Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 Í FORNUM heimildum sem hér verður stuðst við kemur þorri annars vegar fyrir sem mánaðarheiti, en hins vegar er síðan þorri, eiginnafn á sagnakon- ungi. Elsta heimild um þorra sem nafn á mánuði er í íslensku rímhandriti frá lokum 12. aldar,1 en mánaðarheitið þorri kemur einnig fyrir í lögbók íslenska þjóðveldisins, Grágás . Hún var fyrst að hluta til færð í letur árið 1117, en handrit Stað- arhólsbókar sem hér er vitnað til er frá miðri þrettándu öld. Þar er fjallað um óskilafé sem kemur saman við fé bænda og kveðið á um að ekki skuli greitt fyrir gæslu slíks fjár ef það er sótt fyrir vetrarsólstöður, en síðan segir: En ef féð hefir þar verið hálfan mánuð, síð- an er sagt var til, þá er manni rétt á hinni fyrstu viku þorra að láta búa virða féð við eið.2 Í „Skáldskaparmálum“ Snorra-Eddu kem- ur þorri enn fyrir sem mánaðarheiti, en þar eru mánuðir taldir í eftirfarandi röð frá hausti: Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetur; fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frer- mánuður, þá er hrútmánuður, þá er þorri, þá gói, þá einmánuður, þá gaukmánuður, þá eggtíð og stekktíð, þá er sólmánuður og sel- mánuður, þá eru heyannir, þá er kornskurð- armánuður.3 Í þessari upptalningu Snorra-Eddu kemur glöggt fram að á miðöldum hefur mánuðurinn þorri verið á mjög svipuðum tíma og nú er tal- ið, eða frá síðari hluta janúar til síðari hluta febrúar. Sama virðist gilda um það tímatal sem miðað var við í Grágás. Loks er þorri nefndur sem mánaðarheiti í einu fornriti enn, Hænsa-Þóris sögu. Þar segir frá vetrarhörk- um eftir grasleysissumar og síðan er bætt við: Ferr svá fram um jól; ok er þorri kemr, þá ekr hart at mǫnnum, ok eru margir þá upp tefldir.4 Þær þrjár heimildir sem hér hefur verið vitnað til eru að líkindum óháðar hver annarri, enda þótt þær séu allar frá svipuðum tíma, 12. og 13. öld. Í þeim ber allt að sama brunni hvað þorra varðar, sem er heiti á mánuði sem hefst í þann mund þegar vetur er hálfnaður. Þá vík ég að heimildum um þorra sem forn- konung. Í upphafi Orkneyinga sögu segir á þessa leið: Fornjótr hefir konungr heitit; hann réð fyr- ir því landi, er kallat [er] Finnland ok Kven- land; þat liggr fyrir austan hafsbotn þann, er gengr til móts við Gandvík; þat kǫllum vér Helsingjabotn. Fornjótr átti þrjá syni; hét einn Hlér, er vér kǫllum Ægi, annarr Logi, þriði Kári; hann var faðir Frosta, fǫður Snæs ins gamla. Hans son hét Þorri; hann átti tvá syni; hét annarr Nórr, en annarr Górr; dóttir hans hét Gói. Þorri var blótmaðr mikill; hann hafði blót á hverju ári at miðjum vetri; þat kǫlluðu þeir þorrablót; af því tók mánaðrinn heiti.5 Frásagan um Fornjót konung og afkom- endur hans sem hér var vitnað til er í sam- hljóða gerð í sögubrotinu Fundinn Noregur, sem birt er í Flateyjarbók og Fornaldarsög- um Norðurlanda. Í þeim ritum báðum er einn- ig önnur gerð sömu sögu í sögubroti sem heit- ir Hversu Noregur byggðist. Síðarnefnda gerðin er efnislega mjög áþekk hinni fyrri, en þó frábrugðin um tvö atriði sem máli skipta: Fornjótr hét maðr. Hann átti þrjá sonu. Var einn Hlér, annarr Logi, þriði Kári. Hann réð fyrir vindum, en Logi fyrir eldi. Hlér fyrir sjó. Kári var faðir Jökuls, föður Snæs kon- ungs, en börn Snæs konungs váru þau Þorri, Fönn, Drífa ok Mjöll. Þorri var konungr ágætr. Hann réð fyrir Gotlandi, Kvenlandi ok Finnlandi. Hann blótuðu Kvenir til þess, at snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeirra. