Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Halldór Laxness reikar sem „pílagrím- ur“ um Evrópu innan við tvítugt og er það forsjónin sem „forðar honum frá heiminum“ og kemur í skjól hjá „jafn- kátum meinlætamönnum“ í klaustri í Lúxemborg, auk þess sem hann glímir við skáldverk sín, meðal annars „í flugnamori“ á Sikiley. Hann siglir í tví- gang vestur um haf, fær ekki landvist- arleyfi í fyrra skiptið og er snúið við á Ellis Island við New York, en allt gengur betur í seinni leiðangri hans sumarið 1927. Þá er Halldór 25 ára. Á gullaldardögum þöglu myndanna, á þriðja áratug tuttugustu aldar, er mikil gróska í starfsemi „kvikmynda- verkbólanna“ í Hollywood. Þar er Hall- dór á þriðja ár og reynir meðal annars fyrir sér sem handritshöfundur. Ým- islegt drífur á daga Halldórs vestra og er hann meðal annars kærður til yf- irvalda í Bandaríkjunum fyrir skoðanir sínar og talinn „stórhættulegur maður sem gæti orðið Ameríku til falls“, svo vitnað sé til bókarinnar. Áður en Halldór hélt vestur á Kyrrahafsströnd hafði hann dvalist um skeið meðal Vestur-Íslendinga á Nýja- Íslandi í Manitoba. Þar lýsti hann af- dráttarlausum skoðunum sínum sem ekki féllu alls staðar í góðan jarðveg. En lánið lék við hann þegar á vegi hans varð íslenskur „milljónamaður“ búsett- ur í Los Angeles. Patent asnar og rödd nýrrar kynslóðar Almennt fór vel á með Hall-dóri og Kanadamönnumog sama gilti um flestaþeirra sem voru af ís-lenskum ættum og urðu á vegi hans. Frá því voru þó undantekn- ingar eins og kom fram í spjalli okkar þegar við unnum að því að velja grein- ar í ritgerðasafnið Af menningar- ástandi 1986. „Blessað fólkið á þessum slóðum hélt því fram að það væri sannir Ís- lendingar og talaði sífellt um gamla landið og sá það í fjólubláum draumi. Á sama hátt var svo mikill bjarmi yfir landnáminu þarna vestra að strika átti yfir alla hnökra á því. Fólkið lifði eftir einhverjum innflytjendasnobbisma, gat talað mikið um frændsemi sína við Íslendinga, sagt sögur af forfeðrum sínum og mæðrum og svo voru inn á milli sérvitringar sem skrifuðu óskilj- anlegar vísur. Það voru mér mikil von- brigði að hitta margt af því fólki enda var það afar fáfengilegt. Innan um voru patent asnar. Því er ekki að leyna, að ég fór illa í taugarnar á sumum þessara manna í byggðum Kanada-Íslendinga – og þeir einnig í mínar fínustu. Ég mátti varla segja orð þar sem þeir voru nálægir. Þeir settust sumir að mér með alls konar óþverra og vildu lúskra á mér. Það byrjaði með miklum hamagangi yfir erindi sem ég flutti á þjóðhátíð- ardegi Kanada-Íslendinga á Gimli. Fólk á þeim slóðum hafði frétt að kom- ið var skáld frá Íslandi og spurði hvort ég vildi ekki endilega hreint tala á ein- hverjum völlum þarna við Gimli, á útihátíð. Ég gerði það en þá fór bara allt í upplausn á þessum grænu túnum og söfnuðurinn alveg úr jafnvægi.