Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 FIONA Mac- Carthy sendi nýlega frá sér ævisögu George Gord- ons, eða Byron lávarðs eins og hann er betur þekktur. Bókin ber heitið Byron – Life and Legend, en þar heldur MacCarthy því staðfastlega fram að skáldið hafi verið samkyn- hneigt, ekki tvíkynhneigt líkt og áður hefur verið talið. Að sögn MacCarthy var hinn eina sanna ást Byrons þannig John Edles- ton, kórdrengur sem hann átti í sambandi við á háskólaárum sín- um í Cambridge. Þó New York Times telji fullyrðingu Mac- Carthy um kynhneigð skáldsins vafasama telur blaðið bókina engu að síður vel til þess fallna að vekja áhuga nýrra lesenda á Byron svo framarlega sem þeir falli ekki í þá gryfju að telja sig hafa öðlast fullnaðar skýringu á öfgakenndri hegðun skáldsins. Texas og forsetastóllinn BANDARÍSK utan- og innanrrík- ismál hafa verið mikið í um- ræðunni í kjölfar árásanna á Tví- buraturnana og stjórnartíð George W. Bush núverandi for- seta þá ekki síður. Ekki eru allir jafn hrifnir af forsetanum líkt og bók Michael Lind, Made in Texas – George W. Bush and the South- ern Takeover of American Poli- tics, ber með sér. En í bókinni, sem að stórum hlut snýr að árum Bush sem ríkisstjóra, sér Lind Texas fyrir sér sem tvískipt fylki þar sem andstæðar hefðir takast á. Að mati New York Times Book Review er lýsing Lind á komu Bush í forsetastólinn hins vegar mun áhugaverðari, en höfund- urinn dregur þar upp ófagra mynd þar sem hann segir forset- ann hafa notað vald sitt til koma fram efnahags- og utanrík- isstefnu þeirra sem hvað lengst séu til hægri í pólitík Suðurríkj- anna. Rétti maðurinn GEORGE W. Bush er séður í öllu jákvæðara ljósi í bók David Frum, The Right Man – The Surprise Presidency of Georgy W. Bush, en Frum starfaði í rúmt ár sem einn af ræðuhöfundum forsetans. Framan af eru lýs- ingar Frum á forsetanum áhuga- verðar að mati Economist sem segir hann hins vegar tapa þræð- inum og týna sér í lofræðu þar sem forsetinn og stefnumál hans eru mærð til hins ítrasta. Mailer áttræður RITHÖFUNDURINN Norman Mailer sem ekki bjóst við að ná fertugu fagnaði í gær áttræð- isafmæli sínu, en Mailer sendi ný- lega frá sér bókina Spooky Art þar sem hann fjallar um skrif, auk þess sem þar eru end- urbirtar rit- gerðir og við- töl m.a. um þol og hið yf- irskilvitlega. Bókin hefur fengið misjafnar viðtökur og hafði New York Times eftir höfundinum að hann væri ekki viss hvort hann ætti eftir að senda frá sér aðra bók en viðurkenndi engu að síður að hann væri með stórt verk í smíðum sem hann neitaði þó að ræða frekar. ERLENDAR BÆKUR Ævi og goð- sögn Byrons Byron lávarður Norman Mailer Í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn fimmtudag er frétt þar sem Norman Schwarzkopf hershöfðingi, sem stjórn- aði liði bandamanna í Persaflóastríðinu árið 1991, er sagður vara við stefnu bandarískra stjórnvalda. Hann er sér- staklega gagnrýninn á framgöngu varnarmála- ráðherrans Donalds Rumsfeld sem notar hvert tækifæri til að koma fram í sjónvarpi eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst, og „virðist stundum næstum njóta þess“, en þessi gamal- reyndi hermaður segir menn eiga að varast að njóta þess að heyja stríð. Schwarzkopf er ekki sá eini sem varar við þeirri léttúð sem virðist einkenna afstöðu vest- rænna ráðamanna til fyrirhugaðra árása á Írak. Stríðsfréttamaðurinn Robert Fisk, sem skrifar m.a. fyrir breska blaðið The Independent, segir baráttuna um álit almennings ekki aðeins háða í sjónvarpi og dagblöðum, heldur einnig í bókum af öllum stærðum og gerðum, ekki síst á kaffiborð- um Bandaríkjamanna þar sem hver viðhafnarút- gáfan rekur aðra – tröllvaxnar ljósmyndabækur með klisjukennda titla á borð við Á helgri grund, Svo að aðrir megi lifa, Reiði í nafni drottins, Það sem við sáum, Síðasta víglínan og Skuggi sverðs- ins. