Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hverjir skipulögðu ferðina? „Ferðin var skipulögð og farin af sundhópnum í Kópa- vogi í samvinnu við félagsstarf aldraðra í Kópavogi. Þátttakendur í ferðinni voru 40 og síðan vorum við tvær með fararstjórnina, Jóhanna Arnórsdóttir, sem leiðir sundhópinn í Kópavogi, og ég. Á hverjum áfangastað fengum við síðan leiðsögn heimamanna. Ferðin tók fimm daga en við gistum fjórar nætur.“ Hvers vegna ákváðuð þið að fara á Langanes? „Það var nú aðallega vegna þess að við vorum beðin um það af félögum í sundhópnum sem langaði til að koma á þennan stað. Svo kom það á daginn að okkar rúta var fyrsta rútan til að fara út á nesið sem var skemmtileg tilviljun.“ Hvernig tókst svo ferðalagið? „Þetta er eftirminnileg ferð, hún tókst frábærlega í alla staði, meðalaldur þátttakenda var rúmlega 77 ár en engum varð misdægurt og allir skemmtu sér kon- unglega.“ Hvað er efst í huga frá ferðinni? „Það eru án efa þær hlýju móttökur sem við fengum í ferðinni, það var alveg sama hvar við komum, fólk var svo alúðlegt og gestrisið.“ Sigurbjörg segir að sér sé einnig minnisstæður reka- viðurinn sem hún sá á Langanesi. „Ég hef ferðast vítt og breitt um landið en aldrei á ævinni séð eins mikinn rekavið og þarna.“ Þegar hópurinn var kominn út á Langanes segir Sig- urbjörg að svalt sjávarloftið hafi tekið vel á móti þeim. „Við gæddum okkur á harðfiski, hákarli og brennivíni þegar út á nesið var komið. Við komumst hins vegar ekki út að Skálum eins og ætlunin var því það skall á dimm þoka.“ Í fyrrasumar fór 42 manna hópur úr Kópavogi á besta aldri í ferðalag á Langanes. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, segir að elsti ferðalangurinn hafi verið 92 ára. Hluti af Skoruvíkurbjargi. Hópurinn við rútuna út við Skoruvík á Langanesi. Fyrsta rútan á Langanes Eftirminnileg ferð KONAN á næstu hæð fyrir neðan mig er andvaka um nætur. Þá álykt- un dreg ég af því að klukkan þrjú á nóttunni þegar hún hefur gefið upp alla von setur hún þvottavélina á fullt og ég hrekk upp með andfælum því þessi þvottavél lætur duglega í sér heyra. Og þar sem konan vill greini- lega deila andvökunóttum sínum með öðrum íbúum hússins vakna ég náttúrlega þegar þetta gerist og hef ekki hugsað mjög hlýlega til konunn- ar fyrr en nótt nú nýlega. Þá uppgötvaði ég sum sé mér til nokkurrar umhugsunar að það var kynleg lykt í íbúðinni minni og fór á stúfana til að kanna málið og rauk þá hressilega úr innstungu rafmagns- ofnsins míns og var ekki annað sýni- legt en eldur væri í þann veginn að brjótast út og ekkert slökkvitæki eða brunastigi og voru nú góð ráð dýr fyrir jafn rafmagnsskelfda mann- eskju og mig. Meðan ég var að velta fyrir mér til hvaða ráða ég ætti að grípa heyrði ég þó þennan hávaða í vélinni á næstu hæð og fannst hann mun meira traustvekjandi en áður: ég gæti kannski hlaupið þangað og fengið að- stoð. Að vísu tala þau hjónin bara frönsku en þau hlutu að hafa einhver ráð. Ég klæddist skóm með gúmmí- sólum, vel að merkja, og bjóst til að hlaupa niður en sá þá að enn hafði aukist reykurinn svo ég signdi mig og stikaði síðan einörð og ákveðin í göngulagi að og reif úr sambandi. Og viti menn, ég fékk ekki rafmagns- sjokk og smám saman hætti að rjúka úr innstungunni. En þar sem mér var engu að síður ekki alveg rótt opnaði ég fram og alla glugga og loftaði út svækjuna og þá kom konan fram á dyrapallinn í nátt- kjól og flókaskóm og sagði glaðlega og á arabísku meira að segja: Er eitthvert vandamál, kæra frú? Og þegar hún fann lyktina og sá reykinn rauk hún að ná í manninn sinn sem kom stökkvandi upp þessi fáu þrep og hann gleymdi líka að tala frönsku og sagði guði sé lof nú hefði ekki mátt miklu muna og konan kom líka og hallaði sér að manninum og sagði og nú á frönsku að guð minn góður. – Við hefðum brunnið inni, ástin mín. Hann tók hughreystandi utan um konuna sína. Svo rannsak- aði hann verksummerki og lofaði hugprýði mína og ég bætti við