Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 49 Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Rekstrarleiga. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu. Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. Auðveld kaup.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Mjög þekkt veitingahús í miðbænum. Langt skemmtanaleyfi. Ársvelta 120 m. kr. Mikill og vaxandi hagnaður.  Rekstur bónstöðvarinnar Löðurs er til leigu. Gott tækifæri fyrir duglega menn, sem vilja byrja eigin rekstur.  H-búðin, Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mjög mikið að gera. Hentugt fyrir 3—4 starfsmenn.  Lítil en þekkt smurbrauðstofa og veisluþjónusta með góð tæki og mikla möguleika.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðborginni. Mikil velta, góður hagnaður.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt videósjoppa í Breiðholti með góða veltu. Gott tækifæri fyrir byrjendur sem eiga ekki mikla peninga.  Lítil heildverslun, með góða markaðsstöðu í matvöru, óskar eftir sam- einingu til að nýta góð tækifæri.  Þekkt íþróttavöruverslun. Ársvelta 25—30 m. kr. Auðveld kaup.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann.  Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr. Rekstrar- leiga kemur vel til greina.  Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Mjög hagstætt verð.  Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.  Traustur bifvélavirki óskast sem meðeigandi og framkvæmdastjóri að alhliða bílaþjónustufyrirtæki á Selfossi. Gott húsnæði og vel tækjum búið.  Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5,0 m. kr.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 20—30 m. kr. Ágætur hagnaður.  Ein stærsta og besta videósjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður. Góð fjárfesting.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.  Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.  Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði.  Stór krá í miðborginni. Ein stærsta krá borgarinnar.  Þekkt innrömmunarfyrirtæki með eigin innflutning. Ársvelta um 20 m. kr. Meðeign eða sameining möguleg.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Trésmiðja í nágrenni Reykjavíkur. Eigið húsnæði. Ágæt tæki.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn.  Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 DAGUR hjónabandsins verður haldinn hátíðlegur í Akra- neskirkju í dag, sunnudag. Er þetta fjórða árið í röð sem guðs- þjónusta að hausti er tileinkuð hjónabandinu sérstaklega og hefst hún kl. 14. Flutt verður stutt prédikun um ástina og kær- leikann. Kirkjukórinn syngur brúðkaupssálma og nýráðinn org- anisti Akraneskirkju, Sveinn Arn- ar Sæmundsson, leikur nokkur falleg lög. Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng. Að guðsþjónustu lokinni er öllum kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Safn- aðarheimilinu Vinaminni. Þetta er guðsþjónusta sem ástfangin hjón á öllum aldri mega ekki missa af! Nú býður þú ástinni þinni til kirkju! Sýnum hjónabandinu þá ræktarsemi sem það á skilið. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Hjóna- og para- námskeið á Akranesi FIMMTUDAGINN 24. október nk. verður haldið hjóna- og para- námskeið í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Leiðbein- andi verður sr. Þórhallur Heim- isson – en meira en 4.000 manns hafa setið sams konar námskeið hjá honum á undanförnum árum. Fjallað verður um samskipti kynjanna; vonir, væntingar og vonbrigði – og hvernig má styrkja samskipti og tjáskipti. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Aðeins 14 til 18 pör taka þátt í hverju námskeiði. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. fyrir parið. Súpa og kaffiveitingar innifaldar. Námskeiðið verður haldið frá kl. 18.30 til 22. Skrán- ing í síma 433-1500 alla virka daga frá kl. 10 til 16. Sýnið hjónabandinu þá ræktarsemi sem það á skilið og sækið þetta nám- skeið! Akraneskirkja. Götusmiðjumessa í Fríkirkjunni í Reykjavík UM nokkurt skeið hefur Fríkirkj- an í Reykjavík stutt starf Götu- smiðjunnar í því mikla og góða starfi sem þar er unnið. Starf Götusmiðjunnar má rekja til vors- ins 1998 þegar Götusmiðjan hóf rekstur meðferðarheimilisins Virkisins fyrir ungmenni á aldr- inum 16 til 20 ára. Í lok árs 1999 flutti Götusmiðjan meðferð- arheimilið í veglegan húsakost á Árvöllum, Kjalarnesi, en þar er rými fyrir 18 skjólstæðinga. Markmið Götusmiðjunnar er að aðstoða ungt fólk sem hefur leiðst út úr hinum hefðbundna sam- félagsramma og inn í heim fíkni- efna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan farveg. Í þeirri sérhæfðu unglinga- meðferð sem boðið er upp á að Árvöllum er lögð áhersla á að einstaklingurinn ber alltaf ábyrgð á sjálfum sér. Það er því skilyrði að unglingurinn óski sjálfur eftir því að komast í meðferð. Meðferðin, hugræn