Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 FJÓRIR nýir einsöngvarar hafa verið fast- ráðnir í vetur við Íslensku óperuna og þreyta tveir þeirra frumraun sína í hlut- verkum á sviði óperunnar á frumsýningunni í kvöld. Það eru þau Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, sem fer með hlutverk hirðmeyjar Lafði Macbeth, og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, sem fer með hlut- verk Macduffs. Hvorugt þeirra er því í aðal- hlutverkum í Macbeth, en eru engu að síður í mikilvægum hlut- verkum. Hulda Björk er á sviðinu stóran hluta úr sýningunni og Jóhann Friðgeir leikur eins konar hetju sýningarinnar – banamann Macbeths. Hlutverk Macduffs er fyrsta óp- eruhlutverk Jóhanns Friðgeirs. „Ég er mjög sáttur við hlutverkið mitt, ekki of stórt og ekki of lítið. Macduff er í raun góði strákurinn,“ segir hann um hlutverkið. „Mig grunar þar fyrstur manna að það sé eitthvað gruggugt við Macbeth og morðið á Duncan konungi. Arían fræga, „Ah, la pa- terna mano“, sem ég syng í byrjun fjórða þáttar þegar nýbúið er að drepa alla fjöl- skylduna mína og börn fyrir tilstilli Mac- beth, fjallar um sorg mína, hefnd og fyr- irgefningu Guðs ef ég hefni mín – sem ég geri í lokin.“ Jóhann Friðgeir segist ekki hafa kynnt sér Macbeth sérstaklega áður en til þess kom að hann tæki þátt í óperunni nú. „En ég vissi alltaf af þessari aríu í henni, þó ég hefði ekki sungið hana. Og þrátt fyrir að Macbeth sé ekki ein af þessum topp-tíu óp- erum, er hún gríðarlega flott – sennilega vegna þess hve stór hún er og mikið vesen í kringum uppsetninguna á henni,“ segir hann og bætir við að óperan reyni í mörg- um tilfellum sérlega mikið á söngvarana, sérstaklega hlutverk Elínar og Ólafs Kjart- ans. „Macbeth er þungavigtar-dæmi í raun,“ segir Jóhann Friðgeir að lokum. Leiklist ein hliðin á óperu Hulda Björk var ráðin við Íslensku óp- eruna frá 1. janúar síðastliðnum. Hún er þó ekki alls ókunnug sviðinu í Gamla bíói, þar sem hún söng með Óperukórnum um tíma fyrir nokkrum árum. „Það er skemmtileg tilbreyting að mæta á fastan vinnu- stað, komast út úr stof- unni sem hefur verið mitt aðal vinnuafdrep und- anfarið. Henni fylgir visst öryggi sem margir tón- listarmenn sækjast eftir,“ segir Hulda Björk um fastráðningu sína. Hlutverk hirðmeyjar Lafði Macbeth er eina kvenhlutverk óp- erunnar fyrir utan lafðina sjálfa, og þó að það sé ekki stórt í samanburði, er Hulda Björk mikið á sviðinu í sýningunni. „Leik- stjórinn gefur hlutverki mínu stórt vægi, enda er hlutverkið nokkuð mikilvægt fyrir framvindu verksins. Hirðmærin verður vitni að ráðagerðum Macbeths og konu hans – hún veit að hún er í hættu vegna þess hve mikið hún veit og blandar því lækninum í málið.“ Hún segir að hlutverk Lafði Macbeth myndi ekki henta fyrir sína rödd, enda sé það skrifað fyrir dramatískan sópran. „Ég vel aftur á móti lýrískari hlutverk, eins og Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós, Mimi úr La Bohéme eða Paminu Töfraflautunnar. En það skemmtilegasta að undanförnu hefur verið að takast á við hlutverk Jenufu,“ segir hún, en hún hefur nýlokið við að fara með titilhlutverk óperunnar Jenufa eftir tékk- neska tónskáldið Janácek í Norsku óp- erunni í Ósló. Hulda Björk segist telja að Macbeth komi til með að vekja mikla athygli og höfða til margra. „Leikrit Shakespeares, tónlist Verdis og síðan þetta sérstaka útlit á sýningunni – það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Hulda Björk að síðustu. Fyrsta hlut- verkið á ís- lenska óp- erusviðinu Jóhann Friðgeir Valdimarsson Hulda Björk Garðarsdóttir