Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  HÓFGERÐI 19 - KÓPAVOGI - OPIÐ HÚS Opið hús í dag frá 13°° og 16°° Nýk. í einkasölu skemmtil. einb. á 1. hæð, 149 fm auk 24 fm bílskúrs. Húsið býður upp á mikla mögul. en þarfnast endurn. að hluta. Fallegur garður með trjám. Fráb. staðs. Stutt í skóla, sundlaug og þjón. o.fl. Verið velkomin. Verð 16,5 millj. 93151 KALDASEL - RVÍK - EINB. Nýkomið í einkasölu glæsilegt einb. með bílskúr, samtals 330 fm. 4 rúmgóð svefnherb. Arinn. Sérsmíðaðar inn- réttingar. Parket og nátttúruflísar. Frábær stað- setning og útsýni. Eign í sérflokki. Myndir á net- inu. Verð 29,7 millj. 92797 STUÐLASEL - RVÍK - TVÆR ÍB. Ný- komið glæsil. 270 fm einb. á tveimur hæðum með innb. 50 fm tvöföldum bílskúr og sér ca 70 fm aukaíbúð á neðri hæð. Hús í góðu standi. Arinn. Stór garðskáli. Góð staðsetning. Verð tilboð. 92190 FORSALIR - KÓP. Nýkomin í einkas. mjög falleg nýl. 93 fm íb. á 3. hæð í vönduðu lyftuhúsi. Sérþvottah. Svalir. Lyfta. Útsýni. Bílskýli fylgir. Áhv. húsbr. ca 8 millj. Verð 14,3 millj. 92728 SÓLHEIMAR - RVÍK - 3JA HERB. Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað mjög mikið endurnýjuð og falleg 73 fm íbúð á jarðh. í góðu fjórbýli. 2 svefnherbergi. Sérþvottahús. Fal- legar innréttingar og gólfefni. Eign sem vert er að skoða. Verð 10,6 millj. 93365 EFSTIHJALLI - KÓP. - 3JA Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað falleg 80 fm íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli. Glæsilegt nýtt Alno-eld- hús, tvö svefnherb., suðursvalir. Ákveðin sala. Verð 12,3 millj. 91767 FLÓKAGATA - RVÍK Nýkomin í einkasölu mjög falleg 55 fm íbúð á jarðhæð (kjallari) í góðu húsi. Sérinngangur. Íbúðin er öll nýlega endurnýj- uð, m.a. innréttingar, lagnir, gólfefni o.fl. Góð staðsetning. Verð 8,5 millj. 91983 LÆKJASMÁRI 54 - KÓPAVOGI - OPIÐ HÚS Opið hús frá 14°° og 16°° Nýkomin í einkas. sérl. falleg 95 fm íb. á efri hæð í góðu fjórb. auk sérstæðis í bíl- skýli. Sérinng. Rúmgóð herb. Parket og flís- ar. Fráb. staðs. á rólegum stað. Laus nú þegar. Áhv. húsbr. 7 millj. Verð 14,9 millj. Helga og Ólafur taka á móti áhugasömum væntanlegum kaupendum. 90434 LINDASMÁRI - KÓPAVOGI - RAÐHÚS Nýkomið í einkasölu á þessum góða stað í Smárahverfinu í Kópavogi mjög fallegt endaraðhús tveimur hæðum með innb. bílskúr, samtals um 173 fm. Fallegar inn- réttingar. 4 góð herbergi. Sólskáli. Verönd. Ákv. sala. Verð 23,5 millj. Mjög falleg og rúmgóð 4ra herb. 113 fm íbúð á 1. hæð í litlu, góðu fjölbýli. Parket á öllum gólfum nema baðherb., það er flísalagt, nýjar innréttingar. Nýj- ar flísar á báðum svölum. Endurnýjað eldhús að miklu leyti. Gott skápapláss. Ein íbúð á hæðinni, gluggar í allar áttir. Rannveig og Óskar í íbúð 0101 taka á móti ykkur. Opið hús í dag frá kl. 17-19 Skaftahlíð 16 - Rvík 533 4300 564 6655 OPIÐ mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18, föstud. frá kl. 9-16. Sími 588 9490 Til sölu eða leigu 312 fm skrifstofuhæð ásamt 240 fm svölum með glæsilegu út- sýni í vel staðsettu verslunar- og skrifstofu- húsnæði í Salahverfi í Kópavogi. Húsnæðið er efsta hæðin í nýju álklæddu lyftuhúsi, sem í er starfrækt Nettó-verslun og á