Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 9
PEUGEOT 206 hefur verið einn sölu- hæsti bíllinn í Evrópu undanfarin misseri. Peugeot er þó ekki í rónni og er fyrirtækið langt komið með að þróa arftaka bílsins sem kallast 207. Ef marka má myndir sem birst hafa í er- lendum ritum virðist bíllinn ætla að verða róttækari en vænta mátti og tekur hann ýmsar línur frá stóra bróður 307. 207 fer í sölu árið 2005. Þótt hann sæki ýmislegt til 307 má líka sjá ættareinkenni frá RC hugmynda- sportbílnum sem var sýndur í París 2002. Bíllinn verður með stórri fram- rúðu, háu þaki og stórum aftur- hurðum. Líklegt er að hann verði snemma einnig boðinn í lang- baksútfærslu sem og þriggja og fimm dyra hlaðbökum með glerþaki eins og í 307 SW. 207 verður samt ekki mikið stærri en núverandi gerð 206. 10 cm meira hjólhaf ætti að þó að bæta úr fóta- rými inni í bílnum. Undirvagninn verð- ur náskyldur þeim sem Citroën C3 situr á. Botnplatan er sú sama og lík- legt er að hjólaupphengjur verði sams konar og í C3. Sömuleiðis verður 207 með sömu 1,1 l, 1,4 l og 2ja l dísilvélar og C3. Einnig verður hann með nýrri léttmálmsvél sem þróuð er í sam- starfi við Ford. Einnig fyrirhugar Peugeot að þróa tvær aflmeiri gerðir af bílnum. Annar verður með 2ja lítra, 180 hestafla bensínvél, sem einnig verður fáanleg í GTi-útfærslu núverandi 206, og hin með dísilvél með svipuðu afli. Flagg- skipið verður hins vegar svonefnd Roland Garros-útfærsla, með leðri, leiðsögukerfi og stafrænu loftkæli- kerfi. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í París haustið 2004. Bíllinn verður hærri og líkari 307. Peugeot 207 tekur við af 206 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 B 9 bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.