Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 22
– Kötturinn minn getur sagt nafnið sitt, ligga, ligga, lá! – Nei, þú lýgur … hvað heitir hann? – Mjá!  Katrín Magnúsdóttir er 7 – alveg að verða átta – ára nemandi í Vesturbæjarskóla. Hún skellti sér á leikritið um Benedikt búálf og var svo heppin að eignast síðan hljómdiskinn með lögunum úr leikritinu. „Diskurinn er ógeðslega skemmtilegur og mörg rosalega skemmtileg lög,“ segir Katrín sem hefur hlustað oft og mörgum sinn- um á hann. „Uppáhaldslagið mitt er með Jósef manna- hrelli.“ – Hvernig lag er það? „Uhmm... á ég ekki bara að syngja það fyrir þig?“ spyr Katrín og tekur lagið. „Lagið með tannálfinum er flott, það er fyndið. Ég kann það ekki utan að ennþá. Svo er lagið „Visku- brunnur“ með álfkonunni mjög fallegt lag, og Selma syngur það rosalega vel. Mér fannst Benedikt skemmtilegastur í leikritinu, og hann syngur fyrsta lagið, „Komdu með inn í álfaheim,“ sem er mjög skemmtilegt.“ – Aftast á diskinum eru lögin spiluð án söngs. Hefurðu sungið með? „Já, en þá verð ég að lesa textann um leið. Ég syng meira með hinum sem syngja, en þeg- ar ég verð búin að læra textana utan að ætla ég að syngja með undirleiknum,“ segir Katrín. Krakkarýni: Benedikt búálfur Ætla að læra öll lögin Katrín dæmir fyrir Barnablaðið Byggt úr snjó Hvernig væri að byggja snjóhús að hætti eskimóa, „íglú“, einsog sagt er á útlensku? Upplýst snjóhús JÁ, nú er snjórinn kominn. Mismikið að vísu en eitthvað hjá öll- um okkar alls staðar á landinu. Flest okkar pæla lít- ið í snjónum. Sumir eru glaðir þegar byrjar að snjóa, aðrir leiðir. Margir ná strax í þot- una sína út í bílskúr, nokkrir fara strax að hnoða og kasta „ástar“snjóboltum í sætustu stelpuna/strákinn í bekknum. En hvað er snjór? Hvaðan kemur hann? Af hverju getur snjór verið léttur og líka þung- ur? Linur, harður, blautur og jafnvel þurr? Ekkert snjókorn er eins! Sko, þegar hiti er við frostmark eða neðar lengst uppi í skýjunum, mynd- ast snjókristallar úr pínulitlum ryk- ögnum sem þeyst hafa upp í loft í kraftmiklum vindkviðum. Síðan lím- ast nokkrir litlir kristallar saman og verða þá að snjókorni sem fellur til okkar á jörðinni. Sagt er að eitt snjókorn sé myndað úr 2–200 ískristöllum og ekkert snjókorn sem hefur nokk- urn tímann fallið til jarðar í milljarða ára hefur verið eins! Til eru sex tegundir af ískristöllum sem mynda snjókornin. Það eru ísnálar, sexhliða íssúlur, sexhliða plötur, súla með tveimur plötum á endanum, griplur og síðan sex- hliða margbrotnar stjörnur. Það er undir hita og raka komið hvern- ig kristall myndast. Hefurðu tekið eftir því? Þegar er ískalt úti snjóar litlum snjókornum sem eru léttari en loft, þurr og ómögulegt að hnoða úr. Þegar komið er yfir frostmark, 0°C eða hlýrra, eru snjókornin miklu stærri, og snjórinn verður blautur og þungur, upplagt byggingarefni! Snjáfríður og skafrenningurinn Svona beygist orðið snjór:  snjór  snjó  snjó  snjós eða snævar Heitir þú kannski Snævar? Eða Drífa? Snærós? Snjólaug? Snæbjörn eða jafnvel Snjáfríður? Það