Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 17
bíó
ÞESSI hávaxni, langleiti og mynd-
arlegi leikari sýndi þarna bæði
hugrekki og mannlega reisn, enda
lætur honum vel að leika slíka
menn, ekki síður en dálítið slótt-
uga, hrokafulla yfirstéttarmenn og
viðsjárverðari náunga. Everett er
eins og sniðinn fyrir verk landa
síns og annars frægs homma, þess
mikla húmorista og orðaleikja-
skálds Oscars Wildes, enda hefur
hann leikið aðalhlutverk í tveimur
myndum Olivers Parkers eftir verk-
um Wildes, An Ideal Husband
(1999) og nú The Importance Of
Being Earnest, sem frumsýnd er
hérlendis um helgina.
Sjálfur kemur hann úr vel
stæðri fjölskyldu, sonur fyrrver-
andi herforingja sem gerðist kaup-
sýslumaður og skoskrar eiginkonu
hans. Sjö ára gamlan sendu for-
eldrarnir hann í kaþólskan heima-
vistarskóla fyrir drengi undir
stjórn munka af reglu Benedikt-
ína. Hann þótti þá góður nemandi
en þegar settar voru upp leiksýn-
ingar var hann látinn leika kven-
hlutverk; skólabróðir hans segir að
Everett hafi jafnan leikið „glæsi-
kvendi“. Hann lærði meðfram
klassískan píanóleik, en það voru
kynnin af leiklistinni sem urðu til
þess að hann hætti í skólanum
fimmtán ára gamall og hélt til
London uppá eigin spýtur að
freista gæfunnar. Það var á þess-
um árum sem hann mun hafa unn-
ið fyrir sér með vændi en um síðir
fékk hann inngöngu í Central
School of Speech and Drama. Hon-
um vegnaði þar ekki illa en Everett
hefur löngum átt erfitt með að
hemja skapsmuni sína, m.a. gagn-
vart fjölmiðlamönnum, og svo fór
að eftir ýmsa árekstra við kennara
sína hvarf hann á braut á öðru
námsári. Sumar heimildir segja að
hann hafi verið rekinn, aðrar að
hann hafi hætt af sjálfsdáðum.
Eftir að hann flosnaði upp úr
leiklistarnáminu dvaldist hann um
tíma á Ítalíu og vann þar sem fyr-
irsæta en settist svo að í Glasgow
og fór að þreifa fyrir sér í leik-
húsum þar. Honum tókst að kom-
ast að í starfsnámi við Citizen’s
Theatre. Upp frá því fóru leik-
tilboð að berast jafnt og þétt og
snemma á 9. áratugnum sló hann í
gegn í hlutverki njósnarans Guys
Burgess í leikritinu Another
Country í West End í London og
endurtók leikinn í kvikmyndagerð
leikritsins árið 1984. Árið eftir
vakti hann enn mikla athygli á
móti Miröndu Richardson í mynd Mikes
Newells Dance With a Stranger sem
fjallaði um síðustu konuna sem var
tekin af lífi á Englandi.
Það sem eftir lifði 9. áratugarins
gekk Rupert Everett fátt í haginn.
Hann hafnaði til dæmis einu aðal-
hlutverkanna í A Room With a
View (1986) og valdi að leika í
fyrstu amerísku mynd sinni, rokk-
dramanu Hearts of Fire (1987)
sem reyndist hinn versti skellur.
Everett hvarf af sjónarsviðinu um
hríð, settist að í París og skrifaði
þar sjálfsævisögulega skáldsögu,
Hello, Darling Are You Working?,
sem kom út árið 1991 og aðra, The
Hairdressers Of St. Tropez, árið
1994, en báðar þykja þær
skemmtilegar aflestrar. Sama ár
og sú fyrri kom út lék Everett held-
ur stífan eiginmann Natöshu Rich-
ardson í athyglisverðu drama, The
Comfort of Strangers. Þar með var
hann kominn aftur í umferð þótt
næstu myndir eins og Pret-a-
Porter Roberts Altmans, Dellamorte,
Dellamorte (1994) og Dunston
Checks (1996) færu fyrir lítið. The
Madness of King George eftir
Nicholas Hytner, þar sem hann fór á
kostum sem feitur og fyndinn
prins af Wales, var hins vegar
þakklátt verkefni.
