Morgunblaðið - 03.11.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.11.2002, Qupperneq 9
Okkur var nýlega gefið loforð um að dóttir okkar kæmist í langtíma- meðferð eftir næstu áramót en þá eru liðnir fimm mánuðir frá því að hún kom úr greiningu á Stuðlum. Fimm mánuðir eru of langur tími fyrir óhaminn ungling sem komin er út á hála braut. Barnaverndarlög kveða á um að ráði foreldrar ekki við barnið sitt af einhverjum ástæðum þá beri ríkinu að hlaupa undir bagga. Segja má að við séum algjörlega ráðþrota og vit- um ekki hvernig við getum komið dóttur okkar til hjálpar. Spurningin snýst því um það hvað barn þarf að verða langt leitt til að fá úrlausn í sín- um málum? Það eiga ekki að þurfa að líða margir mánuðir þangað til börn í neyslu komast í langtímameðferð en það er það sem við teljum að geti komið dóttur okkar að gagni.“ Faðirinn segir ástandið taka á alla fjölskylduna. „Yngri bróðir hennar lokar sig inni í herbergi eða flýr út af heimilinu þegar hún kemur heim vegna þess að auðvitað verða hörð orðaskipti á milli okkar foreldranna og dótturinnar. Ég hef samt reynt að sinna honum eins og ég hef getað. Það sem hjálpar okkur við þessar að- stæður er að komast til sálfræðings sem við förum til öðru hvoru til að létta af okkur áhyggjunum. Ég hef líka sagt atvinnuveitanda mínum frá þessum vanda og hann sýnir mér mikinn skilning. Okkur hefur dottið í hug að flytja eitthvað út á land. Kaupa afskekktan sveitabæ,“ hann hlær biturlega. „En það er alveg sama hvert maður fer, það er allt vaðandi í þessum fíkniefn- um. Ekki myndi ég vilja að hún stryki frá okkur þar sem við byggj- um úti á landi og vita af henni hér einni í Reykjavík.“ Foreldrarnir segjast þrátt fyrir erfiðleikana ekki ætla að gefast upp á að koma dóttur sinni á réttan kjöl. „Það hefur verið sagt við mig að ég ætti bara að henda henni út af heim- ilinu og láta hana sjá um sig sjálfa. Það gæti ég aldrei. Ég met það svo að barnið mitt sé í lífshættu og ég verði að bjarga því.“ hættu Morgunblaðið/Golli he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 9 „AFSKIPTI mín af dóttur hjónanna hóf- ust þegar hún kom í meðferð að meðferð- arheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem ég var ráð- gjafi,“ segir Eygló Guðmundsdóttir sem er að ljúka kandidats- námi í sálarfræði við háskólann í Árósum. Eygló kynntist stúlk- unni ágætlega þær fimm vikur sem hún dvaldi á meðferð- arheimilinu og einnig foreldrum hennar. Þess má geta að eftir að stúlkan fór að eigin ósk úr meðferðinni var hún í viðtölum hjá Eygló um tíma og sama er að segja um fjöl- skyldu hennar. En þetta viðtal fór fram með samþykki foreldra stúlkunnar. Eygló segir að þegar stúlkan hafi verið á meðferðarheimilinu hafi það verið erfitt fyrir hana vegna þess hve hún var ung og af því að hún var svo til nýbyrjuð að neyta eiturlyfja en á heimilinu voru flestir komnir dýpra í neysl- una. Þetta leiddi til þess að henni fannst hún ekki passa inn í hóp- inn. Vandi stúlkunnar fólst fyrst og fremst í ýmsum hegð- unarvandkvæðum eins og hvatvísi og leitun að spennu sem leiddi hana út í félagsskap þar sem fíkniefni eru höfð um hönd. „Það sem skiptir þessa stúlku mestu og önnur börn í sömu sporum er að gripið sé til úrræða miklu fyrr en oft er gert og úr- ræðin þurfa að vera fleiri og ein- staklingsbundnari,“ segir hún. Því miður er það svo hér á landi að þeir sem vinna að með- ferðarmálum eru með allt of mörg mál á sinni könnu og það leiðir til þess að kerfið verður þyngra í vöfum. Biðlistar virðast vera á öllum meðferðarstofn- unum landsins.“ Léleg sjálfsmynd oft orsökin Eygló tekur fram að ekki megi gleyma að þeir sem eru að vinna að meðferðarmálum hér á landi, hvort sem það eru einstaklingar eða meðferðarstofnanir, séu í raun að vinna frábært starf við mjög erfiðar aðstæður. „Rótar vandans er fremur að leita í fé- lagsmálaráðuneytinu þar sem stefnumótunin fer fram og hjá fjárveitingarvaldinu sem ákveður í hvað skattpening- arnir okkar fara.