“ Erindi skáldsins unga á Íslendinga- deginum 1. ágúst 1927 var eins konar vakningarfyrirlestur sem birtur var í Alþýðublaðinu í september undir yfir- skriftinni „Frá arninum útí samfélag- ið“ og síðar í bókinni Af menníngar- ástandi. Halldór talaði þarna sem fulltrúi nýrrar kynslóðar um breytta þjóðfélagshætti og kvaðst vera að svara þeirri gagnrýni sem æskan sætti frá „fyrirsvarsmönnum fortíðarinnar“. „Það er mishepnuð æska sem lætur ellina þrýsta á slagæð sína, hlýðir blind hefðbundnum erfikenníngum og skort- ir þrótt til þess að skapa ný verðmæti uppúr arfi fortíðarinnar. … Góðir háls- hljóðfæraslætti (nema í Winnipeg) handa þeim sem vilja dansa. Að Gimli og Riverton aðstoðar séra Ragnar E. Kvaran með söng og á sam- komunni í Winnipeg syngur hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum með aðstoð pró- fessors S.K. Hall. Aðgangur 50 Cents.“ Þessar samkomur fóru ekki allar friðsamlega fram. „Síður en svo,“ segir Halldór. „Þeir létu sér ekki nægja að hundskamma mig fyrir ávarpið á hátíðisfrídeginum þeirra heldur hljóp aftur í þá hundur, kallana, og þeir gerðu aðsúg að mér þegar ég las glóðvolga smásögu eftir mig í Riverton og hét Nýja Ísland. Hana byggði ég á frásögn gamals manns sem þarna hafði verið í basli og fátækt eins og aðrir á fyrstu árum landnámsins en þeir æstustu töldu víst að ég hefði spunnið þetta allt upp af ill- girni. Þeir gátu ekki horfst í augu við hvað þetta hafði verið nöturlegt, vildu slá striki yfir það og lifa áfram til eilífð- ar í sínum draumórum um yndisleik síns fyrirheitna lands.“ Söguna ber á góma í Ameríkubréfi sem Halldór skrifar árið eftir og birt er í Morgunblaðinu. Hann segist, er hann skrifaði hana, hafa rifjað upp ýmsar „tárugar sögur“ sem hann hefði heyrt um menn, er slitið hefðu sig með rótum upp úr þúsund ára gamalli menningu „til þess að skifta á gamalli sultarbar- áttu fyrir nýja sultarbaráttu“. „Þú mátt ekki halda, að allir hafi ver- ið þversum gagnvart mér í þessu nýja landi fólksins að heiman,“ segir Hall- dór. „Það verður að fylgja sögunni, að þótt sumir væru úrillir vegna þess sem ég var að skrifa eða lesa yfir þeim gilti það ekki um alla. Þarna voru einnig ljósir punktar, stöku úrvalsmenn, all- margt gæðafólk sem ég kynntist, ekki síst í sumum þorpanna þeirra. Þar var elskulegasta fólk sem tók mér opnum örmum, bauð mér að gista hjá sér og veitti mér allan beina. Það hélt mér samkvæmi og skrifaði jafnvel fallega um mig í blöðin. Í kringum Winnipeg, á Nýja-Ís- landssvæðinu, voru bændurnir hlýlegir en miklir sveitamenn. Sumir þessir kallar voru svolítið skrýtnir og líka þær kellingar sem ég komst þar í kynni við. Skemmtilegastir voru að því er mér fannst bændur sem bjuggu í sveita- rössum fjarri þéttbýli og töluðu góða gullaldaríslensku en sáralitla ensku. Þeir þurftu víst ekki á henni að halda. Ekki voru þeir öfundsverðir við bú- skapinn, þarna voru mýrar og heldur leiðinlegt landslag á köflum en víða þó fallegt um að litast. Sumir, bæði til sveita og í þorpun- um, voru hinsvegar hálfgerðir kurfar og montrassar og mjög sentimentalir líka. Þeir létu eins og einhvers konar úthraktir menn úr sínu landi, en fyrir þeirri stöðu var ekki nokkur fótur.“ Þú ákvaðst síðan að hverfa úr þess- um félagsskap og halda í vesturátt? „Já, ég var satt að segja afar feginn eftir að mér tókst að komast burt úr Kanada. Ég setti stefnuna á vestur- strönd Bandaríkjanna – á Kaliforníu.