Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 9 ferðalög KOSTAR MINNA 50% afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR f a s t la n d - 8 4 3 6 Hvaðan ertu að koma? Í OKTÓBER fór Hafrún Kristjóns- dóttir með eiginmanni sínum Sig- urbergi Kristjánssyni í helgarferð til Búdapest í Ungverjalandi. Hvernig fannst þér borgin? „Þetta er mjög skemmtileg borg og margar stórkostlegar bygg- ingar sem prýða hana. Það er auð- séð að undanfarin ár hafa borg- aryfirvöld varið fjármunum í að lagfæra þessar gömlu byggingar. Það eina sem setur ljótan svip á þær er veggjakrot en það er mjög áber- andi um alla borg og einnig á þessum gömlu byggingum.“ Fóruð þið í skoðunarferð um borgina? „Já. Við fórum í ferðina með Heimsferðum og á þeirra vegum var boðið upp á skoðunarferð. Hún tók um fjórar klukkustundir og fararstjórinn komst vel frá sínu verki, var fróður um borgina, sögu hennar og staði. Við fengum svo líka tíma til að skoða okkur um á eigin vegum sem var fínt.“ Hafrún segir að þau hafi einnig ákveðið að fara í aðra skoðunarferð sem boðið var upp á en það var í listamannabæ sem heitir Szentendre. „Þetta er lítill bær sem hefur getið sér orð fyrir lítil listaverkagallerí, handverksbúðir og lítil kaffi- og veitingahús. Við gengum þarna um mjó stræti og virtum fyrir okkur ýmiss konar listaverk, handprjónaðar peys- ur, dúka, jólaskraut og annað í þeim dúr.“ Þið fóruð líka á tvö söfn í bænum. Hvernig voru þau? „Við skoðuðum þarna mjög sérstakt og skemmtilegt marsípansafn sem var innaf litlu bakaríi í mörgum litlum vistarverum. Þarna voru til sýnis listaverk úr marsípani. eins og konungshöllin, popp- stjörnur, Díana prinsessa og ýmsar furðufígúrur. Listaverkin voru varð- veitt í glerskápum og það var virkilega gaman að skoða þetta sérstaka safn. Þá fórum við líka á vínsafn en þar var hægt að kynna sér ýmsilegt um vínframleiðslu á þessum slóðum. Einhverjir úr hópnum fóru í ferð um bæinn með hestakerru en við kom- umst ekki til þess.“ Er úrval veitingahúsa fjölbreytt? „Já, það eru margir staðir að velja um. Við fórum til dæmis á villibráð- arstaðinn Gullna hjörtinn sem var mjög frambærilegur. Eftirminnilegri var þó kvöldstundin sem við áttum í kastalanum á Gellért-hæðinni. Þar borðuðum við kvöldmat og það var frekar fámennt þetta kvöld sem við vorum þar. Fyrir bragðið má segj að við höfum fengið einkafiðlukonsert og maturinn var hreint frábær. Hvernig var verðlagið á veitingahúsum? „Mér fannst það hagstætt.“ Er þetta borg sem þú gætir hugsað þér að dvelja í aftur? „Já. Ég er ekki viss um að ég færi þangað strax aftur enda á ég eftir að skoða svo marga staði í heiminum. En ég gæti alveg hugsað mér að fara þangað aftur seinna og kynnast borginni betur.“ Marsípan og lista- verk í Ungverjalandi Í listamannabænum Szent- endre í Ungverjalandi er skemmtilegt marsípansafn sem Hafrún Kristjóns- dóttir skoðaði nýlega. Sigurbergur stendur við Dóná og Konungshöllin er í baksýn.  Vefslóð veitingahússins á Gellerthæðinni er: www.citadella- restaurant.com/index.htm og frekari upplýsingar um gullna hirtinn er að finna á http://freeweb.interware.hu/tdsbt/etteremaranyszarvas/ Aranyszarvas.htm Á marsípansafninu eru mörg listaverk, m.a. þinghúsið í Búdapest. Hafrún í húsasundi í Szentendre en í þessum listamannabæ eru göturnar þröngar og mikið um svona húsasund. Árleg aðventuferð íÞórsmörk Á vegum Útivistar verður farið í árlega aðventuferð í Þórsmörk 29. nóvember til 1. desember. Ekið er í Bása á Goða- landi á föstudagskvöldi. Laugardeg- inum er varið til gönguferða og sé snjór á jörðu segir í fréttatilkynningu að sjálfsagt sé að taka gönguskíðin með. Allir taka þátt í að skreyta húsin síðdegis, eða undirbúa skemmtiatriði fyrir kvöldvöku. Jólahlaðborð Útivistar hefur unnið sér hefð, en allir gestir leggja eitthvað af mörkum á borðið. Fjölskyldur eða vinahópar geta tekið sig saman um hvað þau taki með á hlaðborðið, en einnig er nægt rými fyr- ir einstaklinga með sína rétti. Í vetrarferðum er mikið lagt upp úr kvöldvökum með fjöldasöng og heima- tilbúnum skemmtiatriðum og lögð er sérstök áhersla á að börnin fái að njóta sín. Jólalögin eru rifjuð upp, og yfirleitt eru einhverjir með hljóðfæri til undirleiks. Á sunnudag er boðið upp á létta göngu um Básana. Fararstjórar verða Anna Soffía Óskarsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir.  Sjá nánari upplýsingar á slóðinni www.utivist.is Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.