Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 C 7 NVIÐSKIPTI SJÁVARÚTVEGUR na þörf á skipstjórnar- r brugðist við minni stengdu námi með mæli sjálf að mennt- eð því að taka yfir kja kennslu innan afa fyrirtækin sjálf staðið fyrir námskeiðahaldi og endur- menntun starfsfólks síns. Ein veigamesta breytingin á sjávarút- vegstengdu námi hér á landi á síðustu ár- um verður þegar Menntafélagið ehf. tekur við rekstri Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands samkvæmt verksamn- ingi félagsins og menntamálaráðuneytis- ins. Samningurinn er til 5 ára og tekur gildi 1. ágúst nk. Að Menntafélaginu standa Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða og Samorka, samtök orkuframleiðenda í land- inu. Auk fulltrúa þessara fyrirtækja eiga forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og formaður Vélstjórafélags Ís- lands sæti í stjórn félagsins. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, er ekki í nokkrum vafa um að bæði nemendur og atvinnulífið hafi ávinn- ing af því að tengja fræðslustarfsemina at- vinnulífinu með þessum hætti. Með einka- væðingu skólanna sé gerð sú krafa að reksturinn verði lipur og sveigjanlegur, enda sé hann háður þörfum og óskum á vettvangi. Friðrik segir að stefna þeirra samtaka sem að Menntafélaginu standa sé að starfsfólk þess hafi góða menntun og þjálfun sem hæfi þeim verkefnum sem því eru falin. Þá sé framþróun námsbrautanna mikilvæg, sem og margvísleg símenntunar- verkefni og þróunar- og ráðgjafarverkefni fyrir atvinnugreinarn- ar. „Við vonum að með nánara samstarfi skóla og atvinnulífs takist að styrkja starfsemi skól- anna og gera námið eft- irsóknarverðara. Það stendur ekki til að gera byltingu í starfsemi skólanna heldur mark- miðið fyrst og fremst að gera gott starf enn betra,“ segir Friðrik. Rétt er að taka fram að samningurinn við Menntafélagið snýr aðeins að stofnana- skipulagi og rekstri. Þróun námsbrautanna í skólunum verður eftir sem áður á vett- vangi menntamálaráðuneytisins og starfs- greinaráðs. Þó má telja líklegt að tengsl skólanna við atvinnufyrirtæki í greininni muni nýtast betur hvað varðar t.d. nám- skeið, símenntun og þróunar- og rann- sóknaverkefni. Sú reynsla og þekking sem þar verður til mun síðan væntanlega hafa áhrif á kennsluna og námsefnið og þar af leiðandi tillögur til starfsgreinaráðs og menntamálaráðuneytis um framþróun námsbrautanna. Fyrirtækin annast námskeið Sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki tengd sjávarútvegi hafa síðustu misseri í auknum mæli staðið að námskeiðahaldi fyrir starfs- fólk sitt þar sem boðið er upp á ýmis nám- skeið sem tengjast bæði starfi og daglegu lífi utan fyrirtækisins, ýmist í samstarfi við starfsmenntasjóði eða ein og sér. Á haustdögum ársins 2001 réðst Útgerð- arfélag Akureyringa í að stofnsetja sér- stakan skóla, ÚA-skólann, með það að markmiði að bjóða öllu landvinnslufólki ÚA upp á úrval af námskeiðum, þar sem starfsfólki gefst tækifæri á því að auka færni sína, bæði í starfi og leik. Þá hefur Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað, í sam- vinnu við AFL-starfsgreinafélag Austur- lands og Fræðslunet Austurlands, sett á fót sérstaka Menntasmiðju fyrir starfsfólk SVN. Fræðslusjóðurinn Landsmennt styrkir verkefnið. Eins má nefna að Sæ- plast hf. á Dalvík hefur skipulagt fjölbreytt námskeiðahald fyrir starfsmenn fyrirtæk- isins í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um samskipti og stjórnun, ýmsa þætti í framleiðslu fyrirtækisins, öryggis- og réttindamál og almennt um starfsemi Sæplasts. Starfsumhverfið hefur breyst Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar skipu- leggur fræðslustarfsemi fyrir starfsfólk í fiskiðnaði en nefndin stendur fyrir nám- skeiðahaldi af ýmsu tagi, gefur út námsefni og kynningarbæklinga um sjávarútveg og stuðlar að aukinni gæðavitund starfsfólks í sjávarútvegi með ýmsum hætti. Arnar Sig- urmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, veitir Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar forstöðu. Hann segir að