Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Höskuldsson, eða Siggi Hösk. eins og hann er frekar kall- aður, hefur með Klakabandinu gefið út geisladisk sem hefur verið gefið nafnið Heflaðir. Diskurinn, sem hefur að geyma tólf lög, var tekinn upp í Studio Staðarsveit. Þorkell Símonarson, eigandi hljóðversins, flutti það í fé- lagsheimilið Klif á meðan á upp- tökum stóð. Upptökustjóri var Björgvin Gíslason. Lögin á diskinum eru öll eftir Sigga Hösk. og textarnir flestir eftir Kristján Hreinsson en einnig eftir Jón Hjartarson, Sæbjörn Vigni Ás- geirsson og Þorkel Símonarson. Siggi sér sjálfur um að selja disk- inn ásamt vinum og kunningjum og er hann til sölu hjá honum sjálfum og eins í blómabúðinni Blómaverki í Ólafsvík. Stefnt er að því að halda útgáfutónleika á næstunni en hvaða dag nákvæmlega hefur ekki verið ákveðið. Sigurður Höskuldsson gaf síðast út disk árið 1998 og hét hann Gegn- um glerið. Sigurður hefur spilað í hljóm- sveitum síðan árið 1966 og hét fyrsta hljómsveitin sem hann spilaði með Falkon og hefur hann síðan spilað stanslaust. Auk þess að vera í Klakabandinu hefur Sigurður spilað og sungið við brúðkaup og einnig troðið upp einn með sinn gítar á Snæfellsnesi og víðar. Sigurður starfar sem sjómaður og notaði hann allan sinn frítíma í upp- tökur á diskinum. Það kom oft fyrir að hann hljóp beint af bryggjunni inn í félagsheimili þar sem diskurinn var hljóðritaður enda fór ómældur tími í upptökur og æfingar. Að sögn Sigurðar hefur diskurinn fengið góðar viðtökur bæjarbúa og hefur talsvert verið spilaður á Rás 2. Aðspurður hvort hann ætli að gefa út þriðja diskinn kvað Sigurður það vera alveg öruggt en kvaðst ekki vita hvenær af því yrði. Hljómsveitin Klakabandið er skip- uð þeim Sigurði Höskuldssyni, Sveini Þór og Sigurði Elinbergs- sonum, Aðalsteini Kristóferssyni og Sigurði Gíslasyni. En Klakabandið á um þessar mundir 20 ára starfsafmæli. Sigurður Hlö fremstur ásamt Klakabandinu. Fagna tuttugu ára starfsafmæli Klakabandið hefur gefið út plötuna Heflaðir FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 22. nóv- ember mun poppsveitin Sálin hans Jóns míns og sinfóníusveitin Sinfón- íuhljómsveit Íslands snúa bökum saman og flytja tónlist eftir þá fyrrnefndu. Nú er orð- ið uppselt á þá tónleika og því hefur verið brugðið á það ráð að bæta við aukatónleikum og verða þeir haldnir daginn eftir, laugardaginn 23. nóvember. Miðasala er þegar hafin. „Nei, við áttum nú ekki von á því að þessu yrði svona vel tekið,“ segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari og lagasmiður Sálarinnar. „Báð- ir aðilar renndu blint í sjóinn með þetta.“ Hann segir að þetta verði að megninu til ný tónlist. „Þetta verður tekið upp og ef vel tekst til hyggjum við á útgáfu. Þetta eru níu ný lög og því ljóst að þetta verður meira krefjandi, bæði fyrir hljómsveit og áhorfendur. Eitt eða tvö eldri lög verða svo í bland.“ Lögin voru samin í febrúar og mars á þessu ári og þá var sinfóníuverkefnið ekki komið á borðið. „Þegar það kom svo upp ákváðum við að taka ekki safn bestu laga enda búnir að því með plötunni 12. ágúst ’99. Við horfum því ekki aftur fyrir okkur á þessum tónleikum heldur ætlum við að nýta okkur þetta tækifæri til fulls. Sköpunargleðin er á fullu um þessar mundir og auk þess er ekkert sjálfgefið að fá að leika með sinfón- íuhljómsveitinni. Þorvaldur Bjarni hamast nú við að útsetja og Stebbi (Hilmarsson söngvari) og Frissi (Sturluson bassa- leikari) eru að semja texta.“ Að sinfóníusamstarfinu loknu tekur síðan söngleik- urinn við, Sól og Máni, sem Borgarleikhúsið frumsýnir snemma á næsta ári. Nóg fram- undan hjá Sálinni. Nýtt efni frumflutt arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... -www.salinhansjonsmins.is -www.sinfonia.is Sálin hans Jóns míns stendur í stór- ræðum þessa dagana. POPPPÖNKSVEITIN Sum 41, sem spilar hressilegt og grallaralegt rokk í anda Blink 182 og Green Day, gerir grín að The Hives og The Strokes í nýj- asta myndbandinu sínu, „Still Waiting“. Um er að ræða myndband við fyrsta lagið sem tekið er af væntanlegri plötu sveitarinnar, Does This Look Infected?, sem er þeirra þriðja. Í myndbandinu klæðast liðs- menn jakkafötum í anda The Hives og umhverfið er stæling á myndbandi The Strokes við lagið „Hard To Explain“. Í myndbandinu sést hvar liðs- menn sveitarinnar hitta útgáfu- forkólf sem segir þeim að ef þeir ætli að ná einhverjum ár- angri verði þeir að breyta nafni sínu í The Sums. „Við gerðum þetta þar sem við höfum verið að fylgjast með öllum þessum svölu sveitum og við komumst að því að við erum ekki svalir,“ segir gítarleikar- inn Dave „Brownsound“ Baksch. „Okkur langaði til að gera þetta myndband þar sem það er svo mikið af „The“-böndum í gangi núna. Grínið er samt góð- látlegt þar sem við erum miklir aðdáendur The Hives t.d.“ Þetta er ekki fyrsta sinn sem popppönksveit tekur upp á svona gríni en margir minnast líklega svipaðra tilburða hjá Blink 182 í myndbandinu við lagið „All the Small Things“ þar sem stráka- sveitir voru teknar fyrir. Does This Look Infected? mun einnig innihalda tvö lög með hliðarsveit Sum 41, klisju- kennda þungarokksbandinu Pain For Pleasure. Lögin heita „Reign & Pain“ og „World War VII Part 1 & 2“. The Strokes fá sam- keppni Sum 41 verður The Sums Sálin og Sinfónían – aukatónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.