Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 15
á um það bil tíu ára fresti. Síðasta niðursveifla [1987] var sú dýpsta sem ég man eftir. Nú óttast maður að hún fari að fara í hrun, ekki síst fyrir hvað hún er lítið veidd núorðið.“ Í bókinni Urriðadansi skrifar Össur Skarphéðinsson að afla- bresturinn 1987 hafi ekki stafað af hruni murtustofnsins, því bergmálsmælingar hafi þvert á móti bent til þess að hann hafi þrefaldast. Meðallengd murtunnar hafði hins vegar minnkað mikið, úr 18 sm í 13 hjá hængum og úr 19 sm í 15 hjá hrygnum. Netin veiddu ekki fisk undir 17,5 sm svo þessi smáa murta átti greiða leið í gegnum þau. Össur leiðir líkum að því að fæðuskortur, vegna fjölgunar murt- unnar, hafi valdið því að murturnar uxu ekki. En hver skyldi mesta breytingin vera á lífríki Þingvalla- vatns sem Sveinbjörn man eftir? „Hún varð í kjölfar þess þegar stíflan við Steingrímsstöð brast 17. júní 1959. Það var mikið slys. Vatnsyfirborðið lækkaði sem fór illa með hrygningarsvæði, seiði og kuðung- inn. Ætið fyrir kuðungableikjuna fór á þurrt og skrælnaði þar. Þetta kom niður á allri viðkomu í vatninu. Kuðunga- bleikjan finnst mér vera heldur að vaxa nú. Hún er verð- mætari en sílableikjan, vænni og betri. Það var ekki minna slys að þessi stífla var yfirhöfuð gerð. Urriðinn hrygndi mikið efst í Soginu, í affalli vatnsins. Meðan urriðinn var meiri tók hann stærri toll af murtu- stofninum. Ég held að urriðinn hafi haldið rækt í murtunni. Það er viss ræktun að éta lélegustu fiskana.“ En það var ekki aðeins urriða og kuðungableikju sem hnignaði í kjölfar byggingar aflstöðva í Soginu heldur segir Sveinbjörn að mýið hafi mikið minnkað fyrir tilverknað framkvæmdamanna. Mýið var mikilvægur þáttur í fæðu silungsins. Flugan klaktist í afrennsli vatnsins og þreifst vel í úðanum í þrengslunum þar sem vatnið steyptist fram. „Þegar Írafossstöðin var byggð var sett DDT-skor- dýraeitur í tonnatali á bakka Sogsins. Við það raskaðist líf- ríkið líka mikið. Það var raunar dálítil plága að búa við mý- bitið þar sem það var mest, en það tók alveg fyrir það við eitrunina.“ Sveinbjörn segir að urriðinn hafi greinilega verið að ná sér á strik síðustu árin. Bæði hafi hann smátt og smátt að- lagast breyttum aðstæðum og þá hafi umtalsverðu magni urriðaseiða verið sleppt í vatnið á undanförnum árum og áratugum. Í sumar fékk Sveinbjörn þrjá stóra urriða í net- in, 10, 11 og 12 punda. Í fyrra kom bara einn 7 punda af því sem teljast stórir urriðar. Sá stærsti sem hann hefur fengið var 19 punda tröll. En Einar föðurbróðir hans gerði betur og veiddi einn 23 punda um eða fyrir 1970. Dæmi munu vera um urriða sem vógu yfir 30 pund. Stærstu bleikjurnar sem Sveinbjörn hefur fengið í netin eru tvær 14 punda og það eru þær stærstu sem hann hefur heyrt um. Hann hefur fengið þó nokkrar 9 til 12 punda um dagana. Framtíð murtuveiðanna er óljós. Ef ekki fást nýir mark- aðir er ólíklegt að þessi stofn verði nýttur í sama mæli og áður. Sveinbjörn telur hins vegar víst að ef markaður fæst muni fleiri en nú ýta murtubátum úr vör og hefja veiðar. að það sé nógur markaður fyrir villta bleikju. Þessi bleikja er í minnsta lagi. Það væri enginn vandi að selja hana ef hún væri 600 til 700 grömm. Ef hún er undir pundi er engin leið að selja bleikjuna nema flaka hana.