgengur óskir og
þarfir almennings í landi sem hefur
alla burði til að vinna myndarlega á
fáfræði og fordómum.
Nema „félagi Napóleon“ vilji við-
halda þessu kerfi vegna viðskipta-
hagsmuna lyfjafyrirtækjanna. Þau
hafa ástæðu til að brosa þessa dag-
ana yfir „sælgætisáti“ víkingaþjóð-
arinnar.
Geðheilsan og
félagi Napóleon
Eftir Harald
Hermannsson
Höfundur er starfsmaður í Dvöl,
athvarfi fyrir geðfatlaða í Kópavogi.
„Það er
sorglegt að
á nýrri tölvu-
öld skuli
geðheil-
brigðismál vera feimn-
ismál.“
SENNILEGA eru heimilislæknar
eina stéttin hér á landi, sem er ein-
göngu heimilað að beita þekkingu
sinni í almannaþágu sem ríkisstarfs-
menn.
Sérfræðingar í heimilislækningum
fá einungis að starfa við fag sitt á
heilsugæslustöðvum ríkisins. Þeir,
sem sótt hafa um að starfa sjálfstætt
skv. samningi við Tryggingastofnun
ríkisins, hafa fengið synjun um starfs-
leyfi á undanförnum árum. Frá því að
heimilislæknar í Lágmúla gerðu sam-
komulag við heilbrigðisráðuneytið um
rekstur heilsugæslustöðvar fyrir um
15 árum hefur ekki verið gerður ann-
ar slíkur samningur.
M.a. í ljósi þessa er deila heimilis-
lækna og heilbrigðisráðuneytisins af-
ar skiljanleg og krafa þeirra um
breytingar augljós.
Skipulagsvandi
Það er ekki hægt að halda því fram
að sátt sé um tiltekið kerfi sem veitir
almannaþjónustu, þegar ein af þeim
stéttum sem þjónustan byggist á er
ósátt við stöðu sína innan kerfisins.
Vandi heilsugæslunnar er fyrst og
fremst skipulagslegs eðlis. Oft getur
verið heppilegt að leita fyrirmynda í
nágrannalöndum okkar þegar vandi
er á höndum.
Heilsugæsla í Danmörku
Í Danmörku eru allar móttökur
heimilislækna einkareknar sam-
kvæmt sérstökum samningum við
héraðsstjórnir (ömt), sem bera
ábyrgð á skipulagi heilbrigðisþjón-
ustu. Yfirleitt starfa nokkrir læknar
saman á stofu. Greiðslur byggjast
annars vegar á fjölda skráðra sjúk-
linga hjá viðkomandi lækni (yfirleitt
um 1.500–1.600 sjúklingar) og hins
vegar á unnum læknisverkum.
Greiðsla er innt af hendi gegnum
dönsku tryggingastofnunina, sem
fjármögnuð er með skattfé.
Í Noregi
Í Noregi er heilsugæsla á ábyrgð-
arsviði sveitarfélaga. Um 70% heim-
ilislækna starfa á eigin vegum skv.
sérstökum samningi við sveitarfélög,
um 20% vinna sem launþegar á op-
inberum heilsugæslustöðvum og 10%
heimilislækna starfa án opinberrar
fjármögnunar. Á síðasta ári var tekið
upp svokallað fastlæknakerfi, þar
sem einstaklingum er gefinn kostur á
velja sér tiltekinn lækni eða lækna-
móttöku og sækja alla almenna þjón-
ustu til þeirra. Hver læknir getur
mest haft 2.500 manns á sínum lista.
Hann fær greitt skv. fjölda sjúklinga
sem eru á skrá hjá honum, en einnig
fyrir hvert verk frá norsku trygginga-
stofnuninni, sem er fjármögnuð með
skattfé, auk komugjalda sjúklinga.
Í Svíþjóð
Í Stokkhólmi er um helmingur
heilsugæsluþjónustu rekinn á einka-
rekstrargrunni skv. sérstökum samn-
ingum við viðkomandi heilbrigðisyf-
irvöld. Greiðsla til lækna byggist á
svipuðum grunni og í Danmörku og
Noregi.
