Morgunblaðið - 03.11.2002, Side 6

Morgunblaðið - 03.11.2002, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JACQUELINE Pascarl er kom-in af velmegandi fólki en for-eldrar hennar eru fráskildirog hún býr hjá móður sinni ogRoger sem misnotar hana lík- amlega og andlega. Hún er aðeins sautján ára þegar hún kynnist Raja Bahrin sem er múslími, einn af kon- ungsfjölskyldunni í Malasíu, og þá „vék allt fyrir honum“. Þau Bahrin gifta sig í Malasíu við hátíðlega at- höfn og setjast að þar. Frændfólk Bahrins virtist taka mér fagnandi. Þau voru heillandi, fáguð og áköf í að veita mér allt sem hugur minn girntist, hvort sem það var skoðunarferð eða verslunarferð. Ég áttaði mig ekki alveg á stúlkun- um. Það var einhver undarleg ákefð yfir þeim og það var eins og þeim fyndist hver stund sín síðasta. Seinna þegar ég sá þær ganga und- irgefnar fyrir aftan foreldra sína inn- an hallarmúranna skildi ég þær bet- ur. Þá voru pínupilsin, hlýralausu kjólarnir og hárgelið á bak og burt og í þeirra stað komnir síðir serkir og auðmýktarsvipur. Terengganu. Orðið er munúðar- fullt og felur í sér fyrirheit um gróð- ursælt landslag og perluhvítar strendur. Í ferðamannabæklingum er talað um risaskjaldbökur, kók- oshnetutré, endalausar strandlengj- ur, fagurblátt haf og auðugan menn- ingararf, kynslóð fram af kynslóð. Þangað var för okkar heitið. Bahr- in fannst að hann gæti best sýnt mér þá Malasíu sem hann unni mest með því að aka þessa sex klukkustunda leið til heimafylkis síns og gista á leiðinni á Hyatt-hótelinu í ferða- mannabænum Kuantan. Við áttum nokkra yndislega daga í Kuantan, eina rómantíska fríið sem við eydd- um saman. Bahrin slakaði dálítið á reglunum um snertingu á almanna- færi og við leiddumst eftir strönd- inni, kysstumst í skjóli sandhólanna og ærsluðumst í sjónum. Hann hafði heldur ekkert á móti því þá að ég væri í sundbol á almannafæri og tók af mér ótal myndir á ströndinni; sér- staklega líkaði honum vel að láta mig sitja fyrir með axlirnar berar og hár- ið flaksandi í vindinum. Við sólarlag sátum við á verönd- inni og sötruðum drykkina okkar og gerðum áætlanir fyrir næsta unaðs- lega dag í þessari paradís. Við rædd- um lítið um það sem tæki við á næsta áfangastað, Terengganu. Það var eins og hvorugt okkar vildi að þessu fríi, utan við tíma og rúm, lyki. Á kvöldin lá ég samt vakandi við hlið Bahrins og hlustaði á öldugjálfrið á ströndinni og kveið því að hitta móð- ur hans. Svo kom loks að því einn morg- uninn að ég mátti herða upp hugann og halda til fundar við Tengku Zal- ehu, dóttur soldáns og konungs, sanntrúaðan múslíma, fráskilda konu og pílagrímsfara til Mekka, borgarinnar helgu. Ég hafði þegar dansað við einn eða tvo krónprinsa og skipst á slúðursögum við nokkrar af eðalbornu frænkunum hans Bahr- ins, en ekkert af þessu hafði virst jafn yfirþyrmandi og tilhugsunin um að hitta í fyrsta sinn Yang Amat Mulia Tengku Haijah zaleha Puteri binti Almarhum Duli Yang Maha Mulia Sultan Ismail Nasiruddin Shah, móður kærastans míns. Bahrin ráðlagði mér að klæðast einhverju yfirlætislausu á leiðinni. Ég hafði saumað mér tvo kjóla í mal- asískum stíl fyrir ferðina og við ákváðum að sá fjólublái hæfði vel þessu tilefni. Þetta var einfaldur baju kurung, en það þýðir í bókstaflegri merkingu „búrkjóll“. Þessi búningur samanstóð af skósíðu, fjólubláu pilsi og blússu með