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að eldisbleikja sé að ýta þeirri villtu út af mark- aðinum. Áður fyrr var það algengt við Þingvallavatn að bleikjan væri flutt lifandi að landi og geymd í þró þar til hægt var að senda hana á markað, enda ferðir til þéttbýlis- ins strjálli þá en nú. Það er oft fiskur í matinn á Heiðarbæ. „Við borðum mik- ið murtu, bæði soðna og steikta, heila og flakaða. Eins bleikju og urriða. Krakkarnir reiknuðu einu sinni út að gamni sínu að pabbi minn, sem dó um nírætt, hefði borðað um tólf tonn af silungi úr vatninu! Þú þarft nú ekki að skrifa þetta,“ segir Sveinbjörn en blaðamaður skeytir því engu. Sveinbjörn segir það misjafnt eftir bæjum hvað murtan er mikið notuð. Murta myrkranna á milli Ég spurði Sveinbjörn hvort hann hefði aldrei lent í hrakningum á vatninu, búinn að sækja á það í meira en hálfa öld. Hann situr svolitla stund hugsi og segir svo: „Ég veit ekki hvað á að segja um það. Stundum má ekki miklu muna. Það kemur fyrir að við förum á vatnið í of slæmu veðri, sér- staklega í murtuveiðinni. Það er voðalega slæmt ef murtan drepst í netunum. Þá er hún ekki lengur söluvara og það verður erfitt að greiða hana úr. Ef dregst of lengi að draga þá úldnar í netunum.“ Sveinbjörn segir að murtuveiðin hafi verið góð í haust. Yfirleitt hefur hann ekki þurft að leggja nema þrjú net, til að anna eftirspurninni, enda markaðurinn ólíkt minni en áður. „Ef ég hefði verið með 30 til 40 net að undanförnu væri ekki svona mikið í netinu núna,“ segir hann. „Hér áður fyrr var maður í murtunni myrkranna á milli meðan á ver- tíðinni stóð. Yfirleitt vorum við þrír um borð og greiddum úr úti á vatni. Þá greiddu þær Steinunn konan mín og Jó- hanna heitin systir mín líka úr í landi og stundum fleiri. Ef veðrið var gott var iðulega lagt um leið og búið var að greiða úr. Svo kom bíll frá niðursuðuverksmiðjunni ORA á hverjum degi og sótti aflann.“ Sveinbjörn segir að um árabil hafi murtan mikið verið flutt út, mest niðursoðin. Útflutningurinn hófst, að sögn Sveinbjörns, á fjórða áratug 20. aldar. Í bókinni Sjáv- arnytjar við Ísland kemur fram að stórfelldar murtuveiðar í Þingvallavatni hafi byrjað árið 1937 og staðið meira og minna samfellt til 1987. Mest aflaðist 1963, 73 tonn. „Skúli Pálsson í Laxalóni fékk mikinn áhuga á murtunni. Ég held að það hafi verið í gegnum hann sem hún var fyrst seld eitthvað að ráði. Áður var murtan mest nýtt á heim- ilum þeirra sem veiddu hana og eins seld í vöruskiptum til annarra úr nágrannasveitum. Það var til dæmis algengt að skipta á tunnu af kartöflum, eða veturgamalli kind, og þús- und murtum. Það var líka eitthvað um að menn greiddu fyrir murtuna í peningum.“ Sveinbjörn minnir að það hafi verið árið 1939 sem SÍF fór að sjóða niður murtu. „Tryggvi Jónsson, sem síðar stofnaði ORA ásamt fleirum, lærði niðursuðu og byrjaði hjá SÍF. Eftir að ORA varð til [1952] færðist niðursuðan þang- að og murtusalan var yfirleitt mjög farsæl. Sum árin voru einhverjar sveiflur í hvað hægt var að selja og þá var settur kvóti á murtubæina. Hver bær mátti bara senda ákveðið magn á markað á hverjum degi. Kvótinn fór niður í 200 kg á dag, en aflinn gat verið 500 til 600 kg. Murtan var seld víða um heim og viðskiptin við ORA stóðu áratugum saman. En það var eitt og eitt ár sem þeir gátu lítið sem ekkert tekið. Svo varð mikið hrun í veiðinni [1987]. Þegar murtan fór svo að veiðast aftur var soðið niður í tvö ár, en það tókst ekki að selja þessa afurð eins og áður. Markaðurinn hafði tapast.