Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 B 5 IPSWICH var ekki í teljandi vandræðum með að sigra utandeildaliðið Morecambe, 4:0, og tryggja sér með því sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Hermann Hreið- arsson lék allan leikinn með Ipswich og var nokkrum sinnum ágengur við mark gestanna. Hann komst næst því að skora seint í fyrri hálfleiknum, átti þá hörku- skalla á mark en varnarmaður Morecambe náði að bjarga á marklínu sinni. Einn leikmanna gestanna var rekinn af velli eftir 20 mínútna leik og það gerði Ipswich enn auðveld- ara fyrir. Þrjú markanna komu þó ekki fyrr en nokkuð var liðið á síðari hálfleik og skoraði vara- maðurinn Darren Bent tvö þeirra. Til marks um yfirburði Ipswich átti lið- ið 29 skot á mark gest- anna í leiknum. Hermann Hreiðarsson Auðvelt hjá Ipswich DANNY Carroll, barnaskólakennari í bænum Farnborough, er hetja staðarins þessa dagana. Hann kom utandeildaliðinu Farnborough Town í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag- inn með því að skora tvívegis í fræknum útisigri á 3. deildar liði Darlington, 3:2. „Draumur okkar rættist svo sannarlega. Það var líka eins gott að við unnum leikinn, annars hefðu krakkarnir ekki tekið vel á móti mér í skólanum á mánudaginn,“ sagði Carroll sem kom liði sínu í 2:1 í fyrri hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í þeim síðari. Farnborough er í 8. sæti í úrvalsdeild ut- andeildaliðanna en er 21 stigi á eftir toppliðinu, Yeovil, og á því vart raunhæfa möguleika á að vinna sér sæti í 3. deildinni á þessari leiktíð. Annað utandeildalið, Dagenham & Redbridge, á möguleika á að komast í 4. umferð eftir jafn- tefli, 2:2, við 2. deildarlið Plymouth á útivelli. Dagenham & Redbridge er í 11. sæti í úrvals- deild utandeildaliðanna. Kennarinn skoraði tvö MATT Jansen, sóknarmaður Blackburn, skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu á laugardaginn, tvö mörk í fræknum útisigri liðsins á Aston Villa, 4:1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Jansen er nýkominn á ról eftir að hafa lent í alvarlegu mótorhjólaslysi í Róma- borg síðasta sumar en hann varð þá fyrir slæmum áverkum á höfði. Graeme Souness, knattspyrnustjóri Blackburn, var hæstánægður fyrir hönd Jansens, sem var kom- inn inn í enska landsliðshópinn síðasta vetur. „Síð- ustu mánuðir hafa verið honum erfiðir. Höfuðmeiðsli eru alltaf slæm, ekki síst þegar enginn veit hvaða áhrif þau hafa til lengri tíma. Það er stórkostlegt að sjá hann aftur á sínum stað,“ sagði Souness. Dwight Yorke skoraði hin tvö mörk Blackburn á sínum gamla heimavelli en hann lék með Aston Villa á sínum tíma áður en hann gekk til liðs við Manchester United. Jansen mættur Wenger æfur út í FIFA Danny Dichio skoraði þrennu áfyrstu 19 mínútunum, á 15 mínútna kafla, þegar WBA vann 1. deildar lið Bradford á sannfærandi hátt, 3:1, í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðs- son lék allan leikinn í vörn WBA. Dichio hefur verið á sölulista hjá WBA í nokkurn tíma en hann hef- ur lítið sýnt með liðinu þar til í síð- ustu leikjum. Hann hefur nú gert 6 mörk í 7 leikjum en þar á undan tók Gary Megson, stjóri WBA, hann út úr leikmannahópnum í fimm leiki og setti hann á sölulista. „Við ætlum ekki að selja Dichio. Það þurfti að hrista upp í kollinum á honum þar sem hann lék illa framan af vetri, og það tókst. Nú er hann loksins farinn að leika eins og sæmir manni sem við greiddum 1.250 þúsund pund fyrir á sínum tíma,“ sagði Megson. Dichio, sem skoraði fyrstu bik- arþrennu WBA í 21 ár, hrósaði fé- lögum sínum fyrir þeirra þátt. „Ég fæ margar góðar sendingar til að vinna úr, sérstaklega frá Jason Koumas,“ sagði Dichio. Hann til- einkaði þrennuna föður besta vinar síns, Dons Hutchisons hjá West Ham, sem lést á dögunum. AP Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður WBA, á hér í höggi við Andy Gray, leikmann Bradford City, í bikarleiknum á laugardaginn. Snögg þrenna hjá Dichio GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, var hvíldur ásamt mörgum öðrum fastamönnum eftir erfiða leikjatörn um áramótin þegar lið hans mætti Sunderland, 1:1. Michael Ricketts kom Bolton yfir en Kevin Phillips náði að jafna fyrir Sunderland. Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Bolton, gerði níu breytingar á liði sínu frá síðasta deildaleik en samt gátu leikmenn Bolton nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt gull- ið tækifæri til að fagna sigri. „Ég er líklega með elsta liðið í úrvalsdeildinni og leikmenn á borð við Guðna Bergsson, Per Frarndsen, Simon Charlton og Mike Whitlow þurftu á hvíldinni að halda. Í staðinn notaði ég unga stráka sem hlupu og börðust allan tímann, og það eru mikil vonbrigði að þeir skyldu ekki vinna leikinn því færin voru fyrir hendi,“ sagði Allardyce. Bolton hvíldi gömlu mennina STOKE City vann sinn þriðja leik í röð á laugardaginn og er komið í 4. umferð ensku bik- arkeppninnar eftir 3:0 sigur á Wigan, toppliði 2. deildar. Bjarni Guðjónsson lagði upp fyrsta markið fyrir Chris Green- acre, sem einnig skoraði þriðja markið, en Chris Iwelumo sá um mark númer tvö. Brynjar Björn Gunnarsson var nálægt því að skora í þriðja leiknum í röð en hann lék allan tímann og þótti einn af bestu mönnum vallarins. Bjarna var skipt af velli undir lokin en Pétur Marteinsson sat á varamannabekknum hjá Stoke. „Ég er mjög ánægður því leikurinn var jafnari en marka- talan gæti gefið til kynna. Wig- an er mjög gott lið sem var búið að vinna níu leiki í röð. Sjálfs- traustið hjá okkur fer stöðugt vaxandi, strákarnir hafa lagt mjög hart að sér á æf- ingum, og nú er það farið að skila sér í leikjunum,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem Stoke kemst í 4. umferð bikarkeppninnar. Sannfærandi sigur Stoke ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er æfur út í Alþjóða knattspyrnusambandið fyrir að stækka Álfukeppni landsliða og halda hana seinnipart júnímán- aðar, í miðju sumarfríi leikmanna. Hann segir að ef þetta nái fram að ganga muni allt að sjö leikmenn hans missa af sumarfríinu og þá verði sumir þeirra búnir að leika knattspyrnu samfellt í þrjú ár án þess að fá telj- andi hlé. „Úrvalsdeildinni lýkur um miðjan maí og æf- ingar fyrir næsta tímabil hefjast 5. júlí. En okkar leik- menn í landsliðum Brasilíu og Frakklands þurfa að spila í Álfukeppninni 18.–29. júní. Ef ég gef þeim fimm vikna frí að henni lokinni koma þeir æfingalausir í ágúst og þar með mætir Arsenal með óundirbúið lið til keppni í úrvalsdeildinni. Ef þeir fá ekki frí, verða sumir þeirra búnir að spila samfellt í þrjú ár, og síðan er Evrópukeppnin 2004 framundan sumarið á eftir,“ sagði Wenger, sem sagði ennfremur í viðtali við News of the World í gær að svona mótshald á vegum FIFA ýtti undir hugmyndir stærstu fé- laganna í Evrópu um að rjúfa sig frá knattspyrnusamböndum landa sinna og stofna eigin úrvalsdeild. „Þetta endar með slíku uppgjöri. 18 félög komin í samband stærstu félaga álfunnar, er þetta orðin raunveruleg ógn. Það kemur að því að félögin neita að láta leik- menn sína lausa í mót sem skipta engu máli og þeir vilja ekki taka þátt í. Þýskaland, Ítalía og Spánn höfnuðu öll þátttöku í þessari Álfu- keppni en Frakkland mun spila við Nýja-Sjáland. Afar spennandi! Einn daginn segir FIFA að leik- menn spili of marga leiki og næsta dag skipuleggur sambandið eitt mót til viðbótar,“ sagði Wenger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.