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri ok var þaðan af kallaðr þorramánaðr.6 Það sem á milli ber í þessum tveimur gerð- um er athyglisvert. Í hinni fyrrnefndu segir að Þorri hafi verið mikill blótmaður og haft forgöngu um blót á miðjum vetri ár hvert sem kallað hafi verið Þorrablót og af því hafi mán- uðurinn síðan tekið heiti. Í síðari gerðinni seg- ir á hinn bóginn að Kvenir hafi blótað Þorra sjálfan um miðjan vetur til snjókomu, sem verið hafi ár þeirra. Af þessu blóti til árs um miðjan vetur hafi síðan mánuðurinn tekið heiti. Nánar verður litið á mismun þessara tveggja gerða hér á eftir, þegar heimildargildi þeirra verður metið með sérstakri hliðsjón af umræðu fræðimanna á síðustu öld um upp- runa þorraheitisins og þorrablótsins. Miðsvetrarblót í norrænum sið Miðsvetrarblóts er getið á nokkrum stöðum í Heimskringlu . Tímasetning blótsins er þó ekki ætíð nákvæmlega hin sama og víkur þar til beggja átta. Í „Ynglingasögu“ segir Snorri Sturluson að tímasetning fornra blóta hafi verið þannig samkvæmt fyrirmælum Óðins: Þá skyldi blóta í móti vetri til árs, en at miðjum vetri skyldi blóta til gróðrar, it þriðja at sumri. Þat var sigrblót.7 Í „Ólafs sögu helga“ kemur fyrir örlítið frá- brugðin lýsing markmiðs og tímasetningar á blótum, en þar segir: Í Svíþjóðu var þat forn landsiðr, meðan heiðni var þar, at hǫfuðblót skyldi vera at Uppsǫlum at gói. Skyldi þá blóta til friðar ok sigurs konungi sínum, ok skyldu menn þangat sækja um allt Svíaveldi. Skyldi þar þá ok vera þing allra Svía.8 Í framhaldi er síðan rakið hvernig lögþing og markaður hafi haldist í Uppsölum á sama tíma eftir að kristni var lögtekin. Reglulegra fornra blóta eftir árstíðum er á hinn bóginn einnig getið í „Ólafs sögu helga“ í Heimskringlu , en þar segir um Sigurð Þór- isson, mág Erlings Skjálgssonar: Hann var því vanr, meðan heiðni var, at hafa þrjú blót hvern vetr, eitt at vetrnóttum, annat at miðjum vetri, þriðja at sumri.9 Hafa ber í huga að tímasetning blóta Sig- urðar Þórissonar gæti hafa tekið mið af fyrr- nefndi frásögn „Ynglingasögu“ um tímasetn- ingu þriggja meginblóta. Haustblóts og blóts nálægt miðjum vetri er sérstaklega getið í „Hákonar sögu góða“. Þar segir frá haustblóti að Hlöðum þar sem bænd- ur neyddu konung til að anda að sér soðreyk af hrossaslátri og á jólablóti er efnt var til á sama vetri neyddu bændur Hákon konung ennfremur til að eta nokkra bita af hross- lifur.10 Frásögurnar um átök Hákonar góða og Þrænda hafa þannig orðið til þess að sagnir um blótin hafa geymst í minni. Þær frásögur um miðsvetrarblót og blót ná- lægt miðjum vetri sem hér hafa verið raktar gefa eindregið til kynna að í norrænum sið hafi miðsvetrarblót í upphafi þorramánaðar verið kjarnaatriði í trúariðkun manna. Eðli- legt má teljast að tímasetning hins forna blóts sé nokkuð á reiki í heimildum sem skráðar voru eitt- til tvöhundruð árum eftir að blótin voru af lögð. Tímasetningin gæti einfaldlega hafa tekið mið af þingum og markaði sem héldust á sömu slóðum í kristnum sið eins og vikið