Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 27
og munu margir þeirra prýða nýjar
grunnsýningar safnsins eins og áður
sagði. Íslendingar og Danir gerðu
með sér samning varðandi skiptingu
og afhendingu íslensku handritanna
árið 1965 eftir nálega 40 ára samn-
ingsþóf. Í því samkomulagi er skýrt
kveðið á um að Íslendingar myndu
ekki óska eftir frekari afhendingu
fornmuna frá Dönum. Í ljósi þessa má
segja að sú beiðni, sem ráðherrann
setti nýlega fram við dönsk stjórn-
völd, hafi komið nokkuð á óvart, safn-
apólitískt er málið nokkuð erfitt. Æv-
inlega hefur söfnum hins vegar þótt
bæði sjálfsagt og eðlilegt að lána
muni til rannsókna og á sýningar milli
landa þegar á þarf að halda og síðast
voru merkir íslenskir gripir úr Þjóð-
minjasafni Dana sýndir hér árið 1997
þegar efnt var til norsk-íslenskrar
kirkjulistasýningar, sem unnin var
fyrir norskt gjafafé og sýnt var bæði í
Noregi og á Íslandi,“ segir Lilja.
Rangur skilningur Íslendinga
Carsten U. Larsen, forstjóri
danska Þjóðminjasafnsins, segist líta
svo á að íslensk stjórnvöld leggi rang-
an skilning í alþjóðlega safna-
starfsemi með því að telja að allir ís-
lenskir safngripir, sem nú séu í vörslu
Dana, eigi að vera niðurkomnir á Ís-
landi. „Eins og fram kemur á heima-
síðu danska Þjóðminjasafnsins, er
það tilgangur þess og markmið að
fræða fólk um danska menningu og
auðvelda skilning á því hvernig hún
og menning nágrannalandanna og
alls umheimsins fléttast saman. Með
safngripum, skjölum og annarri starf-
semi er það hlutverk safnsins að sýna
hvernig dönsk menning og menning
nágrannalandanna hafa á öllum öld-
um orðið fyrir gagnkvæmum áhrifum
og að veita fræðslu um margbreyti-
leik ólíkra menningarheilda og sér-
einkenni þjóða og þjóðarbrota,“ segir
Larsen í samtali við Morgunblaðið.
„Með þetta í huga leiðir það af
sjálfu sér að munir á danska Þjóð-
minjasafninu eru ekki aðeins upp-
runnir á því landsvæði, sem nú er
Danmörk. Þetta á ekki síst við um
þær deildir safnsins, sem settar voru
upp í samstarfi við Íslendinga, Fær-
eyinga og Grænlendinga, enda var
hugmyndin sú að þannig gæti safnið
best þjónað áðurnefndu hlutverki
gagnvart menningu þessara þjóða.
Hefur þetta fyrirkomulag mætt skiln-
ingi í Færeyjum og á Grænlandi og
ekki síst meðal safnafólks um allan
heim. Það er líka forsendan fyrir því
að söfnin geti sett það, sem er þjóð-
legt, í alþjóðlegt samhengi.
Með tilliti til þessa, er ég þeirrar
skoðunar, að það sé rangur skilningur
á alþjóðlegri safnastarfsemi að allir
íslenskir safngripir eigi að vera nið-
urkomnir á Íslandi. Slík sýn á alþjóð-
lega safnastarfsemi myndi koma í veg
fyrir það hlutverk safnanna að auka
skilning þjóða í milli. Danska Þjóð-
minjasafnið er aftur á móti, eins og
ávallt, reiðubúið til samstarfs við ís-
lensk söfn, til dæmis hvað varðar út-
lán vegna sýninga eða rannsókna.
Þetta er afstaða danska Þjóðminja-
safnsins til þeirrar hugmyndar, sem
sett hefur verið fram um íslensk-
danska menningarstofnun og snertir
ekki þá samninga um menningarleg
samskipti, sem þjóðirnar hafa áður
gert með sér. Um þá er hins vegar
sjálfsagt að ræða, gefist tilefni til,“
segir Carsten U. Larsen, þjóðminja-
vörður Dana.
Endurheimt án vandamála
Á ráðstefnu Sambands norrænna
safnamanna, sem haldin var í Reyk-
holti í ágúst síðastliðnum, var fjallað
um endurheimt menningarverðmæta
og tilfærslu slíkra verðmæta milli
þjóða og landsvæða. Meðal fyrir-
lesara voru Emil Rosing, þjóð-
minjavörður á Grænlandi og Arne
Thorsteinsson, fyrrverandi þjóð-
minjavörður í Færeyjum, sem fjöll-
uðu um samninga sem þessar þjóðir
hafa gert við Dani um að fá heim til
varðveislu safngripi úr þjóðarsögu
sinni. Á sýningum Þjóðminjasafns
Grænlendinga í Nuuk, sem rekið er af
heimastjórninni, er kynnt yfir 4.500
ára menningarsaga Grænlendinga og
hafa frá árinu 1984 til 2001 verið flutt-
ir um 35 þúsund safngripir frá Dan-
mörku til Grænlands. Fram kom í
máli Emil Rosing að sl. 17 ár hafi
Grænlendingar ráðið yfir öruggri
vörslu í grænlenskum söfnum og
samstarfið við Dani um endurheimt
safngripa hafi verið án vandamála.
