Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FAÐIRINN er nýkominn fráþví að fara með dóttur sínaí neyðarvistun á meðferð-arheimilið á Stuðlum, þeg-ar við ræðum saman. Stúlkan hafði horfið fyrir fimm dög- um og ekkert látið vita af sér þann tíma. Þetta er ekkert nýtt fyrir for- eldrunum því hún hefur verið að hverfa svona undanfarið eitt ár. „Hún var mjög leið núna þegar hún kom heim. Faðmaði mig og grét og lofaði bót og betrun. Slík iðrun hefur venjulega ekki varað nema að næsta partíi. Þá gleymir hún að koma heim,“ segir faðirinn áhyggjufullur og þreyttur eftir svefnlitlar nætur en hann er vanur að sofa ekki nema 3–5 tíma á sólarhring við þessar kring- umstæður. „Hún virtist þó sem betur fer ekki hafa verið í mikilli neyslu þessa daga sem hún hvarf. Stundum þegar hún hefur komið heim eftir svona úthald hefur líkamlegt ástand hennar verið afar bágborðið og hún hefur skolfið eins og hrísla í vindi. Lætur sig hverfa að heiman Hann segir töluvert um það að stúlkur 16 ára og yngri strjúki að heiman. „Nýlega voru sjö stelpur á svipuðum aldri og dóttir mín týndar. Ég kannaðist við fimm þeirra en þær eru í kunningjahópi dóttur minnar. Lögreglan segir að það komi í bylgj- um að krakkar láti sig hverfa að heiman og fylgni sé á milli þess og framboðs á fíkniefnum á hverjum tíma auk þess sem það geti smitað út frá sér, þegar ein láti sig hverfa þá fylgi fleiri á eftir.“ Dóttir þeirra hefur lengst horfið í eina viku í senn. Þegar hún er orðin þreytt á djamminu eða hefur hvergi höfði sínu að halla kemur hún heim. Þá hafa foreldrarnir venjulega sett hana í neyðarvistun á Stuðla eins og í þessu tilviki. Hægt er að þvinga hana til að vera þar í hálfan mánuð sam- kvæmt barnaverndarlögunum en síðan getur hún gert það sem henni þóknast. – „Eftir viku til tíu daga er hún venjulega horfin aftur,“ segir faðirinn. „Svona hefur þetta gengið undanfarna mánuði meðan við bíðum eftir því að hún komist í langtíma- meðferð en hún er ein af mörgum á biðlista eftir slíkri meðferð.“ Foreldrarnir taka þátt í leitinni Þau tóku fyrst eftir því að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þegar hún tók upp á því að laumast út á nóttunni og kom heim í annarlegu ástandi. Svo urðu dagarnir sem hún hvarf sífellt fleiri. Hann útskýrir hvernig það gengur venjulega fyrir sig þegar unglingar undir lögaldri hverfa að heiman. „Þá látum við lögregluna strax vita og það gerum við í gegnum barnaverndarfulltrúa sem er á vakt. Svo fer maður með myndir af henni niður á lögreglustöð. Stundum hefur lögreglan fundið hana og stundum ekki. Við höfum þó ekki gengið svo langt að setja mynd af henni í blöð eða sjónvarp en við vorum komin á fremsta hlunn með það einu sinni þegar hún hafði ekki látið heyra í sér í viku en þá fréttum við af henni norð- ur á Akureyri. Sjálfur hef ég oft verið að leita að henni. Ég hef tekið upp þann vana að skrifa niður hjá mér allt sem ég frétti eða heyri sem getur gefið mér vís- bendingu um hvar stelpuna mína geti verið að finna þegar hún hverfur að heiman. Ég er því með símanúmer hjá alls konar liði úti í bæ. Síðan er ég miðstöð fyrir foreldra sem eru í sömu stöðu og ég. Það er verið að hringja í mig á kvöldin og um miðja nótt til að fá upplýsingar. Stundum hef ég hringt í vinkonur hennar til að fá upplýsingar og nokkrum sinnum hef ég hitt þær. Meðan verið er að tala við þær eru þær eins og lítil skírn- arbörn í framan og segjast skilja áhyggjur okkar foreldranna og vilja allt fyrir okkur gera. Svo kemst mað- ur ef til vill að því að þær hafa verið að skrökva upp í opið gerðið á manni. Það eru þó til stelpur í þessum hópi sem hægt er að treysta að vissu marki.