er að í framhaldi af frásögn um Upp- salablótið. Þorri og þorrablót í þjóðsögum og sögnum Í þjóðsögum síðari tíma kemur þorri að sjálfsögðu fyrir sem mánaðarheiti, en þar er hann einnig stundum persónugerður. Í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar segir á þessa leið um þorra og þrjá næstu mánuði: Næsti mánuður eftir miðjan vetur heitir enn sem kunnugt er þorri, næsti mánuður eft- ir hann góa, seinasti vetrarmánuður einmán- uður og fyrsti sumarmánuður harpa. Forn- sögur segja frá því hvernig tveir fyrstu mánuðirnir fengu nöfn sín, en ekki er mér kunnugt af hverju einmánuður og harpa dragi nafn. Reyndar hefur dálítið boðorðaslangur komizt á munnmælin því þau gera þorra og góu að hjónum þar sem þau eru talin feðgin í fornum sögum; er þorri húsbóndinn, en góa húsfreyjan; þeirra börn eru þau einmánuður og harpa. Þessvegna var það skylda bænda „að fagna þorra“ eða „bjóða honum í garð“ með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorrri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæj- arhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum all- an bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síð- an áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veizlu fyrsta þorradag; þetta hét „að fagna þorra“. Sumstaðar á Norður- landi er fyrsti þorradagur enn kallaður „bóndadagur“; á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði enn „þorrablót“. Húsfreyjur áttu að fagna góu á líkan hátt og bændur fögnuðu þorra, fara fyrstar á fæt- ur fáklæddar góumorguninn fyrsta, ganga þrisvar í kringum bæinn og bjóða góu í garð svo mælandi: „Velkomin sértu, góa mín, og gakktu inn í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn.“ Fyrsta góudag áttu og húsfreyjur að halda grannkonum sínum heimboð. Yngismenn áttu að fagna einmánuði og yngismeyjar hörpu á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur fögn- uðu þorra og góu. Það er varla efamál að þessi venja, að fagna þorra, góu, einmánuði og hörpu, hefur verið eftirleifar hins forna þorra- blóts, góublóts, einmánaðarblóts og sumar- málablóts, þó að lítið sé nú orðið um þennan fagnað víðast hvar.11 Sama atferli bónda á fyrsta þorradegi og húsfreyju á fyrsta góudegi er lýst með örlítið frábrugðnu orðalagi og sérstakri tilvísun í forn munnmæli í Íslenzkum þjóðháttum Jón- asar frá Hrafnagili. Er því rétt að birta í heild lýsingu Jónasar á atferli bóndans, en hún er á þessa leið: Föstudagurinn fyrsti í þorra – miðsvetr- ardagurinn – var talsverður uppáhalds- og tyllidagur víða um land. Mun það vera leifar af hinu forna þorrrablóti fornmanna, sem lifað hefir í breyttri mynd. Nú á 19. öld mun þetta hátíðahald hafa verið dáið út allsstaðar um land nema á Austurlandi. Þar er þessi dagur nefndur bóndadagur. Eftir fornum munnmæl- um átti bóndinn á hverjum bæ að fara snemma á fætur þennan dag og „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Hann átti þá að fara út í eintómri skyrtunni og annari brókar- skálminni, en draga hina á eftir sér, en vera allsber að öðru. Svo átti hann að hoppa á öðr- um fæti þrjá hringa í kringum bæinn og við- hafa einhvern formála, sem nú er líklega týndur, og bjóða þorra í garð. Líklega hefir hann verið líkur formála húsfreyjanna, þegar þær buðu góu í garð. Síðan