atferl- ismeðferð, er m.a. byggð upp af meðferðarfundum, einstaklings- viðtölum, fyrirlestrum, verkefna- vinnu, AA-fundum, tómstundum, hreyfingu og útivist. Nemendur við Árvelli geta sinnt formlegu námi á meðan á dvöl þeirra stendur, hvort sem um er að ræða nám við grunnskóla eða fram- haldsskóla. Framkvæmd þess er ávallt í samvinnu kennara Árvalla og námsráðgjafa/kennara við- komandi skóla. Að auki má segja að meðferð við Árvelli sé í heild sinni lífsleikninám. Lífsleiknin gefur nemendum okkar betra inn- sýn í hið daglega líf. Þar gefst nemendum einnig tækifæri á að finna ný áhugamál og/eða end- urvekja gömul. Mörg ungmenni hafa fundið nýjan grundvöll, og í raun fundið lífi sínu jákvæðan farveg eins og sjá má í eftirfar- andi umsögn ungrar stúlku. „Þessar níu vikur sem ég var hjá Götusmiðjunni varð mín and- lega vakning. Ég gerði mér grein fyrir því að það er þess virði að lifa þessu lífi, það er enginn ann- ar en ég sem stjórna því hvernig mér líður og mér hefur aldrei lið- ið betur. Ég er að hefja nýtt líf, flutti aftur inn til foreldra minna og byrjaði að vinna. Líf mitt er mjög venjulegt í dag, það er alltaf eitt- hvað að gerast og ég verð nið- urdregin inni á milli og það er allt í lagi, lífið er enginn dans á rósum og ég veit að það er sama hversu ömurlegt allt virðist vera, þá verður það aldrei jafn öm- urlegt og líf mitt var í neyslu.“ Sameiginleg guðsþjónusta Götu- smiðjunnar og Fríkirkjunnar verður á sunnudag klukkan 11 og þangað eru allir velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. Dagur hjóna- bandsins á Akranesi Hallgrímskirkja: Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara. Laugarneskirkja: 12 spora hópar koma saman í safnaðarheimilinu mánudag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving sálgæslu- þjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Neskirkja: Fjölskyldufræðsla í kvöld kl. 20. Félagsráðgjafarnir Helga Þórðardóttir for- stöðumaður og Kristín Guðmundsdóttir hjá Félagsþjónustunni Lausn segja frá nýrri hugmyndafræði í ráðgjöf og fjölskyldumeð- ferð. Kaffiveitingar að loknum fyrirlestri, umræður og stutt helgistund sem sr. Örn Bárður Jónsson leiðir. Kirkjustarf fyrir 6 ára börn mánudag kl. 14. Sögur, leikir, föndur og fleira. Tíu til tólf ára starf (TTT) mánudag kl. 16.30. Litli kórinn-kór eldri borgara þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfélag kl. 20. (8.–10. bekkur) Árbæjarkirkja: Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Mánu- dagur. Kl. 15.15. TTT í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja: Mánudagur: kl. 13– 16.30. Kirkjustarf fyrir fullorðna í umsjón Lilju, djákna. Spjallað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyr- irbænaefnum má koma til djákna í s. 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9– 17 í síma 587 9070. Mánudagur: Kirkju- krakkar fyrir börn 7–9 ára í Engjaskóla kl. 17.30–18.30. KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Engjaskóla kl. 18.30– 19.30. Hjallakirkja: Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyr- ir 8. bekk kl. 20. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung- lingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyr- ir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fund- ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnudag, kl. 19.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Á morgun kl. 17.15 Æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hóp- ur. Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingveldur Theodórsdóttir og sr. Kristján Björnsson. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Vegurinn. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Vegurinn er 20 ára og í dag verður hátíðarsamkoma þar sem allir eru velkomnir, Högni Valsson pre- dikar, lofgjörð, barnastarf og kaffi og sam- félag á eftir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma sunnudag kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lof- gjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Þriðjud.: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleið- ingar, fróðleiksmolar og vitnisburðir. Allir velkomnir. KFUM & KFUK. Holtavegi 28 Haustátak. Samkoma kl. 17. Upphafsorð: Arna Ingólfsdóttir. Ole Lilleheim talar. Barnastarf. Matsala að samkomu lokinni. Vaka kl. 20. Lofgjörð, fyrirbæn. Ole Lilleheim talar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Sunnudagur 20. október: Brauðsbrotning kl. 11, ræðum. Jón Þór Eyj- ólfsson. Almenn samkoma í umsjón Sam- hjálpar. Ræðumaður Heiðar Guðnason. Lofgjörðarhópur Samhjálpar sér um lof- gjörðina. Vitnisburðir og drama. Allir vel- komnir. Miðvikudagur 23. október: Fjöl- skyldusamvera kl.18. Föstudagur 25. október: Unglingasamkoma fellur niður þar sem unglingarnir verða á ALFA-helgi í Kirkju- lækjarkoti. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.