Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 N ORSKUR fræðimaður skrifaði fyrir alllöngu doktorsritgerð um kveðskap eftir Egil Skallagrímsson. And- mælandi hans fann rit- inu margt til foráttu og tók svo til orða: „Það er heppilegt fyrir doktorsefni að Egill Skallagrímsson skuli ekki vera staddur hér í dag. Hann hefði sennilega gripið til beittari röksemda en ég hef gert.“ Í sama anda má spyrja hvernig Agli hefði orðið við ef hann hefði fengið að heyra söguna sem af honum var skrifuð á þrettándu öld. Vera má að karli hefði þótt ástæða til að grípa til vopna gegn höfundinum og hefði þá komið sér vel að vita hver hafði gerst svo djarfur að skrifa söguna. Það vakti nokkra athygli þegar Egils saga Skallagrímssonar var prentuð í fyrra sem verk Snorra Sturlusonar. Reyndar hefur fjöldi fræðimanna lengi aðhyllst rökstudda tilgátu um þetta, og skýrt var tekið fram í útgáfunni að engar beinar heimildir séu fyr- ir því að Snorri sé höfundur sögunnar. Fátt hefur verið um andóf gegn þeirri kenningu í sjö áratugi. Andmæli gegn svo eindreginni tengingu komu þó fram í grein Guðrúnar Nordal í Lesbók Mbl. 21. des. s.l. Í grein Guðrúnar eru margar ágætar athugasemdir um kveðskapinn í Eglu og varðveislu sög- unnar. Henni þykir gengið of langt að til- greina ákveðinn höfund, einkum af því að sagan er ekki komin til okkar í upphaflegri mynd og við bindum túlkunina um of með því að eigna hana einum manni, en það sé einmitt eðli Íslendingasagna að vera nafn- lausar, án höfundar. Guðrún efast þó ekki um að Egla hafi orðið til í Borgarfirði á fyrri hluta þrettándu aldar, og hún hikar ekki við að eigna Snorra Eddu og Heims- kringlu. Rétt er að Egla er ekki varðveitt í upphaflegri gerð sinni; en hið sama á raunar við um Eddu, Heimskringlu, Íslendingasög- ur allar og raunar bróðurpart íslenskra mið- aldaverka. Ekki er óeðlilegt að skoðanir séu skiptar um það hvort heimilt sé að eigna Snorra söguna með svo eindregnum hætti, og þar sem við undirritaðir áttum nokkurn hlut að máli þykir okkur rétt að gera lesendum Lesbókar grein fyrir forsendum þess að ákveðið var að birta Eglu í ritsafni Snorra. Jafnframt er tilefni til að ræða almennar forsendur fyrir ýmsu í gagnrýni Guðrúnar. Það virðist ekki vera mikill skoðanamunur á milli okkar og Guðrúnar um ritunarstað og -tíma Egils sögu og varðveislu textans, en hún tekur svo eindregið til orða um að rangt sé að eigna söguna Snorra að ætla mætti að þeir sem gáfu söguna út undir nafni Snorra hafi verið að blekkja lesendur. Því er rétt að ræða nokkru nánar rökin fyrir þeirri ákvörðun. Rétt er að taka fram að við telj- um mjög ólíklegt að nokkurn tíma takist með jafngóðum líkum að eigna Íslendinga- sögu nafngreindum höfundi og að leit að höfundum þeirra hafi mjög takmarkað gildi nema það geti tekist, eins og í þessu dæmi, að finna höfund sem margt er vitað um og mikil rit liggja eftir. Við getum ekki fallist á að líta á forn sagnarit sem einhvers konar samskotagildi, þar sem fjöldi einstaklinga hafi selt svip- aðan skammt í sumblið, heldur teljum við að þau eigi sér jafnan upphafsmenn sem kalla megi höfunda, þótt þeir hafi ekki eignað sér þau sjálfir og varast beri að setja sér fyrir hugskotssjónir