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi smám saman misst sjónar á þeim hryllingi sem dundi yfir heimsbyggðina 11. september 2001. Hann hefur smám saman vikið fyrir jákvæðari tákn- myndum af hetjum og fórnfýsi, upphöfnum smekklega á grúfu, eða með annan arminn fyrir andlitinu og líta ekki út fyrir að vera mikið skemmdir. „Það er næstum eins og þeir sofi,“ hugsum við og nælum okkur í annan bita af sunnudagssteik- inni. Raunveruleikinn er annar og hann ratar ekki inn á heimili okkar. Stundum eru stríð óumflýjanleg, en þá eiga þau að vera ráðamönnum og almenningi þung- bær lausn. Að mínu mati ættu raunveruleg lýð- ræðisríki að draga upp skýra mynd af öllum þeim hörmungum sem fylgja vopnuðum átökum. Við eigum að axla byrðarnar sem fylgja ákvörðunum okkar, jafnvel þegar þær reynast réttmætar. Í „Glaða stríðsmanninum“ eftir enska skáldið Herbert Read er að finna þessar írónísku línur um hermann úr heimsstyrjöldinni fyrri. Þar dregur hann fram í fáum orðum andstæður róm- antíska stríðsmannsins og morðæðisins á vígvell- inum: Hann getur ekki öskrað. Blóðidrifið munnvatnið lekur niður ólögulegan jakka. Ég sá hann stinga og aftur stinga vel drepinn Húna. Þetta er glaði stríðsmaðurinn, þetta er hann … myndum af mannlegum harmleik, sem geta verið fullar af reisn, en verða gjarnan niðurlægjandi tilfinningaklám í höndum bandarískra frétta- snápa. Jákvæðu ímyndirnar eru vissulega mikilvægar og gera mörgum kleift að takast á við lífið á nýjan leik, en þær mega ekki deyfa okkur fyrir raun- veruleika hörmunganna – að þúsundir saklausra borgara létu lífið á hryllilegan hátt. Og ekki má líta framhjá þeirri staðreynd að ef stríð skellur á munu þúsundir annarra saklausra borgara láta lífið og dauði þeirra verður ekkert merkingarrík- ari fyrir þá sök að banamennirnir eru fulltrúar hrikalega jákvæðra sjónarmiða. Robert Fisk hefur ferðast um vígvelli heims- ins. Hann telur fjölmiðla ganga of langt í því að verja vestræna áhorfendur fyrir andstyggðum stríðsins. Í kvöldfréttunum liggja hinir föllnu FJÖLMIÐLAR ... ef stríð skellur á munu þús- undir annarra saklausra borg- ara láta lífið og dauði þeirra verður ekkert merkingarríkari fyrir þá sök að banamennirnir eru fulltrúar hrikalega já- kvæðra sjónarmiða. G U Ð N I E L Í S S O N GLAÐI STRÍÐSMAÐURINN IEnn um höfundarhugtakið. Í þetta sinn vegnadeilna sem komið hafa upp hér í Lesbók í kjölfar útgáfu á Ritsafni Snorra Sturlusonar þar sem Egils saga er í fyrsta sinn prentuð undir höfundarnafni Snorra. Guðrún Nordal gagnrýndi þessa útgáfu hér í blaðinu í desember síðastliðnum og sagði að hvað sem liði öllu tali um Snorra sem höfund Eglu væri hann ekki höfundur þeirrar Eglu sem við lesum í útgáfum í dag. „Eða í þeirri útgáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans.“ Í Lesbók í dag svara Vésteinn Ólason, sem ritaði innganginn að Ritsafninu, og Örnólfur Thorsson, sem sat í rit- stjórn útgáfunnar, þessari gagnrýni og færa rök fyr- ir því að Snorri sé að öllum líkindum höfundur Eg- ils sögu. IIAð öllum líkindum. Í þessum orðum kjarnastdeilan. Þegar upp er staðið verður sennilega aldrei hægt að komast til botns í því hvort Snorri var sá sem setti Egils sögu fyrst á skinn, hvort það var hann sem setti hana saman í upphafi. Það stendur nefnilega hvergi að hann hafi samið þessa sögu. Það stendur reyndar ekki höfundarnafn við neina Íslendingasögu. Þær eru höfundarlausar bókmenntir eins og flestar íslenskar bækur frá mið- tali í Lesbók fyrir viku að höfundar miðalda hafi verið safnarar, þeir byggðu á eldra efni sem þeir settu saman á sinn hátt og bjuggu þannig til verk með ákveðna merkingu. Þannig má gera ráð fyrir að höfundur Eglu hafi þekkt sögur af Agli, senni- lega varðveittar bæði í munnmælum og rituðum heimildum, sem hann setti saman í sögu sem við þekkjum nú í yngra handriti, að öllum líkindum talsvert breytta. Með þessu er í raun verið að segja að höfundar miðaldabókmennta hafi gegnt svip- uðu hlutverki og ritstjóri dagblaðs nú á dögum; rit- stjórinn raðar sögum sem hann hefur frá öðrum saman á blöð og myndar þannig eina heild, heild sem gefur skýra hugmynd um samfélag hvers