Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 19 bíó HVOLPAÁSTIN lá í loftinu við tökur á Leyniklefanum. Columbus leikstjóri hef- ur lýst því hvernig hann þurfti að taka í taumana þegar verið var að skjóta at- riðin í hátíðarsal Hogwartsskóla. Hann varð þá var við að krakkarnir voru orðnir ansi hreint utan við sig og uppteknir við aðra iðju en að leika í bíómynd, nefnilega að stinga saman nefjum og lauma litlum bréfsneplum milli borða. Á endanum þurfti Columbus að kalla yfir salinn: „Krakkar, þetta er ekki ástarskóli!!!“ ... Átímabili stóð til að Hugh Grant yrði boðið hlutverk Kenneths Branaghs. Grant hefur hinsvegar látið hafa eftir sér að hann hefði örugglega hafnað því. „Ég hefði ekki viljað skemma svona fín- an leikhóp,“ sagði leikarinn breski af sinni einskæru hógværð. ... Bandaríkjamanninum Columbus tókst hið ómögulega að smita bresku leikarana af hafnaboltaáhuga sínum. Sérstaklega voru það ungu leikararnir sem heilluðust með leikstjóra sínum og létu til sín taka á hafnaboltavellinum sem hann lét koma upp á tökustaðnum í Lundúnum. Einna áhugasamastur var sjálfur Radcliffe og hann var því skilj- anlega spenntur þegar honum var boðið ásinn fyrsta alvöru hafnaboltaleik vest- anhafs í ágúst. ... Öll atriði með vandræðadraugnum Peeves í Hogwarts voru klippt út, strax áhandritsstiginu. ... Kenneth Branagh gaf út sjálfs- ævisögu sína þegar hann var 30 ára ... sem sumir myndu telja fullmikið bráð- læti. ... Bíllinn fljúgandi sem Weasley- fjölskyldan á er blár og af gerðinni Ford Anglia. Nota þurfti 14 bíla í tökurnar enda þurfti auminginn að þola ansi mik- inn barning. Potter-molarquidditch, sem vakti svo mikla lukkuí fyrstu myndinni, ennþá meira spennandi og eðlilegan. Fyrst búið var að hanna og smíða grunnsviðsmynd skólans gátu Col- umbus og aðstoðarmenn hans í stað- inn lagt frekari áherslu á smáatriðin og þá sérstaklega á vinnustofum pró- fessoranna og sjálfan leyniklefann sem er langstærsta sviðsmyndin sem hefur þurft að smíða fyrir myndirnar en það þurfti vel á fimmta hundrað manns til að klára verkið, verka- menn, teiknara, klæðskera, mynd- höggvara o.fl. Meira af öllu Það er líka óhætt að fullyrða að ætlunarverk Columbus, að eyða meiri tíma í tæknivinnuna í þeim til- gangi að gera heim Harrys trúverð- ugri, hafi tekist því útlit myndarinn- ar nýju er í alla staði fínpússaðra, ítarlegra og betur ígrundað. Það sem er líka kannski mest um vert er að útlitið, íburðurinn og brellurnar eru nú orðin aukaatriði í stað aðalatriða sem þau voru í fyrstu myndinni. En hinn ungi Daniel Radcliffe að- hyllist þó kenninguna um að meira sé betra: „Það sem mér þykir mikilvæg- ast að komi fram er að myndin hafi upp á að bjóða meira af öllu. Fyrsta var fyndin, þessi er fyndnari. Fyrsta var spennandi, þessi er jafnvel enn meira spennandi.“ Og gagnrýnendur hafa flestir bætt því við að Leyniklef- inn sé meira ógnvekjandi, rétt eins og bækurnar sjálfar sem orðið hafa myrkari og átakanlegri eftir því sem liðið hefur á söguna og árum Harrys í Hogwarts-skóla fjölgað. „Það er meira í Leyniklefann spunnið fyrir minn smekk,“ segir Columbus. „Sagan er dýpri, fjölþætt- ari, myrkari, ógnvænlegri og yfirhöf- uð meira spennandi.“ Harry sjálfur hafa gleymst svolítið í öllum hamaganginum í kringum brautryðjendastarfið sem verið var að vinna í Viskusteininum og vildi því bæta honum það upp með því að setja hann rækilega í forgrunninn að þessu sinni, þannig að ekki færi milli mála hver væri söguhetjan eina og sanna. Allir leikararnir sem kynntir voru til sögunnar í fyrstu myndinni – og héldu lífi – snúa aftir í þeirri annarri. Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson eru sem fyrr í for- grunni sem Harry, Ron og Herm- ione, tveimur árum eldri en þau voru þegar þau léku í Viskusteininum, 13 ára, 14 ára og 12 ára. „Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að krakk- arnir sýni það í Leyniklefanum að núna fyrst séu þeir orðnir alvöru leikarar enda höfðu þau lítið sem ekkert leikið opinberlega þegar þau voru upphaflega valin,“ segir Col- umbus. Betri brellur Líkt og Viskusteinninn er Leyni- klefinn uppfull af tæknibrellum og ef eitthvað er þá eru þær meira áber- andi að þessu sinni en um leið trú- verðugri en Columbus hefur tekið undir með þeim gagnrýnisröddum að í þeirri deildinni hefði fyrri myndin alveg mátt vera betri og vandaðri. Það eru sem fyrr töframennirnir hjá ILM, fyrirtæki George Lucas, sem ábyrgir eru fyrir brellunum sem beitt var í hvorki fleiri né færri en 950 tökum í myndinni. Furðuverurn- ar eru enda töluvert fleiri og fyrir- ferðarmeiri en síðast en