næstu mánuðum verður opnuð þar einnig 900 fm heilsugæsla og apótek. Húsnæðið, sem er til afhendingar strax, hentar mjög vel fyrir tannlækna og aðra sérfræðinga vegna nálægðar við heilsugæsluna eða jafnvel sem veislusalur vegna mikillar loft- hæðar, stórra svala og frábærs útsýnis. Allar nánari upplýsingar á Lyngvík fasteignasölu í síma 588 9490. Einnig er hægt að skoða eignina í dag, sunnudag, í samráði við Kára í síma 898 5870. SALAVEGUR - SKRIFSTOFUHÆÐ Félag FasteignasalaSími 588 9490 FASTEIGNIR mbl.is ✝ Pálmi Karlssonfæddist í Kefla- vík 24. maí 1959. Hann lést á Land- spítalanum 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Karl Hólm Helgason múrari, f. 7. mars 1930, d. 21. nóv. 2001, og Selma Sig- urveig Gunnarsdótt- ir, f. 5. júní 1936. Systkini Pálma eru: 1) Guðný Jóhanna, f. 10. júlí 1956, maki Eyjólfur Ólafsson, 2) Hörður, f. 22. ágúst 1957, d. 12. september sama ár, 3) Gígja, f. 21. ágúst 1961, sambýlismaður Anton Sigurðsson, 4) Þórey, f. 16. september 1964, d. 28. apríl 1965, 5) Gylfi, f. 4. febrúar 1966; hálfsystkini Pálma eru: 6) Rann- veig Hrönn Harðardóttir, f. 7. janúar 1955, maki Sævar Björns- son, 7) Hilmar Þór Karlsson, f. 10. apríl 1951, maki Mem Karls- son, 8) Albert Sölvi Karlsson, f. 28. maí 1953, d. 17. febrúar 1997. Hinn 7. júlí 1984 kvæntist Pálmi Helgu Jóhönnu Hrafnkelsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 16. mars 1960. Foreldrar hennar eru Hrafnkell Guð- jónsson, kennari, f. 17. mars 1931, og Svava Krstín Björnsdóttir versl- unarstjóri f. 10. nóvember 1932. Börn Pálma og Jó- hönnu eru Hrafn- kell Pálmi, fram- haldsskólanemi, f. 6. júlí 1981, Atli Karl, f. 11. nóvember 1991, og Íris Svava f. 5. maí 1994. Pálmi lauk gagnfræðaprófi frá Breiðholtsskóla og síðar meirabílprófi. Hann starfaði lengst af sem sjálfstæður at- vinnurekandi og síðustu árin við sendibílaakstur. Útför Pálma verður gerð frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 21. október, og hefst athöfnin klukkan 15. Ég á margar mjög góðar minn- ingar af okkur pabba saman. Sumar betri en aðrar. En enga vonda. Því hann sá svo vel um sitt og sína. Reyndi ég að rifja upp fyrstu minn- ingarnar mínar af honum. Mundi ég þær margar en engin var fyrst, þær eru allar tvinnaðar saman við mínar fyrstu minningar af heiminum. Hljómar kannski svolítið ruglings- legt en ég reyndi að greina af hverju þetta var svona: Engar tær- ar gamlar minningar bara um pabba, heldur margar um aðra hluti með pabba með. Eins og þegar pabbi var alltaf að kaupa búninga á mig, eina vikuna var ég Clint Eastwood í villta vestrinu, eina sem Stóri-Björn að þykjast reykja frið- arpípu í indíánatjaldinu mínu og eitt skiptið klæddi hann mig í breskan hermannabúning. Þegar pabbi keypti fyrsta fjórhjólið og fór með mig rúnt. Þegar pabbi keypti fyrsta mótorhjólið handa mér þegar ég var þrettán. Komst ég svo að ástæðu minninga-óreiðu minnar, sem best var skýrð af einni af yndislegum systrum hans. „Hann Pálmi var allt- af til staðar fyrir mann og vildi allt fyrir mann gera, en hann var meira en það, hann var „inni í“ manni.