Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.
Kvikmyndir .com
DV
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Ný Tegund Töffara
Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14.
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum
40 milljarða dollara og sleppir
honum lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2
Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök.
Missið ekki af þessari!
Nicholas Cage hefur aldrei verið betri!
l i j
l í
i i i i
i l l i i i
5, 8 og 10.50.
Sýnd kl. 4. með ísl. tali.
„DREP
FYNDIN“
ÞÞ. FBL
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára.
Yfir 12.000 manns!
Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2
Sannsöguleg stórmynd um mögnuð
stríðsátök.
Missið ekki af þessari!
Nicholas Cage hefur aldrei verið betri!
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
Sýnd kl. 6 og 8.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16 ára.
Sýnd 10. B.i. 14.
„DREP
FYNDIN“
ÞÞ. FBL
Sýnd kl. 6. með ísl. tali.
Yfir 12.000 manns!
BLAÐAMAÐUR var sannfærður um að lagið í
Landsbankaauglýsingunni, sem allir fá á heilann,
hlyti að vera japanskt. Með einni af þessum jap-
önsku sveitum sem hefur skapað sér nafn á Vest-
urlöndum, Pizzicato Five eða eitthvað í þá áttina.
Hann rak því í rogastans þegar hann frétti að
flytjendur væru hreint ekki japanskir, að undan-
skilinni söngkonunni, heldur alíslenskir og alls-
engir nýgræðingar í bransanum. Þeir sem eiga
heiðurinn að „auglýsingalaginu“ – sem heitir
reyndar „Julietta 1“ – er kvartettinn Ske. Og
hverjir eru það? kann einhver að spyrja sig, enda
ekki nema von því nafnið er nýtt af nálinni í ís-
lensku tónlistarlífi. En eins og fyrr segir eru flytj-
endurnir engir nýgræðingar því þeir eru betur
þekktir undir öðru nafni – Skárr’en ekkert – sem
maður tengir ósjálfrátt við kaffihúsa- og leik-
hústónlist.
Popptónlist
En Ske er popphljómsveit að sögn liðsmann-
anna Guðmundar Steingrímssonar, Eiríks Þór-
leifssonar, Franks Þóris Hall og Hrannars Ingi-
marssonar og hljómplatan Life, Death, Happiness
& Stuff, sem kom út á dögunum, poppplata.
„Margir þekkja okkur fyrir þessa kaffihúsa- og
leikhústónlist Skárr’en ekkert en í leikhúsinu höf-
um við leyft okkur ýmislegt, t.d. með raf-
ræn hljóðfæri, þannig að þessi tónlistar-
lega u-beygja, er kannski ekki alveg
eins skörp og hún í fyrstu virðist,“
skýrir Guðmundur. „Það hafði blund-
að lengi í okkur að gera poppplötu og
stóð reyndar alltaf til.“
Fjórmenningarnir komu fyrst sam-
an í MR, þar sem þeir stunduðu allir
nám, og byrjuðu á að leika tökulög í
kaffihúsagírnum kunna, við hin ýmsu tæki-
færi. Þegar Skárr’en ekkert hafði verið starfandi
formlega í tvö ár 1994 hófust menn handa við að
semja eigin tónlist þegar þeim bauðst að búa til
frumsamda tónlist fyrir Kirsuberjagarðinn og eft-
ir það tók við næstum eitt verk á ári; m.a. fyrir
leikritin Draum á Jónsmessunótt eftir Shake-
speare, Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur,
dansverkin Ein eftir Jochen Ulrich og NPK eftir
Katrínu Hall og kvikmyndina Eina stóra fjöl-
skyldu eftir Jóhann Sigmarsson.
„Það hefur alltaf verið í umræðunni að setjast
niður og semja fyrir „alvöru“ plötu, plötu með
okkar eigin formerkjum,“ segir Guðmundur. „Það
gerðist svo fyrir einu og hálfu ári að við létum loks
verða af þessu og síðan þá hefur gripurinn nýút-
komni verið í þróun.“
Drengirnir segja að í leikhúsinu hafi þeir í sex
ár fengið nær ótakmarkað frelsi til að gera sem
þeir vildu. Það hafi vissulega verið mikil og holl
reynsla fyrir tónlistarmenn en um leið sett þá í
ákveðinn bobba þegar þeir settust niður til þess
að semja popplög. „Við vissum satt að segja ekki
alveg hvað við vorum að gera,“ segir Guðmundur.
„Nei formið var algjörlega nýtt fyrir okkur,“ tek-
ur Frank undir, „að þurfa að semja lög sem ekki
væru lengri en 4–5 mínútur.“
Hvað er að ske?
Sveitarmenn segja ekki um neina nafnabreyt-
ingu að ræða heldur sé Ske annað nafn á sömu
hljómsveit, hljómsveit sem leikur tónlist eins og
heyra má á Life, Death, Happiness & Stuff.
„Skárr’en ekkert tengist bara öðrum hlutum sem
við erum að gera,“ skýrir Guðmundur. „Ske er
líka opnara nafn, ekki eins merk-
ingaþrungið og Skárr’en ekkert. Þetta
eru bara einhverjir stafir, en um leið
þessi sögn, að eitthvað sé að ske.“
Svo hefur nafnið líka aðra merkingu
í japanskri tungu, upplýsir Guð-
mundur: „Þannig er að japanska vin-
kona okkar hún Julietta (sú er syng-
ur samnefnt auglýsingalag) sagði
okkur að „ske“ þýddi „dræsa“ á jap-
önsku, eða eitthvað á milli „dræsa“ og
„vinkona“.“
Svo er það orðaleikurinn skemmtilegi sem
nafnið býður upp á. Þeir hlytu t.d. að vera vanir
óborganlegum orðaleikjum eins og að vera spurð-
ir spurningarinnar „hvað væri að ske?“ Og sveit-
armenn jánkuðu. „En það er allt í lagi,“ segir Guð-
mundur, „við erum svo vanir útúrsnúningi á hinu
nafninu, eins og „þetta var svo sannarlega skárr’-
en ekkert!“ Við hlógum ekki að því fyrst, en eftir
að hjakkast hafði verið á þessu fór þetta að verða
fyndið um síðir.“
Auglýsingalagið
Lögin á nýju plötunni eru 11 og spanna nánast
alla flóru poppsins, sem kalla má; rokk á köflum,
dansvæn og draumkennd á stöku stað, gáfu-
mannapopp að hluta, allt mjög fjölbreytt og
skemmtilegt.