“ Að sögn Magnúsar Tryggvasonar, framkvæmdastjóra ORA, voru soðin niður allt upp í 64 tonn af murtu á ári, þeg- ar best lét. Magnið var misjafnt á milli ára, en hljóp yfirleitt á nokkrum tugum tonna. Síðustu árin fyrir hrunið 1987 sýna svolítið þróunina. 1983 voru soðin niður 63 tonn, 1984 voru soðin niður 49 tonn, 1985 voru soðin niður 40 tonn, 1986 voru það 8,5 tonn og 1987 aðeins 237 kíló. Eftir það varð hlé á niðursuðu murtu til 1994 að unnin voru 6 tonn og sama magn árið eftir. „En þá náðist markaðurinn ekki upp aftur. Murtan hafði víða verið á matseðlum, til dæmis í Bandaríkjunum, en var dottin út.“ Magnús segir að aðal markaðslönd niðursoðinnar murtu hafi verið Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland. Innanlandsneyslan var fremur lítil. Í staðinn var kominn eldissilungur á markaðinn. Þá segir Magnús að murtuvinnslan hafi verið mjög mannfrek og því dýr. Þrátt fyrir markaðshrunið hætti Sveinbjörn samt ekki að veiða murtu þegar hún fór að gefa sig aftur. Veiðibændur hafa reynt að markaðssetja hana sjálfir. SH gerði um tíma tilraun til að selja heilfrysta murtu til Japan. Aflinn til út- flutnings var ísaður um borð og ekið samdægurs í frysti- hús. Þessi útflutningur varð mestur 22 tonn á ári, en fjaraði svo út. Vertíðin reyndist of stutt til að hægt væri að byggja upp langtíma markað. Einstaka veitingahús hefur prófað að bjóða upp á murtu og murtuhrogn. Murtan hefur líkað vel, en óvíst er um framhaldið. Þá hefur Sveinbjörn farið með murtu á úti- markaðinn í Mosfellsdal og selt þar nýja murtu sem hefur verið veidd að morgni söludags. Eins flakaða og nætursalt- aða murtu. Hann segir að fiskbúðirnar hafi ekki sýnt murt- unni áhuga svo neinu nemi. Þó hefur hún verið ódýrari en margur sjávaraflinn. Fjórða kynslóðin á Heiðarbæ Heiðarbær hefur lengi haft hlunnindi af veiði í Þingvalla- vatni. Í jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalín er skráð eftir ferð þeirra um Árnessýslu upp úr aldamótum 1700: „Heiðarbær: Silungsveiði mikil og góð í Þingvalla- vatni oftast árið í kring, ef atorka er viðhöfð, en ekki er veiðin hér brúkuð nema um vetrartímann þá ís er á vatn- inu.“ Sveinbjörn er þriðji liður sinnar ættar sem býr á Heið- arbæ. Fyrst fluttu þangað afi hans og amma, Sveinbjörn Jón Einarsson og Sigrún Jóhannesdóttir, árið 1921 og komu þau frá Hvítanesi í Kjós. Síðar fóru þrjú af börnum þeirra að búa í Þingvallasveit. Jóhannes á Heiðarbæ I, Ein- ar á Heiðarbæ II og Regína á Skálabrekku. Sveinbjörn tók síðan við búi á Heiðarbæ I af foreldrum sínum Jóhannesi Sveinbjörnssyni og Margréti Þórðardóttur. Kona Svein- björns er Steinunn Elínborg Guðmundsdóttir, ættuð úr Kollafirði á Kjalarnesi, og eiga þau fjögur börn. Fjórði ætt- liðurinn er nú tekinn við búskap á Heiðarbæ I og búa þar Jóhannes Sveinbjörnsson fóðurfræðingur og kona hans Ólöf Björg Einarsdóttir kynbótafræðingur. Á Heiðarbæ II býr frændi Sveinbjörns og nafni, Sveinbjörn F. Einarsson. Sveinbjörn og Steinunn búa í nýlegu húsi á jörðinni sem þau kalla Heiðarbæ III. Þar eru þau með litla aðgerð- araðstöðu, pökkunarvél og vigt. Aflinn sem átti að flaka var nú borinn inn og settur í kæli. Sveinbjörn brá