námskeiðahald innan fyrirtækja hafi komið til viðbótar við kjarasamningsbundin nám- skeið. Það sé jákvæð viðbót. Hann segir vitanlega miður að ekki hafi lengur verið grundvöllur fyrir starfsemi Fiskvinnslu- skólans í Hafnarfirði. „En staðreynd máls- ins er sú að starfsumhverfið hefur breyst. Nú er meira um starfstengt námskeiðahald og verkefnin innan fyrirtækjanna eru sér- hæfðari. Þá hefur komið til starfa fólk með betri og lengri menntun á þessu sviði, með- al annars frá Háskólanum á Akureyri,“ segir Arnar. Meiri aðsókn á Akureyri Aðsókn að sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri varð mest árið 1994 þegar 40 nemendur stunduðu námið. Síðan dró mjög úr aðsókninni og urðu nemendurnir fæstir 10 talsins. Skipulagi deildarinnar var breytt á síðasta ári, hún heitir nú auðlindadeild og er sjávarútvegsbraut ein af fjórum náms- brautum deildarinnar. Að sögn Eyjólfs Guðmundssonar, starfandi forstöðumanns auðlindadeildar, hefur aðsókn að sjávarút- vegsbraut aukist eftir þessar breytingar. Eyjólfur segir samstarf skólans við sjáv- arútveginn að mestu byggjast á persónu- legum tengslum, það er að starfsmenn inn- an greinarinnar taki að sér kennslu við skólann. Þá hafi nemendur unnið lokaverk- efni sín í samstarfi við sjávarútvegsfyrir- tæki og gjarnan undir handleiðslu starfs- manna fyrirtækjanna. Þessi samvinna hafi alla tíð gengið vel og í mörgum tilfellum hafi fyrirtækin hrint verkefnunum í fram- kvæmd að hluta eða öllu leyti. Eyjólfur segir erfitt að meta hvort áhugi ungs fólks á sjávarútvegi hafi dvínað, vegna þess að fólk með ólíka menntun sæki inn í greinina. Hins vegar sé eðlilegt að sjávarútvegurinn taki þátt í að móta menntun í greininni, frá framhaldsskólastigi upp á æðsta háskóla- stig. Hann bendir á að Háskólinn á Akureyri sé nú þátttakandi í stefnumótunarverkefni í þorskeldi, ásamt Haf- rannsóknastofnun, ráðuneytum og sjávar- útvegsfyrirtækjum. Hið sama mætti gera varð- andi fleiri þætti. „Vaxt- arbroddar sjávarút- vegsins eru í hliðargreinum á borð við fiskeldi og líf- tækni. Ég tel að áhugi á þessum greinum sé fyrir hendi en það þarf að móta heild- arstefnu varðandi menntunina til að laða ungt fólk til starfa í greininni,“ segir Eyj- ólfur. Þverfagleg nálgun skynsamleg Hjá Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands er boðið upp á þverfaglegt nám á meist- arastigi, þ.e. nám sem spannar efni úr mörgum deildum skólans. Þetta er tveggja ára nám að lokinni fyrstu háskólagráðu og er samsett úr námskeiðum og rannsókn- arverkefni. Námið hófst 1995 og hefur nemendafjöldi verið nokkuð jafn, um 10–15 nemendur í námi á hverjum tíma. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar, segist þeirrar skoðunar að þverfagleg nálgun við nám á háskólastigi um sjávarútveg sé skynsam- leg en telur ennfremur rétt að tengja sjáv- arútvegsfræði við nám um nýtingu og vernd auðlinda í breiðari skilningi, svipað og Háskólinn á Akureyri hefur gert í grunnnáminu. „Þar eigum við samleið með öðru þverfaglegu meistaranámi, til dæmis í umhverfisfræðum. Auðlindanýting er kjör- ið svið fyrir þverfaglega nálgun. Hvað varðar nám á öðrum skólastigum, einkum starfsnámið, er ljóst að þær leiðir sem reyndar hafa verið undanfarin ár hafa ekki skilað þeim árangri sem menn höfðu von- ast eftir. Ég held að það sé mikilvægt að setja sjávarútveg í breiðara samhengi og skipuleggja nám honum tengt þannig að það gefi góða möguleika á starfi í öðrum geirum líka. Unga fólkið vill ekki takmarka sig við vinnu á sjó eða „í fiski“. Skipstjórn- arnám þarf því til dæmis að gefa fulla möguleika á áframhaldi eða tengingum yfir í aðrar greinar, svo að menn hafi ekki á til- finningunni að þeir muni festast í sjó- mennskunni og vera illa settir þegar þeir vilja fara í land. Starf skipstjórans verður sífellt flóknara og tæknivæddara. Þeir stýra hátæknivinnustöðum við erfiðar að- stæður og eru sums staðar orðnir eins kon- ar verksmiðjustjórar, sem þurfa að taka flóknar ákvarðanir til að skila sem mestum verðmætum með sem minnstum tilkostn- aði. Þar að auki þurfa þeir að kunna góð skil á starfsmannastjórn. Mér finnst ástæða til að kanna hvort skipstjóranám á ekki heima á háskólastigi.