Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STÓR skjár hangir niður úr loftinu, fyr-ir aftan skreytt mahóní-skrifborðinog olíumálverkin af gengnum öld-ungum sem ljá herbergi alþjóða-
tengslanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
yfirbragð sögulegs staðar.
Niður af skjánum horfir næsta vitni nefnd-
arinnar, þrisvar sinnum stærra en allir aðrir
viðstaddir, í beinni útsendingu frá sendiráði
Bandaríkjanna í Lundúnum. Nefndarformað-
urinn Henry J. Hyde, repúblikani frá Illinois,
sem sjálfur er engin smásmíði, lítur upp á
skjáinn og segir: „Richard Perle vomir yfir
okkur.“
Er Perle var aðstoðarvarnarmálaráðherra í
forsetatíð Ronalds Reagans kölluðu mótherjar
hann gjarnan „Myrkraprinsinn“ (Prince of
Darkness) vegna afdráttarlausrar andstöðu
hans við samninga við Sovétmenn um tak-
mörkun vígbúnaðar. Nú er honum oft lýst sem
helzta „hauk“ núverandi ríkisstjórnar í mál-
efnum Íraks. Sem formaður varnarstefnuráðs-
ins (Defence Policy Board), hóps áhrifamikilla
utanríkismálasérfræðinga Repúblikanaflokks-
ins sem veita varnarmálaráðherranum ráð-
gjöf, hefur hann talsverð áhrif á stjórnarstefn-
una. Hann talar reglulega við Donald H.
Rumsfeld varnarmálaráðherra. Aðstoðarvarn-
armálaráðherrann Paul D. Wolfowitz er vinur
hans.
En það er hlutverk hans utan stjórnarkreðs-
anna – sem stjórnarmanns í American En-
terprise Institute, stofnunar sem berst fyrir
hagsmunum sjálfstæðra atvinnurekenda –
sem skapar Perle aðstöðu til að geta leyft sér
að hneykslast á öðrum. Á meðan frjálslyndir
landar hans reyna að finna leiðir til að fá evr-
ópska bandamenn í lið með sér áður en þeir
ákveða að grípa til eigin ráða gegn Írak mælist
Perle til þess að stríðsandstæðingurinn í þýzka
kanzlarastólnum, Gerhard Schröder, segi af
sér. Þegar vissir hermálasérfræðingar hvetja
til að veitt verði svigrúm til að sannreyna
hvort vopnaeftirlit skili árangri kemur Perle
með ásakanir um friðkaupastefnu og rifjar þar
með upp hvernig Neville Chamberlain, þáver-
andi forsætisráðherra Bretlands, vanmat
hættuna sem stafaði af Adolf Hitler.
Fáir hugmyndafræðilegir skoðanabræður
Perles leyfa sér að taka eins djúpt í árinni. En
yfirlýsingar Perles um Írak hafa gert hann eft-
irsóttan viðmælanda fjölmiðla – arabíska
fréttasjónvarpsstöðin Al Jazeera hringir
reglulega í hann, sem og dagblöð frá Tókýó til
Toronto og fréttastöðvar úti um víða veröld.
Líkt og vísir á kreddufastar hugmyndir
heldur Perle áfram að skjóta orðaörvum sínum
um öldur ljósvakans. Sumir þeirra sem sæti
eiga í stjórninni í Washington eru þeirrar
skoðunar að hamagangur hans sé til trafala.
En margar af hugmyndum Perles hafa síðar
reynzt enduróma í opinberum stefnumiðum
ríkisstjórnar George W. Bush.
Vikum saman hefur Perle fært rök fyrir því
að markmiðið að eyða meintu gereyðing-
avopnabúri Íraka feli óhjákvæmilega í sér það
markmið að koma Saddam Hussein frá völd-
um. Perle hefur varað íraska hershöfðingja við
því að svo gæti farið að þeir yrðu dregnir fyrir
rétt ákærðir fyrir stríðsglæpi ef þeir hrintu í
framkvæmd skipunum Saddams um að beita
efna- eða sýklavopnum. Bæði þessi atriði
komu fyrir í ávarpi Bush forseta til bandarísku
þjóðarinnar í liðinni viku.