Fráleitar hugmyndir HR
Yfirstjórn Heilsugæslunnar í
Reykjavík (HR) hefur sett fram hug-
myndir um að heimilislæknar fái að
hluta greitt fyrir störf sín með föstum
launum, en vinni sem samsvarar um
20% af vinnutíma sínum eftir kerfi
sem byggist á greiðslu fyrir hvert
verk. Þessar hugmyndir eru að mínu
mati fráleitar og ekki til þess fallnar
að bæta skipulag þjónustunnar og
auka aðgengi að henni.
Nýtt skipulag
Heilsugæslulæknar vilja aukið
sjálfstæði í störfum sínum. Frændur
okkar á Norðurlöndum hafa góða
reynslu af verktakasamningum við
heilsugæslulækna, eins og lýst er hér
að framan. Ég tel farsælast að fara að
dæmi þeirra og setja upp kerfi sem
samsett er af greiðslum fyrir fjölda
skráðra sjúklinga og verkgreiðslum. Í
samningi við lækni eða hóp lækna
skuldbindi þeir sig til að veita alhliða,
samfellda, persónulega, tímanlega og
góða heimilislæknaþjónustu við sjúk-
lingahóp sinn. Slíkt kerfi getur hvort
heldur gilt innan ríkisrekinnar heilsu-
gæslustöðvar eða einkarekinnar
læknastöðvar skv. sérstöku sam-
komulagi við ríkið.
Heilsugæslan byggist á samvinnu
milli fagstétta, sérstaklega lækna og
hjúkrunarfræðinga. Þessum fagstétt-
um er alveg ljóst hvað fellur undir
starfssvið hvorrar stéttar fyrir sig.
Hjúkrunarfræðingar hafa sérstak-
lega sinnt hefðbundinni heilsuvernd
s.s. skólaheilsugæslu, ungbarnavernd
og mæðravernd, auk heimahjúkrun-
ar. Breyting á skipulagi og greiðslu-
formi fyrir þjónustu lækna gengur
einnig upp gagnvart hjúkrunarfræð-
ingum. Þessar tvær stéttir gætu síðan
gert samkomulag sín á milli um sam-
starf á jafnræðisgrunni.
Kostir nýs skipulags
Kostir þessa fyrirkomulags byggj-
ast m.a. á auknu valfrelsi sjúklinga
um heimilislækni og aukinni sam-
keppni milli lækna að veita betri
þjónustu og bæta aðgengi. Ábyrgð
heimilislækna á þjónustu við skjól-
stæðinga er skilgreind og sköpunar-
gleðin ein takmarkar þær aðferðir
sem viðkomandi læknir velur til að ná
sem bestum árangri í þjónustunni
fyrir það fé sem fylgir sjúklingi. Þjón-
ustan verður því ekki bundin við við-
töl á stofu læknis á sama máta og nú
er.
Heilbrigðisráðherra hefur lýst því
yfir að hann sé hlynntur ýmsum
rekstrarformum í heilbrigðisþjón-
ustu. Nú er tækifærið til breytinga,
almenningi til hagsbóta.
Krafa um
breytingar
Eftir Ástu
Möller
„Oft getur
verið heppi-
legt að leita
fyrirmynda í
nágranna-
löndum okkar þegar
vandi er á höndum.“
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
þeirri kröfu vaxið ásmegin að setja
eigi löggjöf um fjármál stjórnmála-
flokkanna. Forysta Sjálfstæðisflokks-
ins hefur hins vegar spyrnt á móti öll-
um hugmyndum í þessa átt. Hafa
talsmenn flokksins haldið fram því
sjónarmiði að fjárstyrkir til stjórn-
málaflokka eigi að vera trúnaðarmál,
líkt og stjórnmálaskoðanir fólks eru
einkamálefni þess.
Ekki verður um það deilt að það er
sjálfsagður réttur sérhvers einstak-
lings að halda stjórnmálaskoðunum
sínum fyrir sjálfan sig. Fjármál
stjórnmálaflokkanna sjálfra eru hins
vegar annað mál. Í lýðræðissamfélög-
um hafa stjórnmálaflokkar mikil völd.