“ Þykir ekkert að því að reykja hass Faðirinn segist halda að dóttirin neyti einkum hass en það sé ekki í miklum mæli enn sem komið er. Ann- ars segist hann vita lítið um hvað hún hefur fyrir stafni þegar hún hverfur. „Því miður er viðhorfið gagnvart hassi þannig nú að það þykir ekkert að því að krakkar reyki hass – en auðvitað er þetta grafalvarlegt mál því við hassneysluna verða þau gjör- samlega brjáluð í skapinu eina stund- ina og sljó og áhuglaus hina. Dóttir okkar getur verið mjög ofbeldis- hneigð þegar hún kemur heim eftir nokkurra daga úthald. Það hafa orðið átök á milli okkar. Sérstaklega í fyrravetur. Hún er sífellt að verða grimmari. Orðaforðinn og framkom- an er að verða þannig að manni stendur ógn af. Um daginn þegar við vorum að deila við hana sagðist hún þekkja mann í undirheimunum sem gæti gengið frá okkur ef við höguð- um okkur ekki vel. Ég óttast það þó ekki,“ segir hann „Við höfum oft reynt að ræða við hana um það hvað hún sé að gera sjálfri sér og hvernig okkur foreldr- unum líður þegar hún hverfur svona fyrirvaralaust að heiman en það snetir hana ekki. Hún sýnir okkur al- gjört áhugaleysi, það er eins og það hafi slitnað strengurinn sem var á milli okkar. Hún er líka með ranghugmyndir. Þegar hún er í meðferð segir hún öll- um að hún sé á meðferðarheimili vegna þess að pabbi hennar lemji hana og hún sé að strjúka að heiman vegna þess að við foreldranir séum svo vond við hana, en ekki öfugt.“ Kraftmikil og lifandi „Ég átta mig ekki á því af hverju hún byrjaði á neyslunni,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann haldi að hafi komið dótturinni á þessa braut. „Stelpan okkar var alltaf mjög kraftmikil og lifandi. Ég veit ekki til þess að hún hafi átt í erfiðleikum fé- lagslega. Hún var alltaf eldfljót að kynnast krökkum og hafði aldrei lent í einelti. Þetta er myndarleg stúlka, bráðþroska eftir aldri. Henni gekk prýðilega í námi og kennararnir létu þokkalega af henni. Auðvitað var líf í henni og ég veit að hún gerði ým- islegt til að láta taka eftir sér. Hún átti það til að segja ýkjusögur af sjálfri sér til að mikla sig í augum jafnaldranna. Það sem ég held að hafi gert út- slagið er að besta vinkona hennar flutti úr hverfinu og hún lenti eftir það í vondum félagsskap. Þegar hún var á Stuðlum síðastliðið sumar greindist hún á mörkum þess að vera með athyglisbrest. Okkur var sagt að þessi einkenni væru það lítil að þau ættu ekki að vera henni til trafala.“ Faðirinn segir algengt að litið sé á foreldra barna í neyslu sem slæma foreldra. „Á tímabili ásökuðum við okkur fyrir að hafa ekki verið nógu góðir foreldrar. Við komumst þó að þeirri niðurstöðu að við hefðum ekki verið sem verst eftir allt saman. „Við vorum í ágætu sambandi við dóttur okkar þangað til hún byrjaði í þessari óreglu. Fjölskyldan stundaði útvist saman. Við fórum á skíði og í jeppa- ferðir upp á hálendið bæði að sumri og vetri og í tjaldútilegur, í sumarbú- stað og til útlanda. Við gerðum meira saman en fjölskyldur margra vin- kvenna hennar. Þegar við spyrjum hana núna hvort hún vilji fara með í jeppaferðir játar hún því meðan það er nógu langt í ferðalagið. Svo þegar kemur að því setur hún ýmislegt fyrir sig og vill ekki fara.“ Hverfaskólinn brást Hann segir hverfaskóla stúlkunn- ar hafa algjörlega brugðist þegar hún fór að sýna frávik í náminu sem bentu til þess að eitthvað væri að. „Okkur var ekki sagt frá því að hún mætti illa en í janúarmánuði í fyrra fór hún niður í núll í mætingu. Það var sagt við mig á skrifstofu skólans að þeir gætu ekki verið að eltast við það að tilkynna foreldrum hvort ung- lingurinn mætti í skólann. Á for- eldrafundi skömmu síðar komumst við að því að hún hafði verið að fá núll og upp í tvo á skyndiprófum. Eftir þetta var tekin upp sú regla að senda foreldrum tölvupóst hálfs- mánaðarlega þar sem mæting og hegðunarsaga nemandans kom fram. Það tókst þó ekki betur til en svo að skólinn sendi póstinn sem átti að fara til okkar eitthvað út í bæ. Ég var ekki par kátur eins og gefur að skilja. Dóttir okkar lauk ekki níunda bekknum vegna þess að hún fór í meðferð að Árvöllum í apríl síðast- liðnum og var þar í fimm vikur. Nú er hún hætt í þessum skóla og kominn í Einholtsskóla sem er fyrir börn með hegðunarvandkvæði. En ég er ennþá að fá póst frá hinum skólanum um að hún hafi ekki mætt í skólann og það séu próf í hinum og þessum fögum. Þetta sýnir best áhugaleysi skólans.