“ Guðrún segir að fiskvinnsla hér á landi sé orðin hágæðamatvælavinnsla og starfs- fólk hennar þurfi því þjálfun til slíkra starfa. „Eftir því sem vinnuaðstæður fólks batna og menntun fólks í greininni eykst breytist ímynd starfanna og sú virðing sem borin er fyrir þeim. Þar með kemur líka meiri festa á starfsmannahópinn, sem skiptir miklu fyrir alla aðila.“ Guðrún segir að í flestum námsgreinum séu góð tengsl við atvinnulífið mikil bless- un. Þátttaka hagsmunasamtaka í skip- og vélstjórnarnámi sé þannig spennandi til- raun. Hún segir mikilvægt að endurskipu- leggja skipstjórnarnámið í ljósi þess hvern- ig það er orðið og mun þróast. „Síðan þarf að gæta vel að tengingum yfir í aðrar greinar, þannig að sjávarútvegurinn lokist ekki inni. Nemendur þessa skóla þurfa að eiga greiðan aðgang í áframhaldandi nám af ýmsu tagi í öðrum skólum. Þessi nýi skóli á góða möguleika á að skapa sjáv- arútvegstengdu starfsnámi ferska ímynd, sem getur laðað góða nemendur til þessara mikilvægu starfa,“ segir Guðrún. tvegurinn r sig sjálfur .................. S j á v a r ú t v e g s f y r - i r t æ k i h a f a s í ð u s t u m i s s e r i í a u k n u m m æ l i s t a ð i ð a ð n á m - s k e i ð a h a l d i f y r i r s t a r f s f ó l k s i t t .................. hema@mbl.is m mæli komið að menntun innan greinarinnar á síðustu misserum Morgunblaðið/Ásdís gs- n- di H, taka óun s- r- m tvegi. sjáv- m- við- il liðs nem- nem- ar. það með uðum innar áv- linga g hjá r í Meðal án a. um mikilvægi fiskveiðistjórnunar og sjónarmið skyn- samlegrar nýtingar á fiskistofnum og rakti ýmis hugtök og aðferðir í fiskifræði, aðferðir við stofnmælingar, helstu skipagerðir, veiðarfæri og fiskistofna. Hann segir nemendurna vissulega vera misvel að sér varðandi þessi mál. „Þeir voru hinsvegar mjög áhugasamir og spurðu margra og skemmtilegra spurninga, helst um samspil fiskveiðistjórnunar og fiskifræði og hvort árangurinn væri eins og að er stefnt. Mér finnst þetta gott framtak og Háskólinn á hrós skilið fyrir að bjóða upp á námið. Mér hefur lengi fundist undarlegt hversu lítið er fjallað um sjávarútveg í menntakerfinu, á öllum skólastigum, og það er sannarlega þörf á að bæta þar úr. Sjávarútvegur er það stór þáttur í íslensku efnahagslífi og nauðsynlegt er að allir þekki vel til greinarinnar,“ segir Kristján. Árni Geir Pétursson, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, rakti sögu og uppbyggingu SH í fyrirlestrum sínum á nám- skeiðinu, einkum samspil gæða, markaðssetningar og vörumerkja. Árni fór sérstaklega yfir markaðssetningu sjávarafurða í Bretlandi, stöðu einstakra tegunda og hvað stjórnar sölu þeirra. „Mér fannst nemendur mjög áhugasamir um stöðu Íslands gagnvart erlenda sjávaraf- urðamarkaðnum,“ segir Árni Geir. „Það virtist koma þeim á óvart hversu markaðurinn er þróaður, sérstaklega varðandi kælda sjávarrétti, og þeir höfðu mikinn áhuga á möguleikum á vinnslu slíkra rétta hérlendis. Það er greinilegt að námið hefur aukið mjög á þekkingu nem- endanna á íslenskum sjávarútvegi og veitt þeim góða innsýn í greinina,“ segir Árni Geir. Örn Viðar Skúlason, aðstoðarforstjóri SÍF hf., fjallaði í fyrirlestrum sínum um hlutverk, stefnu og áherslur SÍF, starfsemi félagsins á Íslandi og á erlendum mörkuðum, einkum kjarnamörkuðum í Frakklandi, Bandaríkjunum Spáni og Bretlandi. Hann segir nemendur hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga og varpað fram mörgum krefjandi spurningum. „Það sýnir að þetta framtak Há- skólans í Reykjavík var mjög þarft og jafnvel að það er þörf á meiri fræðslu innan skólakerfisins á þessari und- irstöðuatvinnugrein. Ég tel við þurfum að setja enn meira af okkar hugviti í að vinna úr þeim tækifærum sem eru á þessu sviði. Það má því gera meira af þessu tagi til að kveikja áhuga ungs menntafólks á sjávarútvegi, í því skyni að nýta krafta þeirra og hugmyndir síðar meir,“ segir Örn Viðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.