Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í Loftkastalanum kl. 20
Miðasala:
552 3000
„Sprenghlægileg“
„drepfyndin“
„frábær skemmtun“
fim. 19fi . 3/fim. 10/10 örfá sæti laus
sun.13/10 örfá sæti laus
fös. 18/10 sýn. kl. 23,
miðnætursýn. Lokasýning.
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Fim 10/10 kl. 21 Aukasýning Örfá sæti
Fös 11/10 kl. 21 Uppselt
Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt
Lau 12/10 kl. 21 Uppselt
Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Lau 19/10 kl. 21 Uppselt
Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Sun 20/10 kl. 21 Uppselt
Mið 23/10 kl. 21 Aukasýning Örfá sæti
Fim 24/10 kl. 21 Uppselt
Sun 27/10 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 2/11 kl. 21 Uppselt
Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt
Fös 8/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 9/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Rakarinn í Sevilla
eftir Rossini
laugardaginn 12. október kl. 19.00
sunnudaginn 13. október kl. 19.00
laugardaginn 19. október kl. 19.00
laugardaginn 26. október kl. 19.00
Enn eru fáein sæti laus á hátíðarsýning-
arnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir
félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar.
Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram að sýningu sýningar-
daga. Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu: 511 4200
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Fö 11/10 kl 20 - ath. kvöldsýning
Su 13/10 kl 14
Su 20/10 kl 14
KRYDDLEGIN HJÖRTU
e. Laura Esquivel
Lau 12/10 kl 20
Lau 19/10 kl 20
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning
Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Fö 11/10 kl 20, Lau 12/10 kl 20
Sun 13/10 kl 20 ÁUKASÝNING Síðustu sýningar
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fi 10/10 kl. 20, Fö 11/10 kl. 20
Fö 18/10 kl. 20, Lau 19/10 kl. 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Lau 12/10 kl 20 Su 20/10 kl 20, ÁUKASÝNING
Síðustu sýningar
15:15 TÓNLEIKAR
Ferðalög. Jean Francaix Lau 12/10 kl. 15:15
Nýja sviðið
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
Frumsýn. lau. 12. okt. kl. 14 upp-
selt
2. sýn. sun. 13. okt. kl. 14 örfá sæti
3. sýn. sun. 20. okt. kl. 14
4. sýn. sun 27. okt. kl. 14
Grettissaga saga Grettis
frumsýnd 12. október
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
lau 12. okt kl. 20 frumsýning, uppselt, sun 13. okt kl. 20, fös 18. okt. kl. 20, lau
19. okt. kl. 20, föst 25. okt. kl. 20, lau 26. okt. kl. 20
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
fim 10. okt. uppselt, þri 15. okt. uppselt, mið 16, okt, uppselt, fim 17. okt. uppselt,
sun 20 okt. uppselt, þri 22. okt. uppselt, mið 23. okt. uppselt, sun 27. okt. uppselt,
þri 29. okt. örfá sæti, mið 30. okt. örfá sæti, sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv.
laus sæti.
Hamlet
eftir William Shakespeare.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
5. sýn. lau. 12. okt. kl. 19 uppselt
6. sýn. lau. 19. okt. kl. 19 uppselt
Aukasýningar fös. 25. okt. kl. 20 laus
sæti.
lau. 2. nóv. kl. 19 laus sæti
lau. 9. nóv. kl. 19 laus sæti
Síðustu sýningar
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói
fimmtudaginn 10. október kl. 19:30
föstudaginn 11. október kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Einsöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir
Sesselja Kristjánsdóttir
Gunnar Guðbjörnsson
Tómas Tómasson
Kór: Söngsveitin Fílharmónía
W. A. Mozart: Sinfónía nr. 25, KV 183
W. A. Mozart: Requiem
Requiem: eitt af umtöluðustu
verkum tónlistarsögunnar, svana-
söngur meistara, minnisvarði
um snilling.
Mozart
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
SNAFU hefur farið hægt en
örugglega fram síðan frumburður
hennar, breiðskífan Anger is not
enough, kom út
fyrir réttum tveim-
ur árum. Sveitin
hefur um langa
hríð verið einn
helsti merkisberi
íslensks harð-
kjarnarokks og því gott tækifæri að
kanna hvernig mál standa hjá pilt-
unum með því að skoða lögin þrjú
sem prýða þessa plötu.
Snafu hafa þróast úr fremur hefð-
bundnu þungkjarnarokki yfir í fram-
sækinn harðkjarna. Snafu-menn eru
t.d. farnir að læða inn áhrifum frá
reikni-rokkurunum í Dillinger
Escape Plan, en passa sig þó að
missa sig ekki út í helbera sinfóníu.
Lögin rokka vel og feitt! (Reiknirokk
(e. math-rock) er kallað svo vegna
hraðra og flókinna skiptinga sem
einkenna það.) Siggi söngspíra er
jafnrifinn og -hás sem fyrr og minnir
dálítið á Scott Angelacos, söngvara
harðkjarnahippanna í Bloodlet.
Besta lagið er hiklaust opnunar-
lagið, „Armchair Critic“, sem bygg-
ist á einkar áhugaverðum taktbreyt-
ingum. Einkennandi fyrir þessi nýju
lög er „stoppa-byrja-stoppa“ kaflar,
þar sem allt er keyrt áfram á fullu,
svo skyndilega stoppað og róið á
lygn mið – svo skyndilega keyrt
áfram á fullu o.s.frv. Lögin eru hag-
lega samin, greinilegt að legið hefur
verið yfir smíðunum og flæði þeirra
er óaðfinnanlegt.
