Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 5
eins og hann, ein rak búð, hinar höfðu einverja handavinnu. Þetta var allt saman efnað fólk og það sóttu að því peningar. Systurnar voru þó smærri í sniðum en Halldór þegar til við- skiptanna kom, áttu ekki heilar blokk- irnar eins og hann. Við rákumst hvor á annan, ég og hinn Halldórinn, í einhverju boði minn- ir mig og hann segir við mig: – Þú ættir að koma með mér vestur til Los Angeles; það er nú munurinn að búa þar eða að vera hér í Winnipeg. – Ég á nú reyndar erindi til Los Angeles, segi ég. – Blessaður skelltu þér með mér. Ég á feikinóg af fjölbústaðarhúsum út um alla borg og það er aldrei svo, að ekki sé laust herbergi, smáíbúð eða stúdíó einhvers staðar, sem þú gætir fengið. – Ja, vel er nú boðið, segi ég. – Þú verður hjá mér, getur búið þar eins lengi og þú vilt, sagði hann. Ég á alltaf nóg af húsum og það er aldrei allt útleigt. Ég ákvað að taka þessu rausnarboði. Það var fastmælum bundið, að við fær- um saman í lestinni vestur um.“ Fékkstu að búa þarna án þess að greiða húsaleigu? „Ég komst afar ódýrt frá þeim út- gjöldum. Ef illa stóð á en ég vildi samt sýna lit og reyna að borga honum eitt- hvað skikkanlega sagði þessi höfðingi: Ekki til að tala um. Hann gerði það af einhverri miskunnsemi og vorkunn- semi við mig að taka við tíu dollurum af mér stöku sinnum. Ég man, að þessi hressilegi kall sagðist gefa mér ríflegan aukaafslátt fyrir að ég skyldi vilja leiðbeina honum með kveðskap. Hann var alltaf að yrkja og hringdi svo til mín á öllum tímum til þess að fá fram athugasemdir og krítík. Ég benti honum jafnóðum á hvernig vísuorðin gætu farið betur og hann var ánægður.“ Halldór Halldórsson hefur haldið áfram að yrkja eftir að hann naut leið- sagnar nafna síns úr Mosfellssveit. Í grein um hann í Lögbergi tveimur ára- tugum síðar er sagt að hann hafi feng- ist nokkuð við ljóðagerð og þar birt eitt ljóða hans Vesturland, sem hefst á orð- unum: „Ég heilsa þér, foldin hárra fjalla, hagsæla Vesturland. / Heill þér Barði, heill þér Göltur, heill þér Bjarg við Rauðasand.“ Í greininni kemur fram, að Halldór þessi hafi misst föður sinn ungur en sýnt einstaka framtakssemi snemma, byggt sér fjárhús yfir tíu kindur þegar hann var fjórtán ára, verið búinn að eignast róðrarbát átján ára að aldri og haldið honum úti á sumrin. Hann hafi lokið gagnfræða- og kennaraprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði, stund- að kennslu, lært verslunarfræði í Kaupmannahöfn og þaðan hafi útþráin borið hann til Ástralíu. Þá segir, að Halldór hafi komið til Winnipeg skömmu eftir aldamótin, gerst hinn mesti athafnamaður á byggingarsviði. Eftir fyrri heimsstyrjöld fór hann svo til Los Angeles og reisti þar hvert stór- hýsið á fætur öðru „og gerðist aðsóps- mikill í athafnalífinu þar, ekki síður en í Winnipeg“, segir í Lögbergi. Eftir að þeir nafnar voru komnir vestur að Kyrrahafi skrifaði Halldór Kiljan Helgu, yngri systur sinni, sagði frá ferðalaginu frá Kanada sem tekið hefði fimm sólarhringa. Vetrarlegt hafi verið orðið í Kanada en í Los Angeles segir hann „allt grænt og fagurt“. Hann nefnir í bréfinu að vestur hafi hann farið „í félagi með íslenskum milljónamæringi, sem á hér heima og heitir Halldór Halldórsson“. Bréfið er dagsett í Los Angeles 25. október 1927. „Ég var aldrei á hrakhólum með húsnæði í Los Angeles,“ segir Halldór er við spjöllum áfram um dagana vestra. „Lengst af var ég í þessum skemmtilegu leiguhúsum hans Hall- dórs, nafna míns, í nærri þrjú ár. Hann lét mig helst ekki fara frá sér. Alltaf voru eitt eða tvö herbergi sem voru tóm og þar kom ég mér fyrir. Þarna var fullkominn aðbúnaður, allt eins am- erískt og hreinlegt og hugsast gat, góð húsakynni með öllum nauðsynjum, húsgögnum og glervöru. Allt til alls.