Öll urðu lögin til á síðasta eina og hálfa árinu.
„Við tókum góðan tíma í að melta það hvaða
stefnu við vildum taka,“ segir Hrannar og bætir
við að nokkur leit hefði farið í að finna rétta að-
alsöngvarann áður en skólafélagi þeirra Jón Odd-
ur Guðmundsson var kallaður til verksins. Aðrir
söngvarar auk Guðmundar sem syngur ein tvö,
eru Daníel Ágúst Haraldsson, franska Julie
Coadou og svo auðvitað hin japanska Julietta eins
og drengirnar kalla hana, stúlka sem heitir þó
Juri Hashimoto. Piltarnir segja hugmyndina að
því að lög sungin á japönsku eldgamla. „Einu
sinni þegar við veltum, einu sinni sem oftar, fyrir
okkur hvernig við ættum að hafa plötuna okkar
fyrstu þá var sú hugmynd gripin úr lausu lofti að
hafa hana alla á japönsku. Þegar ég var í námi í
Englandi kynntist ég síðan japanskri stelpu,
myndlistarnema, sem gat sungið og við fengum
hana strax til að hjálpa okkur.“ Flest hinna lag-
anna eru á ensku en eitt er þó á frönsku þannig að
yfirbragð plötunnar er mjög alþjóðlegt, en var
það vísvitandi?
„Ekkert endilega,“ segir Guðmundur, „en það
var heldur ekkert markmið að gera hana eitthvað
sérstakleg íslenska. Það er ákaflega lítil þjóðern-
iskennd í bandinu.“
Og svo er það þetta „auglýsingalag“ sem jap-
anska Juliette syngur. Lag sem enginn þekkti er
það hljómaði fyrst í auglýsingatímum sjónvarps-
töðvanna og allir héldu erlent. „Við óttuðumst ein-
mitt þetta; að allir færu að kalla þetta „auglýs-
ingalagið“,“ segir Frank brosandi. „Vinur okkar
vinnur á auglýsingastofu, heyrði plötuna, féll fyrir
laginu og datt í hug að nota það. Það var fínt,
passaði vel í auglýsinguna, og svo er þetta hin fín-
asta kynning fyrir okkur,“ segir Guðmundur.
„Auk þess fengum við borgað fyrir það,“ læðir
Frank að og sveitarmenn hlæja.
Lögum samkvæmt mun Ske fylgja plötunni
nýju eftir. Einu vandkvæðin eru að söngvararnir
eru dreifðir um víða veröld. Þó verður hersing-
unni hóað saman í einstaka viðhafnartónleika, út-
gáfutónleika og á Iceland Airwaves þar sem Ske
kemur fram 18. október í Iðnó og einnig í afmælis-
veislu Smekkleysu á Grand Rokk deginum áður.
Ske er dræsa á japönsku
Morgunblaðið/Sverrir
Ske mun leika tvisvar sinnum í öllu sínu veldi á Airwaves-hátíðinni aðra helgi.
Þið vitið Landsbankalagið, þetta
japanska þarna? Það er íslenskt
en ekki japanskt og er flutt af
Ske, sömu liðsmönnum og skipa
Skárr’en ekkert. Skarphéðinn
Guðmundsson hafði uppi á liðs-
mönnum og innti þá eftir hvað
væri að ske – eða þannig.
skarpi@mbl.is
MYND vikunnar hjá Bíófélaginu
101 er brasilíska verðlaunamyndin
Abril despedeçado eða Á bak við
sólina. Að sögn Guðmunds Ás-
geirssonar, forsvarsmanns Bíó-
félagsins, er þetta sígild frásögn af
blóðugum deilum tveggja fjöl-
skyldna og því um að ræða nokk-
urs konar suðræna Sturlungaöld.
Ennfremur hefur föstum sýn-
ingum félagsins verðið fjölgað úr
fjórum í sjö, sökum góðrar aðsókn-
ar hingað til, að sögn Guðmundar.
Framvegis verða myndir Bíó-
félagsins sýndar mánudaga til
fimmtudaga kl. 17:30 og föstudaga
til sunnudaga kl. 22:30 og eru sýn-
ingar í Regnboganum.
Svo nánar sé sagt frá myndinni
er sögusviðið Brasilía árið 1910 og
efnið tvær nágrannafjölskyldur,
sem hafa átt í blóðugum deilum frá
ómunatíð. Ferreira-fjölskyldan er
vel efnuð meðan Breve-fjölskyldan
lifir við þrengri kost. Enginn man
lengur hvað upphaflega olli erj-
unum og halda morðin áfram.
Leikstjóri myndarinnar er Walt-
er Salles, þekktastur fyrir Central
Station, sem tilnefnd var til Ósk-
arsverðlauna.
Miðaverð er 500 krónur fyrir fé-
laga í klúbbnum en það kostar
1.000 krónur að skrá sig og fylgja
tveir miðar á mynd að eigin vali
með í kaupunum.
Suðræn
Sturlungaöld
Úr Á bak við sólina.
Bíófélagið 101