Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MITSUBISHI Pajero er kominn á markað talsvert breyttur frá fyrri gerð. Pajero var fyrst kynntur snemma á níunda áratug síðustu ald- ar en árið 2000 kom hann á markað gerbreyttur. Þá var hætt að smíða bílinn á grind en þess í stað farið að framleiða hann með sjálfberandi yfirbyggingu. Um leið fékk bíll- inn sjálfstæða fjöðrun á hvert hjól og varð létt- ari og liprari í snúningum en áð- ur. Borgarjeppi Segja má að Mitsubishi hafi valið að gera Paj- ero að stöðugum og rásvissum bíl með aksturseig- inleika í takt við fólksbíla í stað þess að einblína á hefðbundna byggingu jeppans. En um leið hélt Pajero stórum hluta jeppagensins með því að hafa millikassa með lágum gír og læsingar í mismunadrifi. Sem sagt; uppskriftin að velheppnuðum borg- arjeppa. Í nýjustu gerð Pajero er byggt á sömu grunneiginleikum bílsins og sömu tækni. Breytingin á Pajero nú er ekki róttæk enda stutt síðan bíllinn kom í núverandi gerð. Þó hefur hann feng- ið nýtt grill og stuðara, nýjar fram- lugtir auk þess sem talsverð breyt- ing er á honum að innan. Mitsubishi ræðir reyndar um 15 ný atriði í nýj- um Pajero, lítil og stór. Það er því fremur um það að ræða að verið sé að fríska bílinn upp til átaka á síh- arðnandi jeppamarkaði heldur en að grundvallarbreytingar hafi verið gerðar á bílnum. Breytingin að utan er ekki stór- vægileg en þó eru ýmis smáatriði sem gera bílinn öðruvísi. Auk nýs grills, framljósa og stuðara er komin sérstök lýsing í stigbrettin sem kvikna þegar hurðir eru opnaðar. Þetta setur laglegan svip á bílinn og er ekki síður öryggisatriði. Einnig er hann kominn á nýjar 16 tommu létt- málmsfelgur og afturstuðarinn er sömuleiðis nýr. Prófaður var bíll í GLS-gerð með 3,5 lítra GDI-bensínvél. Bíllinn er vel búinn í þessari gerð. Staðalbúnaður er m.a. leðursæti, rafdrifin sóllúga, tvöföld loftkæling, skriðstillir og sex diska geislaspilari. Kominn er stór upplýsingaskjár í bílinn sem gefur upplýsingar um útihita, loftþrýsting, hæð yfir sjávarmáli, meðalhraða og eyðslu og er auk þess með áttavita og klukku svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingaskjárinn er aukabúnaður í GLS en sjö sæti er staðalbúnaður í þá leið að gera bílinn hæfari til akst- urs á þjóðvegum með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfber- andi yfirbyggingu er ekki þar með sagt að bíllinn sé ekki hæfur til að takast á við ýmsar aðstæður. Hann er með háþróuðu fjórhjóladrifi, svo- kölluðu Super Select 4WD. Allajafna er bíllinn með drifi á einum öxli en með rafeindastýrðri skiptistöng er einfalt að skipta yfir í fjórhjóladrif. Í fjórhjóladrifinu fara 67% aflsins til afturhjólanna og 33% til framhjól- anna en um leið og skipt er í 4HLc er mismunadrifinu læst þannig að drif- krafturinn fer jafnt til fram- og aft- urhjóla, sem gerir bílinn afar stöð- ugan við erfiðar aðstæður. Loks er hægt að velja um lága drifið, 4LLc, og er þá mismunadrifinu líka læst og bíllinn albúinn að takast á við torfær- ur. Þessi snotri borgarjeppi frá Mits- ubishi er tilbúinn í harða samkeppn- ina á jeppamarkaði