Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ingibjörg Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 25. nóv-
ember 1904. Hún
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund hinn 17. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steinunn
Guðnadóttir og Ein-
ar Vigfússon bakari.
Bróðir Ingibjargar
var Bjartmar Ein-
arsson, f. 1900, d.
1963.
Ingibjörg giftist
árið 1938 Árna Þórðarsyni skóla-
stjóra, f. 3. júní 1906, d. 10. októ-
ber 1984. Börn þeirra eru: 1)
Steinunn, f. 2. mars 1942, gift
Ólafi S. Ottóssyni, f. 8. apríl
1943, og eiga þau þrjár dætur,
Ingibjörgu, f. 1963, Kristínu, f.
1966, og Ernu, f. 1970. 2) Einar,
f. 13. júní 1945.
Hans börn eru
Berglind, f. 1966,
Ingibjörg, f. 1969,
og Árni Þór, f. 1979.
Barnabarnabörnin
eru átta.
Ingibjörg ólst upp
í Stykkishólmi frá
sex ára aldri en
flutti til Reykjavík-
ur 1930. Hún hafði
fram að því unnið í
bakaríinu hjá föður
sínum en vann eftir
komuna til Reykja-
víkur í verslun
Gunnþórunnar Halldórsdóttur.
Ingibjörg var húsmóðir, lengst
af á Kvisthaga 17, síðan á Afla-
granda 40 þar til hún flutti á
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
í árslok 1999. Útför Ingibjargar
fór fram í kyrrþey frá Fossvogs-
kapellu 21. september.
Fyrir sérkennilega tilviljun hitt-
umst við Steinunn fyrst í húsi
austur í bæ, eiginlega hvorki hjá
hennar kunningjum né mínum.
Næst áttum við „stefnumót“ á
Hressó og svo fáeinum dögum síð-
ar á Kvisthaga, þar sem hún bjó í
foreldrahúsum, hjá Ingibjörgu og
Árna ásamt Einari yngri bróður
sínum. Ég man að þessi fyrsta
heimsókn var síðla dags seint í júlí
og þær voru einar heima mæðgur,
Árni líklega í óbyggðaferð á hest-
um og Einar úti á landi í sum-
arvinnu. Það situr fast í minning-
unni, hvað það var hljótt í íbúðinni
og mikil ró og regla á öllu. Ingi-
björg sat við „útdragið“ í eldhús-
inu, líklega eftir síðdegisblundinn,
tilbúin með mjólk og hafraköku
handa Steinunni, einkadótturinni,
sem nýlega var komin heim aftur
eftir tveggja ára dvöl í útlöndum.
Ingibjörg tók mér frá þessum
fyrsta degi eins og ég væri strák-
urinn hennar líka og núna, þegar
ég hugsa til baka, finnst mér að
þarna sé upphafið að minni gæfu.
Við Steinunn héldum áfram að
hittast, oftast á Kvisthaganum og
Ingibjörg sá til þess að strákurinn,
þá enn ekki tvítugur, utan af landi
í leiguherbergi í austurbænum,
hefði nóg að bíta, hafrakakan varð
staðlað meðlæti og þannig var það
í hérumbil fjörutíu ár. Það liðu víst
ekki nema rúmlega tveir mánuðir
frá fyrstu heimsókninni á Kvist-
hagann þar til stefndi í „varanleg
tengsl“. Við Steinunn túlofuðumst
og Ingibjörg hélt matarveislu og
um áramótin næstu á eftir var
giftingin. Enn var Ingibjörg með
veislu heima á Kvisthaga, við feng-
um forstofuherbergið og um vorið
fæddist ný Ingibjörg.
Orðið „heima“ situr ofarlega,
þegar maður hugsar til Ingibjarg-
ar, sem annars var alltaf kölluð
Gagga af kunnugum. Hún var
sannarlega heimakær, heimilið
hennar vettvangur og þar var allt í
röð og reglu og á áætlun! Hún var
fædd í Reykjavík en flutti sex ára
til Stykkishólms með Einari föður
sínum bakara, Steinunni móður
sinni og Bjartmari bróður. Þar ólst
hún upp frá sex ára aldri og flutti
ekki aftur „heim“ fyrr en 1930, þá
tuttugu og sex ára og móðir henn-
ar fallin frá. En kannski var Hólm-
urinn líka og alveg eins „heima“.
