Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 36
HESTAR
36 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HROSSARÆKTIN hefur á síðustu
árum stefnt hraðbyri inn í nútímann
þar sem tölvan hefur leikið eitt aðal-
hlutverkið. Brátt hillir undir skrán-
ingarskyldu allra hrossa á Íslandi
líkt og er með bílana og nú þegar
hefur verið byggður upp miðlægur
gagnagrunnur sem heitir „World
Fengur“ og er eins og nafnið bendir
til eða verður í fyllingu tímans
skráningarvettvangur allra ís-
lenskra hrossa í heiminum. Eitt
stigið í þeirri þróun sem átt hefur
sér stað er útgáfa eignarhaldsskír-
teina fyrir hross. Er þar um að
ræða skírteini til handa eiganda
hestsins sem vottar eignarhald hans
á hestinum. Nýlega var öðru skír-
teini hleypt af stokkunum sem kall-
ast vegabréf og kann einhver að
halda að þar sem sé um sama eða
svipaðan hlut að ræða en svo er
ekki.
Staðfesting á eignarhaldi
Eignarhaldsskírteinið kemur í
stað upprunavottorðanna sem gefin
voru út þegar hross voru seld úr
landi og taldist handhafi þess ávallt
eigandi hrossins. Erlendis hefur það
löngum verið þannig að hestur án
upprunavottorðs var því sem næst
einskis virði. Á Íslandi hefur fram
til þessa enginn hestur þurft „papp-
íra“ en nú fer þetta að breytast,
hægt og sígandi.
Folöld sem fædd eru á núlíðandi
ári og fá svokallaða A-vottun fá
fyrst hrossa eignarhaldsskírteini
sem mun fylgja þeim alla ævi og
mun eigandinn hverju sinni hafa það
undir höndum.
Hin trausta greiðslutrygging
Hér áður fyrr héldu seljendur
hrossa þegar um útflutning var að
ræða oft upprunavottorðinu eftir
hér á landi þar til kaupandi hafði
greitt fyrir umrætt hross væri það
ekki staðgreitt. Var hrossið einsk-
isvirði fyrir kaupandann ef hann
ekki hafði upprunavottorðið. Í dag
er það eignarhaldsvottorðið sem
verður trygging seljandans en vega-
bréfið fylgir hrossinu sem sönnun
þess að þetta sé einmitt þessi hestur
og enginn annar. Skylt er að ör-
merkja öll hross sem seld eru úr
landi og er númer örmerkisins
skráð bæði á eignarhaldsvottorð
sem og vegabréfið. Ef hesteigandi
erlendis ferðast með hest sinn milli
landa verður hann að láta vegabréf-
ið fylgja með en eignarhaldsvottorð-
ið getur hann geymt heima.
Einnig er orðið skylt að örmerkja
öll hross sem færð eru til kynbóta-
dóms og virðist nú aðeins tíma-
spursmál hvenær tekin verður upp
skylduskráning hrossa á Íslandi.
Hætt er við að einhverjum þyki
nú of langt gengið og stutt í að dýrð-
ar- og dulúðarljómi hrossabrasksins
muni brátt heyra sögunni til.
Skráningarskyldan
á næsta leiti
Þeir sem þykjast sjá best til fram-
tíðar í þessum efnum telja ekki ólík-
legt að fyrirkomulagið verði ekki
ósvipað og er með bílaflota lands-
manna. Allar bifreiðar eru skráning-
arskyldar í bifreiðaskrá (sbr. World
Fengur) og öll eigendaskipti skulu
tikynnt til skráningarstofu (tölvu-
deild Bændasamtakanna). Á bakhlið
eignarhaldsvottorðanna er afsal fyr-
ir hrossið og verður þar væntanlega
skráð eigendasaga hrossins. Hingað
til hefur gengið mjög illa að fá hest-
eigendur til að skrá eigendaskipti
hjá Bændasamtökunum og verður
fróðlegt að sjá hvort það muni
ganga betur með tilkomu eignar-
haldsskírteinanna.
Hestakaup er það sem kalla má
fylgiíþrótt hestamennskunnar þar
sem tveir hestamenn skipta á hross-
um. Geta það verið skipti á ýmsa
lund, eitt hross fyrir fleiri eða eitt á
móti einu og annar greiðir milligjöf,
ýmist í peningum eða öðrum varn-
ingi. Eru til margar skemmtilegar
sögur af hestakaupum þar sem
menn urðu véfréttalegir í framan.
Eins og í öllum viðskiptum er mark-
miðið að græða, það er að fá betri
hest en látinn er í skiptin. Vilja sum-
ir meina að hestakaup sé jafnvel
listgrein þar sem kúnstin sé að ljúga
aldrei um kosti eða galla hestsins en
koma sér hjá því að tala um galla
hans eða tala framhjá þeim.
Aldrei séð annan eins fótaburð
Gott dæmi um þetta er sagan um
ungan pilt frá Dalvík sem freistaði
þess að eiga óséð skipti við þekktan
hestakaupmann að sunnan sem fór
miður gott orð af í þessum efnum.
Ræddu þeir saman um hrossin sem
skipta átti og kepptust báðir við að
mæra sitt hross sem mest. Sagði sá
ungi frá Dalvík að hann hefði aldrei
séð annan eins fótaburð og hjá þess-
ari hryssu sem hann hugðist setja í
býttin. Handsöluðu þeir síðan kaup-
in og „sú fótaburðarmikla“ fór suður
en nokkrum dögum síðar hringdi
Sunnlendingurinn alveg snarbrjál-
aður og sagðist vilja rifta kaupunum
því sú jarpa lyfti framfótum ekki
einu sinni yfir skítinn úr sér, svo
lággeng væri hún. Þá sagði sá ungi
að norðan að hann hefði aldrei sagt
að hún væri hágeng. „Nú?“ svarar
sá að sunnan og hinn svarar að
bragði: „Ég sagðist aldrei hafa séð
slíkan fótaburð fyrr“ og þar með var
riftunarkröfunni hrint.