flök- unarhnífnum á stálið og tók við að flaka. „Það gengur ekki mikið undan manni,“ segir hann og rennir hnífnum eftir beinagarðinum á murtu. Svo snyrtir hann flakið og leggur í bakka. Úrgangurinn fer í annan bakka og bíður þess að vera saltaður í fóðurbæti. „Þetta er ógurlega seinlegt. Flökunarvél sem ég veit um kostar um milljón, en það er spurning hvort fullorðið fólk á að fara út í svoleiðis fjárfest- ingu. Ég er búfræðingur að mennt og ekki um auðugan garð að gresja með atvinnu. En maður getur skapað sér heimavinnu með þessu. Út úr þessu hef ég álíka laun og bensínafgreiðslumaður, meðan á vertíðinni stendur.“ Sveinbjörn segir að á mæðiveikiárunum (1938–50) hafi gefist betri tími til að sinna murtunni og þá hafi arðurinn af henni skipt miklu fyrir afkomu heimilisins. Veiði í Þing- vallavatni er skipt í 100 hluti sem deilast á bæina í kringum vatnið. Heiðarbæirnir hafa 5,5 einingar hvor, eða 11 til samans. Afleiðingar virkjana Sveinbjörn hefur lengi fylgst með lífríkinu í Þingvalla- vatni. „Alla mína tíð hafa verið nokkrar sveiflur í murtunni minna veitt en ngvallavatni hafi ét. Þá var gert gi og Grímsnesi. Jóhann Jónsson ir Sveinbjörn og fer til mann- hængar og aðar hrygnur og öltuð í tunnu eturinn. „Í minni meti til að auka keypti ég sex bílinn. Eins fékk ðu murtu. Fisk- inni. Þá vantar Féð þreifst bet- gsnet yfir sum- lagt jafnóðum ableikju. Einn u lögð mun gústlok, þegar tin lögð seint á ir hrygninguna. smessu! Ég hefði ð.“ lítið gert af því bara veitt í soðið ndanfarin ár að sem kemur í u reyna að selja veg á mörkunum um Morgunblaðið/Golli ið mink í landi á hann til að stökkva fyrir borð og eltast við minkinn. gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 15 Murta er afbrigði af bleikju. Hún hefur jafnlanga skolta, oddmjótt höfuð og er jafnmynnt. Murtan hegðar sér að mörgu leyti líkt og uppsjávarfiskur, heldur sig mikið of- arlega í vatninu fjarri botni. Hún lifir aðallega á svif- kröbbum, en af þeim eru þrjár tegundir í Þingvallavatni. Augndíli, smádíli og langhalafló. Murtan velur langhala- flóna fram yfir hinar tegundirnar og er lítið spennt fyrir smádíli. Murtan verður kynþroska fimm ára og er stærð henn- ar mjög breytileg, getur verið frá 12,5 cm upp í 23 cm. Kynþroska hrygnur eru að jafnaði um 2 cm lengri en hængarnir. Fullorðin murta er oft á bilinu 13 til 19 cm löng og vegur 60 til 100 grömm. Hámarksstærð Þingvalla- murtu hefur verið breytileg eftir tímabilum, eða 19,5 til 25,5 cm. Stofnstærð murtu í Þingvallvatni, eins árs og eldri, hef- ur verið metin rúmlega 20 milljónir einstaklinga sem vega um 600 tonn. Framleiðni stofnsins var áætluð rúm- lega 300 tonn á ári. Þingvallavatn mun vera eina vatnið í heiminum þar sem vitað er um fjögur bleikjuafbrigði í sama vatni. Auk murtu er þar að finna síla-, dverg- og kuðungableikju. Heimildir Guðni Guðbergsson, Þórólfur Antonsson. Fiskar í ám og vötnum. Reykjavík 1996. Jón Kristjánsson. Vatnafiskar. http://www.mmedia.is/~jonkr/skrar/ vafisk.html. Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ólafur Karvel Pálsson. Sjávarnytjar við Ísland, Reykjavík 1998. Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson. Þingvallavatn. Undraheimur í mótun. Reykjavík 2002. Össur Skarphéðinsson. Urriðadans. Reykjavík 1996. Murta Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.