eru fjölmörg íslensk nöfn sem fela í sér orðið snjór. Haldiði að það sé þann- ig í Afríku líka? Líklega ekki. Alveg eins og í Arabíu eru til mörg hundruð orð yfir sand, eig- um við og aðrar norrænar þjóðir ótal orð yfir snjó. Á máli inúíta sem búa í Alaska þýðir „api“ snjór á jörð, „upsik“ er vind- barinn snjór og „siqoq“ er skafrenn- ingur. Veist þú hvað skafrenningur er? Skilurðu þessi orð? Fönn, krap, fjúk, snjókyngi, hunds- lappadrífa, fannfergi, kafaldsflyksa, hragl- andi, kóf? Ekki? Það er allt í lagi, það eru margir fullorðnir sem skilja ekki heldur þessi orð, en hvað getur þú fundið mörg orð yfir snjó? Haglél, slabb, hláka … haltu áfram eins lengi og þú getur. Belju- og barnaleikir Beljan að renna sér á sleða? Já, þessi belja heitir Mamma Mö. Nú er komin út bók um hana þar sem hún rennir sér á sleða með vini sínum krákunni Kráki, eftir að hafa horft löng- unaraugum á börnin leika sér. Hvernig leikur þú þér í snjónum? Langar þig að breyta til? Hér koma nokkrar hugmyndir að snjóleikjum.  Snjókast í liðum. Það lið vinnur sem hittir fleiri í óvinaliðinu. Bannað að setja steina inn í snjóboltana.  Blástu sápukúlur þegar er mjög kalt úti. Þær springa ekki!  Hefurðu prófað snjóþrúgur? Það er ótrú- lega skemmtilegt að ganga á þeim. En göngu- skíði?  Gefðu fuglunum. Fuglafóður er ódýrt og það er gaman að sjá fuglana koma og éta fóðr- ið. Þá er líka rétta stundin til að athuga hversu marga fugla þú þekkir. Eru sporin þeirra í snjónum ólík?  Eða kastaðu þér út í snjóinn og gerðu einn sætan engil eða svo … Úti er alltaf að snjóa Kristallar og snjókúlur Ljósmynd af sexhyrndri stjörnu. Þessi fallegu pappírssnjókorn má klippa út úr venjulegum teikni- eða tölvupappír. Klippið hann fyrst til svo hann verði alveg ferhyrndur. Á skýr- ingarmyndinni er fjólubláa svæðið það sem þið ætlið að klippa út úr, og það þarf alltaf að snúa fram þegar blaðið er brotið saman. 1) Brjótið blaðið saman eins og brotalína 1) segir til um. 2) Og síðan eftir brotalínu 2), undir frá hægri til vinstri. 3) Síðan myndiði þríhyrning með því að brjóta eftir brotalínu 3). 4) Teiknið annað hvort munstrið á þrí- hyrninginn, og klippið burt alla fjólubláu flet- ina, svo að hvítu lín- urnar verði bara eftir. 5) Pressið snjókorn- ið milli bóka, eða strauið það á lágum hita milli tveggja papp- írsarka. Setjið hvítan tvinna í og hengið upp. 6) Til að fá glitur og glans, má bera á snjókornin þessa blöndu:  2 ½ desilítri hveiti  2 ½ dl salt  2 ½ dl vatn Fjör að föndra Pappírs- snjór Sumir segja að það megi alls ekki borða snjó, þá fái maður orma í magann. En svo lengi sem maður notar nýfallinn hreinan snjó getur hann verið upplagður í matargerð. Krapstrýta  Djúsþykkni  Snjór Taktur nokkur plastglös og fylltu þau af snjó. Helltu svo djúsþykkni að eigin vali yfir og þá er komin krapstrýta. Þetta er ekki ólíkt því sem fæst í bíó. Berðu fram með skeið. Snjó-ís  Sykur  Vanilludropar  Mjólk  Snjór Settu hreinan og fínan snjó í skál. Helltu smásykri yfir og um ¼ teskeið af vanilludrop- um. Hrærðu vel saman. Helltu