Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Janúarráðstefna 2003 Janúarráðstefnan 2002 verður haldin í Kiwanishúsinu, Engjateigi, fimmtudaginn 23. janúar og föstudaginn 24. janúar nk. Fimmtudagur 23. janúar 2003: 9:00 Nýlegar skattalagabreytingar í virðisaukaskatti. Yfirfærsla úr einkarekstri í einka- hlutafélag - það nýjasta. Bernharð Bogason, lögfræðingur KPMG. 10:30 Peningaþvætti og þjófnaðarmál. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Högni Einarsson, lögreglufulltrúi, Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. 12:00 Matarhlé (matur innifalinn í námskeiðsverði). 13:00 RSK Kynntar nýjungar og breytingar. Jón Á. Tryggvason, RSK, Karl Ó. Magnússon, RSK, starfsmenn DK. Föstudagur 24. janúar 2003: 9:00 Val á fyrirtækjaformi við stofnun atvinnurekstrar. Ásmundur Vilhjálmsson, lögfræðingur, Þema. 10.30 Vsk í byggingastarfsemi. Guðrún Þorleifsdóttir, deildarstjóri vsk-deildar RSK. 12.00 Matarhlé. 13:00 Vsk í byggingastarfsemi. Guðrún Þorleifsdóttir, deildarstjóri vsk-deildar RSK. Verð á félag og starfsmenn þeirra er fyrir báða dagana kr. 12.000. Ráðstefnan er opin fyrir almenning og er verðið á mann kr. 15.000. Skráning þarf að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 21. janúar nk. Fréttabréf félagins er á www.fbo.is . Frekari upplýsingar veitir Sigríður Jóna Friðriksdóttir í síma 824 3030, netfang sigga@skatturogbokhald.is . Stjórnin. Skrifstofuhúsnæði óskast Vantar 70—110 fm skrifstofu/verslunarhúsnæði á 1. hæð til kaups eða leigu í Hafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi. Allar upplýsingar veitir Ágúst á Hóli fasteigna- sölu í síma 894 7230/595 9000. STYRKIR Styrkur Sumarnámskeið fyrir framhaldsskóla- kennara og aðra fagaðila sem tengjast kennslu á framhaldsskólastigi Fulbrightstofnunin auglýsir hér með eftir um- sóknum um styrk fyrir framhaldsskóla- kennara og aðra fagaðila sem koma að kennslu eða námsgagnagerð á framhalds- skólastigi, til að taka þátt í sumarnámskeiði í bandarískum fræðum (American Studies) sumarið 2003. Námskeiðið er fjögurra vikna og fer fram við háskóla í Bandaríkjunum. Því lýkur með tveggja vikna ferðalagi um landið. Innifalið í styrknum eru ferðir og uppihald. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2003. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Fulbrightstofnunarinnar: www.fulbright.is . Fulbrightstofnunin er íslensk-amerísk menntastofnun sem sett var á fót með samningi milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna árið 1957. Stofnunin starfar með fjárveitingum beggja samningsaðila. Stofnunin styrkir Íslendinga til náms og rannsóknarstarfa í Bandaríkj- unum og Bandaríkjamenn til náms og kennslu- og rannsóknarstarfa á Íslandi. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um sérnám, háskóla- nám og framhaldsmenntun í Bandaríkjunum. Skrifstofa stofnunarinnar er á Laugavegi 59, 3. hæð, sími 551 0860. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrki til háskólanáms í Hollandi skólaárið 2002—2003. Styrkirnir eru til 3—10 mánaða námsdvalar. Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki þessa, en ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þeirra kemur í hlut Íslend- inga. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi (hafa lokið prófi sambærilegu við BA- eða BS-próf) eða kandídötum til framhaldsnáms. Umsóknarfrestur er til 27. janúar nk. Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt stað- festum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, ásamt upp- lýsingum. Eyðublöðin og frekari upplýsingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðu NUFFIC: http://www.nuffic.nl/huygens/ Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÓÐI REYKJAVÍKUR Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggingarsögu- legum ástæðum. Bent skal á að endurgerðir á ytra byrði húsa, til upprunalegs stíls, njóta for- gangs. Að þessu sinni mun verða lögð áhersla á styrkveitingar til húsa í miðborginni, á svæðinu milli Lækjartorgs og Hlemms. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram á þar til gerðum umsóknareyðublöðum: 1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. 4. Ljósmyndir, nýjar og gamlar ef til eru. Umsóknir skulu stílaðar á Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, og komið á skrifstofu þess fyrir 11. febrúar 2003. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Árbæjar- safni, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3 og á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs skipbygg.is. Til leigu eitt glæsilegasta og best staðsetta verslunar- húsnæðið í Skeifunni, 820 fm. Næg bílastæði. Áberandi staðsetning í glæsi- legu nýendurbættu húsi. Möguleiki á lager og skrifstofum í sama húsi. Upplýsingar í símum 588 2220 og 894 7997. Reykjavík Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu fullbúið u.þ.b. 170—180 fm skrifstofuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu. Tilboð, er greini ástand, staðsetningu, leigu- verð og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 27. janúar nk. Fjármálaráðuneytið, 17. janúar 2003. Skrifstofuherbergi/Leiga Til leigu rúmgóð glæsileg skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Upplýsingar hjá Guðvarði Gíslasyni í síma 892 8583 Rekstur Apótek bar-grill á Akureyri er til leigu eða sölu. Gott tækifæri fyrir matreiðslumann og eða framreiðslumann að hasla sér völl í veitingamennsku. Staðurinn leigist eða selst með öllu sem þarf til að reka veitingahús. Til leigu eða sölu w w w . v e i t i n g a r . i s e m a i l : a p o t e k @ v e i t i n g a r . i s 190 fm verslunarhúsnæði á besta stað í Bæjarlind, Kópavogi, er til leigu. Húsnæðið getur orðið laust með skömmum fyrirvara. Upplýsingar í síma 695 5520. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýtt 300 fm iðnaðarhúsnæði, Hring- hella 4, 221 Hafnarfirði. 4 stórar innkeyrsludyr. Hentar vel fyrir iðnað eða sem lagerpláss. Vörubílastöð Hafnarfjarðar, s. 892 7197, Bjarni. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Menntamálaráðuneyti Styrkir á sviði tungutækni Við úthlutun styrkja til tungutækniverkefna í apríl á síðasta ári var ákveðið að verja fé til þróunar talmálsgrunna sem byggja til dæmis á orðgreiningu og talgervlum. Ráðuneytið lýsir eftir þeim sem áhuga hafa á að þróa talmálsgrunna af þessu tagi með það fyrir augum að nýta þá í tungutæknilausn- ir. Skilyrði fyrir framlagi ráðuneytisins er að allar heimildir til að breyta, fjölfalda og fram- selja afurðina yfirfærist til ráðuneytisins. Styrkþega er heimilt að vinna áfram með af- urðina, breyta henni, bæta við hana og nýta hana í önnur verkefni. Nánari upplýsingar er að finna á vef tungu- tækniverkefnisins: www.tungutækni.is og í menntamálaráðuneytinu í síma 545 9500. Umsóknir skulu berast: Verkefnisstjórn um tungutækni, Menntamálaráðuneyti, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi fyrir 10. febrúar 2003. Menntamálaráðuneytið, 19. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.