“ Þannig er þessu best lýst. Hann var svo mikill partur af mér að þegar ég var barn hafði ég ekki greint hann sem annan einstakling, hann var partur af mér sem ég tók sem sjálf- sagðan hlut. Eins og hönd mína eða fót, ég man ekki fyrstu minninguna af þessum pörtum af „mér“. Það var nákvæmlega eins með pabba. Hann var STÓR partur af „MÉR“! Við lékum okkur að því að kalla hvor annan Dolla. Hann var Stærsti Dolli, ég var Stóri Dolli og Atli bróðir var Litli Dolli. En eina bestu minningu mína um okkur ætla ég að rifja upp með pabba: Manstu Dolli minn er við sátum við sötur, í hrein- asta og best skipulagða bílskúr landsins, þú með vodka í kók og ég með Víking. Þetta var í enda mars á laugardegi. Það var þetta venjulega veður sem við blótuðum svo oft: þungskýjað, rok og rigning. Ég var eitthvað þungur í skapinu. Fannst allt tilgangslaust og leiðinlegt. Hafði allt of miklar áhyggjur af lífinu. Þá tókst þú mig í fangið og talaðir við mig um lífið. Hvernig þú talaðir til mín og gafst mér góð ráð til þess að auðvelda þessa baráttu. Hvernig við mundum vinna úr öllum okkar vandamálum saman og hrista þau af okkur og rísa hærra. Hvernig ég ætti ekki að eyða allri minni orku í að vera að hugsa og skipuleggja framtíð mína, heldur bara lifa lífinu samkvæmur sjálfum mér, vera bara ég sjálfur og þá hefði ég ekkert til að sjá eftir þegar ég færi. Þetta tal okkar hjálpaði mér mikið. Þótt ég sagði þér það ekki meðan þú varst með okkur í skynheimi, þá sérðu það hér, stærsti og fallegasti Doll- inn minn. Þetta erindi úr Hávamál- um lýsir pabba vel. Hann talaði oft meira í gjörðum en orðum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Takk fyrir allt, pabbi. Hrafnkell Pálmi Pálmason. Oft er spurt hver tilgangur lífsins sé? Í spurningunni felst viðurkenn- ing á að sál mannsins sé ódauðleg og líf hvers og eins hafi tilgang og eitthvað okkur æðra sé til og fylgist PÁLMI KARLSSON ✝ Arndís Péturs-dóttir fæddist á Bjarnastöðum við Ísafjarðardjúp 24. janúar 1914. Hún andaðist í Reykjavík 10. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Pétur Páls- son, þá bóndi á Bjarnastöðum, f. 11. febrúar 1886, d. 4. maí 1966, og kona hans Bjarnfríður Gísladóttir, f. 30. okt. 1891, d. 13. des. 1914. Pétur var son- ur séra Páls Ólafssonar í Vatns- firði og Arndísar Pétursdóttur konu hans, en Bjarnfríður var frá Hvammi í Dýrafirði, dóttir Gísla Björnssonar og Sveinbjargar Kristjánsdóttur, hjóna þar. Pétur var þríkvæntur og alls voru systk- eiga fjögur börn. d) Ólafur bifvéla- virki, f. 30 des. 1946, kvæntur Matthildi Laustsen. Hann á tvö börn. Barnabarnabörn Arndísar eru 26. Arndís ólst upp í Vatnsfirði hjá afa sínum og ömmu, í umsjá Krist- rúnar Magnúsdóttur sem fóstrað hafði börn prestshjónanna. Eftir fermingu fór hún til náms á Ísa- firði og tók þar gagnfræðapróf, en réðst síðan til starfa í Kaupmanna- höfn hjá Sveini Björnssyni og Georgíu, þá sendiherrahjónum þar. Hún dvaldist ytra í ein fjögur ár en síðan lá leið hennar til Reykjavíkur. Eftir að Arndís varð ekkja, vann hún ýmis störf, við veisluþjónustu, sokkaviðgerðir en lengst af hjá Mjólkursamsölunni. Þegar börnin komust upp og hag- ur hennar rýmkaðist, sinnti hún áhugamálum sínum, ferðalögum um hálendið og sótti leikhús og tónleika. Heilsu