það miklu af mjólk að áferðin verði „slabb“kennd. Bættu svo við sykri þar til bragðið er að þínum smekk. Verði ykkur að góðu! Snjóréttir Grípið þau … Til að grípa snjókornin og skoða þau þarftu:  Svart flauel eða föndurpappír  Stækkunargler  Snjókomu Þar sem snjókorn eru svo fljót að bráðna, þarftu að setja flauelið eða föndurpappírinn í frysti og hafa til taks næst þegar snjóar. Þá ferðu út og lætur nokkur snjókorn falla á dökkt yfirborðið. Síðan rannsakarðu snjókornin með stækkun- arglerinu áður en þau hverfa. Mörg snjókorn eru brotin, svo þú sérð ekki ekki sex hliða kristalinn í heild sinni, en þú munt sjá nokkur stórkostleg snjókorn. … og geymið þau Það er aðeins flóknara að varðveita snjókorn, en þá þarftu:  Gler  Hárspray (úðabrúsa)  Snjókomu Þú getur gert skrá yfir öll þau snjókorn sem þér hefur tekist að grípa. Þú geymir glerbútinn og hárspreyið í frystinum þar til snjóar næst. Þá spreyjar þú frysta glerið með frysta hárspreyinu. Ferð síðan út og lætur þónokkur snjókorn setjast á glerið. Þá ferðu með það inn og leyfir því að þiðna í korter við stofuhita. Sjáðu snjókorns- myndirnar sem hafa myndast á glerinu! Rannsakið snjókorn! Grípið og geymið  Hefurðu einhvern tímann gert virkilega flott snjóhús? Þú ættir að prófa, og til að allt heppn- ist sem best má hafa eftirfarandi bygging- arreglur í huga: 1) Réttur snjór? Snjórinn þarf að vera blautur. Best er að byggja snjóhús þegar hitastigið er 0–2° Cels- íus. Gott er ef spáð er frosti daginn eftir því þá frýs húsið. 2) Rétt staðsetning? Ef byggt er of nálægt götu verður húsið skít- ugt. Byggið líka sem lengst frá göngustíg, svo aðrir krakkaormar eyðileggi það ekki. Helst þar sem mestur skuggi er, svo sólin bræði það ekki, og helst í skjóli svo vindurinn feyki því ekki. 3) Hvernig á húsið að vera? Það er ekki vitlaus að teikna lauslega mynd af snjóhúsinu sem byggja skal. Þá vitið þú og félaganir hvað þið eru að gera. 4) Er húsið nóg sterkt? Týnið til trjágreinar sem setja má inn í vegg- ina, og tölum ekki um þakið! Munið að þjappa snjóinn mjög vel meðan á byggingu stendur. Lýsing er falleg Það er ótrúlega fallegt að lýsa upp snjóhúsið sitt. Til eru bæði snjókúluluktir og ísljós. Snjókúlulukt Flott er að hafa 1–2 luktir fyrir framan snjó- húsið. Gerið fullt af snjókúlum. Raðið um 8–10 neðst í hring. Haldið áfram að hlaða upp og inn á við svo myndast hol varða. Áð- ur en seinasta snjókúlan er sett á toppinn, kom- ið þið logandi kerti fyrir innan í vörðunni. Ísljós Ísljós er kannski flottara inni í snjóhúsinu. Þá tekurðu fötu og spreyjar hana að innan með matarolíu. Fylltu ¾ fötunnar af vatni og geymdu hana úti yfir nótt, en þá verður líka að vera frost. Daginn eftir tekurðu ísklumpinn úr fötunni. Smávegis vatn verður eftir á botninum, því er hent og ísklump- urinn látinn frjósa áfram í 4 tíma eða svo. Þá snýrðu honum við, setur lýsandi kerti ofan í plássið sem myndast hefur í miðju klumpsins. En fallegt! Ljósmynd af ískristalsplötu. Nammi namm Einn góður…

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.