Þaðan var fjöldi góðra vina, sem
voru tíðir gestir á Kvisthaganum
og seinna Aflagranda, þótt hóp-
urinn væri eðlilega farinn að þynn-
ast, þegar svo mjög leið á langa
ævi. En mér finnst Gagga alltaf
hafa verið „Reykjavíkurmær“,
spásserandi á þessum árum fín í
tauinu um Austurstræti með vin-
konum sínum, ball á Borginni eða í
Gúttó og vinna á daginn hjá Gunn-
þórunni í nafla miðbæjarlífsins. En
þær vinkonur gerðu fleira; þær
ferðuðust um landið á sumrin,
klifu fjöll og iðkuðu skíðin á vet-
urna og það var næstum sama
hvaða staði eða fjöll á landinu
maður nefndi; Gagga og félagar
höfðu verið þar. Svo hitti hún Árna
1938, þá þrjátíu og fjögurra ára og
fjórum árum eftir brúðkaup þeirra
fæddist Steinunn og þar með var
þessum kafla lokið; Gagga var „bú-
in“ að ferðast um firnindin. Nú tók
heimilið við og þremur árum síðar
fæddist Einar. Árni var mikill
skólamaður og lengst af skóla-
stjóri. Íslenska var hans fag og ís-
lensku var hann að kenna og kljást
við löngu eftir að hann hætti
skólastjórn og allt þar til hann féll
frá 1984, þá liðlega 78 ára. Mér
finnst að samband þeirra Göggu
og Árna hafi alla tíð verið mjög
gott, gagnkvæm virðing og vinátta
þroskaðra einstaklinga. Börnin
urðu aðalviðfangsefni þeirra
Göggu í orðsins fyllstu merkingu
og svo börn þeirra, barnabörn og
tengdabörn og öll höfum við notið
óendanlegrar væntumþykju
þeirra, vináttu og stuðnings, sem
gleymist ekki. Sjálf var Gagga
lukkunnar pamfíll enda stofnaði
hún til þess með sinni háttvísi,
stillingu, og kímni. Hún hallaði
aldrei orðinu á annað fólk eða
freistaði þess að þröngva sínum
eigin skoðunum upp á aðra þótt
hún stæði sannarlega fast á sínu,
þegar það átti við. Ekki man ég
heldur til þess, að hún hafi nokk-
urn tíma látið í ljós efasemdir eða
vanþóknun á því, sem við Steinunn
gerðum eða gerðum ekki, þótt
sannarlega gæfum við tilefnin.
Eins og þegar við fundum upp á
því 1973 að flytja um árabil til
fjarlægrar heimsálfu með nánast
alla hennar fjölskyldu og áreið-
anlega hennar dýrustu perlur,
Steinunni og stelpurnar okkar
þrjár. Aldrei bar á neinu öðru en
umhyggju og bestu óskum og bréf-
in streymdu á milli, því þá var
síminn ekki valkostur. Heimsókn
var heldur ekki á dagskrá, fjar-
lægðin mikil og svo var Gagga
„búin“ að fara til útlanda, hafði
farið með Árna til Danmerkur og
fleiri landa í mánaðarferð sumarið
’59. En forlögin gripu í taumana.
Þau hjón fóru fyrir þrábeiðni vina
á ferðakynningu hjá Ingólfi Guð-
brandssyni á Sögu. Það var ekki
venjulegt uppátæki hjá Göggu en
kynning ferða til Austur-Afríku
voru nýmælið á dagskránni og það
gat verið áhugavert. Svo var bingó
og aðalvinningurinn mánaðarferð
til Kenýa. Mikill var æsingurinn
og eftirvæntingin meðal sessu-
nautanna, þegar allt stefndi í að
Gagga myndi vinna. Síðasta talan
kom og „bingó“! Árni fór fram á
gang, treysti sér ekki til að sitja
meðan farið var yfir tölurnar en
heyrði svo frá manni, sem gekk
hjá, að „gamla“ konan, líklega sú
eina þarna inni, sem ætti alla sína
fjölskyldu í Kenýa, hefði unnið
ferðina þangað – stórmerkilegt!
Og þau komu, Árni og Gagga, um
jólin 74/75 öllum til ólýsanlegrar
gleði. Svona var Gagga. Þótt hún
vildi helst vera heima við hann-
yrðir og prjónaskap (hún prjónaði
og seldi ferðamannabúðunum ein-
hverjar þær vönduðust lopahosur,
sem sést hafa og bóderaði flotta
púða) þá var hún alltaf reiðubúin
að leggja á sig ferð til að hitta
stelpurnar sínar og seinna þeirra
börn. Steinunn var líka móður
sinni kær vinur, stoð og stytta og
heimsótti hana nánast daglega
seinni árin.
Gagga hefði orðið 98 ára í nóv-
ember en hún var ekki að bíða eft-
ir því afmæli. Bjóst aldrei við að
það drægist svona lengi að þau
hjónin hittust fyrir hinum megin.
