Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 B 9 KEITH Vassell lék ekki með Hamarsmönnum í gær gegn fyrrverandi félögum sínum í KR. Vassell kom til landsins fyrir helgina, en var vísað til baka þar sem hann hafði ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann kemur hins vegar til landsins í fyrramálið og þá verða allir papp- írar í lagi. Hann verður því tilbúinn í slaginn þegar Hamar mætir Ármanni/Þrótti í bik- arkeppninni á miðvikudaginn. Keith Vassell kom og fór SYSTKININ Ivica og Janica Kostelic skráðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þau sigruðu bæði á heimsbikarmóti í svigi, en það hefur aldrei gerst áður að systkin vinni heimsbikarmót sama daginn. Janica vann á Ítalíu en Ivica klukkutíma síðar í Slóveníu. Janica hélt upp á 21 árs afmæli sitt í gær og gerði það með eftirminnilegum hætti, með enn einum sigrinum í svigi. Hún hafði mikla yfirburði og hin unga Elisabeth Görgl frá Austurríki, sem varð önnur eftir að hafa verið í áttunda sæti eftir fyrri ferðina, kom í mark 2,08 sekúndum á eftir meistaranum. Það hefur ekki verið svona mikill munur á keppendum í svigi kvenna síðan 1973 þegar Daniella Debernard kom 2,12 sekúndum á undan Hanni Wenzel frá Liechtenstein í mark á móti í Japan. „Ég var dálítið stressuð fyrir keppnina enda gekk mér illa í risasviginu á laug- ardaginn. Þetta voru þó óþarfa áhyggjur því ég náði mér vel á strik og þetta var nærri fullkomið hjá mér – þó það sé auðvit- að ekki til neitt sem kalla má fullkomið,“ sagði Janica eftir sigurinn og bætti við að þetta væri frábær dagur fyrir fjölskylduna. Janica gaf sér ekki langan tíma til að fagna, fékk köku og kampavín hjá Ítölunum og flýtti sér síðan ásamt Ante, föður sínum, sem jafnframt þjálfar hana, til að fylgjast með sjónvarpsútsendingu frá svigkeppninni í Slóveníu þar sem Ivica bróðir hennar sigr- aði. Ivica er með forystu í svigkeppni heims- bikarsins og jók hana með sigrinum í gær. Hann var með besta tímann í fyrri ferðinni og einnig í þeirri síðari. Heimsmeistarinn í svigi, Mario Matt frá Austurríki, var meðal keppenda en þetta er fyrsta mót hans í tæpt ár. Í fyrra varð hann í öðru sæti í Slóveníu en meiddist á öxl skömmu síðar og þurfti tvær skurðaðgerðir til að laga hana. Hann varð í 15. sæti í gær. Kostelic- systkinin fóru á kostum Reuters Janica Kostelic frá Króatíu gat ekki annað en brosað eftir sigurinn í Bormio í gær. LANDSLIÐIÐ í íshokkí, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tryggði sér áframhaldandi sæti í 2. deild heimsmeistaramótsins með því að sigra Mexíkó, 4:1, í lokaleik sínum í Novi Sad í Júgóslavíu. Áður hafði íslenska liðið gert jafntefli við Spánverja en tapað fyrir Hollend- ingum, Ungverjum og Júgóslövum. Það voru Jón Gíslason, Guðmundur Björgvinsson, Brynjar Þórðarson og Snorri Rafnsson sem skoruðu mörkin gegn Mexíkó. Íshokkíliðið hélt sér uppi Það var aldrei nein spenna í leik ÍBV ogVals í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og hleyptu gestunum aldrei nær sér eftir það. Vals- stúlkur skoruðu fyrsta mark sitt eftir níu mínútna leik. Alla Gorkorian fór fyrir Eyjastúlkum fyrstu mínút- urnar og skoraði fjögur mörk áður en hún varð að fara af leikvelli vegna meiðsla um miðbik hálfleiksins. Inn á fyrir hana kom Ana Perez og er ekki ónýtt fyrir Eyjaliðið að hafa svo öfluga handknattleikskonu á bekknum. Vigdís var í miklu stuði í markinu og varði fjórtán skot í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 13:6 og staða Vals átti eftir að versna til muna í síðari hálfleik. Eyjastúlkurnar juku forskot sitt hægt og rólega og var sóknarleikur Valsliðsins í mol- um í leiknum og aðeins Drífa Skúladóttir sem ógnaði Eyjamarkinu að einhverju marki. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, fór fyrir sínu liði í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Alla Gorkorian kæmi ekki meira við sögu í leikn- um kom það ekki að sök og sást það vel í þess- um leik hversu breiðum hópi ÍBV hefur á að skipa. ÍBV náði tíu marka forystu um miðbik seinni hálfleiks og upp úr því ákvað Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV, að gefa vara- mönnum liðsins tækifæri, það breytti litlu, forystan jókst og lokastaðan fjórtán marka sigur ÍBV, 27:13, og Eyjaliðið því aðeins tap- að einu stigi í fjórtán leikjum deildarinnar. Vigdís Sigurðardóttir var í banastuði í marki ÍBV, varði 25 skot, þar af 4 víti. Einnig var Ingibjörg Jónsdóttir öflug, bæði í vörn og sókn. Hjá gestunum var fátt um fína drætti, það var helst Drífa Skúladóttir sem reyndi mikið og uppskar fimm mörk og reyndar rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir þrjár brottvísanir. Berglind Hansdóttir varði tólf skot. Arfaslakar eins og dómararnir Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, var ekki sátt í leikslok. „Við vorum arfaslakar í þessum leik og getum sjálfum okkur um kennt hvernig við fórum með leikinn en dóm- ararnir voru í sama gæðaflokki og mitt lið,“ sagði hún og var greinilega mjög ósátt við þá Hörð Sigmarsson og Þóri Gíslason. „Það voru sams konar brot báðum megin en alltaf féllu dómar mínu liði í óhag. Ég er ekki að afsaka mitt lið, eins og ég sagði þá vorum við slakar, en svona dómgæsla bætir ekki úr skák.