Stóri smellurinn kom árið 1997
þegar Rupert Everett gekk í end-
urnýjun lífdaganna með hnyttnum
leik við hlið Juliu Roberts í róm-
antíska gamansmellinum My Best
Friend’s Wedding. Þar lék hann
samkynhneigðan ritstjóra og trún-
aðarvin gullstúlkunnar og lagðist
svo vel í áhorfendur á prufusýn-
ingum að leikstjórinn gerði hlut
hans enn meiri í endanlegri útgáfu.
Nú tóku tilboðin að streyma inn og
nægir að nefna hlutverk Christo-
phers Marlowes í Shakespeare In
Love (1998) og iðjuleysingjann
Goring lávarð í An Ideal Husband
(1999). Í sápuóperunni The Next
Best Thing (2000) lék hann homma
sem gerir vinkonu sinni barn. Vin-
konuna lék Madonna og var þetta
enn einn skellurinn á ferli hennar.
Everett bar tvöfalda ábyrgð, því
hann gekk frá lokaútgáfu handrits-
ins ásamt félaga sínum Mel Bordeux.
Hann hefur greinilega metnað til
þess að skapa sín eigin tækifæri
sem höfundur því þeir Bordeux hafa
unnið tvö önnur handrit sem Ev-
erett er að reyna að koma í fram-
leiðslu. Annað þeirra, P.S. I Love
You, gefur honum tækifæri til að
leika eins konar samkynhneigðan
James Bond. Fyrir nokkrum vik-
um sagði hann einmitt í fjölmiðlum
að hommafælnin í kvikmyndaiðn-
aðinum myndi koma í veg fyrir að
hann gæti leikið njósnara hennar
hátignar, 007 sjálfan, en vangavelt-
ur höfðu verið uppi um að hann
yrði arftaki Pierce Brosnan. „Ég yrði
frábær Bond,“ sagði hann hógvær.
„Og ég tæki glaður við hlutverkinu
af Brosnan. En nefnið mér einn
samkynhneigðan leikara sem feng-
ið hefur aðalhlutverk í amerískum
risasmelli.“
Tja, Rupert Everett, kannski. Ein-
hvern tíma?
Homminn hugumstóri
„Fyrsta karlstjarnan sem er yfirlýstur
hommi,“ er einn frasinn sem notaður
hefur verið til að stimpla með breska
leikarann Rupert Everett. Annar er: „Ill-
kvittnisleg, fáguð blanda af Cary Grant og
Joan Crawford“! Hvað sem slíkum dilka-
drætti líður er ótvírætt að leikarinn
Everett beið engan skaða af því að upp-
lýsa fyrst 1989 um kynhneigð sína og
síðan 1994 að hann hefði um tíma sem
ungur maður séð sér farborða með
vændi; ferillinn hafði gengið í bylgjum
fyrir þessar uppljóstranir og hefur gert
það eftir þær líka.
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
hefur ekki aðeins metnað í leiklist
og ritstörfum (hann skrifar
stundum greinar fyrir tímaritið
Vanity Fair m.a.) heldur einnig
tónlist. Hann reyndi að verða
poppstjarna fyrr á árum, sendi
frá sér tvær plötur en uppskar
ekki samkvæmt óskum. Hann
söng bakrödd í hljóðritun Ma-
donnu vinkonu sinnar á Americ-
an Pie, sem hann hafði hvatt hana
til að gera, og dúett með Robbie
Williams í They Can’t Take That
Away from Me. Þess má geta að
Everett er svo ástfanginn af
hundinum sínum að hann keypti
hús í Los Angeles svo hvutti
kæmist í betra loftslag til að fá
bata af gigt.
Reuters
Rupert
Everett
V i l t u v e r ð a M i c r o s o f t s é r f r æ ð i n g u r ?
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Skráning hafin á vorönn 2003.
Nánari upplýsingar í síma 568 5010 og á www.raf.is/ctec
Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem
býður fjölbreytt og vandað nám og fyrsta flokks kennslu.
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Settu stefnuna á
alþjóðlega prófgráðu
Nú er einnig hægt að stunda nám um helgar.
Hentar m.a. þeim sem búa utan Reykjavíkur.
Margskonar möguleikar á samsetningu náms
allt eftir tíma og efnahag.
Settu saman þína eigin námsleið með
okkar aðstoð.
A+ - PC Technician
Network+ - Network Technician
MCP - Microsoft Certified Professional
MCSA - Microsoft Certified Systems Administrator
MCSE - Microsoft Certified Systems Engineer
MCDBA - Microsoft Certified Database Administrator
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Þú færð jólagjafirnar
fyrir starfsfólkið hjá okkur
Jólagjafir
starfsfólksins