Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 31
Í VIÐTALI um vanda heilbrigðis-
þjónustunnar á Rás 2, hinn 29. ágúst
síðastliðinn sagði Ásta Möller, alþing-
ismaður og nefndarmaður í heilbrigð-
isnefnd Alþingis, orðrétt:
„Það er ákveðin summa sem fer í
heilbrigðisþjónustuna og við þurfum
alltaf að skoða, er verið að nota það fé
alveg rétt. Ef ég má taka eitt dæmi
sem ég hef verið að skoða aðeins upp
á síðkastið og það er, að það fara 350
milljónir á ári í flúortannpenslun hjá
börnum, 350 milljónir, og það eru
komnar greinar núna sem að draga í
efa áhrif þessarar flúorpenslunar og
það sé eingöngu nauðsynlegt að gera
það hjá ákveðnum áhættuhópum. Er-
um við þá að nota þessar 350 milljónir
rétt? Mætti þá ekki færa þær á þá
staði sem meiri er þörf á því og í að
forgangsraða ofar.“
Það er mikilvægt að almenningur,
og ekki síst þeir sem sitja í fjárlaga-
nefnd Alþingis, átti sig á að þessar
upplýsingar eru fjarri öllu lagi. Í kjöl-
far viðtalsins á Rás 2 aflaði Tann-
læknafélags Íslands (TFÍ) sér réttra
upplýsinga hjá Tryggingastofnun rík-
isins (TR), sem brást skjótt við og
sendi tölur um hæl. Í kjölfarið birti
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið pistil á heimasíðu sinni um
framlög vegna forvarnartannlækn-
inga barna.
Í pistlinum kemur fram að framlög
TR vegna forvarnaþáttar tannlækn-
inga barna hafi á liðnu ári numið sam-
tals um 287 milljónum króna. Fram-
lög vegna flúorlökkunar tanna hjá
börnum námu um 74 milljónum
króna, framlög vegna skoðunar um 83
milljónum, vegna skorufyllna um 26
milljónum króna, vegna röntgen-
mynda um 61 milljón króna, vegna
tannhreinsunar og pússunar rúmlega
40 milljónum króna og vegna flúor-
penslunar rúmlega 3 milljónum
króna. Þetta gera um 287 milljónir
króna á árinu 2001, eins og áður sagði.
Framlög vegna
flúorlökkunar á
tönnum barna
Eftir Bolla
Valgarðsson
„Mikilvægt
er að al-
menningur,
og ekki síst
þeir sem
sitja í fjárlaganefnd Al-
þingis átti sig á að
þessar upplýsingar eru
fjarri öllu lagi.“
Höfundur er framkvæmdastjóri TFÍ.
GÓÐUR árangur náðist í tann-
heilsumálum okkar á 15 ára tímabili
eftir 1986, þegar tannskemmdum hjá
12 ára börnum fækkaði um ca. 70%,
sem án efa mátti aðallega þakka auk-
inni fræðslu og einföldum fyrirbyggj-
andi aðgerðum.
Hætt er við að sá bati verði hægari
nú eftir að greiðslur hins opinbera
hafa lækkað úr 75% kostnaðarins í
um 50% m.a. hjá börnum og ungling-
um, sé miðað við verðlagsbreytingar
sem hafa orðið.
Á sl. 12 árum hafa greiðslur hins
opinbera fyrir tannlækningaþjónustu
verið nánast óbreyttar í krónutölum
og lækkuðu á árinu 1993–1998, þrátt
fyrir að á undanförnum árum hafi út-
gjöld hins opinbera til heilbrigðismála
hækkað um ca. 11% á ári.
Nú er talið að um 20% barna og
unglinga komi ekki reglulega til eft-
irlits með tennur sínar hér á landi, en
hinar Norðurlandaþjóðirnar leggja
aftur á móti mesta áherslu á þessa
aldurshópa og greiða t.d. Danir 100%
kostnaðarins vegna tannlækninga-
þjónustu til 18 ára aldurs, Norðmenn
og Finnar til 19 ára aldurs og Svíar til
20 ára aldurs. Fylgjast þessar þjóðir
grannt með því að allir skili sér til eft-
irlits.
