Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 5
ari sögu og eins í draumi Jóhanns Vermund-
arsonar birtist þorri í mynd risavaxins manns.
Á grundvelli eldri og yngri heimilda sem
hér hafa verið raktar hafa fræðimenn reynt að
gera sér grein fyrir uppruna og eðli þess
þorrablótsins sjálfs. Vík ég næst að umræðu
þeirra og ályktunum um þorra/þorra og
þorrablót/þorrablót. Hefur umræðan gjarnan
snúist um það hvort til hafi verið einhverskon-
ar guð eða guðdómur til forna sem hafi heitið
Þorri og notið tilbeiðslu og verið færðar fórn-
ir. Norski trúarbragðafræðingurinn Nils Lid
taldi að svo hefði verið. Þorri hefði, ásamt
Góu, verið átrúnaðargoð. Þau hafi verið dýrk-
uð sem karl og kona og færðar fórnir á þorra-
blóti og góublóti. Þorri hafi því verið „vetr-
arvættur“ eða „minniháttar goðvera“,
einskonar persónugervingur gróðrar liðins
árs og honum hafi einkum verið ætlaðar leif-
arnar af fórn þorrablótsins.17
Í Sögu daganna birtir Árni Björnsson frá-
sögn Orkneyinga sögu um Þorra blótkonung
og ættmenn hans, en víkur síðan að hinu forna
þorrablóti með svofelldum orðum:
Tilvist orðsins þorrablót bendir eindregið í
þá átt að til hafi verið mannfagnaður eða sam-
komuhald með þessu nafni fyrir daga kristins
dóms á Íslandi. ... Orðið þorrablót merkir í
upphafi varla annað en opinberan mannfagn-
að í þorramánuði. Óvísara er hvenær farið var
að persónugera þetta fyrirbæri og líta á þorra
sem vetrarvætti, veðurguð eða fornkonung.18
Hægt er að fallast á það með Árna Björns-
syni að tilvist orðsins þorrablót sé frá því fyrir
daga kristninnar. Sú ályktun fær einnig
stuðning í þeim mismun sem fram kemur í
sögubrotunum tveimur af þorra konungi. Í
öðru brotinu segir, eins og fyrr var fram tek-
ið, að þorrablótsnafnið sé dregið af blótum til
Þorra en í hinu að það sé dregið af blótum
þorra sjálfs. Þetta misræmi gefur til kynna að
settar hafi verið fram tvenns konar skýringar
á eldra fyrirbæri, þorrablótinu, sem upphaf-
lega hafi einungis verið annað nafn á miðs-
vetrarblótinu forna. Og þá eru jafnframt
brostnar forsendur fyrir því að einhverskonar
„Þorri“ hafi verið dýrkaður sem „vetrarvætt-
ur“ eða „veðurguð“.
Mér virðist allt of vægt til orða tekið að tala
um forkristin þorrablót eins og þar hafi aðeins
verið um mannfagnað eða veraldlegt sam-
komuhald að ræða. Að sjálfsögðu hlutu þorra-
blótin fornu að hafa verið trúarhátíðir. Hin
fornu og nýju fjölgyðistrúarbrögð þjóðanna
gegnsýrðu og gegnsýra allt lífsviðhorf manna
hvarvetna og á það ekki síst við um bændur
eins og Mircea Eliade lýsir vel í eftirfarandi
orðum:
Um „frumstæðan“ landbúnað gildir sama
og um aðrar grunngreinar, að hann byggist
ekki eingöngu á veraldlegri kunnáttu. Hann
snýst um lífið sem á undraverðan vöxt sinn og
viðgang í fræi, plógfari, regni og gróðrarönd-
um, sem veldur því að hér er fyrst og fremst
um helgiathöfn að ræða. Þannig var það frá
upphafi og þannig hefur það ætíð verið í land-
búnaðarsamfélögum, jafnvel á hæst þróuðu
svæðum í Evrópu. Bóndinn stígur inn á helg-
að svið og verður hluti þess. Athafnir hans og
störf hafa háalvarlegar afleiðingar af því að
þær eru framdar innan hringrásar alheimsins
og árið, árstíðirnar, sumar og vetur, tími sán-
ingar og uppskeru, byggja upp eðlislæg
inngróin form, sem hvert um sig hefur sitt
eigið sjálfstæða gildi.19
Frásögnin af bóndanum sem hoppaði ber-
fættur kringum bæ sinn á fyrsta þorradegi
fellur að munstrinu sem Eliade gerði grein
fyrir. Sú frásögn ber því einkenni sem benda
til róta í raunverulegum, hundfornum kjarna,
enda þótt ýmislegt í sögninni sé augljóslega
afbakað. Þannig kemur það ekki heim við fé-
lagslegar aðstæður, að hver bóndi hafi átt að
fremja umrædda helgiathöfn og síðan bjóða
öðrum bændum úr grenndinni til fagnaðar.
