Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 26

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TEKJUR Íslendinga af veiðum í stofn-um sem við nýtum sameiginlega meðöðrum þjóðum námu 16,9 milljörðumá síðasta ári eða 23,8% af heild- arverðmæti sjávarafla þjóðarinnar. Inni í þess- ari tölu eru tekjur okkar af norsk-íslenska síldarstofninum, loðnu, kolmunna, úthafskarfa og grálúðu. Tekjur af úthafsrækju á Flæm- ingjagrunni, sem er ekki flökkustofn en við þurfum að semja um nýtingu á, voru 770 millj- ónir á síðasta ári. Á fundi samtakanna Heimssýnar um helgina kom fram að ef Ísland gerðist aðili að Evrópu- sambandinu myndi ESB fara með forræði yfir samningum um flökkustofna sem Ísland ætti sameiginlega með öðrum þjóðum. Jafnframt var fullyrt á fundinum að um fjórðungur af tekjum Íslendinga úr sjávarútvegi kæmi af þessum flökkustofnum og að þessar tekjur myndu lækka með aðild Íslands að ESB. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytinu hafa Íslendingar samið við Norðmenn og Grænlendinga um skiptingu á loðnu. Samningurinn, sem gerir ráð fyrir að Ísland megi veiða 78% kvótans, er uppsegjanlegur. Óverulegar breytingar hafa verið gerðar á samningnum. Veiðum á úthafskarfa er stjórnað innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Ísland hefur ekki fallist á þá stjórnun og hefur tekið sér einhliða kvóta. NEAFC fjallar líka um stjórn veiða á mak- ríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Aðeins hefur náðst samhljóða samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ís- land hefur einhliða ákveðið kvóta á kolmunna og kvótinn var minnkaður við síðustu úthlut- un. ESB fer með hið formlega samningsumboð Evrópusambandið fer með samningsumboð fyrir aðildarþjóðir sínar í viðræðum um skipt- ingu á flökku- og deilistofnum. Aðildarþjóð- irnar þurfa að ná samkomulagi sín á milli um skiptingu á kvóta sem sambandið semur um v f i m þ i f g l s f B s v e u f s v á i v Tekjur Íslands af stofnum 16,9 mill NOKKUÐ af eldislaxislapp hér við land seintá níunda áratugnum ogbyrjun þess tíunda en ekki liggur fyrir að hve miklu leyti það hefur haft áhrif á erfðamengi laxastofna í íslenskum ám. Kvía- eldið var mest við Faxaflóa og gekk laxinn þá upp í ár vestan- lands og sér í lagi í ár nálægt Reykjavík. Eldislaxinn þá var þó af íslenskum stofni en sá sem nú er verið að ala er kynbættur norskur eldislax. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir að fyrir dyrum standi að gera rannsóknir á Elliðaárlaxinum og sjá hvort erfðamengi hans hafi breyst. Sigurður tekur fram að fáir eld- islaxar hafi fundist í haust og allt séu þetta ókynþroska fiskar og ljóst að eldislaxinn geri engan usla nema hann sé orðinn kynþroska. Þá segir Sigurður að vonlaust sé að fullyrða um hvaðan þessir laxar koma. Vitum ekki hver voru áhrifin á villtu stofnana „Við þekkjum þetta auðvitað frá fyrri tíð. Það kom töluvert fram af eldislaxi á árunum frá 1987 og fram yfir 1990. En við vitum í raun ekki hversu mikil áhrif hann hafði á villtu laxastofnana. Núna eru menn hins vegar að nota kyn- bættan norskan lax en áður var það íslenskur lax.“ Sigurður segir að miklu máli skipti hvenær ársins lax sleppur úr kvíum. Sleppi hann að vetrinum séu minni líkur á að hann lifi en ef hann sleppi að sumri. Gönguseiði leiti oftast á heimaslóðirnar eða að ferskvatn nálægt þeim en nánast fullvaxinn kynþroska lax sem sleppur geti auðvitað gengið upp í ár. „Þeir sækja frekar í laxveiði- árnar því þar finna þeir lykt af kynbræðrum sínum. Við vitum að eldislax tekur þátt í hrygningu en hann er lélegri í því en villti lax- inn.