hélt hún óskertri til síðasta dags. Útför Arndísar verður gerð frá Grensásskirkju á morgun, mánu- daginn 21. október og hefst at- höfnin klukkan 13.30. in Arndísar tólf, en al- systkin hennar tvö. Sambýlismaður Arndísar var Ólafur Haraldur Jónsson húsgagnasmiður, f. 15. okt. 1904, d. 10. jan. 1948. Ólafur var sonur Jóns Árnason- ar, bónda í Köldukinn í Haukadal í Dölum og Lilju Þorvarðsdóttur konu hans. Börn þeirra Arndísar og Ólafs eru: a) Kristrún, f. 3. júlí 1938, hús- freyja, og skrifstofu- maður, gift Árna Hróbjartssyni, þau eiga þrjú börn. b) Lilja, f. 4. maí 1940, húsfreyja og skrifstofu- maður, gift Þorkeli Jónssyni, þau eiga fjögur börn. c) Pétur húsa- smíðameistari, f. 3. ágúst 1944, kvæntur Valgerði Jónsdóttur, þau Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir að vera amma mín og góð vinkona í þau 37 ár sem ég hef lifað. Í huganum rifja ég upp sam- verustundir sem voru góðar, hlýjar og skemmtilegar. Þú varst svo með- vituð og inní öllu sem var í gangi, fylgdist grannt með fréttum og því sem var efst á baugi hvort sem það voru jólabækurnar eða tónleikar. Stundum minntirðu mig á að ég væri orðin fullorðin og ætti því að fylgjast betur með. Oft lánaðirðu mér bækur og þú varst líka til í að lesa bækurnar mínar. Svona varstu þangað til yfir lauk og því kom andlát þitt mér í opna skjöldu þrátt fyrir að þú værir að verða 89 ára, búandi enn í þinni íbúð, á þriðju hæð. Ég gleðst, fyrir þína hönd, að þú fékkst að fara snögglega án langvarandi veikinda af einhverju tagi. Eftir á að hyggja grunar mig að þú hafir haft ein- hverja vitneskju um að það væri far- ið að líða að brottför, því ausuna góðu léstu mig fá síðast þegar ég hitti þig og þú gafst þig ekki fyrr en ég tók við henni. Þú varst stolt af… nei öllu heldur þrælmontin af börnum þínum, barnabörnum og langömmubörnum. Þú áttir það til að hvísla að mér, jafn- vel þegar við vorum bara tvær einar að fletta fjölskyldualbúmunum, „að það væri nú alveg sérstakt með fólk- ið okkar hvað það væri nú fallegt“. Ég brosti inní mér, samsinnti þér og skildi að „fallegt“ hjá þér þýddi að þú værir alsæl með okkur og stæðir með okkur alla leið. Ég átti kannski ekki eins auðvelt með að taka undir með þér þegar þú spurðir mig stund- um, hvort mér fyndist Davíð Oddson ekki sætur? Eða stóðst snögglega upp og slökktir á imbanum ef ein- hver á vinstri vængnum talaði of lengi, með þeim orðum að það væri bara ekki hægt að horfa á svona „ljótt“ fólk. Pabbi bað mig stundum að vera ekki að ergja þig með þrasi um pólitík en ég átti bágt með að stilla mig og vissi að undir niðri höfð- um við báðar lúmskt gaman af. Þeg- ar ég keypti þriðju íbúðina mína í fal- legu gömlu húsi þá sagðir þú í uppgjafartón, „Addý mín, ætlarðu að búa í kofum allt þitt líf“? Þú hafðir auðvitað sagt mér frá erfiðu árunum þínum í kulda og fátækt, ólst upp börnin þín ein sem ung ekkja og kof- arnir mínir og húsgögn minntu þig á þessa erfiðu tíma, og þú furðaðir þig á að ég keypti mér ekki einhverjar smart nýtísku mublur. En ég gat skilið það á þér að þegar ég flutti upp í sveit, þá hafði ég komið ár minni vel ARNDÍS PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.