meðal þeirra nægir að nefna þjónustuálfinn Dobby, Fawkes fönixfugl Dumble- dore skólastjóra, litlu bláu púkana, risasnák og köngulærnar með kon- unginn Aragog fremstan í flokki, sem vó þrjá fjórðu úr tonni og var stjórnað af 10 manns, tveimur á búknum og einum fyrir hvern legg. Þar að auki lögðu tæknimenn mik- ið upp úr því að gera kappleikinn telur að ekki megi vanmeta þá ráðstöfun því hún hafi haldið mönnum á jörðinni, sérstaklega ungu leikurunum sem eru á viðkvæmum aldri hvað alla utanaðkom- andi athygli varðar. „Þau höfðu mjög gott af því að njóta velgengninnar saman, vera í návist hvert annars og þó sérstak- lega eldri leikara myndanna sem kynnst höfðu frægðinni og gátu miðlað reynslu sinni, bent krökkunum á kosti hennar og lesti.“ Harry gleymdist Columbus hafði skýra sýn á hvaða munur yrði á myndunum. „Við eyddum miklu púðri í að búa til heim Harrys og kynna til sögunnar helstu persónurnar og galdrana í Viskusteininum. Í Leyni- klefanum vindum við okkur beint að efn- inu og það var markmið mitt að sú mynd yrði í senn myrkari og fyndnari og sýndi nýjar og dýpri hliðar á Harry.“ Columb- us viðurkennir að honum hafi fundist skarpi@mbl.is HVER er svo framtíð Harry Potter-mynd- anna að afloknum tveim- ur myndum? Warner hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn á átta bókum um galdrastrák- inn og það meira að segja þótt Rowling hafi lýst því yfir að hún sjálf muni alls ekki skrifa fleiri en sjö. Þær eru því fimm eft- ir. Búið er að ganga frá flestum lausum endum varðandi næstu mynd, sem gerð verður eftir bókinni Fanginn í Azk- aban og er gert ráð fyrir að fram- leiðslan hefjist í mars á næsta ári og að myndin verði frumsýnd sumarið 2004. Öll hafa þau skrifað undir samning um að vera með Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson, sem og flestir aðrir eldri leikaranna, að Richard heitnum Harris undanskildum vitanlega en hann féll nýlega frá. Ekki hefur enn verið ákveðið hver muni taka við hlut- verki Dumbledore skólastjóra af hon- um en nöfn þeirra Sir Ian McKellen og Christophers Lees, sem leika Gandalf og Sárúman í Hringadrótt- inssögu, hafa verið þrálátlega nefnd í því samhengi. Hinsvegar ætlar Chris Columbus ekki að leikstýra fleiri myndum held- ur færa sig upp í sæti framleiðand- ans. Talsverða athygli vakti þegar í hans stað var ráðinn mexíkanski leik- stjórinn Alfonso Cuaron, en sögu- sagnir herma að hann hafi meira að segja verið tekinn framyfir sjálfan Spielberg sem hafði lýst yfir áhuga að leikstýra einmitt þessum hluta Pott- er-bálksins. En valið á Cuaron vakti ekki síður athygli fyrir þær sakir að síðasta mynd hans, hin rómaða Og móðir þín líka (Y tu mamá también) (2001) þótti býsna ögrandi og djörf. Chris Columbus hafði mikið með val- ið á Cuaron að gera og hann segir það ekki byggjast á þeirri mynd heldur miklu fremur A Little Princess, fallegri æv- intýramynd sem hann gerði 1995. „Í þeirri fal- legu og ljóðrænu mynd sýndi hann hversu gott lag hann hefur á því að vinna með börnum og skapa ævintýraheima.“ En hvað svo? Hvað með fjórðu myndina? Fyrsta vandamálið sem menn sjá fyrir sér er hvernig Steve Klov- es handritshöfundur fer að því búa til mynd upp úr bók sem telur fleiri en 700 blaðsíður ef hann þá treystir sér til þess yf- irleitt. Fyrstu tvær myndirnar voru gerðar eftir töluvert styttri bókum en eru þó tveir og hálfur tími að lengd og búist er við því að sú þriðja verði álíka löng ef ekki aðeins styttri. Annað vandamálið eru unga tríóið, þau Radcliffe, Grint og Watson, og aldur þeirra. Þeir yfirveguðu hafa bent á að með hverri bók verði þau árinu eldri og því sé eðlilegt að þau haldi einfaldlega áfram að leika hlut- verk Harrys, Rons og Hermione. En ef þriðja myndin verður ekki fullbúin fyrr en 2004 og sú fjórða tveimur ár- um eftir það þá verður Grint orðinn 18 ára, Radcliffe 17 og Watson 16, sem margir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af að sé of gamalt miðað við persónur þeirra í bókunum. Svo ekki sé minnst á að nú þegar tala sumir um að Radcliffe, orðinn svona dimm- raddaður og hávaxinn, henti ekki mikið lengur í hlutverk Potters. Því hefur meira að segja verið spáð, og Columbus gefið það í skyn, að ákveðið verði að leita að nýjum leikurum í hlutverkin fyrir næstu mynd, jafnvel þótt búið sé að ganga frá ráðningu hinna sömu og í fyrstu tveimur. „Ég veðja þó á að þau hætti öll þrjú eftir þriðju myndina.“ Sjálfur segir Rad- cliffe: „Við verðum pottþétt með í næstu mynd en hvað gerist eftir það veit enginn.“ Og hvað gerist svo? Alfonso Cuarón GREEN ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.