Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðsludeild Fosshálsi 1, Reykjavík Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðsludeild félagsins á Fosshálsi 1 í Reykjavík. Um er að ræða u.þ.b. 60% starf og er vinnu- tími frá kl. 7.00—12.00 virka daga. Um akkorðsvinnu er að ræða og laun greidd eftir ábatakerfi sem byggist á afköstum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ásmunds- son afgreiðslustjóri eða Bjarni Stefánsson starfsmannastjóri í síma 575 6000. Nánari upplýsingar um SS er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.ss.is Landsskrifstofa Leonardó - Rannsóknaþjón- usta Háskólans auglýsir laust starf verkefnisstjóra evrópskra samstarfsverkefna á vettvangi starfsmenntar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Rann- sóknaþjónustunnar http://www.rthj.hi.is og hjá Ástu Erlingsdóttur, forstöðumanni, í síma 525 4900. Byggingarfræðingur — tæknifræðingur Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, Skúla- túni 6 (THG arkitektar), óskar að ráða bygging- arfræðing/tæknifræðing eða arkitekt til starfa sem fyrst. Starf viðkomandi felst í gerð deili- teikninga, áætlunargerðir, eftirlit og aðstoð við verkefnastjórnun. Viðkomandi verður að hafa góða reynslu í notkun á AutoCad teikniforrit auk Excel og Word. Boðið er upp á fjölbreytt verkefni, góðan hóp samstarfsmanna og gott vinnuumhverfi. Upplýsingar gefnar í síma 545 1600, Halldór eða Samúel. Umsóknir sendist á netfang: halldor@thg. Kennarar óskast til starfa við eftirtalda áfanga:  Förðun 103, 203, 303  Efnafræði 223  Myndlist 152  Sölutækni 102  Þjónustusiðfræði 101 Þarf að hafa reynslu, góða faglega þekkingu og hafa ánægju af mannlegum samskiptum. Umsóknir sendist fyrir 24. janúar 2003 til aug- lýsingadeildar Mbl. merktar: „K — 13210“. Snyrtiskólinn Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi. Snyrtiskólinn er einkarekinn framhaldsskóli fyrir snyrtifræinga. Sunnuhlíð óskar eftir sjúkraþjálfurum til starfa Í Sunnuhlíð eru 72 hjúkrunarrými og 18 dag- vistarrými og auk þess reka Sunnuhlíðarsam- tökin 108 þjónustuíbúðir. Um er að ræða þjónustu við íbúa hjúkrunarheim- ilisins, vistmenn dagvistar, íbúa í þjónustuíbúð- um Sunnuhlíðarsamtakanna og fleiri. Sjúkraþjálfunin er vel tækjum búin og fyrir- hugað er að flytja starfsemina í nýtt og glæsi- legt húsnæði á næstunni. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri, í síma 560 4100, netfang johann@sunnuhlid.is . Ráðhús Reykjavíkur Verkefnisstjóri í starfsmannaráðgjöf Kjaraþróunardeild auglýsir starf verkefnisstjóra í starfsmannaráðgjöf til 6-8 mánaða. Starfssvið  Samskipti við aðila sem fara með starfsmannamál innan stofnana og fyrirtækja borg- arinnar.  Gagnasöfnun, greining og hönnun spurningakannana.  Þarfagreining, ráðgjöf og fræðsla í málum sem lúta að samskiptum og samstarfi á vinnustað. Menntunar- og hæfniskröfur Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi:  Vinnusálfræði eða sambærilega háskólamenntun (mannauðsstjórnun).  Mikla færni í mannlegum samskiptum og samtalstækni.  Reynslu af hönnun spurningakannana.  Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.  Skipulagshæfileika, frumkvæði, áhuga og metnað til að ná árangri í starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfé- lags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í febrúar nk. Upplýsingar um starfið veitir Soffía Kjaran, skrifstofustjóri, netfang: soffia@rhus.rvk.is, sími 563 2129 eða Hólmsteinn Jónasson, verkefnisstjóri, netfang: holmsteinn@rhus.rvk.is, sími 563 2127. Skriflegum umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Ráð- húss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, merktum kjaraþróunardeild og heiti við- komandi starfs fyrir 2. febrúar nk. Vakin er athygli á þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að jafna hlut kynja í störfum. Kjaraþróunardeild hefur yfirumsjón með starfsmannamálum stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar. Deildin annast undirbúning og innleiðingu nýrra kjarasamninga og setur reglur og viðmið á sviði vinnuréttar. Deildin annast eftirlit með framkvæmd stofnana og fyrir- tækja á starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, kjarasamningum, lögum og reglum á sviði vinnuréttar og afgreiðslu launa og veitir stofn- unum og fyrirtækjum ráðgjöf í þessum efnum. Deildin veitir stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi starfsþróun og símenntun starfsmanna. Deildin hefur eftirlit með framkvæmd stofnana á reglum um vinnueftirlit og heilbrigði starfsmanna. Deildin hefur eftirlit með framkvæmd eftirmannsreglu lífeyrisþega. Mosfellsbær Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða starfsmann í af- greiðslu í bakaríinu okkar í Urðarholti 2. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustu- lund og geta hafið störf strax. Vinnutím- inn er frá 13.00—19.00 auk helgarvinnu. Áhugasamir geta sótt um á staðnum og fengið nánari upplýsingar hjá Áslaugu eða Lindu milli kl. 10 og 14 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.