tíma þegar vel tekst til. Auðvitað getur útkoman end- urspeglað hugmyndir og tilfinningalíf ritstjórans að einhverju leyti en varla með jafn skýrum hætti og skáldsaga eftir rithöfund frá sama tíma. Mun- urinn er sá að nútímahöfundurinn hefur frjálsari hendur með öflun efnis, hann getur vissulega not- ast við sögur úr sarpi samfélagsins og fortíð- arinnar en hann getur líka tekið upp á því að byggja á persónulegri reynslu eða ímyndunarafl- inu. Það getur ritstjórinn ekki leyft sér, og mið- aldahöfundurinn gat það ekki heldur. Eða hvað? öldum. Og jafnvel þótt við vissum að Snorri hefði sett Egils sögu saman í upphafi gætum við ekki fullyrt að sú Egils saga sem við þekkjum nú væri eins og sú sem hann setti saman. Við eigum ekki upphaflega handritið eins og Guðrún Nordal benti á. III En hvers vegna þessi leit að höfundi Egilssögu? Jú, ef við vissum hver höfundurinn væri legðum við væntanlega annan skilning í söguna en ella. Við gætum lesið söguna í ljósi ævi höfundarins og við gætum reynt að átta okkur á ætlun höfundar með sögunni eins og til dæmis Torfi Tulinius hefur gert en hann heldur því fram að með Egils sögu hafi Snorri verið að gera yfirbót fyrir syndir sínar. IV En getum við verið viss um að höfundar ámiðöldum hafi unnið með sama hætti og höf- undar nútímans gera? Er hægt að ganga út frá því að höfundar miðalda hafi til dæmis hugsað verk sín í samhengi við eigið líf, sem útleggingu á per- sónusögu sinni? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt. Ármann Jakobsson, sem ver dokt- orsritgerð um miðaldasöguna Morkinskinnu við Háskóla Íslands í dag, komst þannig að orði í við- NEÐANMÁLS sjóðurinn verið til staðar? Væru Mezzoforte á barmi heimsfrægðar ef sjóðsins hefði notið við? Mundu Bubbleflies fá lag í Trainspotting með stuðningi hans? Ég leyfi mér að efast... Ég held að allir áhugamenn um umræddan sjóð geta viðurkennt að það er á engan hátt lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hann verði til. [...] Auðvitað er það kjörið að íslenskir tónlistarframleiðendur tækju höndum saman til að styrkja innlenda fram- leiðslu og útflutning hennar. Ef að Rík- ið vill styrkja þá í þeirri viðleitni getur það gert það með afar einföldum hætti. Lækkað skatta. [...] Það svo annað mál að þetta nöldur mitt mun ekki skila miklu nema kannski ásökunum um skammsýni og bréfum frá fólki sem telur að „maður lifi ekki á brauðinu einu saman“. Yf- irgnæfandi líkur virðast á því að út- flutningssjóður tónlistarlífsins taki til starfa innan skamms alveg óháð þess- um skrifum. Ég verð því að takmarka ósk mína um að þingmennirnir haldi að sér höndum við eyðsluna og fari ekki á dæmigert kosningafyllerí. Pawel Bartoszek Deiglan www.deiglan.com KOSNINGAR nálgast óðfluga og með þeim skemmtilegar hugmyndir sums fólks um hvernig peningum ann- arra skyldi eytt. Sú nýjasta er stofnun sjóðs til að aðstoða íslenska tónlist- armenn við að koma sér á framfæri erlendis. Nú skal það viðurkennt að hugmyndin er hvorki sú dýrasta né heimskulegasta ef horft er til þess hvaða fyrirbæri Ríkið hefur hingað til styrkt til að verða flutt úr landi. Upp- hæðirnar sem um ræðir yrðu til dæm- is áreiðanlega ekki háar miðað við þær krónur sem íslenskir þegnar eyða til að sannfæra sjálfa sig um að þeirra landbúnaðarvörur séu betri en aðrar. Né heldur yrði hugmyndin úr takti við þann vana starfsmanna opinberra stofnana að nota peninga almennings til að kaupa listaverk eftir kunningja sína fyrir fleiri milljónir króna. [...] Eða hvernig er það? Ég veit ekki betur en að íslenskum tónlist- armönnum hafi hingað til tekist að koma sér á framfæri erlendis þrátt fyr- ir skort á sérstökum útflutningssjóðum. Björk, Sigur Rós og Quarashi eru sönnun þess. En er þessi árangur kannski aðeins skuggi af því sem hefði orðið ef sjóðs- ins hefði notið við. Hefði Selma kannski meikað það hefði útflutnings- TÓNLISTAR- SJÓÐUR Morgunblaðið/Golli „Af því tók mánaðrinn heiti.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.