Eðlilegra er að hugsa sér að einn bóndi á
ákveðnu svæði hafi framið athöfnina fyrir
hönd þeirra sem þar bjuggu og síðan boðið
grönnum sínum til veislu. Slík skipan um ein-
hverskonar trúarleiðtoga hefur einnig verið
ríkjandi hvarvetna þar sem menn hafa spurn-
ir af trúarbrögðum. Og í frásögunni íslensku
er þá að því er virðist ekki um meiri afbökun
að ræða en vænta mátti úr margra alda
geymd.
Svo skemmtilega vill til, að sögnin um ber-
fætta bóndann fær stuðning úr óvæntri átt. Í
„Broti úr Jökuldælu“ segir frá því er Hákon,
landnámsmaður á Hákonarstöðum, skoraði
Skjöldólf á Skjöldólfsstöðum á hólm fyrir þá
sök að hinn síðarnefndi hafði byggt bæ sinn í
landnámi Hákonar, vestan Jökulsár á Dal.
Landnám Skjöldólfs var hins vegar allt austan
megin Jökulsár. Í sögubrotinu segir:
Skyldi þeir berjast á hólma í Hólmavatni
(það er á Túnguheiði milli Jökuldals og
Vopnafjarðar). Hákon dýrkaði Þór; stóð hof
hans á felli norðr og upp af Hákonarstöðum ...
Þángað gekk Hákon hvern morgun þegar
fært var veðr, berhöfðaðr og berfættr. Þegar
kom að hólmstefnudegi var Hákon snemma á
fótum, og gekk til hofsins að biðjast fyrir, en
frosthéla hafði fallið um nóttina, og kól Hákon
á minnstu tá. Af þessu taldi hann sér fótinn
stirðan til vígs, tók sverð sitt og hjó af tána,
batt svo um og reið til hólmsins. ... Lauk svo
viðskiptum þeirra, að Skjöldúlfr féll, og
heygði Hákon hann þar í hólmanum. Sér þar
glöggt hauginn enn í dag.20
Það „Brot úr Jökuldælu“ sem hér var vitn-
að til er birt í Safni til sögu Íslands og ís-
lenzkra bókmenta, sem kom út árið 1886. Í
inngangsorðum segir um þetta brot úr sög-
unni:
... eptir sögn Pétrs smiðs Pétrssonar, bónda
á Hákonarstöðum á Jökuldal, er segir föður
sinn hafa séð söguna og lesið, hjá síra Erlendi
í Hofteigi Guðmundarsyni.21
Það gefur auga leið að góðan fyrirvara þarf
að hafa um heimildargildi þegar ritað er um
atvik frá öndverðri tíundu öld í lok hinnar
nítjándu. Hvað sagnfræðilegt gildi varðar þá
er sögubrotið samhljóða Landnámabók um
landnám Hákonar og Skjöldólfs og bæ Skjöld-
ólfs í landnámi Hákonar. Um önnur atriði er
ekki um samanburðarheimildir að ræða og í
útgáfu Landnámabókar 1968 eru þau afgreidd
með svofelldri athugasemd:
Sagnir eru um að til hafi verið Jökuldæla
saga, þar sem greindi frá skiptum þeirra Há-
konar og Skjöldólfs á Skjöldólfsstöðum, en
það er vafalaust tilbúningur síðari alda.23
Athugasemdin er ekki rökstudd sérstak-
lega.