“ Sigurður segir að auðvitað snú- ist málið um fjölda laxa sem slepp- ur og eins hversu oft það gerist. „Það að eldislax sleppur getur haft áhrif á erfðamengi laxastofnanna en einn og einn fiskur breytir auð- vitað ekki heimsmyndinni. Við vit- um að það er sérstofn í hverju vatnakerfi, stundum fleiri í stærri vatnakerfum og þessir stofnar hafa þróast allt frá síðustu ísöld, eða í um tíu þúsund ár og á þeim tíma hefur orðið náttúrval og að- lögun að aðstæðum.“ Sigurður segir að það m það sem svo að menn vilj fikta í slíkum stofnum. „ segja að hæfni stofnanna af minnki við slíka kyn Vitað að eldislax tekur þátt í hrygningu me Snýst um fjölda sem sleppa og hv Veiðimaður þreytir sjö punda hæng í Sand ORRI Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segist leggja þunga áherslu á að gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenska veiðibændur að norskur lax blandist ekki íslensk- um laxastofnum. Þeir hafi aðal- tekjur sínar af villtum laxastofnum og þoli ekki ný áföll. „Þeir hljóta,“ segir Orri, „að gera þær kröfur að öllu kvíaeldi á laxi með erlendum stofnum verði hætt og ekki verði stofnað til nýrra vandræða. Vitað er að yfirleitt sleppa 2% fiska úr eldiskvíum, 2% af milljónum eru margir laxar.“ Orri segir að fiskeldi me um laxi eigi ekki rétt á sér því sé verið að spilla öðrum mætum. Þá minnir Orri á a mælendur fiskeldis með er laxastofnum hafi varað yfi ítrekað við að leyfa eldi af án vandaðs undirbúnings o sókna. Hagsmunaaðilar ha ist umhverfismats en því h hafnað. Óskað hafi verið e marksprófunum á umhver isaðstæðum á Austfjörðum hafi landbúnaðarráðherra „Ákafi ráðherranna er s ill að hann kemur í veg fyr Formaður Verndarsjóðs v Gríðarlegir hag í húfi fyrir laxab GAGNABANKI UM MÆNUSKAÐA Mænan er einn viðkvæmastihluti líkamans og þegar húnskaðast getur það haft alvar- legar afleiðingar. Á ráðstefnu, sem Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna og íslensk stjórnvöld héldu hér á landi fyrir rúmu ári, kvikn- aði sú hugmynd að stofna alþjóðlegan gagnabanka um mænuskaða á Íslandi í samvinnu við WHO og Evrópuráðið. Frumkvæði að því að gagnabankinn yrði stofnaður átti Auður Guðjónsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, móðir Hrafn- hildar Thoroddsen, sem skaddaðist á mænu í bílslysi fyrir 13 árum. Auður sagði í samtali við Morgun- blaðið á föstudag að Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóri WHO og fyrrverandi forsætisráðherra Nor- egs, hefði boðið Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra í lok síðasta árs að Landspítalinn - háskólasjúkrahús yrði samstarfssetur WHO um gagnabank- ann. Brundtland hefði rökstutt það þannig að frumkvæðið væri algjörlega komið héðan, Íslendingar væru rík og vel menntuð þjóð, auk þess sem lega landsins milli austurs og vesturs væri táknræn fyrir að sameina þekkingu ólíkra menningarheima. Að auki væru Íslendingar hlutlausir á þessu sviði vís- indanna og gætu skoðað málin hlut- og fordómalaust. Í samtalinu við Auði kom fram að hugmyndafræðin að baki gagnabank- anum væri að safna upplýsingum um allt, sem talið væri að kæmi mænu- sköðuðum til góða og væri líklegt til að stuðla að lækningu á mænuskaða. Eftir eins til tveggja ára söfnun myndu sér- fræðingar meta hvort efni stæðu til að móta breytta meðferðarstefnu eða frumlækningastefnu byggða á þeim upplýsingum, sem bankanum hefðu borist. Sagði Auður að mænuskaðaðir um allan heim bæru miklar væntingar til bankans. Þótt skýr merki hafi borist um að úti í heimi væri mikill áhugi um að knýja þetta mál fram og yfirmaður mænu- skaðamála hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna hefði lýst yfir því að hann myndi flytja til Íslands til að koma gagnabankanum af stað hefur málið dregist í meðförum stjórnvalda hér á landi. Gefið hafði verið til kynna að gagna- bankinn yrði settur á fjárlög fyrir árið 2003, en það hefur ekki gengið eftir, þótt vissulega sé enn svigrúm til þess þar sem þingið gengur