Það sem er hægt að setja út á er að
hljómurinn er nokkuð kraftlaus,
hefði grætt á meiri bassa og meiri
sprengikrafti. Þá finnst mér
„hreinu“ söngsprettirnir ekki eins
vel heppnaðir og öskurkaflarnir.
Hvað þýsku sveitina varðar má
segja að þeir leiki tónlist, ekki ósvip-
aða og Snafu leggja fyrir sig, en þó
gætir ögn meira þungarokks hjá
þeim þýsku.
Snafu eru auðheyranlega á
öruggri siglingu fram á við og næsta
stóra plata er verðugt tilhlökkunar-
efni.
Tónlist
Áfram
veginn…
Snafu/Since the day
Things you barely know
Bastardized Recordings
Things you barely know er kvíslplata með
íslensku sveitinni Snafu og þýsku sveit-
inni Since the day. Hvor um sig á hér þrjú
lög. Snafu skipa þeir Siggi (söngur), Ingi
(gítar), Gunnar (bassi), Eiður (gítar) og
Martin (trommur). Upplýsingar um þýsku
sveitina verða látnar liggja milli hluta
hér. Frekari upplýsingar er hægt að nálg-
ast á www.bastardizedrecordings.de.
Arnar Eggert Thoroddsen
Snafu er á fínu flugi á kvíslplötunni Things you barely know.
BILIÐ á milli óhljóðalistar og til-
raunakenndrar raftónlistar er ekki
svo mikið þegar upp er staðið, líkt og
sagt hefur verið um
kynstofna manns-
ins er munur á milli
þeira minni en
munur innan þeirra
og svo er því háttað
með tónlistina.
Þannig eru margir sem kallast dans-
tónlistarmenn frumlegri og tilrauna-
kenndari en óhljóðalistamenn og öf-
ugt.
Heimir Björgúlfsson hefur verið
áberandi í evrópskri óhljóðalist und-
anfarin ár og mjög iðinn við útgáfu
ýmiss konar, með Stillupsteypu, sem
hann var eitt sinn í, einn eða í sam-
starfi við erlenda listamenn. Á síðasta
ári samdi hann tónlist með sænska
listamanninum Jonas Ohlsson, tók
upp það sem þeir settu saman og hélt
tónleika. Afraksturinn er svo kominn
út á diski undir nafninu Unspoken
Word Tour.
Lögin á disknum eru allmörg, 23
alls, og sum ekki nema inngangur,
eins og upphafslagið sem er ekki
nema hálf mínúta af suði og braki áð-
ur en kemur að næsta lagi, „Funny
Moment Plan“, sem er prýðilegt lag,
vel njörvað í takt og með klingjandi
flygil undir. Þriðja lag disksins,
„Manufactured Fish for Robots und
Factory“ er einnig danstónlistarlegt
ef svo má segja, með skemmtilega
víruðum takti, fjölbreyttu undirspili
og röddun á stöku stað. Síðan segjum
við skilið við taktinn um hríð og
næsta lag er býsna ævintýralegt,
stunur, brak og torkennileg
rafhljóð. Þá erum við aftur
komin á dansgólfið, í fimmta
lagi, en hljómsveitin veit ekki
alveg hvað hún vill spila, hvort
við erum á dansiballi í diskó-
teki helvítis, stödd úti undir
stjörnuskreyttum himni þar
sem krybbusmellir rjúfa
kyrrðina, eða kannski eru það
ekki krybbur – við erum
reyndar að hlusta á hrynjandi
hús, eða vélsmiðju, eða
kannski erum við bara í diskó-
teki barnaskólanna ... svo má
halda áfram, fram undan er
endalaus fjölbreytni, tónlistar-
leg kviksjá (krybburnar eiga
samt síðasta orðið eins og
kemur í ljós í lok disksins). Sjá
til að mynda tíunda lagið,
„Wild and Disturbed by Elect-
ric Guitar“, sem er að uppi-
stöðu maður að flautast á við
fugl og ummyndast í klifunar-
kennt lag þar sem mannsrödd
kallast á við trommutakt. Ann-
að eftirtektarvert lag er það fjór-
tánda, frumskógartrommur og sýrt
orgel skapa einkar skemmtilega
drungalega stemningu.
Sumt af því skemmtilegasta sem
Heimir Björgúlfsson hefur fengist
við á undanförnum árum hefur hann
gert í samstarfi við aðra, sjá til að
mynda Stilluppsteypu og Vacuum
Boys, og þó sumt á Unspoken Word
Tour disknum sé full spunakennt er
óhætt að skipa disknum sess meðal
bestu og fjölbreyttustu verkum hans.
Umbúðir diskins eru frumlegar að
vanda; mjög skemmtilegt og óvenju-
legt umslag sem Heimir hefur mynd-
skreytt.
Tónlist
Tónlist-
arleg
kviksjá
Heimir Björgúlfsson og
Jonas Ohlsson
UNSPOKEN WORD TOUR
Brombron
Heimir Björgúlfsson og Jonas Ohlsson
flytja eigin verk á disknum Unspoken
Word Tour. Brombron gefur út, Staalplaat
dreifir.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Matthíasson telur nýjasta verk
Heimis Björgúlfssonar „full spuna-
kennt“ en þó skipi það „sess með bestu
og fjölbreyttustu verkum hans“.
Viltu léttast
núna
Símar 557 5446 og 891 8902