Það urðu átján ár og Gagga var
við góða heilsu lengst af eða þang-
að til hún datt og lærbrotnaði, þá
níræð og svo datt hún aftur tveim-
ur árum síðar. Á fætur komst hún
í bæði skiptin og heim, þar sem
hún sá um sig að mestu sjálf, þar
til fyrir rúmlega tveimur árum. Þá
varð hún enn fyrir því að detta og
átti nú ekki afturkvæmt heim á
Aflagranda, fékk aðstöðu á Grund,
þar sem hún bjó þar til kallið kom
aðfaranótt 17. september sl. Ingi-
björg naut mikillar vinsemdar og
umhyggju frá starfsfólki á frúar-
gangi Grundar árin sem hún bjó
þar og fyrir það þakka aðstand-
endur innilega.
En tengdamóður minni þakka
ég umhyggjusemina endalausu,
smitandi hláturinn, geðprýðina, ör-
lætið og elskuna, sem frá henni
stafaði stöðugt til okkar Steinunn-
ar, dætranna og langömmubarna,
sem eru viss um að nú sé hún orð-
in engill eins og langafi! Við minn-
umst hennar öll með virðingu og
söknuði.
Ólafur S. Ottósson.
Fyrir okkur var amma bóhem.
Sögur hennar voru ekki úr sveit-
inni heldur úr Reykjavík, um hana
og vinkonurnar sem dönsuðu á
Borginni og ferðuðust um landið
fótgangandi, á skíðum, á hestum
eða aftan á pallbílum. Hún þekkti
fína listmálara og skáld og við vor-
um upp með okkur að hún væri
amma okkar. Heimili ömmu og afa
á Kvisthaga varð okkar annað
heimili þar sem þau voru dugleg
að hjálpa mömmu og pabba með
„ómegðina“. Afi sá um útivist og
hreyfingu og amma gaf okkur gott
að borða þegar við komum heim,
nýbakaða súkkulaðiköku, hafra-
köku og skonsur sem voru engu
líkar. Á kvöldin var spilað og fyrir
svefninn var settur hitapoki í rúm-
ið til að notalegt væri að fara að
sofa. Þegar við eltumst var gott að
geta rölt til þeirra, þau höfðu alltaf
tíma til að spjalla. Amma hafði
mikinn og góðan húmor og hló svo
innilega að við héldum stundum að
hún dæi úr hlátri.
Við þökkum ömmu fyrir allar
góðar stundir og kveðjum hana
með söknuði.
Ingibjörg, Kristín og
Erna Ólafsdætur.
INGIBJÖRG
EINARSDÓTTIR
Minningarnar eru hlýjar, eins
og nýupptekið smælki, er bráðna
sem smjör í munninum Minning-
arnar eru sætar eins og rifs-
berjahlaup og hafrakaka. Og
minningarnar lifa að eilífu í hjört-
um þeirra sem sakna.
Ragnhildur Bjarnadóttir.
HINSTA KVEÐJA
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN MÁR ÞORVALDSSON
prentari,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 11. október kl. 13.30.
Finnur Logi Jóhannsson, Oddný Halla Haraldsdóttir,
Þorvaldur Ingi Jónsson, Dís Kolbeinsdóttir,
Jóhanna Marín Jónsdóttir,
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Engilbert Þórðarson
og barnabörn.
Elsku hjartans maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi,
GUNNAR H. STEINGRÍMSSON,
Leiðhömrum 48,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 10. október kl. 15.00.
Halldóra Óladóttir,
Sigríður O. Gunnarsdóttir,
Oddný Gunnarsdóttir, Hörður E. Sverrisson,
Halldór Steingrímsson, Guðrún Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGFÚS SIGFÚSSON,
Gröf,
Víðidal,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunndaginn 29. sept-
ember, verður jarðsunginn frá Undirfellskirkju laugardaginn 12. október
kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Sigfúsdóttir, Helgi Ingólfsson,
Benedikt Sigfússon,
Skúli Sigfússon,
Jóhanna Sigfúsdóttir, Erlendur Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
sonar okkar, bróður, mágs og frænda,
GUÐNA INGÓLFSSONAR,
Eyjum,
Kjós.
Helga Pálsdóttir, Ingólfur Guðnason,
Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason,
Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir,
Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir,
Guðrún Ingólfsdóttir, Þór Sigurgeirsson,
Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson
og frændsystkin.
Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og kærleika við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR ELÍSSONAR,
Þórustíg 9,
Ytri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík.
Fyrir hönd okkar allra,
Kristín Þórðardóttir.
Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls
og útfarar
UNNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Drafnarstíg 2.
Aðstandendur.