Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis, starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki í að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis og vinna samkvæmt því, tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins, ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 Örugg meðferð upplýsinga Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799 Námskeið 11. og 12. febrúar fyrir Á ÞEKKINGARDEGINUM sem Félag viðskipta- og hagfræð- inga stendur fyrir 6. febrúar verð- ur boðið upp á erindi um alþjóða- hugbúnaðarfyrirtækið SAS Institute sem vakið hefur mikla athygli fyrir einstaka fyrirtækja- menningu, en þema þekkingar- dagsins að þessu sinni er einmitt Fyrirtækjamenning – innri mark- aðssetning. Sem dæmi um gæði fyrirtækja- menningar SAS þá er fyrirtækið í 19. sæti á lista bandaríska tíma- ritsins Fortune yfir bestu vinnu- staðina í Bandaríkjunum, einu sæti ofar en Microsoft. Ánægja starfsmanna kemur reyndar ekki á óvart þar sem fyr- irtækið hlúir sérstaklega vel að starfsfólki sínum sem á móti skil- ar sér til baka í mikilli starfs- mannatryggð og starfsánægju og afslöppuðu og þægilegu andrúms- lofti. Dagvist er fyrir börnin á staðn- um, sem starfsmenn þurfa reynd- ar að greiða 250 dollara á mánuði fyrir, og starfsmenn geta borðað hádegisverð í rólegheitum með börnum sínum, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegt í því harða og hraða samkeppnisum- hverfi sem fyrirtækið starfar í. Boðið er upp á lifandi píanótónlist í matsalnum. Vinnudagurinn er 7 tímar og hætt er kl. 17. Starfs- menn hafa ótakmarkaða veikinda- daga, stunda jóga, knattspyrnu og fleiri íþróttir innan veggja fyr- irtækisins og þeir fá M&M kúlur alla miðvikudaga. Boðið er upp á nudd þegar á þarf að halda, menn fá hreinsun á íþróttafatnaði og læknisþjónustu meðal annars. Þetta hefur skilað því að starfs- mannaveltan hefur aldrei farið upp fyrir 5% þau 26 ár sem það hefur starfað. Velta fyrirtækisins hefur margfaldast og reksturinn skilar góðum hagnaði. Ánægt starfsfólk ódýrara En eru fríðindin ekki of kostn- aðarsöm fyrir fyrirtækið? Sam- kvæmt ráðningarfyrirtækjunum Hewitt Associates og Saratoga Institute kostar það fyrirtæki al- mennt á milli 1 og 2,5 árslaun þess starfs að skipta um starfs- mann. Eftir því sem starfið er umfangsmeira, því hærri er kostnaðurinn. Með því að reikna með 1,5 árslaunum miðað við meðallaun hjá SAS sem eru 50.000 $ (tæpar fjórar milljónir króna) sparar fyrirtækið um 67,5 milljónir dollara á ári miðað við hvað samkeppnisaðilarnir þurfa að punga út. SAS fær þannig 12.500 $ á ári á starfsmann sem fyrirtækið gæti eytt beint í fríð- indi fyrir hann. Mannauðsstjóri fyrirtækisins fær þessar 67,5 milljónir þó ekki beint upp í hend- urnar til að spila með, enda kostar öll ofangreind þjónusta við starfs- mennina langtum minna en sparnaðurinn sem hlýst af lágri starfsmannaveltu. Númer 43 á Forbes SAS Institute er með höfuðstöðv- ar í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum og er að 2⁄3 hluta í eigu Jim Goodnight og 1⁄3 hluta í eigu John Sall. Goodnight er nr. 43 á Forbes listanum yfir 400 ríkustu einstak- lingana í Bandaríkjunum með eignir að andvirði 235 milljarða króna og Salle er nr. 110 með eignir að andvirði 118 milljarðar króna. Starfsmenn fyrirtækisins eru 5.400 út um allan heim. Hugbún- aður frá SAS er meðal annars notaður af 100 stærstu fyrirtækj- um Bandaríkjanna og sem dæmi þá notar lyfjafyrirtækið Pfizer inc. hugbúnaðinn til að þróa ný lyf og bandarísk stjórnvöld nota hug- búnaðinn til að reikna neyslu- verðsvísitöluna. Erindið á þekkingardegi FVH flytur Michael Thystrup sölu- stjóri hjá SAS Institute í Dan- mörku en þar hefur hann unnið síðastliðin 16 ár. Einstakur vinnustaður Borða hádegisverð með börnunum og hlusta á ljúfa píanótónlist yfir matnum Starfsmenn SAS geta brugðið sér í leikfimi í hádeginu. SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, og LOGOS lögmannsþjónusta efndu á dögunum til námstefnu um samkeppnismál en markmið hennar var að stuðla að aukinni þekkingu stjórnenda fyrirtækja á samkeppn- ismálum og málsmeðferð samkeppn- isyfirvalda. Emil B. Karlsson hjá SVÞ segir að meðal þess sem fram kom á nám- stefnunni hafi verið umræða um hvernig samkeppnislögum er beitt auk þess sem fjallað var um vinnulag innan fyrirtækja varðandi sam- keppnismál. Fyrirtæki varnarlaus „Það er tiltölulega stutt síðan farið var að beita sektarákvæðum sam- keppnislaganna og samkeppnisyfir- völd hafa verið að móta sér reglur sem virðast ekki vera mjög skýrar, og það var gagnrýnt á námstefn- unni,“ segir Emil í samtali við Morg- unblaðið. „Athugasemdir samkeppn- isyfirvalda hafa einmitt komið fyrirtækjum í opna skjöldu því menn hafa oft ekki gert sér grein fyrir að þeir kynnu að vera að að brjóta sam- keppnislög,“ segir Emil. Hann segir að á námstefnunni hafi lögmenn sem unnið hafa að málum sem tengjast samskiptum Sam- keppnisstofnunar og fyrirtækja gagnrýnt harðlega hvað fyrirtækin eru varnarlaus þegar kemur að að- gerðum Samkeppnisstofnunar. Hann segir að hér á landi þurfi lít- ið til svo húsleitarheimild sé leyfð og þegar ráðist sé til inngöngu í fyr- irtæki komi það engum vörnum við í öllu ferlinu. „Framsögumenn og fundarmenn vildu að settar yrðu starfsreglur um hvernig þessum húsleitarheimildum og öðrum úrræðum Samkeppnis- stofnunar væri beitt.“ Vægari ástæður hér á landi Emil segir að menn telji almennt að vægari ástæður liggi til grundvallar beitingu húsleitarheimildar í fyrir- tækjum hér á landi en í nágranna- löndunum. „Oft þarf ekki nema ein- hverja blaðagrein eða óljósar ábendingar til að dómari veiti hús- leitarheimild samkvæmt því sem kom fram á námstefnunni,“ segir Emil. Hann segir ljóst miðað við aðsókn- ina á námstefnuna núna og aðra samskonar sem haldin var fyrir jól, að fyrirtæki virðast ekki vera nógu vel upplýst um samkeppnislögin og þyrsti í meiri fræðslu. „Það komu 110 manns á þessa tvo fundi, bæði æðstu stjórnendur og millistjórn- endur fyrirtækja úr öllum greinum. Mönnum fannst þetta mjög gagnlegt og við áttum í mestu erfiðleikum með að slíta fundunum, svo mikið var spurt út í hinar ýmsu greinar sam- keppnismála.“ Mikill áhugi á samkeppnismálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð mæting var á námsstefnu SVÞ og LOGOS um samkeppnismál. Telja að setja þurfi starfsreglur vegna húsleitarheimilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.