ekki frá fjárlög- um næsta árs fyrr en í desember. Í vor samþykktu 44 þingmenn á Evrópuráðs- þinginu tillögur um víðtækan stuðning við verkefnið að frumkvæði Láru Mar- grétar Ragnarsdóttur, alþingismanns og formanns félags-, heilbrigðis- og fjöl- skyldunefndar Evrópuráðsins. Sá stuðningur felur meðal annars í sér að 44 Evrópuþjóðir leggi fé í sjóð til styrkt- ar mænuskaðaverkefnum. Í samtalinu við Morgunblaðið kvaðst Auður óttast að yrði málið ekki komið á rekspöl hér á landi þegar ráðherranefndin tekur mál- ið fyrir síðar á þessu ári verði erfitt að fá það samþykkt og mænuskaðaðir glati tækifærinu. Jón Kristjánsson svaraði því í samtali við Morgunblaðið á laugardag að unnið væri að því í heilbrigðisráðuneytinu að koma gagnabankanum á fót og embætt- ismönnum í ráðuneytinu hefði verið fal- ið að kalla yfirmenn á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi til fundarins, sem dregist hefur úr hömlu. Sagði ráðherra að Auður hefði unnið að þessu máli af þvílíkum dugnaði að hann skildi að henni þætti að málið gengi ekki nógu hratt, en viljinn til að stofna gagnabank- ann væri eindreginn. Þá kvaðst Jón Kristjánsson vonast til að málið tæki ekki það langan tíma að það spillti fyrir því að Evrópuráðið styddi verkefnið. Hugmyndin um gagnabanka um mænuskaða fékk strax hljómgrunn og það yrði akkur fyrir íslenskt vísinda- samfélag að hann hefði aðsetur hér á landi. Þegar frumkvæði á borð við þetta fær slíkar undirtektir á alþjóðavett- vangi og raun ber vitni kallar það á taf- arlaus viðbrögð. Öllu skrifræði fylgir tregða og oft og tíðum þarf stöðugt og látlaust áreiti til að knýja kerfið til hreyfings. Afdráttarlaus orð heilbrigð- isráðherra ættu hins vegar að greiða götu fyrir því að gagnagrunnur um mænuskaða verði settur á fót hér á landi. ÁFENGISNEYSLA Á MEÐGÖNGU Landlæknisembættið og Miðstöðmæðraverndar hafa í samvinnu við áfengis- og vímuvarnarráð gefið út bækling um vímuefni á meðgöngu sem dreifa á til verðandi mæðra. Ekki þarf að draga réttmæti slíkrar fræðslustarf- semi í efa, enda full ástæða til að ítreka hversu afdrifaríkar afleiðingar neysla vímuefna og lyfja getur haft á fóstur og nýbura. Margir hafa þó litið hóflega neyslu áfengis öðrum augum undanfar- in ár og jafnvel staðið í þeirri trú að hún gæti haft góð áhrif á verðandi mæður og þær konur sem eru með barn á brjósti. Með þessu fræðsluátaki á þó einnig að stuðla að því að breytt viðhorf almennings til áfengisneyslu nái ekki til verðandi mæðra, eins og haft var eftir Þorgerði Ragnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra áfengis- og vímuvarnar- ráðs, í Morgunblaðinu sl. laugardag. Um þrír áratugir eru liðnir síðan rannsóknir í Frakklandi og Bandaríkj- unum sýndu með óyggjandi hætti að börn kvenna sem neytt hafa mjög mik- ils áfengis á meðgöngu gætu fæðst með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis. Þær niðurstöður benda til þess að mikla áfengisneyslu þurfi til að skaða fóstur, en Þorgerður leggur samt sem áður áherslu á að „ekki sé vitað hversu mikið eða lítið magn áfengis hafi áhrif á fóstur og vísindamenn hafi ekki treyst sér til að fullyrða um einhver öryggismörk í því sambandi“. Þótt enginn vafi leiki á því að viðhorf Íslendinga til bjór- og léttvínsneyslu hafi breyst mikið, er vínmenning hér á landi enn mjög skammt á veg komin. Því getur reynst erfitt að draga mörkin um hvað sé hóflegt og hvað ekki. Flestar konur eru á þessu ákveðna tímabili í lífi sínu sér mjög meðvitandi um hollustu og breyta lífsstíl sínum í samræmi við það. Það er því engin ástæða til annars en að taka undir þau sjónarmið sem fram koma í þessu fræðsluátaki og hvetja konur til þess að láta börn sín njóta vafans hvað skaðsemi áfengisneyslu varðar á meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.