átti húsfreyja að halda vel til bónda síns um daginn og bóndi að bjóða bændum úr nágrenninu til sín til veizlu. Nú er þetta löngu horfið, hafi það nokkurn tíma verið almennur siður, en það er ennþá siður í Múlasýslum, að borða hangiket og ann- an hátíðamat þann dag.12 Jónas frá Hrafnagili nefnir ekki að hús- freyja hafi átt að halda grannkonum sínum veislu, en segir að bóndinn hafi átt að gera konunni eitthvað vel til á konudaginn. Hann nefnir hvorki hörpu né einmánuð, en lýkur máli sínu með þeirri athugasemd, að leifar þessar séu frá heiðni. Þorri kemur nokkuð við sögu í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, víða sem mánaðarheiti, en einnig sem persónugerður.13 Í einni sögu segir frá draumi sem Jóhann Vermundarson dreymdi 1873-74. Hann þóttist vera staddur um borð í skipi ásamt mörgu fólki sem hann þekkti ekki: Þar á meðal var mjög stórvaxin kona og all- ferleg. Hann þykist ganga að henni og spyrja hana að heiti. Hún varð við gustmikil og svip- þung en kvaðst Góa heita. „Þá mun Þorri eigi fjarri,“ þykist hann segja. „Hann mun vera hérna frammi á skipinu,“ sagði Góa. Jóhann þóttist þá horfa fram eftir skipinu og sá þar risa mikinn en eigi illilegan og þykist vita að hann sé Þorri.14 Í draumi Jóhanns kemur ágætlega fram hvernig sú mynd gat litið út er menn gerðu sér á liðnum öldum af hinum persónugerðu mánaðarheitum. Þessi mynd er þó marg- breytileg. Í einni sögn er þorramánuður kall- aður Blóti. Nafnið, sem er lagt tröllskessu í munn, er sagt dregið af þorrablótunum fornu. Í yfirliti um hátíðisdaga segir, að bóndadeg- inum, fyrsta þorradegi, skuli taka sem best til að blíðka Þorra karl.15 Í sögunni af tengda- móðurinni sem var látin hírast í selinu vetr- arlangt við þröngan kost er dregin upp ein- stök mynd af persónugerðum mánaðarheitum, blandin kristilegum guðsótta. Sagan heitir, Þorri, Góa, Einmánuður, Harpa, og í henni er eftirfarandi kafli: Næsta kveld á undan fyrsta þorradegi gengur kerling út og segir: „Þá er úti þessi tími, komið fram að þorra. Lofaður og dýrk- aður sé almáttugur guð á hæðum fyrir vernd sína á mér allt til þessa tíma. Og nú kemur hann þorri minn á morgun, komi hann sæll með giftu og gæfu, sigri og sælu, eitthvað mun ég gott af honum hljóta.“ Sefur nú kerl- ing til morguns. En er hún vaknaði í bítið sér hún að fennt hefir á kofagluggann. Staulast hún þá á fætur og sér út. Sér hún þá í drífunni hvar afar stór maður kemur og hefir hval- hnísu á baki sér; hann snarar henni niður við dyr kerlingar, lítur glottandi til hennar og hverfur svo út í dimmuna. „O, vertu bless- aður, Þorri minn, fyrir gjöfina,“ sagði kerling og fór til og skar sér flettu úr hnísunni, setur pott á hlóðir og fer að sjóða.16 Rétt er að veita því athygli, að bæði í þess- ÞANKAR UM ÞORRABLÓT Þorri er genginn í garð, þorrablót svonefnd eru haldin víða um land og sérstakur þorramatur er á boðstólum á veitingahúsum og í verslunum. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp það helsta sem dregið verður fram úr tiltækum heimildum um uppruna þorrablóts- ins og fyrstu raunmerkingu þorrablótsheitisins. E F T I R J Ó N H N E F I L A Ð A L S T E I N S S O N BERFÆTTIR BLÓTUÐU BÆNDUR, EINN TIL GRÓÐRAR, ANNAR TIL SIGURS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.