“ Fær engan frið fyrir neyslufélögunum Faðirinn heldur áfram að segja sögu stúlkunnar og greinir frá því að í lok síðasta vetrar eða eftir að hún kom heim af Árvöllum fór aftur að síga á ógæfuhliðina. „Tíu dögum eftir að hún kom heim var ég kallaður upp á slysavarðstofu um miðja nótt þar sem verið var að pumpa upp úr henni sjóveikitöflum. Þá tók læknirinn þar þá ákvörðun að vista hana á Stuðlum. Það er gagnrýnivert að mínu mati að hvaða krakki sem er getur gengið inn í apótek og keypt sjóveikitöflur sem er ódýrasta fylliríið í bænum. Finnst mér að þessu þurfi að breyta.“ Dóttirin var á Stuðlum fram yfir verslunarmannahelgina og hóf nám í haust í Einholtsskóla. „Þegar hún byrjaði í skólanum gekk það ljóm- andi vel í tvær vikur. Allir voru hrifn- ir af henni því hún er brosmild og skemmtileg stelpa en síðan byrjaði hún að hverfa á ný. Eftir fyrstu dvöl hennar á Stuðlum var ekki hægt að greina að meðferðin hefði haft nokkur áhrif á hana. Með- an hún var þar inni var hún til fyr- irmyndar. Meðferðarfulltrúarnir skildu ekkert í því hvers vegna verið var að senda hana í meðferð. En segja má um hana að hún sé séð og kunni að spila með fólk. Þegar hún kom út af Stuðlum byrjaði óreglan upp á nýtt. Það sem er líka svo slæmt er að hún fær engan frið fyrir krökkunum sem hún umgengst en þau eru öll í neyslu. Þau passa ákaflega vel hvert upp á annað eins og um náinn ætt- ingja sé að ræða. Þegar dóttir mín er á Stuðlum er liðið á glugganum henn- ar á nóttunni. Og þegar hún kemur úr meðferðinni bíða þau eftir henni fyrir utan. Þetta er minnihlutahópur og þau eru hrædd um að ef kvarnast úr hópnum standi þau ein eftir. Svikin loforð Ég er kominn í þetta viðtal vegna þess að ég er svo ósáttur við margt sem mér finnst mega fara betur í meðferðarmálum unglinga. Almenn- ingur þarf að fá að vita hvernig þessi mál standa,“ segir faðirinn ákveðinn. Það sem ég er ósáttastur við er vöntunin á langtíma meðferðarúr- ræðum og framkoma Barnaverndar- stofu í okkar garð. Það virðist vera þekkt í félagslega kerfinu varðandi þennan hóp barna að menn eru að lofa upp í ermina á sér. Ég er í þrí- gang búinn að fá loforð frá forstjóra Barnaverndarstofu um ákveðin úr- ræði en þegar kemur að því að efna þau stendur ekki steinn yfir steini.“ Fyrsta loforðið hljóðaði upp á það að þegar hún kæmi af Stuðlum í ágúst færi hún strax í langtímameðferð á sveitaheimili norður í Suður-Þing- eyjarsýslu sem heitir Árbót. Þeir sem voru að vinna í hennar málum sögðu að þeim þætti ólíklegt að hún kæmist að strax, því það væru yfir- leitt margir á biðlista. Enda kom það á daginn að það stóðst ekki það sem forstjórinn sagði. Svo kom hún heim og var í skól- anum í hálfan mánuð og hvarf síðan. Þá fórum við aftur á Barnavernd- arstofu. Var okkur þá sagt að það væri verið að breyta fyrirkomulaginu á Stuðlum. Þar ætt að vera möguleiki að vista unglinga í lengri tíma eða þar til losnaði pláss í langtímameð- ferð. Við fórum heim og höfðum sam- band við Stuðla en þá var okkur sagt að þetta væri bara bull – og ekkert slíkt í boði. Aftur vorum við kölluð til og sagt að það væri laust pláss fyrir stelpuna á meðferðarheimilinu að Torfastöðum. Var okkur sagt að fara með dóttur okkar þangað. Þar var tekið við okkur öll viðtal og síðan vor- um við send heim. Dóttir okkar var þarna í forvali ásamt fleirum. Við teljum ekki rétt að kalla fólk í viðtal eins og venjan er að gera á Torfa- stöðum vegna þess að þá er verið að skapa ákveðnar væntingar. En það olli okkur miklum vonbrigðum þegar dóttir okkar komst ekki inn á Torfa- staði.“ Faðirinn segir það nöturlega að gert sér upp á milli skjólstæðinga í heilbrigðiskerfinu. „Ef ég kæmi með barnið mitt á slysavarðstofuna eftir bílslys yrði það umsvifalaust tekið inn á sjúkrahús. Ég yrði ekki sendur heim eins og í þessu tilviki.“ Met það svo að barnið mitt sé í lífs Örvæntingarfullir foreldrar 15 ára gamallar stúlku í fíkniefnaneyslu segja alltof langan tíma taka að koma henni í langtímameðferð. Hildur Einars- dóttir fékk að heyra sögu stúlkunnar hjá föðurn- um sem er afar óánægður með úrræðaleysi barna- verndaryfirvalda. ’ Það virðist veraþekkt í félagslega kerfinu varðandi þennan hóp barna að menn eru að lofa upp í ermina á sér. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.