Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 C 9 NÚR VERINU LOFOTEN - NOREGI Væröy frystigeymsla ehf. Værøy fryselager AS 8063 Værøy, Noregi. Frystilagerinn vestast í Lofoten. Góð lega - í miðju hafi Góður valkostur fyrir fiskiflotann. - Sími: +47 926 95 111. Fax: +47 760 95 460. Frekari upplýsingar á íslensku: www.fryselageret.no UM nýliðin áramót voru þrjátíu ár liðin frá því að Kristján Helga- son, hafnarvörður í Ólafsvík, hóf störf sem hafnarvörður. Fréttarit- ari settist yfir kaffibolla með Krist- jáni og spurði hann hvenær hann hóf störf sem hafnarvörður. „Í des- ember 1972 var mér boðin vinna við höfnina og átti að hefja vinnu 2. jan- úar 1973. Þá var Olgeir Gíslason hafnarvörður og var hugmynd hafnarnefndar að bæta við manni.“ Var mikið um að vera á höfninni þá? „Já, það voru mikil umsvif hjá höfninni á þessum tíma, bæði af bátum og skipum, skipstjórarnir máttu þá fiska eins og þeir gátu og var þá róið frá því eldsnemma á morgnana og lent seint á kvöldin. Mikil örtröð var við þær bryggjur sem þá voru, en það var þá Norð- urgarðurinn og trébryggjan, bátar margir og stórir og margir menn við hvern bát. Þá hafði hver útgerð sína föstu bíla sem lönduðu úr bát- unum og var oft mikil umferð á tré- bryggjunni. Þó man ég ekki eftir neinum meiri háttar slysum á mönnum eða á ökutækjum.“ Komu mörg skip til lestunar þá? „Já, já, í mörg ár sáum við um út- skipun á fiski og fiskafurðum í skip- in, það var algengast að við skip- uðum út svona 300 til 500 tonnum af fiskafurðum á mánuði. Svo komu olíuskip og strandferðaskip, þá var oft þröngt í höfninni. Síðan komu togararnir og var mikið um land- anir úr þeim, við töldum þá kassana sem upp komu úr þeim. Þetta er búinn að vera ágætur tími, margt skemmtilegt gerst og stundum árekstrar en allir komist heilir frá því.“ Að lokum vildi Kristján geta þess að það eru góðir strákar við stjórn- völinn á bátunum og þeir skilja vel það sem hafnarverðirnir eru að gera og fara eftir því. Morgunblaðið/Alfons Kristján Helgason á vigtinni, þar sem hann hefur starfað í 30 ár og segist alltaf hafa haft nóg að gera. Þrjátíu ár sem hafnarvörður Ólafsvík. Morgunblaðið. FISKVÉLAR ehf. í Garðabæ hafa hannað og smíðað nýja gerð af hausara fyrir sjófrystiskip. Hausarinn hefur þegar verið sett- ur um borð í tvö skip, Sléttbak EA og Vestmannaey VE, auk þess sem tækið verður settur um borð í Þór HF. Að sögn Alberts Svavarssonar, fjármálastjóra Fiskvéla, er í haus- aranum, sem er af tegundinni F-402, að finna ýmiskonar nýjung- ar. M.a. er í honum stillanlegur halli á hníf sem Albert segir að gefi tækifæri á betri nýtingu, sér- staklega í bolfiski. Fiskur komi venjulega hallandi á færibandi að hausaranum, sem skeri þar af leið- andi alltaf aðeins meira af öðru flakinu og dragi þannig úr nýtingu. Með því að geta stillt hallann á hnífnum, komi hann beint á fiskinn og skilji jafn mikið eftir á báðum flökum. Þá eru í hausaranum mun færri slitfletir en í eldri gerðum. Í henni eru þrír vatnsheldir og ryðfríir mótorar sem Albert segir að hafi reynst vel. Á hausaranum er hraðastilling á færibandi og öllum mótorum og því hægt að breyta af- kastahraða eftir því hvaða hráefni er unnið. Albert segir að til dæmis þurfi að auka hraðann í karfa- vinnslu en hægja á afköstunum þegar unninn er þorskur. Við hausarann er stillanlegt inn- mötunarborð, auk þess sem sugu- op, fyrir sog á slógi, er stillanlegt. Þá eru á vélinni ýmsar lausnir sem bjóða upp á að mjög fljótlegt er að opna mikið inn á vélina sem eykur þægindi við þrif, auk þess sem hún er öll úr tæringarþolnum efnum. Virkar samkvæmt óskum Albert segir að fyrirtækið bindi miklar vonir við að hausarinn muni bæta afkomu þeirra skipa sem eru að taka hann í notkun. Sama megi segja um þær útgerðir sem nú hafi ákveðið að taka hann í notkun sem megi sjá af þeirri staðreynd að jafnvel nýlegum hausurum, af öðr- um gerðum, hafi verið skipt út fyr- ir þennan. „Þeir sem vinna með vélarnar um borð í skipunum, „Baader-mennirnir svokölluðu, láta mjög vel af vélinni og segja okkur að hún sé að virka samkvæmt okk- ar ýtrustu óskum,“ segir Albert. Hausari bætir nýtingu