Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 56

Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Höskuldsson, eða Siggi Hösk. eins og hann er frekar kall- aður, hefur með Klakabandinu gefið út geisladisk sem hefur verið gefið nafnið Heflaðir. Diskurinn, sem hefur að geyma tólf lög, var tekinn upp í Studio Staðarsveit. Þorkell Símonarson, eigandi hljóðversins, flutti það í fé- lagsheimilið Klif á meðan á upp- tökum stóð. Upptökustjóri var Björgvin Gíslason. Lögin á diskinum eru öll eftir Sigga Hösk. og textarnir flestir eftir Kristján Hreinsson en einnig eftir Jón Hjartarson, Sæbjörn Vigni Ás- geirsson og Þorkel Símonarson. Siggi sér sjálfur um að selja disk- inn ásamt vinum og kunningjum og er hann til sölu hjá honum sjálfum og eins í blómabúðinni Blómaverki í Ólafsvík. Stefnt er að því að halda útgáfutónleika á næstunni en hvaða dag nákvæmlega hefur ekki verið ákveðið. Sigurður Höskuldsson gaf síðast út disk árið 1998 og hét hann Gegn- um glerið. Sigurður hefur spilað í hljóm- sveitum síðan árið 1966 og hét fyrsta hljómsveitin sem hann spilaði með Falkon og hefur hann síðan spilað stanslaust. Auk þess að vera í Klakabandinu hefur Sigurður spilað og sungið við brúðkaup og einnig troðið upp einn með sinn gítar á Snæfellsnesi og víðar. Sigurður starfar sem sjómaður og notaði hann allan sinn frítíma í upp- tökur á diskinum. Það kom oft fyrir að hann hljóp beint af bryggjunni inn í félagsheimili þar sem diskurinn var hljóðritaður enda fór ómældur tími í upptökur og æfingar. Að sögn Sigurðar hefur diskurinn fengið góðar viðtökur bæjarbúa og hefur talsvert verið spilaður á Rás 2. Aðspurður hvort hann ætli að gefa út þriðja diskinn kvað Sigurður það vera alveg öruggt en kvaðst ekki vita hvenær af því yrði. Hljómsveitin Klakabandið er skip- uð þeim Sigurði Höskuldssyni, Sveini Þór og Sigurði Elinbergs- sonum, Aðalsteini Kristóferssyni og Sigurði Gíslasyni. En Klakabandið á um þessar mundir 20 ára starfsafmæli. Sigurður Hlö fremstur ásamt Klakabandinu. Fagna tuttugu ára starfsafmæli Klakabandið hefur gefið út plötuna Heflaðir FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 22. nóv- ember mun poppsveitin Sálin hans Jóns míns og sinfóníusveitin Sinfón- íuhljómsveit Íslands snúa bökum saman og flytja tónlist eftir þá fyrrnefndu. Nú er orð- ið uppselt á þá tónleika og því hefur verið brugðið á það ráð að bæta við aukatónleikum og verða þeir haldnir daginn eftir, laugardaginn 23. nóvember. Miðasala er þegar hafin. „Nei, við áttum nú ekki von á því að þessu yrði svona vel tekið,“ segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari og lagasmiður Sálarinnar. „Báð- ir aðilar renndu blint í sjóinn með þetta.“ Hann segir að þetta verði að megninu til ný tónlist. „Þetta verður tekið upp og ef vel tekst til hyggjum við á útgáfu. Þetta eru níu ný lög og því ljóst að þetta verður meira krefjandi, bæði fyrir hljómsveit og áhorfendur. Eitt eða tvö eldri lög verða svo í bland.“ Lögin voru samin í febrúar og mars á þessu ári og þá var sinfóníuverkefnið ekki komið á borðið. „Þegar það kom svo upp ákváðum við að taka ekki safn bestu laga enda búnir að því með plötunni 12. ágúst ’99. Við horfum því ekki aftur fyrir okkur á þessum tónleikum heldur ætlum við að nýta okkur þetta tækifæri til fulls. Sköpunargleðin er á fullu um þessar mundir og auk þess er ekkert sjálfgefið að fá að leika með sinfón- íuhljómsveitinni. Þorvaldur Bjarni hamast nú við að útsetja og Stebbi (Hilmarsson söngvari) og Frissi (Sturluson bassa- leikari) eru að semja texta.“ Að sinfóníusamstarfinu loknu tekur síðan söngleik- urinn við, Sól og Máni, sem Borgarleikhúsið frumsýnir snemma á næsta ári. Nóg fram- undan hjá Sálinni. Nýtt efni frumflutt arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... -www.salinhansjonsmins.is -www.sinfonia.is Sálin hans Jóns míns stendur í stór- ræðum þessa dagana. POPPPÖNKSVEITIN Sum 41, sem spilar hressilegt og grallaralegt rokk í anda Blink 182 og Green Day, gerir grín að The Hives og The Strokes í nýj- asta myndbandinu sínu, „Still Waiting“. Um er að ræða myndband við fyrsta lagið sem tekið er af væntanlegri plötu sveitarinnar, Does This Look Infected?, sem er þeirra þriðja. Í myndbandinu klæðast liðs- menn jakkafötum í anda The Hives og umhverfið er stæling á myndbandi The Strokes við lagið „Hard To Explain“. Í myndbandinu sést hvar liðs- menn sveitarinnar hitta útgáfu- forkólf sem segir þeim að ef þeir ætli að ná einhverjum ár- angri verði þeir að breyta nafni sínu í The Sums. „Við gerðum þetta þar sem við höfum verið að fylgjast með öllum þessum svölu sveitum og við komumst að því að við erum ekki svalir,“ segir gítarleikar- inn Dave „Brownsound“ Baksch. „Okkur langaði til að gera þetta myndband þar sem það er svo mikið af „The“-böndum í gangi núna. Grínið er samt góð- látlegt þar sem við erum miklir aðdáendur The Hives t.d.“ Þetta er ekki fyrsta sinn sem popppönksveit tekur upp á svona gríni en margir minnast líklega svipaðra tilburða hjá Blink 182 í myndbandinu við lagið „All the Small Things“ þar sem stráka- sveitir voru teknar fyrir. Does This Look Infected? mun einnig innihalda tvö lög með hliðarsveit Sum 41, klisju- kennda þungarokksbandinu Pain For Pleasure. Lögin heita „Reign & Pain“ og „World War VII Part 1 & 2“. The Strokes fá sam- keppni Sum 41 verður The Sums Sálin og Sinfónían – aukatónleikar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.