“ Eygló ræðir um það hvernig hún tel- ur að fíkniefnavandi ungs fólks þróist og segir að orsakanna sé að hennar mati ekki að leita í erfð- um eins og menn vilja gjarnan halda fram hér á landi. Miklu fremur megi segja að fíkniefna- neysla þróist út frá vanlíðan ein- staklingsins sem getur átt sér ýmsar orsakir. „Ástæðan fyrir því að menn hengja sig í sjúkdóms- hugtakið er að mínu mati sú að það er þægileg einföldun á mál- unum. Það er mun flóknara að þurfa að gera sér grein fyrir að það geta verið margar og mis- munandi ástæður fyrir vanlíðan einstaklingsins eins og til dæmis léleg sjálfsmynd. Þau börn sem ég hef unnið með eiga það sam- merkt að finnast þau lítils virði. Með tilliti til þróunar jákvæðr- ar sjálfsmyndar er mikilvægt í uppeldi barna að foreldrarnir tali við þau, leyfi þeim að njóta sín og séu til staðar þegar þau þurfa á því að halda og um fram allt hrósi þeim. Foreldrarnir þurfa að getað skynjað líðan og þarfir barna sinna og komið til móts við þær. Það getur verið erfitt að átta sig á þörfum barnanna ef litlum tíma er eytt með þeim. Ég er ekki að áfellast foreldra held- ur hefur ekki verið lögð nógu mikil áhersla á ofangreinda þætti uppeldisins í okkar samfélagi.“ Eygló segir að börn sem leiðast út í óreglu komi oft frá brotnum heimilum. „Mörg þeirra eru skiln- aðarbörn og hafa upplifað höfnun frá öðru eða báðum foreldrum. Það verður að taka það fram að þetta er ekki algild regla og börn bestu foreldra geta líka lent í þessum vanda. Einnig ber að athuga að börn eru mismunandi að upplagi. Sum hafa þannig skapgerð að þau geta þolað ýmislegt meðan önnur eru viðkvæmari fyrir ýmiss konar áreiti. Námsörðugleikar og einelti geta til dæmis haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna.“ Það kemur fram í máli Eyglóar að þegar skortir úrræði eins og hér hefur verið fjallað um getur það skemmt út frá sér. „Þegar mikið álag er á foreldrunum geta þau lent í ýmsum vanda eins og að hjónabandið leysist upp eða þá að vandinn hefur áhrif á andlega vellíðan systkina. Venjulega fá foreldrar og systkini enga aðstoð við að komast í fjölskyldumeðferð sem er mjög æskileg því fíkni- efnaneysla eins aðila innan fjöl- skyldunnar hefur áhrif á líðan allra hinna. Þær fjölskyldur sem ég hef unnið með hafa orðið að greiða slíka meðferð úr eigin vasa sem ekki allir hafa efni á. Það getur líka verið dýrt fyrir samfélagið þegar málin eru ekki hugsuð til enda og ekki eru til lausnir við hæfi. „Það er til dæm- is kostnaðarsamt að þurfa að kalla lögregluna út til að leita að sömu einstaklingunum aftur og aftur og aka þeim á meðferðar- heimili.“ Eygló segir að það sé ýmislegt sem bendi til þess að erfiðleikar barna séu að aukast í samfélagi okkar og ástæðurnar fyrir því séu mismunandi. „Ein er sú að for- eldrar vinna allt of langan vinnu- dag frá börnum sínum. Það er ekki alltaf val foreldranna heldur býður samfélagið ekki betur. Þeir sem eru úti á vinnumarkaðnum og vilja vinna minna reka sig á að það er oft ekki vel séð og jafnvel gefið í skyn að ef viðkomandi vill ekki vinna langan vinnudag geti hann farið eitthvert annað. Ef við ætlum að hlúa að komandi kyn- slóðum verðum við að líta í eigin barm. Við erum á eftir grann- þjóðum okkar hvað það varðar að gera samfélagið barnvænna. Vinnuvikan er til dæmis styttri hjá þeim flestum og yfirleitt er ekki unnin yfirvinna þar þannig að fólk hefur meiri tíma með fjöl- skyldunni. Þannig þyrfti þetta að vera hjá okkur.“ Úrræðin verða að vera fleiri Eygló Guðmundsdóttir ’ Þróun fíkniefna-neyslu unglinga get- ur verið mjög mis- munandi eftir einstaklingum. ‘ Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500. Nánari upplýsingar og skráning á www.stadlar.is eða í síma 520 7150. ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun - Námskeið fimmtudaginn 7. nóvember fyrir þá, sem vilja læra á nýjar útgáfur ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlanna. Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda gæðakerfi. Verklegar æfingar.DDúddi Listhúsinu Engjateig i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.