“ Guðríður sagðist hafi lagt upp með að skjóta uppi á Vigdísi markvörð ÍBV. „Ég vil meina að við höfum verið að skjóta í Vigdísi en ekki á, ég sagði stelpunum að skjóta uppi en fyrstu átta skotin í leiknum eru niðri og við vitum að hún er sterk í skotum þar. Það er mikill munur á þessum liðum en ekki fjórtán mörk, það er á hreinu.“ Spurð um framhaldið sagði Guðríður að þær væru á svipuðum slóð- um og þær hafi ætlað sér í upphafi og stefnan væri enn sú sama. „Við stefnum á fjórða sæt- ið í deildinni, við förum norður um næstu helgi og það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur,“ sagði Guðríður. Enn mikið eftir af mótinu Þetta small vel í dag, vörn og markvarsla, við sáum að við erum með frábæran mark- mann sem að mínu mati var besti maður vall- arins,“ sagði Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV. „Við æfðum vel í jólafríinu og tókum þátt í æfingamóti á milli jóla og nýárs og komum því vel stemmdar til leiks.“ Unnur bætti því við að nú tæki við talsverð törn þar sem leiknir verða fjórir leikir á viku. „Ég er með breiðan hóp og hef því ekki áhyggjur þótt leikmenn geti ekki spilað alla leikina, samanber Öllu Gorkorian í dag sem lék aðeins fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Nú hefur ÍBV liðið farið í gegnum fjórtán leiki án taps og hefur örugga forystu á toppi deildarinnar, er ekki erfitt að halda einbeit- ingu hjá stelpunum? „Það er oft erfitt að vera á toppnum en það er mitt hlutverk að halda stelpunum á þeim stað sem þær eru og tryggja að þær hafi trú á því að þær geti verið þar áfram. Það er mikið eftir af mótinu, við getum lent í meiðslum og það er ýmislegt sem getur komið upp á og ekkert hægt að bóka fyrirfram í þessu.“ Góður Stjörnusigur Í Garðabænum voru gestirnir úr Hafnar-firði í vandræðum með vörnina framan af. Fyrir vikið var sóknarleikur FH-stúlkna brokkgengur, mikið var reynt að koma bolt- anum inná línumanninn sem var í góðri gæslu. Björk Æg- isdóttir tók þá yfirleitt af skarið og kom í veg fyrir að Garðbæingar styngju af. Jóna Margrét Ragnarsdóttir var óstöðvandi og skoraði hvert markið á fætur öðru fyrir Stjörnuna. Munurinn var aldrei mikill, sem sést á því að þegar sex sóknir Garðbæinga fóru í súginn, var forskot FH aðeins þrjú mörk í leikhléi, 14:11.Eftir hlé tóku Stjörnu- stúlkur Björk úr umferð og markvörður þeirra Jelena Jovanovic fór að verja, var ekki aftur snúið hjá þeim. Þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 25:18 fyrir Garðbæinga og virtust margir þá telja björninn unninn. Svo var ekki því með fimm mörkum FH í röð á fjórum mínútum varð munurinn aðeins tvö mörk og komin spenna í leikinn á ný. Meira að segja Jelenu leist ekkert á blikuna og tafði leikinn svo að hún fékk tveggja mínútna brottvísun. En minnugar síðasta leik liðanna, sem lauk með jafntefli eftir góðan sprett FH, tóku Stjörnustúlkur við sér og tryggðu sér sigur á lokasprettinum. „Þetta var erfið fæðing hjá okkur – við náð- um ekki að hrista þær af okkur,“ sagði Jóna Margrét, sem skoraði 11 af mörkum Stjörn- unnar. Björk Ægisdóttir var ekki ánægð með varnarleik FH-liðsins. „Það hélst í hendur, slakur varnarleikur og um leið ekki nægilega góður sóknarleikur. Undir lok leiksins small vörnin saman og við fengum hraðaupphlaup, en misstum síðan allt út úr höndum okkar.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Þórsteina Sigurbjörnsdóttir, leikmaður ÍBV, er komin framhjá Valsstúlkunni Örnu Grímsdóttur og skorar. Eyjastúlkurnar gefa ekkert eftir EYJASTÚLKUR slá hvergi af og í gær voru Valsstúlkur fórnarlömb þeirra í 14 marka sigri, 27:13, í Eyjum. Haukastúlkur lögðu nýliða Fylkis/ÍR 29:22 í Hafnarfirði og Víkingur hafði 27:23 sigur á Gróttu/KR í Víkinni. Í Garðabænum leit lengi vel út fyrir öruggan sigur Stjörnunnar á FH en Hafnfirðingar tóku góðan sprett í lokin og minnkuðu muninn en tókst ekki að fylgja því eftir og töpuðu 30:25. Stefán Stefánsson skrifar Sigursveinn Þórðarson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.