Morgunblaðið/Golli Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Fiskvéla, og Albert Svavarsson fjármálastjóri við nýja hausarann sem þeir segja að geti bætt verulega nýtingu í bolfiskvinnslu. VERKFRÆÐISTOFA Sigurðar Thoroddsen hf. og Línuhönnun hf. hafa tekið upp samstarf með það í huga að samnýta þá sérfræðiþekk- ingu sem starfsmenn fyrirtækjanna búa yfir og hyggjast bjóða íslenskum fiskeldisfyrirtækjum alhliða þjón- ustu á sviðum umhverfis- og öryggis- mála auk hagnýtra rannsókna fyrir fiskeldi. Markmið samstarfsins er að samnýta í þágu fiskeldisfyrirtækja á Íslandi þá þekkingu og reynslu sem liggur innan fyrirtækjanna, m.a. á sviði umhverfisráðgjafar og um- hverfisvöktunar, efnamælinga, rann- sókna, fiskifræða, straumfræðilegra athugana, ölduálags, fiskeldis al- mennt og köfunar. „Vöxtur þorskeldis á Íslandi hefur verið nokkuð hraður síðustu árin þó svo að enn sé ekki um að ræða mjög umfangsmikla atvinnugrein. Segja má að vöxtur þekkingar og reynslu þjónustufyrirtækja innan fiskeldis hafi ekki vaxið sömu skrefum. Með þessu samstarfi verður til öflug líf- fræðileg og tæknileg ráðgjafarþjón- usta á breiðu sviði, en fyrirtækin telja að fiskeldisfyrirtæki þurfi á slíkri ráðgjöf að halda við undirbún- ing og skipulagningu framkvæmda, vegna starfs- og rekstrarleyfa og al- mennt við rekstur eldisstöðva. Innan þróunar- og umhverfissviðs VST er afar öflug þekking á sviði straumfræða og dreifingar mengun- ar í sjó og vötnum, og þar starfa sér- fræðingar á sviði umhverfismála og fiskifræði. VST hefur unnið að verk- efnum á sviðum sem tengjast fiskeldi og mun að auki sinna beinum mæl- ingum á straumum sem fyrirtæki í einkageiranum hér landi hafa ekki sinnt til þessa. Umhverfis- og öryggissvið Línu- hönnunar hefur unnið að fjölbreytt- um verkefnum og verið leiðandi ráð- gjafaraðili hér á landi á sviði fráveitumála og einnig mengunar- mála í sjó og vötnum. Línuhönnun rekur eigin rannsóknastofu þar sem efnafræðingar sinna sýnatökum og efnagreiningum auk þess að hafa sjávarlíffræðing innanborðs,“ segir meðal annars í frétt um samstarf fyrirtækjanna. Bjóða þjónustu á sviði umhverfis- og öryggismála SMÁBÁTURINN Víkurberg SK frá Haga- nesvík í Fljótum hefur verið seldur Fisk- kaupum hf. með öllum aflaheimildum. Fiskkaup er fyrirtæki á vegum Jóns Ás- björnssonar hf. Víkurberg SK hefur á undanförnum ár- um lagt upp afla sinn á Siglufirði en með skipinu fylgdi kvóti sem nemur um 50 þorskígildistonnum, að mestu þorskur. Skipamiðlunin Bátar & kvóti annaðist sölu á skipinu. Eggert Sk. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Báta & kvóta, sagði að söluverð skipsins væri trúnaðarmál. Byggðaráð sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum hinn 10. janúar sl. að nýta sér ekki þann forkaupsrétt sem sveitarfélagið hefur samkvæmt lögum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Víkurberg SK selt með kvóta FISKISTOFNAR þola beturveiðar Færeyinga, en þær veiðar sem Danir og aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf stunda. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar sem tveir kanadískir fræðimenn hafa gert. Hafa þeir borið saman veiðar ellefu þjóða við Norður-Atlantshaf og halda því fram að Færeyingar gangi minnst á fiskistofnana og að veið- ar þeirra séu sjálfbærari en ann- ars staðar. Fjallað er um skýrslu Kanada- mannanna á heimasíðu Norður- landaráðs. Fræðimennirnir segja að torvelt geti verið að reikna út hvað sjálfbærar veiðar séu, því kanna þurfi vistvænar, félagsleg- ar og efnahagslegar hliðar veið- anna ásamt öðrum þáttum. Fær- eyingar fengu þó flest stig fyrir sjálfbærar veiðar þegar bornar voru saman ólíkar hliðar fisk- veiða. Grænlendingar voru í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja. Fiskveiðar Íslendinga lentu í fjórða sæti. Færeyingar voru einnig í efsta sæti í skýrslu sem gerð var um fiskveiðar í vestnorrænu ríkjun- um, í Evrópusambandinu og í Eystrasaltsríkjunum. Þeir voru þar fremstir í flokki fyrir að stunda hagkvæmustu veiðarnar og jafnframt fyrir mestan vöxt í sjávarútvegi á árunum 1996– 2002. Færeyingar fremstir í fiskveiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.