hérlendis, betur búinn og laglegri en áður. Verðið er 5.380.000 kr. fyrir bílinn sjálfskiptan sem virðist í fljótu bragði í takt við það sem gerist og gengur á mark- aðnum. Helstu keppinautar myndu teljast vera Toyota Land Cruiser 90 og Nissan Terrano II . Skyggðar rúður, 16 tommu felgur og upplýst stigbretti er meðal staðalbúnaðar. Hnakkapúðarnir geymdir í vasanum í afturhleranum. Leður í sætum og viður í stýri. GLS er glæsilegur að innan. gugu@mbl.is Þriðja sætaröðin fellur ofan í gólfið þegar hún er ekki í notkun. Vél: V6, 24 ventlar, 3.497 rúmsentimetrar. Afl: 202 hestöfl við 5.000 snúninga á mínútu. Tog: 318 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 12,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km klst. Hámarkshraði: 185 km/ klst. Eyðsla: 14,2 l í blönduðum akstri, 19,5 l í bæjarakstri. Lengd: 4.830 mm. Breidd: 1.895 mm. Hæð: 1.855 mm. Eigin þyngd: 2.110 kg. Veghæð: 23,5 cm. Sætafjöldi: 7. Drif: Tengjanlegt fjór- hjóladrif, lágt drif. Gírar: Invecs II sjálfskipt- ing, handvirk. Hemlar: Kældir diskar, ABS, EBD. Fjöðrun: Gormar að framan, fjölliða fjöðrun að aftan. Verð: 5.380.000 kr. Umboð: Hekla hf. Mitsubishi Pajero 3,5 GDI GLS Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki róttækar en vel til fundnar útlitsbreytingar á Pajero. Pajero í nýj- um klæðum REYNSLUAKSTUR Mitsubishi Pajero Guðjón Guðmundsson öllum gerðum. Þriðja bekknum er komið haganlega fyrir aftast í bíln- um þar sem hann fellur ofan í gólfið þegar hann er ekki í notkun. Með einfaldri aðgerð er hann reistur upp og hnakkapúðar tengdir við hann. Undir honum og aftan við bekkinn er jafnframt ágætt rými til hleðslu en auðvelt er jafnframt að fjarlægja bekkinn með öllu til að auka hleðslu- rýmið. Nýtískuvél og sjálfskipting 3,5 lítra, V6 vélin er með svoköll- uðum GDI-búnaði, sem Mitsubishi kynnti fyrst í Carisma fólksbílnum. Eldsneytinu er sprautað beint inn á strokka vélarinnar undir miklum þrýstingi sem tryggir jafnari nýt- ingu, meira afl og minni útblásturs- mengun. Vélin er þýðgeng og fremur hljóðlát miðað við slagrými og gefur bílnum ágæta hröðun og vinnslu. Pajero fylgir Invecs II sjálfskipt- ingin frá Mitsubishi í öllum gerðum nema 2,5 lítra dísilvélinni í GLX- gerðinni. Invecs II er skynræn skipting sem aðlagar sig að aksturs- lagi hvers og eins, en það sem er nýtt núna er að hún er með handvirkri sportskiptingu, sem gerir ökumanni kleift að velja sjálfur hvenær hann skiptir upp eða niður. Sjálfskiptingin er fimm þrepa. Þrátt fyrir að Mitsubishi hafi farið Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Landcruiser VX árg. 1991, ek. 267 þús., sjálfsk. Verð 1.950,000. Toyota Landcruiser 90 LX 38“, breyttur, árg. 1998, ek. 73 þús., 5 gíra. Verð 3.300,000. Áhvíl. lán 1.900,000. Toyota Landcruiser 90 VX árg. 1996, ek. 128 þús., sjálfsk., 7 manna. Verð 2.150,000. Nissan Patrol Elegance árg. 2000, ek. 53 þús., sjálfsk., 7 manna. Verð 3.650,000. Áhvíl. lán 1.900,000. Toyota Landcruiser VX 38“, breyttur, árg.1995, ek. 221 þús., sjálfsk. Verð 3.290,000. Áhvíl. lán 790.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.