“ Á viðskiptavettvangi sínum vestra skrifaði íslenski „milljónamaðurinn“ nafn sitt Haldor Haldorson og gekk al- mennt undir nafninu herra Haldorson. Þótt hann hefði gott nef fyrir fasteigna- viðskiptum og einstakt lag á að safna sér auði var hann þó ekki fullkominn. Halldór hefur á öðrum vettvangi sagt frá því, að vandamál hans hafi ekki síst tengst bifreiðaakstri og skorti á ratvísi. Herra Haldorson hafi verið svo vondur bílstjóri að fastur lögreglumað- ur hafi verið hafður á hælunum á hon- um til að sekta hann, og svo óratvís að hann villtist iðulega „á leiðinni heim til sín neðan úr bæ“. Einkum og sérílagi hafi hann lent í vanda þegar hann hafi ætlað að fara að vitja fjölskyldu sinnar í sumarbústað þeirra á baðströnd stein- snar fyrir utan bæinn. Þeir félagar hafi einu sinni verið „að villast þángað“ heila nótt. Veistu hvernig Halldór Halldórsson efnaðist svona vel? spyr ég. „Halldór sagði mér frá því öllu. Hann var vestan út Önundarfirði, þessi kall, ágætur og skemmtilegur. Ung- lingur hafði hann farið utan, álpast alla leið til Ástralíu, kom þangað staur- blankur en varð stórríkur þar af að braska. Hann komst að því, að úti í eyði- mörkinni var verið að reisa undirstöðu að nýjum borgum og bæjum og kynnti sér á hverju væri mest vöntun þar. Það reyndist vera vatn og var honum sagt, að menn tækju inn einhverjar pillur á móti vatnsþörf líkamans. Þá var enn ekki búið að leggja tugkílómetra vatns- leiðslur sem síðar varð. Þarna var því góður markaður fyrir vatn þótt engum hefði dottið í hug að fara og selja vinn- andi mönnum þann eðla drykk í þess- ari eyðimörk. Halldór var ötull og harður af sér. Hann fór gangandi inn í eyðimörkina, kannski álíka leið og héðan til Þing- valla, með feiknarlega stórar ámur eða önnur ílát með köldu vatni á bakinu enda vestfirskt heljarmenni og seldi vatn dýrum dómum. Einhverja þræla fékk hann sér þegar hann sá að við- skiptin myndu ganga og þá gekk þetta hraðar og gróðinn margfaldaðist. Þetta var sannkölluð gósentíð fyrir þennan dugnaðarmann í eyðimörkinni. Til hægðarauka fékk hann sér svo bíl og ók á honum eins langt og hægt var að komast inn í sandauðnirnar og þaðan gekk hann með þrælum sínum. Snillin var fólgin í því að selja mönnum vatnið í smáskömmtum, nógu litlum, fyrir offé. Viðskiptamenn hans höfðu nóg af peningum en ekki deigan dropa af vatni. Þeir þurftu vatn til að geta hellt upp á kaffi eða vætt kverkarnar. Þeir voru að drepast úr þorsta þessir kallar og voru tilbúnir til að láta sinn síðasta eyri fyrir vatnsdropa.“ Hélt Önfirðingurinn þessari starf- semi áfram lengi? „Hann lét það ekki á sig fá þegar komnar voru betri samgöngur við ný- lendubæina sem verið var að byggja í eyðimörkinni. Þvert á móti leit hann svo á, að það opnaði nýja möguleika og flutti þá vatnið í tankbílum inneftir. Þannig gekk þetta í nokkur ár, honum safnaðist mikið fé, sem hann lagði svo fyrir. Svo fór Halldór til Los Angeles og gerðist fasteignakaupmaður og leigu- sali. Þótt hann ætti svona voðalega mikið af húsum var þetta allra besti og skemmtilegasti kall. Mér finnst saga hans afbragðs dæmisaga um, að velgengni í litlu einu gefur aðgang að góðu áframhaldi – ef rétt er farið að.“ Halldór Laxness – Líf í skáldskap eftir Ólaf Ragnarsson er gefin út af Vöku- Helgafelli. Bókin er 488 bls. að lengd auk 56 myndasíðna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.