Þjóðsagnafræðingar hafa margsinnis sýnt
fram á að enda þótt munnlegt sagnaefni geti
brenglast á undraskömmum tíma, svo sem al-
kunna er, þá eru jafnframt lítil takmörk fyrir
því hve lengi slíkt efni getur varðveist lítt eða
ekki afbakað, stundum í tvær til þrjár árþús-
undir. Einstök sagnaminni geta verið sérlega
lífseig, ekki síst ef þau eru einkennileg eða fá-
heyrð.24 Önnur minni geta á hinn bóginn haft
meiri tilhneigingu til að aðlagast breytingum
viðkomandi menningarsamfélags. Þetta
hvorttveggja þarf jafnan að hafa í huga þegar
sagnaefni er metið.
Þá er rétt að líta á frásöguna úr „Jök-
uldælu“ í ljósi þjóðsagnafræðinnar.
Í sögubrotinu segir að Hákon hafi dýrkað
Þór og hof hans hafi staðið á felli norður og
upp af Hákonarstöðum sem enn heiti Þórfell.
Þangað hafi Hákon gengið hvern morgun þeg-
ar fært var veður, berhöfðaður og berfættur.
Við þessa frásögn er nauðsynlegt að gera
athugasemdir. Er þess þá fyrst að geta, að
Þórfell er í það mikilli fjarlægð frá Hákonar-
stöðum að þangað gengur vart nokkur maður
dag hvern, hvað þá berfættur. Í öðru lagi er
mjög ólíklegt frá sjónarmiði norrænnar trúar,
að Hákon hefði blótað Þór áður en hann hélt
til hólmgöngunnar. Við slík tækifæri beindu
fornmenn blóti sínu til Óðins, stríðsguðsins,
sem blótaður var til sigurs í orrustum og
mannvígum. Óðinsdýrkun Hákonar hefði þá
breyst í Þórsdýrkun á ferli sagngeymdarinn-
ar, hugsanlega vegna nafnsins á Þórfelli.
Sagnaminnið um litlu tána er hins vegar
mjög athyglisvert. Þar er um sérstætt minni
að ræða sem ólíklegt er að hafi verið sett fram
sem uppspuni að tilefnislausu. En enda þótt
minnið sjálft beri í sérleik sínum öll merki
þess að vera upprunalegt og ófalsað og gæti
því verið firna gamalt, þá er skýringin sem
gefin er á því að Hákon hjó af sér tána á hinn
bóginn ekki sannfærandi.
Í sögunni segir að Hákon hafi gengið til
hofsins að morgni hólmstefnudagsins til að
biðjast fyrir. Hér er um kristið orðalag að
ræða og sú áhersla sem lögð er á bænina er
ugglaust mótuð á síðari öldum. Á dögum nor-
rænnar trúar færðu menn guðum sínum fórn-
ir til að tryggja sér liðsinni þeirra þegar mikið
lá við. Því virðist mér eðlilegast að lesa úr
sögninni að þegar Hákon blótaði stríðsguðinn
Óðin sér til sigurs fyrir hólmgönguna, þá hafi
hann fært honum að blóðugri fórn litlu tána á
öðrum fæti. Í kristnu samfélagi var eðlilegt að
fyrntist yfir forsendur blóðfórnarinnar og þá
hafa menn reynt að geta sér til um hversdags-
legri orsakir þess að Hákon hjó af sér tána.
Hið upprunalega, trúarlega minni er þó enn
til staðar í sögninni, að vísu hulið til hálfs.
Þeir áttu það sameiginlegt að báðir voru
berfættir, bóndinn sem hoppaði á öðrum fæti
umhverfis bæ sinn á fyrsta degi þorra og Há-
kon sem gekk berfættur til hofs síns. Örfá
dæmi eru um það hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum að menn séu sagðir hafa
gengið eða hlaupið berfættir af sérstöku til-
efni. Þannig segir frá því í þjóðsögum og
sögnum Sigfúsar Sigfússonar er Héraðsmenn
báðu Guðmund biskup Arason ásjár og hjálp-
ar vegna Lagarfljótsormsins:
Gekk hann þá berfættur og aleinn norðan
frá Hólum í Hjaltadal og austur að Lagarfljóti
því ekki þótti honum mega litlu við hlíta.25
Þess má geta að Guðmundur biskup las yfir
Lagarfljótsorminum og kvað hann mundi ekki
mönnum granda þaðan í frá uns honum yrði
leyft að losna skömmu fyrir dómsdag.
