Morgunblaðið - 22.01.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 22.01.2003, Síða 8
FJALLASPORT í Noregi, útibú samnefnds jeppabreytingafyrir- tækis á Íslandi, hefur gert samn- ing við Nissan í Svíþjóð um breyt- ingar á Nissan-jeppum og -pallbílum. Fjallasport hefur bæki- stöðvar í Drammen í Noregi og hefur þar samninga við Nissan, Chevrolet, Mitsubishi, SsangYong og Dodge. Til gamans má geta þess að vegna reglugerðarákvæða í Noregi eru breytingarnar á Dodge á þann veg að pallbíllinn frá þeim verður að vera fimm manna til að lenda í hagstæðari vörugjaldaflokki og verða þrír að sitja fram í og tveir aftur í. Fyrirkomulaginu er ein- mitt öfugt háttað í upprunalega bílnum og felst breytingin þess vegna í því að fjarlægja millistokk- inn og setja þar þriðja sætið og fjarlægja jafnframt miðjusætið aftur í. Fjallasport breytti á síð- asta ári nálægt 130 bílum og stefn- ir í enn meiri fjölda á þessu ári. Steinar Sigurðsson, hjá Fjalla- sporti í Noregi, segir að samning- urinn í Svíþjóð sé fyrirtækinu afar mikilvægur og geti tryggt því mörg verkefni á þessu sviði. Hann segir það mikilsverðan áfanga að komast inn á sölunet Nissan í Sví- þjóð sem er gríðarlega sterkt og byggir á tugum söluumboða. Í Sví- þjóð sé hefð fyrir breytingum á jeppum og pallbílum meiri en í Noregi. Þar er markaðurinn líka þrisvar sinnum stærri. Fjallasport hefur þegar breytt Nissan King Cab-pallbíl fyrir 35 tommu dekk og var fjallað um bíl- inn ítarlega í janúarhefti 4 Wheel Drive í Svíþjóð, sem er eina tíma- ritið sinnar tegundar í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og hefur mikla dreifingu. Þar fær breyt- ingin afar lofsverða dóma sem Steinar segir að geti hjálpað mikið til við markaðssetningu á breyt- ingunum. Steinar segir að fyrirtækið verði áfram rekið í Drammen í Noregi sem fyrr og væntanlega komi bílar til breytinga frá Gautaborg með lestum. Skammt er á milli Dramm- en og Gautaborgar. Líklegt er að Fjallasport verði að bæta við starfsmönnum. Alls eru fluttir inn um 1.700–1.800 pallbílar á ári til Svíþjóðar og væntir Steinar þess að fyrirtækið breyti allt að 10% af heildarinnflutningnum. Eingöngu er um að ræða breytingar fyrir 33 og 35 tommu dekk. Breytingin fyr- ir 35 tommu dekk kostar í Svíþjóð 100.000 sænskar kr., tæplega eina milljón ÍSK. Mitsubishi í Svíþjóð er að flytja inn litlu færri pallbíla og segir Steinar að samningur við Mitsu- bishi í Svíþjóð sé í burðarliðnum. „Við erum í viðræðum við þá en ennþá er ekki búið að negla það niður.“ Steinar segir að það sé mun meiri jeppamenning í Svíþjóð en Noregi og helgast það ekki síst af því að í Svíþjóð er heimilt að aka utan vega. Fjallasport semur við Nissan í Svíþjóð Nissan King Cab á 35 tommum stóð sig vel í ójöfnu skóglendinu. Hér má sjá upphækkunina, upp á alls 10 cm á grind. Breyttur Nissan King Cab á hraðbraut í Svíþjóð. Bíllinn var í tólf daga reynsluakstri hjá 4 Wheel Drive í Svíþjóð og fékk úrvalseinkunn. 8 B MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MAZDA sýndi hugmyndabílinn á bílasýning- unni í Detroit og lýsti því jafnframt yfir að þetta var einungis fyrsti hugmyndabíllinn af mörgum sem sýndir yrðu á bílasýningum á þessu ári. Mazda segir að tilgangurinn með Washu sé að rannsaka viðbrögð almennings við inn- anrými bílsins. Þetta er rúmgóður sex sæta og er með svokölluðu by-wire-kerfi, sem kem- ur í stað hefðbundins stýris og pedala. Allt er orðið rafrænt, jafnt inngjöf, hemlun sem stýr- ing. Stjórntækin er komin þangað í bílinn þar sem minnst fer fyrir þeim og allt gert til að nýta innanrýmið sem best. Gólfið t.a.m. flatt og þrjá tveggja sæta raðir eru í bílnum sem auðvelt er að breyta á mismunandi hátt. Dyrabúnaður bílsins vekur líka athygli. Framdyrnar opnast á hefðbundinn hátt en reyndar alveg í 90 gráður, en afturdyrnar renna aftur með bílnum. Washu er næstum 5 m á lengd og um 1,85 má breidd. Vélin er 3,5 l, V6, 242 hestafla. Mazda Washu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.