að eig- inlega væri þetta allt þvottavélinni þeirra að þakka og svo fengum við okkur te og vorum öll dálítið skjálf- andi um stund. Ég hafði uppi á vegg hjá mér símanúmerið hjá slökkviliðinu en komst að því að það hefði farið fyrir lítið því síminn var dottinn út eins og honum hættir ansi mikið til að gera við ólíklegustu tækifæri. Svo ég verð að taka undir það að það er ekki al- vont að á hæðinni fyrir neðan mig er kona sem er andvaka um nætur og notar tímann til að þvo. Og svo kom rafvirki og fór ham- förum í íbúðinni og sagði að það væri kraftaverk að ekki hefði kviknað í fyrir löngu og það væri óttalegt að sjá þessi vinnubrögð og gaf mér sím- ann sinn ef eitthvað kæmi upp á. Það fannst mér gott mál einkum ef hann virkar þegar ég þarf á honum að halda. Dagbók frá Damaskus Nú kólnar mjög snögglega hér á bæ og menn eru dúðaðir frá hvirfli til ilja þó að Íslendingi þyki þetta bara notalegt, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir, nema helst á kvöldin því húsin hafa litla upphitun og getur því verið gott að hafa þennan líka gæðarafmagnsofn til að orna sér í svalanum. Andvaka kona og rjúk- andi rafmagnsleiðslur Í SUMAR munu Heimsferðir fljúga vikulega til Bologna og Veróna á Ítalíu. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að um fimm þúsund farþegar hafi flogið með Heimsferðum til Ítalíu í fyrra en nú muni sætum fjölga enn frekar þar sem áætlað sé að hefja vikulegt flug fyrr en í fyrra og einnig verði flugi hætt síðar í haust Flogið verður til Veróna á mið- vikudögum og heim á mánudögum sem þýðir að farþegar geta valið um 5, 12 eða 19 daga ferðir. Til Bologna verður flogið vikulega á mið- vikudögum. Þegar Andri Már er spurður hvort farþegar geti flogið til Bologna og heim frá Veróna eða öfugt segir hann að ef sætafjöldi sé nægur sé ekkert því til fyrirstöðu en far- gjaldið verði þá eitthvað hærra. Hann segir að auk þess sem far- þegar á leið til Rímíni fljúgi til Bologna þá noti margir borgina sem byrj- unarreit til að ferðast um Ítalíu, því hún sé í hjarta landsins og stutt í allar áttir. Smáhýsi við Gardavatn Í sumar bjóða Heimsferðir upp á gistingu í smáhýsum við Sirmione við Gardavatn en margir farþega til Ver- óna halda einmitt á þann áfangastað. Hann segir að sá gististaður sé tilval- inn fyrir fjölskyldufólk. „Þetta er staður þar sem þjón- ustustigið er hátt og margt sem stendur til boða fyrir fjölskyldufólk. Auk þess verðum við svo með þriggja og fjögurra stjarna hótel við vatnið sem fram til þessa hafa verið mjög vinsæl hjá okkur og við getum boðið á góðu verði.“ Andri Már segir að Heimsferðum hafi tekist að lækka verð á bíla- leigubílum í sumar um 30%. „Við gerðum mjög góðan samning við bílaleiguna Avis sem við kynnum nú í sumar. Daggjald fyrir ódýrasta bílinn er 2.100 krónur á dag með öll- um gjöldum.“ Þegar Andri Már er spurður hvað það kosti fjögurra manna fjölskyldu að leigja bíl eins og Opel Astra í viku segir hann að viku- leiga sé 26.000 krónur. Fargjöldin til Ítalíu eru á sama verði og í fyrra og ódýrustu sætin kosta 24.900 krónur með sköttum. Vikusiglingar frá Feneyjum og Genúa Heimsferðir hafa fengið umboð fyr- ir siglingar stærsta skipafélagsins í Miðjarðarhafi, Costa Cruises. „Við munum nú bjóða skemmtisigl- ingar þar sem siglt verður frá Fen- eyjum eða Genúa. Þetta eru aðallega vikusiglingar og frá Feneyjum er siglt til Grikklands og Tyrklands en frá Genúa er siglt til Napóli, Palermo, Túnis, Palma, Barcelona og aftur til Genúa.“ Andri segir að vikusiglingar með skipafélaginu kosti 99.000 krón- ur og þá er allt innifalið. Morgunblaðið/Ómar Lækka verð á bíla- leigubílum um 30%  Nánari upplýsingar um skemmtisiglingar eru á slóð- unum: www.heimsferdir.is / siglingar og www.costa.it Ítarlegri upplýsingar um smá- hýsi eru á slóðinni www.gardavillage.it Heimsferðir bjóða siglingar frá Feneyjum og Genúa Flogið verður vikulega til Veróna á Ítalíu í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.