Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 27

Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 27 Í GREIN á miðopnu Morg-unblaðsins 11. september sl.rekur Jóhann Már Maríus-son, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sögu og stöðu virkjanaframkvæmda í Þjórsár- verum og verður tíðrætt um mis- skilning og vanþekkingu á mál- inu. Við sem beitum okkur fyrir verndun Þjórsárvera höfum mörg hver fylgst með gangi mála í ára- tugi og búið í návígi við Þjórs- árver og mennina sem um málið hafa fjallað. Það er fjarstæða að fulltrúar Gnúpverja í Þjórsárveranefnd hafi nokkurn tíma talið að lón í 575 m y.s. gæti verið viðunandi né fallist á slíkt, eins og Jóhann Már gefur í skyn. Þeir hafa hins vegar skoðað alla kosti faglega þótt það hafi ekki leitt til samkomulags. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að núverandi virkjanahug- myndir ganga ekki eins langt og fyrstu áætlanir, sem hefðu sett nær öll Þjórsárver undir vatn. Lónið mun samt kaffæra neðsta hluta veranna og auk þess stefna í hættu stóru svæði vegna rofs, áfoks, bakvatnsáhrifa og beinna og óbeinna áhrifa af hraðri aur- söfnun efst í lóninu og ofan þess. Hjá hverjum liggur misskilningurinn? Með fyrrnefndri grein fylgdi kort af Þjórsárverum þar sem bú- ið var að færa inn lón að 575 m og setlón austur af Arnarfelli mikla. Það sýndi hins vegar aðeins hluta af mannvirkjum Norðlingaöldu- veitu og gefur villandi mynd af umhverfisáhrifum hennar. Á kortið vantaði m.a. varnargarða sem skv. upplýsingum Lands- virkjunar þarf að reisa eftir nokkra áratugi og verða þeir 2–3 m háir og munu liggja upp með Þjórsá báðum megin og að austan ná alveg upp að Biskupsþúfu, um 11 km inn í friðlandið. Það verður líka að gera athugasemd við hvernig mannvirkjasvæðið um- hverfis setlónið nyrst í Þjórsár- verum var sýnt á kortinu en þar vantaði haugstæði sem verða fyr- irferðarmikil í landslaginu þegar tímar líða. Á kortið sem hér fylgir með, er búið að bæta inn helstu mannvirkjum sem vantaði og það gefur réttari mynd af lágmarks- áhrifasvæði veitunnar. Á því má einnig sjá hvernig framkvæmdin kemur til með að skerða ósnert víðerni Þjórsárvera. Mörk mann- virkjasvæðisins eru dregin skv. þeirri skilgreiningu sem miðað er við í íslenskum lögum, þ.e. við 5 km radíus út frá mannvirkjum. Á bæði kortin vantar vegi sem þó hljóta að vera nauðsynlegir. Ljóst er að áhrifasvæði Norðlingaöldu- veitu með mótvægisaðgerðum mun ná allt frá Sultartangalóni að Þjórsárjökli en ekki takmarkast við lítinn hluta friðlandsins eins og Landsvirkjun heldur fram. Hvað segja rannsóknir? Það er rétt að umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á náttúrufari í Þjórsárverum ára- tugum saman. Með því að segja að þær hafi leitt í ljós að Noð- lingaölduveita valdi ekki óhæfi- legum umhverfisáhrifum er verið að útiloka staðreyndir. Niðurstöð- ur náttúruvísindamanna ber allar að sama brunni, Norðlingaöldu- veita mun valda óhæfilegum um- hverfisáhrifum og undir það er hvað eftir annað tekið í úrskurði Skipulagsstofnunar. Þannig er það mat Skipulagsstofnunar að lóninu muni fylgja veruleg og óafturkræf skerðing á gróðri, freðmýrarústum, jarðvegi, vatna- fari, smádýralífi og veruleg stað- bundin og óafturkræf áhrif á heiðagæs og aðra fugla. Skipu- lagsstofnun telur einnig að fram- kvæmdinni fylgi veruleg og óaft- urkræf breyting á landslagi. Í ljósi þessa verður niðurstaða Skipulagsstofnunar afar torskilin. Það er því misskilningur hjá að- stoðarforstjóra Landsvirkjunar að með Norðlingaölduveitu geti farið saman „mikill efnahagslegur ávinningur og að fullt tillit er tek- ið til verndunar hinnar sérstöku náttúruperlu sem nefnist Þjórs- árver“. Þegar unnið var að friðlýsingu Þjórsárvera árið 1981 var þegar kominn þrýstingur frá Lands- virkjun um að nýta svæðið til virkjana. Var þar bæði um að ræða svonefnda Kvíslaveitu og miðlunarlón neðst í Verunum. Landsvirkjun kom því að friðlýs- ingarvinnunni sem hagsmunaaðili og hafði sín áhrif eins og skýrt kemur fram í grein Jóhanns Más. Það er augljóst að þegar frið- landsmörkin voru ákvörðuð voru náttúruverndarsjónarmið ekki látin ráða ferðinni og urðu þau því fullknöpp og fara ekki eftir náttúrufarslegum línum. Tíma- bært er að laga þau að raunveru- legum mörkum Þjórsárvera. Margir hafa á undanförnum misserum reynt að draga mörk Veranna jafnvel enn þrengra en gert er í friðlýsingarskilmálunum í þeim tilgangi einum að sýna fram á meinleysi