A-sniði, úr mjúku efni, langerma og hárri í hálsinn og með fjólubláu og hvítu köflóttu mynstri. Ég skipti hárinu í miðju og hafði það slegið að beiðni Bahrins og þar sem ég stóð á tröppum hótelsins okk- ar í „viðeigandi“ kjólnum mínum hugsaði ég með eftirsjá um hversu dásamlegt það væri að mega eyða nokkrum dögum enn í þessu himna- ríki, liggja bara í sandinum dögum saman. Ég sagði við sjálfa mig að við myndum koma hingað aftur, en ég vissi ekki þá að fortíðina getur maður aldrei sótt heim að nýju, sætleiki hennar getur rotnað eins og skemmd tönn. Börnin mín Hjónabandið reyndist ekki það at- hvarf sem Jacqueline hafði vænst því að eiginmaður hennar beitti hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og reyndist sannkallaður úlfur í sauð- argæru. Þegar fagurgali hans var sem mestur var hann á leið í hjóna- band með söngkonu í næturklúbbi. Jacqueline lifði fyrir börnin sín. Dagurinn þegar ég varð tuttugu og tveggja ára var enginn gleðidag- ur. Full kvíða vegna fæðingar annars barnsins okkar hafði ég sárbeðið Bahrin um að gera lokatilraun með mér til að bjarga hjónabandi okkar. Ég óttaðist framtíðina, nýja barnsins vegna og Iddins vegna, og ég óttaðist þau áhrif sem síversnandi skap- ofsaköst föður hans kynnu að hafa á hann þar sem hann þurfti iðulega að horfa upp á mig sæta barsmíðum. Ég hafði undirbúið beiðni mína vel og gætti þess vandlega að tala stilli- lega. Rósemi mín virtist því miður gera Bahrin enn reiðari en tár og harmakvein hefðu gert og hann missti stjórn á sér og öskraði á mig að ég væri einskis nýt drusla, að hann hefði gert mér stóran greiða með því að giftast mér. Angist mín var enn sárari við það að finna hreyfingar barnsins míns. Bahrin sendi mér augnaráð fullt af hatri og fyrirlitningu og skildi mig eftir á veröndinni. Ég byrjaði að gráta með þungum ekkasogum sem skóku líkama minn svo mér fannst ég ekki ná andanum og mér leið eins og öll tilvist mín væri að hrynja niður af þverhníptu bjargi. Bahrin vakti mig undir morgun og sagðist vilja tala við mig. Hann bað mig að fylgja sér inn í fataherbergið þar sem hann hafði eytt nóttinni og settist niður á gólfið við hlið mér. Hann virtist kvíðinn eins og hann vissi ekki alveg hvað hann ætti að segja. Ég hafði varann á mér enda vissi ég ekki hvort að ég átti von á barsmíð eða hvort eitthvað skelfilegt hafði komið fyrir og hann þyrfti að segja mér það. Það sem hann hafði að segja gerði mig bæði ringlaða og undrandi. „Yasmin,“ sagði hann, „vissulega vil ég að samband okkar batni. Mér þykir fyrir því sem hefur gerst. Ég vildi bara að ég gæti gert þig ham- ingjusama.“ Hann varð æ óstyrkari á meðan hann talaði og hnipraði sig saman með hnén upp að bringu. „Stundum er eins og mér sé ekki sjálfrátt. Það gefur sig bara eitthvað í heilanum á mér og ég get ekki hald- ið aftur af reiðinni. Mig langaði svo mikið að eiga með þér eðlilegt líf þeg- ar við giftum okkur. Ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því.