Áhrif Perles eru óbein. Hann er ekki í beinu
sambandi við ræðuritara Hvíta hússins. Síð-
asta skiptið sem hann veitti Bush ráðgjöf undir
fjögur augu var á þeim tíma er hann tók þátt í
herferð fyrir stækkun Atlantshafsbandalags-
ins. Gagnrýnendum stjórnarstefnunnar finnst
hins vegar áhrif Perles vera óhóflega mikil.
„Rumsfeld, Cheney [varaforseti], Wolfowitz
– þetta eru nýju íhaldsmennirnir, haukar, rök-
rænir harðlínumenn,“ segir arabískur stjórn-
arerindreki sem ekki vill láta nafns síns getið.
„En svo er Perle, sem er algjör þráhyggju-
maður. Það sem hann stendur fyrir er eins
konar ný-heimsvaldastefna.“
Burtséð frá stjórnmálaumræðunni er Perle
sérstakur maður – íhaldssamur áróðursmaður
sem er veikur fyrir lífsins lystisemdum; virkur
meðlimur í hópi heldri borgara Washington-
borgar sem tekur ekki þátt í hefðbundnum
vinnusýkisiðum borgarbúa, vopnabúnaðarsér-
fræðingur sem á hápunkti kalda stríðsins
gældi í alvöru við þá hugmynd að opna mat-
gæðingsveitingastað.
Það er enginn vafi á því að Perle, sem er 61
árs að aldri, nýtur nú um stundir hlutverks
síns sem vandræðabarn ný-íhaldsmanna, sem
eru skilgreindir á grundvelli óbilgjarnrar af-
stöðu í utanríkismálum en róttækrar frjáls-
hyggju í efnahagsmálum. Athugasemd Hydes
þingmanns um að hann vomi yfir umræðunni
um Írak lét Perle síðar svo ummælt: „Ég hefði
átt að varpa þrumufleygum líka.“
En hann varar sig á því að gera ekki of mik-
ið úr eigin hlutverki. „Ég hef verið í Wash-
ington í mörg ár og það endar með því að mað-
ur þekkir svo til alla,“ segir hann. „Svo að ef þú
færð hugmynd áttu auðveldara með að koma
henni fljótt í umferð. Það er í þessu sem það
felst í raun að hafa áhrif í Washington. Þegar
allt kemur til alls eru það gæði hugmynd-
arinnar sem skipta máli, ekki að hún hafi kom-
ið frá mér.“
Perle hefur haft allt á hornum sér varðandi
Írak frá árinu 1987, þegar hann gagnrýndi þá-
verandi Bandaríkjastjórn fyrir að hallast að
því að styðja Íraka í stríði þeirra við Íran. Að-
alröksemd hans var þá sú að Saddam Hussein
væri hættulegri en klerkarnir í Teheran. Fyrir
fjórum árum hóf hann að lýsa opinberlega efa-
semdum um þá grundvallarreglu Bandaríkj-
anna, að ráða ekki erlenda leiðtoga af dögum.
Nú rekur hann opinskátt áróður fyrir því að
hrekja Saddam frá og býður ekki upp á neinar
málamiðlanir.
Að afvopna Íraka án þess að skipta um
stjórnarherra í Bagdad er ekki hægt, að hans
mati. „Það er einfaldlega ekki hægt að láta
stjórnartaumana á þessu landsvæði vera
áfram í höndunum á þessum manni og ætlast
til að það muni leiða til raunverulegrar afvopn-
unar,“ sagði Perle í sjónvarpsviðtali hinn 6.
október sl.
Margir arabískir stjórnarerindrekar láta
það enn fara fyrir brjóstið á sér að Perle skyldi
hafa boðið þekktum andstæðingi Sádi-Araba
að halda erindi fyrir Varnarmálaráðinu. Þeir
telja að Perle hafi sjálfur fengið því áorkað að
beina hug Bush forseta að Írak og þeir gruna
hann um að ganga erinda Ísraelsstjórnar.