vinnulag og afstöðu nútíma- höfunda þegar hugsað er til þeirra. Úr efni sem fyrir þeim lá og eigin hugmyndum settu þeir saman texta sem höfðu svo skýr sér- kenni, miðað við fyrri frásagnir af sömu efn- um, að eðlilegt er að líta á rit þeirra sem ný verk. Síðan breyttust þessi rit í höndum eft- irritara. Stundum voru slíkar breytingar svo gagngerðar að eðlilegt er að tala um annað verk og annan höfund, en miklu algengari voru litlar og oft tilviljanakenndar breyt- ingar. Þá heldur textinn megineinkennum sínum þótt orðalag og stundum stíll breyt- ist, eitthvað sé fellt niður en öðru aukið við. Ekki er um það ágreiningur að Egils saga hafi verið sett saman á fyrri hluta þrettándu aldar, og við teljum að handritageymd sög- unnar beri handbragði ákveðins höfundar glöggt vitni þótt verkið sé ekki varðveitt ná- kvæmlega eins og hann gekk frá því. Mis- mun handrita má túlka með ýmsu móti, en við teljum þó að þær þrjár megingerðir sög- unnar sem rekja má til miðalda séu tilbrigði um eitt verk sem með sterkum rökum megi eigna Snorra Sturlusyni. Heimskringla og Snorra Edda hafa frá fyrstu prentun verið gefnar út undir nafni Snorra. Allur þorri fræðimanna hefur um langt skeið gengið út frá því sem vísu að Snorri sé höfundur Egils sögu. Okkur þykir fulldjúpt í árinni tekið hjá Guðrúnu Nordal þegar hún segir að gef- in séu út „ný og ný verk í nafni Snorra Sturlusonar“, þótt Egla hafi nú verið gefin út undir nafni hans með Heimskringlu og Eddu. Ekkert fornt íslenskt sagnarit er varð- veitt alveg eins og höfundur gekk frá því eða undirritað af höfundi (líklega kemst Ís- lendingabók Ara næst því. Hann nefnir nafn sitt í bókarlok, og líkur eru til að varðveittur texti sé lítt breyttur frá frumtexta). Í elsta handriti Snorra Eddu stendur að Snorri Sturluson hafi sett hana saman, en í varð- veittum handritum verksins hafa þó verið gerðar æðimiklar breytingar frá frumtexta; hann hefur verið styttur í elsta handritinu en einnig aukið við það óskyldu efni. Í öðr- um miðaldahandritum eru margvíslegir við- aukar. Þrátt fyrir þetta varðveita handritin ákveðinn kjarna sem hlýtur að vera frá Snorra kominn, og í þessum kjarna kemur fram geysileg þekking, sjálfstæði í hugsun og frásagnarsnilld. Snorra Edda er einstætt verk, og óhugsandi annað en sérstöðu þess megi rekja til höfundarins, upphafsmannsins Snorra. Konungasögurnar sem fengið hafa nafnið Heimskringla eru unnar úr eldra SNORRI OG UM HÖFUNDA FORNSAGNA „Höfundurinn er dauður,“ sagði Roland Barthes í frægri grein 1968. Vésteinn og Örnólfur eru ekki sammála og benda á Snorra því til staðfestingar. Egils saga var í fyrsta sinn gefin út undir höf- undarnafni Snorra Sturlusonar í Ritsafni hans sem kom út á síð- asta ári. Guðrún Nordal miðaldafræðingur gagnrýndi þessa útgáfu í grein hér í Lesbók sl. desember og sagði Snorra ekki höfund þeirrar Eglu sem við les- um í útgáfum í dag. „Eða í þeirri útgáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans.“ Í þessari grein svara ritstjórar Rit- safnsins gagnrýni henn- ar og færa rök fyrir því að Snorri sé að öllum lík- indum höfundur Eglu. E F T I R V É S T E I N Ó L A S O N O G Ö R N Ó L F T H O R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.