“ Og svo byrjaði hann að gráta og reri fram og til baka með ekkasog- um, rétt eins og ég hafði gert skömmu áður. Ég get aldrei gleymt því sem hann sagði næst. Það litar minningar mín- ar um hann og lýsir í hnotskurn van- hæfni hans til að eiga „eðlilegt“ sam- band við konu frá Vesturlöndum. „Mig langar til að þú sért ham- ingjusöm. Ég sé eftir öllum skiptun- um sem ég hef barið þig. Ég sé virki- lega eftir því. Mig langar að gera þig hamingjusama, en ég veit ekki hvort ég er fær um það. Ég get ekki gefið þér það sem þú þarfnast og verð- skuldar. Þú þarfnast manns sem get- ur gert þig hamingjusama, sem get- ur fengið þig til að hlæja og gefið þér alla þá athygli og ást sem þú þarfn- ast, einhvers sem getur faðmað þig og kysst öllum stundum og verið vin- ur þinn. Ég vildi að ég gæti fundið þannig mann handa þér og gefið þér hann svo þú yrðir hamingjusöm. En þótt ég gerði það yrði ég samt enn eiginmaður þinn og þú myndir áfram tilheyra mér, þú hefðir hann bara til að gera þig hamingjusama og veita þér það sem þú þarfnast.“ Ég sagði ekkert. Mér var of brugð- ið til að ég gæti meðtekið þetta. Við vorum bæði grátandi og sátum hlið við hlið á gólfinu þar sem skin tunglsins í gegnum opinn gluggann varpaði draugalegri birtu á marm- araflísarnar. Ég teygði út höndina til hans. Honum leið svo illa og ég þoldi ekki að horfa upp á hann þjást svona. Ég dró hann til mín og lagði höfuð hans á brjóst mér og hann hallaði sér upp að þöndum kviði mínum. Hvað myndi nú koma fyrir okkur? Var þetta til marks um að Bahrin hefði orðið fyrir einhverri uppljómun og væri nú kominn til sjálfs sín á ný? Ég gat engan veginn áttað mig á þessari viðhorfsbreytingu eða ímyndað mér hvernig samband okkar yrði upp frá þessu. Þar sem ég sat með hann í fanginu þráði ég heitt að trúa því að hann iðraðist framkomu sinnar, en ég skildi ekki hvaða merking fólst í þessari síðustu yfirlýsingu. Ég var þreytt og úttauguð, gengin fram yfir tímann með barnið mitt. Var þetta einhver illgirnislegur grikkur? Var hann að segja mér að ég væri bara hlutur sem hann gæti gefið öðrum manni? Ég hreinlega vissi það ekki og ég var orðin svo þreytt af þessari tilfinningalegu hringekju ótta og ör- yggisleysis. Við sofnuðum í örmum hvort annars og það síðasta sem ég fann til áður en ég sofnaði var þving- uð bjartsýni í bland við óstjórnlega þreytu. Ein á fæðingarstofunni Tveimur dögum síðar kom dóttir þeirra í heiminn eftir þrettán tíma erfiða fæðingu. Ég var ein á fæðingarstofunni; læknirinn hafði áætlað að ég ætti enn langt í land og hafði skroppið heim til að fá sér að borða og taka einn rúnt á golfvellinum. En margt fer öðruvísi en ætlað er og ég fann að fæðingin væri í aðsigi og hringdi eftir hjúkr- Bókakafli Aðeins sautján ára kynntist Jacqueline Pascarl draumaprinsinum – manni af malasísku konungsættinni. Þau gifta sig og prinsessan verður að fylgja ströngum reglum sem ríkja í samfélagi múslima. Þegar eiginmaðurinn fer að beita hana grimmilegu of- beldi fer hún frá honum og hefur nú barist fyrir því árum saman að endurheimta börn sín. Til stóð að Jacqueline heimsækti Ísland í tilefni af útgáfu bókar hennar hér, en af því gat ekki orðið. Hér er gripið niður í sögu prinsessunnar. Kúgun og ofbeldi í framandi landi Átta mánuðum eftir ránið birtust vandlega sviðsettar myndir af Iddin og Shah við bænahald í moskunni. Lífsgleði þeirra er horfin og sjálfstæði þeirra virðist hafa verið kæft. „Ég þurfti að rella, þrasa og grátbæna Bahrin áður en hann fékkst til að sitja fyrir á þessari mynd en ég vildi endilega að Shah ætti að minnsta kosti eina mynd af sér sem ungbarni með föður sínum. Hann giftist næturklúbba- söngkonunni tæpum mánuði síðar.“ Jacqueline Pascarl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.