Nú er það skoðun margra tann-
lækna, m.a. Sigfúsar Þórs Elíassonar
prófessors, sem framkvæmt hefur
flestar kannanir á tannheilsu Íslend-
inga, að eftir að endurgreiðslum lýkur
hjá börnum og unglingum við 18 ára
aldurinn, komi tímabil, þegar eftirlit
og umönnun tanna dettur niður.
Svíar greiða stóran hluta alls
kostnaðar hjá fullorðnum en Danir
takmarka greiðslurnar við einfaldar
aðgerðir. Finnar greiða fyrir vissa
aldurshópa fullorðinna en Norðmenn
miða við 21 árs aldurinn.
Við greiðum aftur á móti hluta
kostnaðarins hjá öryrkjum og ellilíf-
eyrisþegum.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar ann-
ast þar að auki reglubundna þjónustu
fyrir þá sem minna mega sín, eins og
t.d. þroskahefta, hreyfihamlaða og
langsjúka og greiða 100% kostnaðar-
ins, en við aftur á móti greiðum hluta
kostnaðarins hjá sambærilegum hóp-
um.
Mikilvægt er að við höldum áfram
þeim bata sem byrjaði uppúr 1986 svo
að við glötum ekki niður þeim árangri
sem þá náðist. Við þurfum að stefna
að því að ná jafngóðum árangri og
hinar Norðurlandaþjóðirnar, en til
þess þurfum við að efla forvarnir og
auka framlög hins opinbera til tann-
lækningaþjónustu hérlendis.
Tannheilsa
Íslendinga
Eftir Magnús R.
Gíslason
Höfundur er fyrrverandi
yfirtannlæknir.
„Nú er talið
að um 20%
barna og
unglinga
komi ekki
reglulega til eftirlits
með tennur sínar hér á
landi ...“.
HEILKENNI Sjögrens er lang-
vinnur bandvefssjúkdómur af
ónæmisfræðilegum toga. Helstu
einkenni eru þurr slímhúð í aug-
um, munni og loftvegum. Sjúk-
dómurinn flokkast sem fjölkerf-
asjúkdómur og honum geta fylgt
liðverkir og vöðvaverkir og af og
til einnig bólgur í liðum. Einnig
fylgir honum mikil og hamlandi
þreyta. Einkenni geta líka komið
fram frá flestum líffærum líkam-
ans, t.d lungum, meltingarfærum,
nýrum og jafnvel taugakerfi.
Erfitt getur verið að greina
sjúkdóminn vegna þess að mörg
einkenni Sjögrens-sjúkdómsins
geta líkst einkennum annarra
sjúkdóma. Engin lækning er til við
þessum sjúkdómi. Meðferðin bygg-
ist fyrst og fremst á því að lina
þjáningar og meðferð tekur mið af
alvarleika einkenna hvers og eins.
Eitt af einkennum Sjögrens-
sjúkdóms er munnþurrkur sem
getur valdið miklum óþægindum,
erfitt getur verið að tyggja og
kyngja fæðunni. Sjögrens-sjúk-
lingar þola illa kryddaðan mat og
þurfa að drekka mikið með mat og
milli mála og fá sér vatn á
nóttunni til að væta munninn.
Erfitt er að tala lengi og hafa góð-
an og greinilegan framburð þar
sem lítið eða nánast ekkert munn-
vatn er til staðar. Einnig eiga ein-
staklingar með munnþurrk í erf-
iðleikum með að nota gervitennur.
Dags daglega hugsum við ekki
mikið út í það hvað munnvatnið
gerir fyrir okkur, en það er nauð-
synlegt til þess að okkur geti liðið
vel, borðað og talað óhindrað og
haldið góðri tannheilsu. Fyrir utan
vatn inniheldur munnvatn efni sem
verndar bæði slímhúð og tennur
fyrir offjölgun baktería og sveppa.
Hjá Sjögrens-sjúklingum er nán-
ast engin munnvatnsframleiðsla og
skiptir það miklu máli að hugsa vel
um tennur og tannhold, því koma
má í veg fyrir óþarfa tannskemmd-
ir með góðri tannhirðu. Það er því
mjög mikilvægt fyrir Sjögrens-
sjúklinga að fara reglulega til
tannlæknis og hugsa vel um tenn-
urnar.
