Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Háhraðasítenging við Netið ÞÓTT kólnað hafi í veðri hefur Vetur konungur ekki náð að leggja bönd á Gullfoss enda belj- andi atorka í þeim síðarnefnda. Mannskepnan finnur svo sann- arlega fyrir smæð sinni hjá þess- um kröftuga öldungi, sem sjálfur er nokkurs konar konungur ís- lenskra fossa. Að minnsta kosti má maðurinn, sem stendur á syllu við fyssandi strauminn, sín lítils í þessu mikla sjónarspili náttúr- unnar. Það er því öruggast að hafa hægt um sig þegar menn hætta sér svona nærri þeim frum- öflum sem þarna eru að verki. Morgunblaðið/RAX Staðið við kraft- mikinn konung SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa yfir milli Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirtækisins Enex hf. annars vegar og fyrirtækja á vegum borgaryfir- valda í Peking hins vegar um tækni- ráðgjöf og hönnun á hitaveitu í norð- urhluta borgarinnar. Um er að ræða 40 milljóna króna samning sem mikl- ar líkur eru á að verði að veruleika, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, að- stoðarforstjóra Orkuveitu Reykja- víkur. Fulltrúar kínversku fyrirtækj- anna hafa verið hér á landi síðustu daga til viðræðna við Íslendinga og kynna sér jarðgufuvirkjanir á Nesja- völlum og víðar. Enex hf. var stofnað fyrir einu og hálfu ári með það að markmiði að flytja út íslenska tækni- og verkfræðiþekkingu á sviði orku- mála. Nokkurs konar forveri þess var Virkir sem m.a. hannaði aðra hitaveitu í borginni Tanggu í Kína á sínum tíma. Aðaleigendur Enex eru Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkj- un, Hitaveita Suðurnesja og Jarð- boranir en meðal annarra eigenda má nefna Nýsköpunarsjóð atvinnu- lífsins, Norðurorku, iðnaðarráðu- neytið og verkfræðistofur. Áhugi fyrir annarri hitaveitu vegna Ólympíuleikanna 2008 Að sögn Ásgeirs átti Ólafur Eg- ilsson, sendiherra í Peking, frum- kvæði að því að koma viðræðunum við Kínverja af stað. Það hefði einnig skipt máli að starfsmenn fyrirtækj- anna í Peking höfðu sumir hverjir verið við nám í Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna í Reykjavík og þekktu vel aðstæður hér. Ásgeir sagði það enga spurningu að þarna væri skólinn enn á ný að sanna gildi sitt fyrir Íslendinga. Hann taldi að skrifað yrði undir samninga á næst- unni. Vonast væri líka til þess að þetta yrði upphafið að frekari verk- efnum fyrir Enex. Umrædd hita- veita er nálægt því svæði í Peking þar sem reisa á ólympíuþorp vegna Ólympíuleikanna þar í borg árið 2008. Ásgeir sagði áhuga vera fyrir hendi hjá báðum aðilum að skoða möguleika á jarðhitaveitu fyrir ól- ympíuþorpið ef þetta verkefni nú reyndist vel. Sendiráð Íslands í Peking hefur undanfarin misseri unnið að því að koma á samskiptum milli þjóðanna á sviði jarðhita. Ólafur Egilsson sendi- herra og Pétur Yang Li viðskipta- fulltrúi hafa leitt það starf. Orkuveitan og Enex í viðræðum við fyrirtæki í Peking Hönnun á hitaveitu fyrir 40 milljónir FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu og Samson eignarhaldsfélag ehf. náðu í gær samkomulagi um kaup félagsins á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. Samkvæmt tilkynningu sem framkvæmdanefndin sendi frá sér í gær er söluverðið rúmir 12,3 milljarðar króna. Sam- komulagið er gert með fyrirvara um áreiðan- leikakönnun beggja aðila en áformað er að kaupsamningur verði frágenginn fyrir lok næsta mánaðar. Þá hefur verið ákveðið að ganga til viðræðna við tvo hópa fjárfesta vegna sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Samson ehf. er í eigu feðganna Björgólfs Guð- mundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar. Helstu atriði sam- komulagsins við félagið eru þau að afhending hlutabréfanna og greiðsla verður tvískipt, ann- ars vegar 33,3% í kjölfar undirritunar kaup- samnings og hins vegar 12,5% að ári liðnu. Nú- virt meðalgengi hlutabréfa í viðskiptunum er 3,91, sem er 6,1% yfir svonefndu 90 daga með- algengi og 12% hærra en gengi í útboði ríkisins í júní síðastliðnum. Kaupverð verður að fullu greitt í Bandaríkjadölum og einkum nýtt til greiðslu erlendra skulda ríkissjóðs, að því er fram kemur í tilkynningu einkavæðingarnefnd- ar. Eftir þessi viðskipti verður eignarhlutur rík- isins í Landsbankanum um 2,5%. Sölu Búnaðarbankans verði lokið á þessu ári Í kjölfar samkomulagsins við Samson ehf. hefur verið ákveðið að halda áfram söluferli vegna hlutabréfa ríkisins í Búnaðarbankanum. Ráðgert er að sölu hlutabréfa í þessum áfanga verði lokið á þessu ári. Valdir hafa verið tveir hópar fjárfesta til frekari viðræðna. Þessir hóp- ar eru annars vegar Kaldbakur hf., sem er í að- aleigu KEA og Samherja, og hins vegar S-hóp- urinn svonefndi, þ.e. Eignarhaldsfélagið And- vaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Kaupfélag Skagfirð- inga, Ker hf., Samskip og Samvinnulífeyrissjóð- urinn. Í tilkynningu einkavæðingarnefndar kemur fram að í kjölfar auglýsingar hennar 10. júlí sl. hafi fimm fjárfestahópar skilað tilkynningum um áhuga á kaupum á hlutabréfum í Lands- banka og Búnaðarbanka. Með tilliti til þeirra markmiða og skilyrða sem tilgreind hafi verið í auglýsingu nefndarinnar hafi verið ákveðið að ganga til viðræðna við ofangreinda hópa. Viðunandi verð að mati forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra segist vera ánægður með hvernig til tókst með sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Stærsti áfanginn í einkavæðingarferlinu hafi nú orðið að veruleika og samkvæmt samkomulaginu við Samson ehf. hafi flest þau markmið náðst sem ríkið hafi sett sér. Verðið sé vel viðunandi. Nú sé stefnt að því að ljúka sölu Búnaðarbankans fyrir áramót og þá muni efnahagslífið gjörbreytast þegar ríkið verði horfið af fjármálamarkaðnum, líkt og stefnt hafi verið að í næstum áratug. Davíð seg- ist ekki eiga von á því að ríkið ætli sér að eiga þau 2,5% sem eftir standi í Landsbankanum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir söluna í samræmi við þær áætlanir sem lagt hafi verið upp með í byrjun. Varðandi Bún- aðarbankann segir hún að viðræðuhópum hafi verið fækkað. Íslandsbanki sé ekki lengur inni í myndinni af samkeppnissjónarmiðum og ófull- nægjandi upplýsingar hafi komið frá hópi tengdum Þórði Magnússyni. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, fagnar fenginni niðurstöðu. Samson ehf. kaupir 45,8% hlut í Landsbankanum Gengið til viðræðna við Kaldbak og S-hópinn um kaup á Búnaðarbanka  Sala Landsbankans/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.