“ Og í íslensku blöðunum vestra getur að lesa hvað fyrir Halldóri vakti: „Ég er á förum vestur að Kyrrahafi. Það eru tveir hlutir sérstaklega, sem mér eru mjög hugstæðir um þessar mundir. Annað er nýjustu aðferðir í uppeldi; hitt heyrir undir listir, nefni- lega kvikmyndagerðin. Mér er sagt, að á vesturströnd Bandaríkjanna standi þessar greinar í hvað mestum blóma. Og ég hefi eins og þú veist,“ segir hann í viðtali við ritstjóra Heimskringlu, „ekki talið eftir mér sporið hingað til, að fara þangað, sem eitthvað merkilegt væri að læra.“ Ég á feikinóg af fjölbústaðarhúsum „Leiðangurinn vestur fór ég með kunningja sem ég eignaðist í Kanada og hét Halldór Halldórsson, traust- vekjandi en glaðlegur myndarmaður sem þá var á miðjum aldri. Þessi mað- ur var stórhýsaeigandi, milljónamaður, sem leigði út íbúðir. Hann var alltaf að byggja fleiri og fleiri hús sem urðu strax full af árlegum leigugestum. Hann átti víst 50 stórhýsi með mörg hundruð íbúðum og skrifstofum í Los Angeles.“ Hvernig lágu leiðir ykkar saman? „Það var alveg óvænt. Hann hafði verið á einhverju þingi í Winnipeg og sennilega verið að heimsækja skyld- fólk þar líka. Hann átti þrjár systur, piparkonur, sem stóðu í viðskiptum Bókarkafli Halldór Laxness kom víða við á löngum ferli. Á fyrri hluta æviskeiðsins var hann langdvölum erlendis, á Norðurlönd- um, á meginlandi Evrópu og vestan hafs í Kanada og Bandaríkjunum. Hann spreytti sig meðal annars á að skrifa „leiktexta“ fyrir „kvikmyndaverkbólin“ í Hollywood. Á leiðinni þangað kom hann við í Íslendingabyggðum við Winnipegvatn og fékk misjafnar móttökur. Hér fjallar Ólafur Ragnarsson um þá lífsreynslu Halldórs og kynni hans af íslenskum milljónamæringi vestra. Skáldið í Vesturheimi ar! Yður er óhætt að reiða yður á að nýa kynslóðin verður síst fátækari að dygðum en sú gamla var. … Það sem tekur stakkaskiftum er mat kynslóð- anna á dygðum,“ sagði ræðumaðurinn. „Ég varð satt að segja alveg forviða yfir viðbrögðum manna við orðum mín- um í útisamkomunni á Gimli. Það var hrópað að mér, og meðan háreistin stóð sá ég ekki betur en sumir hátíð- argestanna væru komnir í hár saman út af efninu og kom jafnvel til stymp- inga. Ég sá mér þann kost vænstan á meðan heitast var í kolunum að hverfa af vettvangi. Ýmsir Íslendingar vestra litu mig aldrei réttu auga eftir að ég lýsti ein- dregnum skoðunum mínum í erindinu á Gimli þennan sumardag,“ segir Hall- dór við mig er við rifjum upp þessa at- burði. Draumóramenn gera aðsúg að skáldi Vestra fór Halldór meðal annars í upplestrarferðalög sem hófust í sept- embermánuði 1927 á því svæði sem landnemarnir vestra höfðu nefnt Nýja- Ísland við Winnipegvatn sunnanvert. Í auglýsingu í Heimskringlu 31. ágúst segir að hann muni lesa kafla úr frumsömdum skáldsögum auk smá- sögunnar „Nýja Íslands“ á Gimli 1. september, í Riverton daginn eftir, í Winnipeg 6. september, Árborg hinn 9. og Lundar 13. sama mánaðar. „Samkoman byrjar á öllum stöðum kl. 8.30, og á eftir verður séð fyrir 1 2 3 4 3. Halldór í einu af „bíl- ferðalögum“ sínum í Kaliforníu. Ökumaðurinn er þó ekki hinn óratvísi nafni hans Hall- dórsson. 2. Fermingarmyndin af Hall- dóri, tekin 1915. 1. Halldór á ströndinni við bæ- inn Long Beach í Kaliforníu sumarið 1928. 4. Halldór í einum skrúðgarða Los Angeles-borgar 1928 um það leyti sem hann skrifaði kvikmyndahandrit fyrir MGM Studios og ritaði Alþýðubókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.