Innan Gigtarfélags Íslands (GÍ)
er starfandi áhugahópur um heil-
kenni Sjögrens og mun hann
standa fyrir fræðslukvöldi í kvöld,
9. október, á afmælisdegi GÍ, í húsi
félagsins í Ármúla 5, 2. hæð kl.
20:00. Þar mun Peter Holbrook,
prófessor við Háskóla Íslands,
flytja erindi um áhrif Sjögrens-
sjúkdómsins á tennur og tannhold.
Laugardag 12. október er Al-
þjóðlegi gigtardagurinn og af því
tilefni verður opið hús í húsnæði
Gigtarfélagsins í Ármúla 5 kl.
13.00-16.00. Þar verður boðið upp
á fræðslu, kynningar og skemmt-
un, auk þess sem áhugahópar fé-
lagsins kynna starfsemi sína.
Heilkenni
Sjögrens – hvað
er nú það?
Eftir Stellu
Guðmundsdóttur
„Eitt af ein-
kennum
Sjögrens er
munn-
þurrkur sem
getur valdið miklum
óþægindum …“
Höfundur er í stjórn áhugahóps
um heilkenni Sjögrens.
DVÖL – athvarf fyrir fólk með geð-
raskanir á fjögurra ára afmæli hinn 9.
október. Gestir Dvalar eru orðnir æði
margir á þessum fjórum árum, sumir
líta inn til að hitta aðra, spjalla, fá sér
kaffisopa og kíkja í blöðin. Enn aðrir
til að vinna að listsköpun, taka þátt í
námskeiðum og ýmsum árstíða-
bundnum uppákomum.
Dvöl er ætlað að rjúfa þá félagslegu
einangrun sem allt of margir búa við,
sem hafa greinst með geðræna sjúk-
dóma. Það er ótrúlegt að á árinu 2002
er ennþá feimnismál að tala um þung-
lyndi og kvíða, að minnsta kosti tala
gestir Dvalar um það af eigin reynslu
að svo sé.
Það væri gott að almenningur
skoðaði nú svolítið í eigin barm, af til-
efni 10. október, sem er alþjóðageð-
heilbrigðisdagurinn.
Kópavogsdeild Rauða kross Ís-
lands sér um daglegan rekstur Dval-
ar, hægt er að fá þar mat gegn vægu
gjaldi sem gestir og starfsfólk útbúa
saman. Kópavogsbær og svæðisskrif-
stofa Reykjaness koma líka að at-
hvarfinu.
Við athvarfið starfar einvalalið
sjálfboðaliða sem sjá um að hafa opið
á laugardögum frá 13 til 16 og eins
koma þeir til aðstoðar á virkum dög-
um. Á virkum dögum er opið frá 9 til
16 nema á fimmtudögum, þá er opið
frá 10 til 16. Dvöl er í Reynihvammi
43 í Kópavogi.
Dvöl – athvarf fyrir geðfatlaða
Eftir Sigurbjörgu
Lundholm
„Dvöl er ætl-
að að rjúfa
félagslega
einangrun.“
Höfundur er starfsmaður í Dvöl.
LÖGFRÆÐISTÖRF á þessu ári
í þágu tveggja eldri kvenna hafa
varpað ljósi á starfshætti Trygg-
ingastofnunar ríkisins, þar sem
gömul og viðurkennd gildi hafa
beint og óbeint verið notuð sem
tæki til að skerða ellilífeyri. Það á
við um hjúskap, eigin tekjur og
tekjur maka, afnot af eigin íbúð og
vexti og verðbætur af eigin sparifé
og sparifé maka.
Þar sem TR er eini launagreið-
andi margra ellilífeyrisþega og
skerðingarnar fara jafnan hljótt er
óhjákvæmilegt að upplýsa um
starfshætti TR. En fleira kemur
til, svo sem að engu skiptir hversu
skýrt og skorinort starfsmenn
stofnunarinnar og ráðuneytis
tryggingamála eru spurðir um
dóm Hæstaréttar frá 19. des. 2000
í máli Öryrkjabandalagsins gegn
TR. Dómurinn sem ætti með réttu
að móta allt starf TR fæst ekki
reifaður með tilliti til aðferða
stofnunarinnar á árunum 2001 og
2002 og virðist þar sem snara í
hengds manns húsi.
