Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 11
Ofninn hitaður í 170 gráður. Smyrj- ið steikarpott að innan með smjöri og leggið lúðuflökin í pottinn. Kryddið með salti, pipar og svolitlu af aromati. Bræðið við vægan hita 3–4 matskeiðar af smjöri í potti. Saxið lauk, papriku og sveppi og setjið í smjörið og látið meyrna vel. Bætið út í rjómaosti, kryddosti, hum- ar-smurosti og sneið af piparosti. Látið ostana bráðna vel og hrærið stöðugt í. Því næst er tómatkrafti og sojasósu bætt út í. Hrærið og hellið síðan rjómanum út í og látið rétt krauma. Blandið út í svolitlu af kræk- lingi og skelflettum humar. Þykkja má sósuna með sósujafnara í eðli- lega sósuþykkt. Hellið sósunni yfir flökin og raðið aspargus ofan á. Að endingu er goudaosti dreift yfir. Rétturinn er bakaður í um 25 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 C 11 NFÓLK                                                      ! "#  ""$ % &     ' #($ ($)(*+,- ,-"$   .'#($ ($)"  /    0/    ÞAÐ eru eflaust margir fiskmetinu fegnir eftir kjötveisl- ur jóla- og áramótafagnaðanna. Heilagfiski er ekki síður hátíðarmatur og vel við hæfi nú á þorranum. Það er for- maður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Boga- son, sem býður upp á soðningu dagsins en á nýju daga- tali sambandsins er að finna fjölda girnilegra uppskrifta sem trillukarlar hafa eldað úr afla sínum. Verði ykkur að góðu! Flök af smálúðu 3–4 msk smjör 2 laukar 1 stór paprika 250 g sveppir 2 msk rjómaostur 1 msk kryddostur 1 msk humar-smurostur 1 sneið (1 sm) piparostur 1 msk tómatkraftur aspargus 3 gusur af sojasósu 3,5 dl rjómi kræklingur humar sósujafnari salt og pipar aromat goudaostur UPPSKRIFTIN Lúða að hætti formannsins S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN Arthur Bogason  Guðrún Jóhann- esdóttir hóf störf sem móttökustjóri hjá LOGOS lögmannsþjón- ustu þann 1. janúar síðastliðinn. Guðrún starfaði áður hjá Frí- korti ehf. 1997-2002, sem þjónustustjóri. Samhliða öðrum störfum árin 1985- 1996 starfaði Guðrún sem stjórnandi og kennari á Dale Carnegie nám- skeiðum. Árin 1974-1978 starfaði hún sem kennari við Laugarnesskóla. Guðrún Jóhannesdóttir lauk kenn- araprófi árið 1970 frá Kennaraskóla Ís- lands og stúdentsprófi þaðan ári síðar. Guðrún öðlaðist einnig réttindapróf sem Dale Carnegie kennari árið 1985, frá Dale Carnegie & Associates Inc. Pitts- burgh PA, til kennslu og stjórnunar á Dale Carnegie námskeiðum með áherslu á ræðumennsku og mannleg samskipti. Guðrún er í gift Skúla Þór Magnússyni, líffræðingi og framhaldsskólakennara og eiga þau tvö uppkomin börn. Nýr starfsmaður hjá LOGOS  ELÍSABET A. Cochran hefur keypt hlut í Argusi og er nú framkvæmdastjóri stof- unnar. Elísabet er grafískur hönnuður en hún hóf störf í faginu fyrir 20 árum og hefur hlotið mörg af eftirsóttustu verðlaunum, bæði innlendum og erlendum, fyrir verk sín, að því er segir í fréttatilkynningu. Und- anfarin ár hefur hún starfað bæði sem við- skiptafulltrúi og rekið eigið fyrirtæki. Hilmar Sigurðsson, stofnandi Argusar og rekstr- araðili frá upphafi, er stjórnarformaður og starfar sem hugmynda- og textasmiður. „Argus sem er elsta starfandi auglýs- ingastofa hérlendis veitir alhliða auglýs- ingaþjónustu bæði fyrir hefðbundna miðla og nýmiðlun. Á 35 ára starfsferli hefur Argus unnið aug- lýsinga-, markaðs- og kynningarstarf fyrir leiðandi fyrirtæki í flestöllum greinum við- skiptalífsins,“ að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Nýr framkvæmda- stjóri Argusar Hilmar Sigurðsson og Elísabet A. Cochran. ● NÝVERIÐ var Thor Ólafsson heiðr- aður fyrir framúrskarandi árangur við kennslu og þjálfun hjá Dale Carn- egie. Samtals eru rúmlega 2.400 þjálfarar starfandi við þjálfun og kennslu hjá Dale Carnegie í 90 lönd- um og var Thor einn af 10 sem hlutu þessa viðurkenningu, að því er segir í fréttatilkynningu. Í lok hvers námskeiðs hjá Dale Carnegie þurfa þátttakendur um all- an heim að svara 26 spurningum er varða gæði námskeiðsins, efni þess og framsetningu. Fjöldi þessara spurninga lýtur beint að frammi- stöðu þjálfarans og er sú einkunn notuð til að skera úr um hvaða ein- staklingar hljóta viðurkenningu hverju sinni. Flestir þeir sem hljóta viðurkenn- ingu af þessu tagi hafa stundað þjálfun og kennslu hjá Dale Carnegie um langt árabil. Thor hefur aðeins starfað hjá Dale Carnegie í eitt og hálft ár, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Íslendingur heiðraður af Dale Carnegie ● SJÓNVARPSSTÖÐIN Stöð 2 er bú- in að endurbæta vefsvæði sitt og er það komið í loftið. Sjónvarpsstöðin er í eigu Norðurljósa og er þetta vef- svæði hluti af nýju átaki Norðurljósa í vefmálum. Ráðgjafar- og hugbún- aðarhúsið Innn sá um hönnun vef- svæðisins í samstarfi við markaðs- deild Norðurljósa og var vefurinn settur upp með nýjustu útgáfu vef- stjórnarkerfisins LiSA frá Innn. Stöð 2 með endurbættan vef ll STUTT ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.