Norðlingaöldu- veitu. Láta þeir hinir sömu sig engu skipta að rannsóknir sem gerðar voru á svæðinu sunnan friðlandsins sumarið 2001 sýndu að þar er engu síður fjölbreytt og verðmætt náttúrufar en innan nú- verandi friðlands. Það er því bein niðurstaða rannsóknanna að huga beri að stækkun friðlandsins í stað þess að skerða það með lóni og öllu því raski sem af þeirri framkvæmd hlýst. Í huga heimamanna er nafn- giftin Þjórsárver ekki bundin sér- stökum verum, sú nafngift er komin frá þeim sem stunduðu rannsóknir á fuglalífi svæðisins upp úr 1950. Heimamönnum er tamara að tala um ,,fyrir innan Sand“. Fjallmenn fara inn yfir Sand og koma til byggða með glampa í augum og endurnærðir eftir kynni af seiðmagni þessa lands með öllum þess andstæðum þar sem ,,störin nemur nærri við / nakta jökulfætur“. Þjórsárver eru gróðurvin, um- lukin auðnum sem vekja spurn- ingar um tilvist og varðveislu þessarar perlu, sem skipar stóran sess í huga Gnúpverja og margra annarra innanlands og utan, óháð línum misviturra manna sem hafa jafnvel dregið þær þvert um algróin ver. Enn og aftur þarf að ítreka, að þótt í friðlýsingarskilmálunum sé undanþáguákvæði um að mögu- leiki sé á því að mynda uppistöðu- lón með stíflu við Norðlingaöldu þá fylgir því skilyrði að það sé framkvæmanlegt án þess að nátt- úruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúru- verndarráðs. Það var sérstaklega tekið fram hver skyldi meta þau áhrif. Náttúruvernd ríkisins tók við hlutverki Náttúruverndarráðs og sérfræðingar þess hafa komist að þeirri niðurstöðu að fram- kvæmdin rýri náttúrverndargildi Þjórsárvera óhæfilega. Skilyrðið hefur ekki verið upp- fyllt. Það er því verið að reyna að brjóta þennan samning. Hafa skal það sem sannara reynist                                                         !                                                     "  #$               % !         ! "  #$ %   !"     #$     %&   '&              &                         !   " !     # !       ()*+,$ - )../ 0(,$12 34.0 - )../ 254.6) ,$ - )../    '               !         "  #$ %"  $ &  !    '   " (    (    )*              & ++  #"   " , *$ $       - $ .    !  "   "  „Það er því bein nið- urstaða rannsókn- anna að huga beri að stækkun friðlandsins í stað þess að skerða það með lóni og öllu því raski sem af þeirri framkvæmd hlýst.“ Höfundur er náttúrufræðingur. Eftir Sigþrúði Jónsdóttur við aðrar þjóðir. Fullyrðingar sem settar voru fram á fundi Heimssýnar um að tekjur Íslend- inga af veiðum úr flökkustofnum myndu minnka við inngöngu Íslands í ESB byggjast á því að Ísland myndi fá minna í sinn hlut eftir inngöngu í sambandið. Innan stjórnkerfisins fara menn varlega í að fullyrða að þetta myndi gerast. Bent er á að samningur Íslands um loðnuna sé orðinn 20 ára gamall og erfitt sé að sjá rök fyrir því að breyta honum þótt hið formlega samningsumboð færist frá Íslandi til Brussel. Um aðra stofna sé erfitt að fullyrða þar sem samkomulag um þá sé ekki í höfn. Það sé hins vegar óumdeilt að íslensk stjórnvöld muni ekki ein og sér tala sinni röddu í samningaviðræð- unum ef Ísland gerðist aðili að ESB heldur fari framkvæmdastjórn ESB með hið formlega samningsumboð. Fulltrúar Íslands muni hins vegar án efa taka þátt í viðræðunum og hafa áhrif á niðurstöðuna. Það sé hins vegar spurn- ing um pólitískt mat hvort staða Íslands verði veikari í viðræðunum innan ESB en utan þess. flökku- ljarðar megi orða ji ógjarna „Öll fræði til að lifa nblöndun. Menn hafa séð breytingar og hnignun laxastofna erlendis. En vandamálið er að úti í náttúrunni getur laxastofnum hnignað af ótal öðrum ástæðum.“ eð villtum stofnum a laxa versu oft Morgunblaðið/Einar Falur dvík við Langholt í Hvítá. eð norsk- r því með m verð- að and- rlendum firvöld f því tagi og rann- afi kraf- hafi verið eftir lág- rf- m en því a hafnað svo mik- rir að viðhafðar séu vandaðar forvarnir og er ekki á þær minnst í fyr- irmælum til þeirra stofnana sem annast ættu eftirlit með veigamikl- um umhverfisþáttum. Þessar stofnanir skortir auk þess fé, þekk- ingu, reynslu og mannafla til að sinna eftirliti með laxeldi og þar að auki viðurkenndar reglur til að fara eftir. Á þetta var margoft bent áður en yfirvöld hleyptu þessu vafasama ævintýri aftur af stað og nú með erlendum laxa- stofnum sem eru framandi og eiga alls ekki heima í íslenskri nátt- úru.“ villtra laxastofna gsmunir bændur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.