Þróunin ekki stöðvuð
Og nú er að sjá hvernig þessari
„miklu list“ muni reiða af við innreið
nútímans því aldur og uppruni
hestakaupahrossanna liggur ekki
alltaf á lausu og þykir oft betra að
ýmsir aðrir hlutir fái að sveima um í
þoku óvissunnar þegar gerð eru
hestakaup. Eyðileggur það ekki
hina fullkomnu stemningu hesta-
kaupanna þegar þarf að fara að út-
fylla afsal og svoleiðis dót og til-
kynna eitthvað í gegnum tölvu?
Þróunin verður ekki stöðvuð nú
frekar en fyrri daginn og gera má
ráð fyrir að allir þeir hrossarækt-
endur sem ná vilja árangri, bæði í
ræktun og sölu muni fagna hverju
skrefi sem stigið er í þá átt að koma
hrossarækt og hestamennsku upp á
yfirborðið þar sem vöruvöndun og
áreiðanleiki verði í fyrirrúmi.
Hestakaupin á útleið –
skráningarskyldan á innleið?
Morgunblaðið/Vakri
Skráningarskylda hrossa blasir við í næstu framtíð.
Öll hross sem koma í kynbótadóm þurfa að vera örmerkt og sama gildir um hross sem seld eru úr landi. Hér
sýnir Þórður Þorgeirsson glæsihryssuna Ósk frá Þorlákshöfn á kynbótasýningu á landsmótinu.
Folöld sem fædd eru á þessu ári og fá A-vottun munu fyrst hrossa fá
eignarhaldsskírteini.
Hestakaup og hrossa-
brask hefur löngum ver-
ið einn þáttur hesta-
mennskunnar sem
baðaður hefur verið
dýrðarljóma og sett á
hana dulúðarblæ.
Valdimar Kristinsson
veltir fyrir sér hvort
þessi þáttur muni brátt
heyra sögunni til.
Fjárhag-
ur LH
í góðu
jafnvægi
ALLT bendir til þess að gott
jafnvægi sé komið á fjárhags-
stöðu Landsambands hesta-
mannafélaga. Gjaldkeri sam-
takanna, Sigurður
Ragnarsson, sagði að þótt
reikningarnir séu ekki komnir
frá endurskoðanda sé óhætt
að fullyrða að reksturinn hafi
skilað hagnaði árið 2001 en
reikningar fyrir það ár verða
bornir upp á ársþingi í nóv-
ember. Svipaða sögu væri að
segja um átta mánaða uppgjör
fyrir núlíðandi ár sem einnig
verður kynnt á þinginu en þar
sé staðan í góðu jafnvægi.
Sagði Sigurður því ljóst að
samtökin væru að komast á
lygnan sjó í fjármálum og því
mögulegt að huga að þeim
sóknarfærum sem skapast í
ljósi bættrar fjárhagsstöðu.
Í máli Sigurðar kom fram
að samtökin hafi greitt um og
yfir hálfa milljón á ári í yf-
irdrátt og sagði hann hægt að
nota þá upphæð í margt þarf-
ara en að halda bönkunum
uppi. Það hafi fyrst og síðast
verið aðhaldssemi í rekstrin-
um undanfarin tvö ár sem hafi
tryggt þennan viðsnúning. „Þá
vegur það þungt að nokkrir
aðilar hafa verið feikna dug-
legir í öflun styrkja hjá fyr-
irtækjum og hinu opinbera til
ýmissa þátta í rekstrinum. Þá
hefur dugnaður landsliðs-
nefndar vakið athygli, þeir
hafa verið geysiöflugir í fjár-
öflun og nú kemur þátttaka í
Norðurlandamótinu út í góðu
jafnvægi en þau mót hafa oft
verið þung í skauti. Innheimta
árgjalda hefur gengið mun
betur en áður en þau voru öll
sett í bankainnheimtu sem
virðist gefa góða raun. Einnig
hafa breyttir gjalddagar ár-
gjalda skilað jafnara inn-
streymi og átt ríkan þátt í
lækkun dráttarvaxta. Að síð-
ustu er svo að nefna hagræð-
ingu af samstarfi LH, Félags
hrossabænda, og Félags
tamningamanna um skrif-
stofurekstur, það hefur vafa-
lítið skilað sínu,“ sagði Sigurð-
ur gjaldkeri léttur í bragði.
Félagi
tamninga-
manna
skipt í tvær
deildir
FYRIR dyrum stendur að
skipta Félagi tamningamanna
í tvær deildir sem myndu
starfa nokkuð sjálfstætt. Yrði
þar um að ræða Norður- og
Suðurdeild og hefði hvor deild
um sig þriggja manna stjórn.
Sæti einn maður úr hvorri
stjórn fundi aðalstjórnar.
Fyrirhugað er að stofnfundir
deildanna verði haldnir í nóv-
ember en aðalfundur félagsins
verður að venju haldinn í des-
ember.
Að sögn Ólafs H. Einars-
sonar er meginástæða þess að
farið er út í að skipta félaginu
sú að mönnum þótti vanta
meira virkni í grasrót félags-
ins og væri þetta tilraun til að
hleypa meiri líf í starfsemina.
Stjórn félagsins hefur aðal-
lega unnið við uppbyggingu
menntakerfis fyrir hesta-
mennsku í samvinnu við ýmsa
opinbera aðila.