Perle vísar öllu slíku á bug og bendir á að hann
hafi árum saman tekið undir með Ísraelum
sem talað hafa um áhættuna sem fylgir því að
steypa Saddam.
Henry S. Kissinger, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sem viðurkennir að
hafa orðið að láta í minni pokann fyrir Perle í
nokkrum tilvikum í valdataflinu í Washington,
kallar Perle „ einn fárra frjórra manna“ sem til
sé að dreifa í kringum valdamiðstöð Banda-
ríkjanna.
Á fyrirspurnafundi með hermálanefnd full-
trúadeildar Bandaríkjaþings nýlega baðst
repúblikanaþingmaðurinn Jim Saxton frá New
Jersey afsökunar: „Ég vil sífellt kalla þig dokt-
or Perle,“ tjáði hann manninum sem þá sat
fyrir svörum. Perle hikaði aðeins, hugsanlega
til að rifja upp doktorsritgerðina um al-
þjóðlega samningatækni sem hann skildi eftir
ókláraða í Princeton-háskóla. Í stað þess að
ljúka henni hafði hann kosið að hella sér út í að
hrinda hugmyndum í framkvæmd í Wash-
ington. Hann hafði kosið líf áhrifa. „Ég lauk
aldrei við doktorsritgerðina,“ tjáði Perle þing-
manninum, og brosti.
Snjall hauk-
ur vomir yfir
Washington
AP
Richard Perle í þættinum „Meet the Press“ á
NBC-sjónvarpsstöðinni hinn 6. október sl.
Washington. Los Angeles Times.
’ „Rumsfeld, Cheney,Wolfowitz – þetta eru nýju
íhaldsmennirnir, haukar,
rökrænir harðlínumenn,“
segir arabískur stjórnar-
erindreki. „En svo er
Perle, sem er algjör þrá-
hyggjumaður. Það sem
hann stendur fyrir er
eins konar ný-
heimsvaldastefna.“ ‘
RÖDDIN er kurteisleg. Pirrandi
hvað hún er kurteisleg. „Vinsam-
legast setjið vörurnar á færiband-
ið.“ Sjálfsafgreiðslukassinn í
Giant-stórversluninni virðist ekki
skilja hvers vegna Corinne Wied-
enthal á eitt andartak í erfið-
leikum með að finna skrautlegt
grasker á stafrófsröðuðum vöru-
myndalista kassans.
„Prófaðu að ýta á g,“ segir hún
við dóttur sína, Jacquie Smith,
sem er níu ára. Ekkert gengur.
„Þetta er kúrbítur; prófum k. Sko,
þarna kom það.“ Þá segir kassinn:
„Vinsamlegast settu kúrbítinn á
færibandið.“ En Wiedenthal er
með marga kúrbíta. Ætli maður
megi setja marga í einu? „Vinsam-
legast settu kúrbítinn á færiband-
ið,“ tónar kassinn – en alltaf jafn
kurteislega.
Wiedenthal setur kúrbítinn á
bandið, en tekur hann svo aftur
upp. „Ef þú ætlar að kaupa þessa
vöru, settu hana þá á færibandið,“
segir kassinn vinsamlega. Wied-
enthal er komin á fremsta hlunn
með að löðrunga vingjarnlega
snertiskjáinn með kúrbítnum, en
situr á sér, og eftir smá stund er
starfsmaður verslunarinnar kom-
inn til bjargar.
Fór hægt af stað
Wiedenthal, sem er 44 ára, seg-
ist í rauninni kunna vel við að nota
sjálfsafgreiðslukassann í Giant-
versluninni í Kingstowne-
úthverfinu í Fairfax-sýslu í Virg-
iníu, þrátt fyrir að það geti stund-
um verið pirrandi. Það sem meiru
skiptir, menn í nýlenduvöruversl-
un telja að mistækt fólk á borð við
Wiedenthal muni með tímanum
taka ástfóstri við vélvirka sjálfs-
afgreiðslukassa, og byggja þá
skoðun sína á niðurstöðum mark-
aðskannana og voninni um að vél-
arnar muni draga úr kostnaði.