Hann sagði að áhugi á þjóðmenningu
grænlensku þjóðarinnar ætti sér all-
langa sögu. Danir hefðu safnað og
varðveitt grænlenskan menningararf
hátt á aðra öld en síðustu áratugi
hefði svo verið unnið markvisst að
þessum málum, með lagasetningum,
byggingu safnahúsa og styrkingu
sýninga, bæði heima á Grænlandi og í
Danmörku, þar sem flestir munirnir
voru varðveittir.
Árið 1968 voru í fyrsta sinn sýndir
munir frá Þjóðminjasafni Dana í
Nuuk og fór á þeim tíma að styrkjast
sjálfsmynd og vitund Grænlendinga
um eigin sögu. Með heimastjórn
Grænlendinga 1979 fylgdu í kjölfarið
ný lög og tilskipanir, sem báru m.a. í
sér friðlýsingu jarðfastra fornminja
og að nýlegt og ómótað „Landsmus-
eum“ fékk stöðu Þjóðminjasafns með
kvöðum um varðveislu menningar-
arfsins. Samvinna komst á milli land-
anna, með nefndaskipan, um að
byggja upp safnastarf á Grænlandi og
1984 hófst starfið við að flytja muni
heim. Þeir munir, sem fluttir hafa
verið frá Danmörku, rekja uppruna
sinn til mismunandi svæða Græn-
lands og var það stefna nefndarinnar
við val á munum að Þjóðminjasafnið á
Grænlandi gæti gefið mynd af mis-
munandi svæðum, tímaskeiðum og
menningu. Áhersla er einnig lögð á að
í báðum löndum sé fyrir hendi heild-
stætt safn muna. Við yfirfærslu muna
hafa þeir verið skráðir rafrænt og yf-
irfarnir af forvörðum, en í Danmörku
eru varðveittir um hundrað þúsund
munir. Afrit af skjölum, bréfum og
rannsóknargögnum um forngripina
hafa einnig fylgt í þessum flutningum.
Fram kom hjá Arne Thorsteinsson
að málið hafi verið tekið upp á fær-
eyska lögþinginu árið 1955, með
stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar,
en mætt mótstöðu á danska Þjóð-
minjasafninu. Það hafi svo verið árið
1961 sem danskir safnamenn sýndu
fyrstu jákvæðu viðbrögðin, með þeim
fyrirvara að varsla og öryggi safnsins
í Færeyjum væri viðunandi. Fyrir
þremur árum var svo gerður sam-
starfssamningur á milli Fornminja-
safns Færeyja og Þjóðminjasafns
Dana og gengið fyrst og fremst út frá
safnastarfi. Í framhaldinu var gerð
tillaga um hvaða menningarminjar
skyldu færðar til Færeyja. Þegar
meta á hvort flytja eigi hluti heim,
þarf að leggja höfuðáherslu á það
hvar gripirnir hafi mest vægi, bæði í
tengslum við rannsóknir og miðlun
menningarstarfs. Um síðustu jól var
gert samkomulag um yfirfærslu og í
júní sl. var sett upp kveðjusýning í
Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn
sem síðan var flutt til Færeyja og
opnuð í Fornminjasafninu í júlí.
Mjög ríkar ástæður
Eins og fyrr segir, hefur mikil þögn
ríkt um hið íslenska forngripamál síð-
astliðinn 50 ár og velta má því fyrir
sér hvort ríkar ástæður hafi nú skap-
ast til að opna málið á nýjan leik. Í
svari Björns Bjarnasonar, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, við fyrir-
spurnum tveggja þingmanna á ný-
liðnum árum þess efnis hvort hann
hygðist beita sér fyrir endurheimt ís-
lensku forngripanna, vitnar hann í
sáttmálann frá 1965. Vegna hans væri
erfitt að taka málið upp að nýju enda
þyrftu Íslendingar að hafa mjög ríkar
ástæður til þess að óska eftir afhend-
ingu slíkra minja. Að mati núverandi
menntamálaráðherra, Tómasar Inga
Olrich, ber að skoða sáttmálann frá
1965 í ljósi breyttra aðstæðna og við-
horfa. Um þetta efni kunna að vera
skiptar skoðanir og mismunandi túlk-
anir.
join@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 27
... þér í hag !
Sömu góðu brautirnar og einkennt
hafa Alno innréttingar síðastliðin ár
Sömu góðu lausnirnar og
einkennt hafa Alno innréttingar
síðastliðin ár
Þú færð góðar
innréttingar
fyrir minna verð
Gildir til 2. desember
2002
MISMUNANDI ÚTLIT
LÆGRA VERÐ
Sýningain
nréttinga
r
Allt að 40%
afsláttur
Vegna bre
ytinga eru
nokkrar
s
ýningainn
réttingar
til sölu
11
98
/
T
A
K
T
ÍK