Vandi kvennanna tveggja var sá
að þær misstu allar ellilífeyris-
greiðslur sínar frá TR þegar fyrir
lá í skattframtölum að eiginmenn
þeirra höfðu hvor um sig um mitt
ár 2000 selt hlutabréf, sem tengd-
ust ævistarfi þeirra, með sölu-
hagnaði. Eftir stóðu þá lífeyris-
sjóðagreiðslur kvennanna einar
sér sem þeirra tekjur, innan við
kr. 330.000, ársgreiðslur hjá
hvorri.
Við athugunina kom í ljós að
starfsmenn TR hafa óheftan að-
gang að skattupplýsingum ellilíf-
eyrisþega og nota þær til að
skerða ellilífeyri eftir mjög flóknu
kerfi (sjö tegundir greiðslna). Sér-
stök athugunarefni eru: Skerðing-
ar á ellilífeyrinum eru gerðar án
sérstaks fyrirvara eða tækifæris
til athugasemda eins og gert er við
breytingar skattyfirvalda á fram-
tölum. Tryggingaráð, sem skjóta
má málum til, vegna ákvörðunar
lífeyrisgreiðslna, virðist ekki líta á
það sem sitt verk að fjalla efn-
islega um kæruefni, heldur fær
starfsmönnunum sem stóðu að
skerðingunum það til úrlausnar.
Skerðingartímabilin eru jafnan
önnur en skattárin. Fjármagns-
tekjur karlanna, sem greiddur
hafði verið af 10% fjármagnstekju-
skattur, varð tilefni til 22,5%
skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum
karlanna sem og kvennanna.
Launatekjur ellilífeyrisþega valda
jafnan 38,54% tekjusköttum en
geta jafnframt valdið 45% skerð-
ingu ellilífeyris. Þá standa eftir kr.
16,46 af hverjum kr. 100, sem elli-
lífeyrisþeginn hefur aflað.
Á fundi í Ráðherrabústaðnum
nýlega mættu fimm ráðherrar rík-
isstjórnarinnar með forsvarsmönn-
um félaga eldri borgara til að
vinna að lagfæringum á ellilífeyr-
inum. Það staðfestir ásamt öðru að
vandinn sem brennur á starfs-
mönnum TR er fyrst og síðast
pólitískur, kominn frá Alþingi og
ríkisstjórn. Aðkoma ráðherranna
sýnir einnig þrönga stöðu starfs-
manna TR og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis. Annars
vegar eru stjórnarskrárákvæði um
jafnrétti manna og rétt til aðstoð-
ar í ellinni, sbr. 76. gr., staðfest af
Hæstarétti. Hins vegar eru aðfarir
eins og sú þegar millistjórnanda
Símans var fyrirvaralaust vikið úr
starfi fyrir að upplýsa um meint
lögbrot í stofnuninni án þess þau
sættu rannsókn.
Forsvarsmönnum Trygginga-
stofnunar ríkisins ber ótvíræð
skylda að upplýsa ellilífeyrisþega
og verðandi ellilífeyrisþega ræki-
lega og án tafar um að tekjuöflun
ellilífeyrisþega eða maka hans
getur með sköttum og skerðing-
um valdið miklum lækkunum og
oft niðurfellingum á ellilífeyrin-
um.
Þurfa alþingismenn, sem unnið
hafa eið að stjórnarskránni, ekki
að huga að þessu máli strax eða er
nóg að forsætisráðherra tilkynni
að nefnd hafi verið skipuð til að
vinna að sáttarlausn?
Réttarspjöll
í Tryggingastofnun?
Eftir Tómas
Gunnarsson
„…starfs-
menn TR
hafa óheftan
aðgang að
skattupplýs-
ingum ellilífeyrisþega
og nota þær til að
skerða ellilífeyri eftir
mjög flóknu kerfi…“.
Höfundur er lögfræðingur.