Það hlýtur því að vera krafa lýðræð-
isins og réttur kjósenda að starfsemi
stjórnmálaflokkanna fari fram fyrir
opnum tjöldum. Fjármál stjórnmála-
flokkanna eiga þar ekki að vera und-
anskilin, heldur á almenningur að
hafa aðgang að reikningum og bók-
haldi stjórnmálaflokkanna.
Í stefnuræðu sinni á Alþingi 2.
október s.l. lýsti Davíð Oddsson for-
sætisráðherra yfir skýrum vilja til
þess að setja reglur um fjármál
stjórnmálaflokkanna. Forsætisráð-
herra hefur með ræðu sinni markað
þáttaskil í umræðum um fjármál
stjórnmálaflokka. Hér eftir verður
varla deilt um þörfina á slíkri laga-
setningu. Sjálfur sagði forsætisráð-
herra að meginatriðið væri að ganga
til athugunar á þessum efnum af ein-
urð og heiðarleika, en ekki í pólitísk-
um skollaleik.
Það er hverju orði sannara. Það er
ástæðulaust með öllu að tortryggja
það mikilvæga starf sem fram fer inn-
an vébanda stjórnmálaflokkanna. En
framhjá því verður ekki litið að leynd
elur oft á tortryggni. Löggjöf um fjár-
mál stjórnmálaflokkanna myndi
draga úr slíkri tortryggni og efla
þannig trúnað á milli kjósenda og
stjórnmálaflokkanna.
Það er því full ástæða til að fagna
stefnubreytingu forsætisráðherra og
formanns Sjálfstæðisflokksins. Af-
farasælast væri ef Alþingi gengi nú
þegar í að undirbúa slíka löggjöf
þannig að samþykkja mætti lög um
fjármál stjórnmálaflokkanna þegar á
þessu löggjafarþingi. Færi best á því
ef slík lög tækju gildi áður en formleg
kosningabarátta fyrir næstu alþing-
iskosningar hefst næsta vor.
Fjármál stjórn-
málaflokkanna
Eftir Finn Þór
Birgisson
„Það hlýtur
því að vera
krafa lýð-
ræðisins og
réttur kjós-
enda að starfsemi
stjórnmálaflokkanna
fari fram fyrir opnum
tjöldum.“
Höfundur er lögfræðingur.
S
n
a
ig
é
:
P
R
E
N
T
S
N
I
Ð
ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500
KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR
Stórglæsilegir kæli- og
frystiskápar á ótrúlegu
kynningarverði!
OPIÐ: Mán.–föstud. 9–18Laugard. 10–15
Gerð Mál í cm Rými í ltr. Litur Kynningar-
HxBxD kælir + frystir verð, stgr.
C-140 85x56x60 127 hvítur 32.130,-
C-290 145x60x60 275 hvítur 40.230,-
R-130 85x56x60 81 + 17 hvítur 34.560,-
RF-270 145x60x60 170 + 61 hvítur 52.920,-
RF-310 173x60x60 192 + 92 hvítur 63.450,-
RF-310 173x60x60 192 + 92 stál 80.730,-
RF-315 173x60x60 229 + 61 hvítur 58.050,-
RF-315 173x60x60 229 + 61 metalic 61.830,-
RF-315 173x60x60 229 + 61 stál 75.330,-
RF-360 191x60x60 225 + 90 hvítur 69.930,-
F-100 85x56x60 85 hvítur 37.530,-
F-245 145x60x60 196 hvítur 49.680,-
Kælimiðill R600a - Kælivél Danfoss, Electrolux, fl.
Frystihólf - Orkuflokkur “A“
2ja ára ábyrgð.
Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta.
Snaigé er nýr á Íslandi, kominn til að vera vegna
vandaðrar nútíma framleiðsluaðferðar, hagkvæmni í
rekstri og hagstæðs verðs.
G
æ
ð
a
g
ri
p
u
r
á
g
ó
ð
u
v
e
rð
i.
..