Í Svíþjóð eru sagnir um að menn hafi á síð-
ari öldum hlaupið um berfættir nálægt vor-
jafndægrum og er talið að þann sið megi rekja
til fornrar helgigöngu kaþólsku kirkjunnar,
þar sem sumpart var gengið í skrúðfylkingu
um akra til heilla sáningar og uppskeru, en
sumpart gengu einstaklingar berfættir um-
hverfis kirkju eða bæ til iðrunar og yfirbót-
ar.26
Sagan um göngu Guðmundar góða gæti
hafa sótt fyrirmynd í kaþólska helgigöngu, en
hið sama verður ekki sagt um hinar frásög-
urnar tvær um íslensku bændurna sem gengu
berfættir út til að dýrka guði sína. Sögurnar
af þeim báðum bera það með sér að þær eru
hundgamlar og í þeim eru minni sem vísa ótví-
rætt til tímans fyrir kristni. Hákon hjó af eig-
in líkama blóðugan fórnarbita stríðsguðinum
til eflingar, en bóndinn sem hoppaði fáklædd-
ur kringum bæ sinn á fyrsta þorradegi beraði
sköp sín frjósemdarguðinum til dýrðar og til
hagsbóta náttúrunni allri. Annar blótaði því
væntanlega til gróðrar að gömlum sið, en hinn
til sigurs í blóðugum átökum.
Heimildir:
1 Árni Björnsson 1993: Saga daganna , 434-6.
2 Grg II, 481. Stafsetningu hefur verið vikið til
nútíðarmáls.
3 Snorra-Edda 1935, 228-9.
4 ÍF III, 12.
5 ÍF XXXIV, 3. Sbr. Flateyjarbók I 1945, 241. FN I
1944, 149.
6 Flateyjarbók I 1945, 22. FN I 1944, 137.
7 ÍF XXVI, 20.
8 ÍF XXVII, 109.
9 ÍF XXVII, 194.
10 ÍF XXVI, 171-2.
11 Jón Árnason: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II
1961, 550-551.
12 Íslenzkir þjóðhættir 1961, 213-214.
13 Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir XI
1993, 708.
14 Sama rit I 1982, 221.
15 Sama rit III 1982, 270; IV 1982, 340.
16 Sama rit X 1993, 173.
17 Lid, N.: Altnorw. Þorri. Norsk tidskrift for
sprogvidenskab . Nr. VII 1934, 163-9.
18 Árni Björnsson 1993: Saga daganna , 435-6.
19 Eliade, M. 1985: Patterns in Comparative Religion ,
331.
20 Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta II 1886,
495-6.
21 Sama rit, 495.
22 ÍF I, 294.
23 ÍF I, 294, nmgr. 1.
24 Hackman, O. 1904: Die Polyphemsage in der
Volksüberlieferung , 220-222. Rooth, A.B. 1982:
Öskubuska í austri og vestri , 140-142.
25 Sigfús Sigfússon 1982: Íslenskar þjóðsögur og sagn-
ir IV, 153-4.
26 Granlund, J.: Barfotaspringning på Gregorius och i
samband med Marie Bebådelsedag. Saga och Sed
1960. 76-7.
Hákon dýrkaði Þór; stóð hof hans á felli norðr og upp af Hákonarstöðum ... Þángað gekk Hákon hvern morgun þegar fært var veðr, berhöfðaðr og
berfættr. Þegar kom að hólmstefnudegi var Hákon snemma á fótum, og gekk til hofsins að biðjast fyrir, en frosthéla hafði fallið um nóttina, og kól
Hákon á minnstu tá. Af þessu taldi hann sér fótinn stirðan til vígs, tók sverð sitt og hjó af tána, batt svo um og reið til hólmsins.
Höfundur er prófessor.