Þessu var ýtt úr vör fyrir nokkrum
árum og hefur gengið hægt, en nú
telja menn að tími sjálfsafgreiðslu-
kassanna sé að renna upp.
Nærri lætur að fjórða hver stór-
verslanakeðja í Bandaríkjunum
bjóði nú upp á svona sjálfs-
afgreiðslu, en þetta hlutfall var að-
eins um sex prósent fyrir þremur
árum. Nýleg könnun leiddi í ljós að
um helmingur viðskiptavina þess-
ara verslana notar sjálfs-
afgreiðslukassana. Ráðgjafafyr-
irtækið IHL gerir ráð fyrir að með
auknum tækniframförum muni um
95% afgreiðslukassa verða sjálf-
virkir í lok áratugarins.
Ekki allir ánægðir
„Þetta er svar við kröfum við-
skiptavinanna um aukið hagræði,“
sagði Todd Hulquist, talsmaður
IHL. „Þetta er til frambúðar.“ En
það eru ekki allir ánægðir með
þetta. „Þetta skiptir félagsmenn
okkar alla máli vegna þess að þú
sérð að kassaafgreiðslufólk kann
að hafa minna upp og jafnvel
missa vinnuna þegar fyrirtæki
fara að nota þessa sjálfsafgreiðslu-
kassa,“ sagði Jill Cashen, fulltrúi
launþegasamtaka verslunarfólks.
Sumir hafa líka áhyggjur af því
sem viðskiptavinirnir kunni að
missa af. Þar sem hraðbankar,
sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum
og verslun á Netinu er orðið dag-
legt brauð byggist verslun sífellt
minna á mannlegum samskiptum.
Þjónusta við viðskiptavini „hefur
sífellt orðið ópersónulegri und-
anfarin fimm ár“, sagði Jeff
Metzger, útgefandi fagtímaritsins
Food World. „Fyrirtæki sem eru í
eigu hluthafa leita sífellt að auk-
inni hagkvæmni á öllum sviðum.
Vinnutími er styttur, starfsfólki
fækkað, þjálfun starfsfólks er ekki
eins ítarleg og hún var. Það ætti
ekki að koma neinum á óvart að
dregið hafi úr þjónustu við við-
skiptavinina.“
Borga sig á
15 mánuðum
Sjálfvirki afgreiðslukassinn er
að flestu leyti svipaður venjuleg-
um kassa. Hann skynjar þegar við-
skiptavinur kemur að honum og
segir viðskiptavininum hvað hann
eigi að gera. Viðskiptavinurinn
rennir strikamerkjum á vörum yf-
ir skynjara kassans. Þegar vigta
þarf vöru, eins og t.d. kúrbít eða
kál, velur viðskiptavinurinn mynd
af vörunni á snertiskjá. Kassarnir
taka við reiðufé, greiðslukortum,
krítarkortum og ávísunum. Svo
setur viðskiptavinurinn vörurnar
sjálfur í poka.
Samkvæmt athugunum IHL
borga sjálfvirku kassarnir sig upp
á um það bil 15 mánuðum, þar sem
þeir draga úr launakostnaði,
fjölga viðskiptavinum og taka
minna gólfpláss en hefðbundnir af-
greiðslukassar og gefa því meira
rými fyrir vörur. Hver kassi kost-
ar um 24.000 dollara, eða um tvær
milljónir króna, og árlegt viðhald
kostar um fjögur þúsund dollara
(um 340 þús. kr).
„Vinsamlegast
settu kúrbítinn
á færibandið“
Sjálfvirkum af-
greiðslukössum í
stórverslunum
fer fjölgandi
The Washington Post
Corinne Wiedenthal og dóttirin Jacquie reyna að finna út úr því hvernig
maður segir sjálfsafgreiðslukassanum að maður sé að kaupa kúrbít.
’ Það ætti ekki aðkoma neinum á
óvart að dregið hafi
úr þjónustu við við-
skiptavinina. ‘
Washington. The Washington Post.