MACBETH – eða skoska leikritiðsem vegna hjátrúar má ekki nefnameð nafni, að minnsta kosti í leik-húsi – er án efa eitt þekktasta og vinsælasta leikrit Williams Shakespeares. Þrátt fyrir að óperan sem Giuseppe Verdi samdi eftir leikritinu skipi ekki sama sess meðal verka hans, þykir hún engu að síður ein af stærri óperum tónlistarsögunnar og er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa heims. Íslenska óperan ræðst nú til atlögu við þetta stóra verkefni, með þátttöku um fimmtíu söngvara. Þetta er í fyrsta sinn sem Macbeth er færður á svið hinnar íslensku óperu, en þetta er 45. verkefni Íslensku óperunnar. Leikstjórinn, Jamie Hayes, kemur nú öðru sinni til starfa við Íslensku óperuna, en árið 2001 leikstýrði hann La Bohéme með Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Macbeth kvöldsins, og Bergþóri Pálssyni í aðalhlutverkum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekst á við Macbeth í óp- eruformi og segir hann að sér lítist vel á. „Verdi var mikill aðdáandi Shakespeares. Macbeth er skrifuð frekar snemma á ferli hans, á undan flestum vinsælustu óperum hans, eins og La Traviata og Rigoletto. Í lok ferils síns skrifaði hann tvær aðrar óperur eft- ir leikritum Shakespeares, Ótelló og Falstaff. En Macbeth ber það með sér að vera skrifuð af yngri manni en hinar – þó Verdi hafi verið um fertugt þegar hann skrifaði hana – hún er mjög lífleg, eins konar Indiana Jones útgáfa af Shakespeare,“ segir leikstjórinn. Hann segir tónlistina alveg lausa við viðkvæmni og bætir því við að Verdi hafi gefið brassbandi sérstakt vægi í henni, vegna vinsælda slíkra banda um miðja 19. öldina, en Macbeth var frumsýnd í Flórens árið 1874. „Manni vill stundum bregða í brún þegar brassbandið hljómar. Það virkar ef til vill dálítið eins og að setja lag með Björk inn í óperu nú til dags!“ Aðalhlutverkin þrjú Verdi hélt sig að mestu leyti við leikrit Shakespeares við gerð óperu sinnar, en í óp- erunni má þó greina að Lafði Macbeth hefur fengið talsvert meira vægi á kostnað Mac- beths sjálfs. „Um miðja 19. öldina snerust óp- erur fyrst og fremst um sópranhlutverkið, sem skýrir kannski þessa ákvörðun Verdis,“ útskýrir Hayes. „Lafðin er hið raunverulega illa afl í óperunni, það heyrir maður um leið og hennar stef hefst. Macbeth er í raun einungis gerður að fórnarlambi aðstæðna – og illrar eiginkonu. Oft á tíðum vorkennir maður hon- um hreinlega.“ Að sögn Hayes sagði Verdi sjálfur að um þrjú stór hlutverk væri að ræða í óperunni Macbeth: Macbeth, Lafði Macbeth og kvenna- kórinn eða Nornirnar. Nornirnar fá mikið vægi í uppfærslu Hayes og nokkrar þeirra eru á sviðinu mestalla sýninguna. „Það kemur skýrt fram í texta Shakespeares að lafði Mac- beth er að ákalla hið illa og selja því sál sína – nokkuð í anda Fást. Til þess að draga það fram ákvað ég því að hafa sex af nornunum sem einskonar fylgiskonur hennar, sem hún einungis sér. Á endanum verður hún geðveik og deyr, og það eru í raun þær sem drepa hana, í skiptum fyrir konungdóminn sem þær veittu henni og manni hennar.“ Óreiðan í sögunni af Macbeth Heiðurinn af hönnun leikmyndar á hinn breski Will Bowen. Eins og margt í leikmynd- inni gefur til kynna, stundaði Bowen dokt- orsnám í stærðfræði við Oxford-háskóla. Útlit leikmyndarinnar er byggt að nokkru leyti á óreiðukenningu stærðfræðinnar og segir Hay- es það eiga ákaflega vel við söguna af Mac- beth. „Óreiðukenningin snýst um það að hvaða lítill hlutur sem er geti hrundið af stað mikilli atburðarás – sé fiðrildi drepið, geti heimurinn farist. Á vissan hátt orsaka nornirnar sams- konar óreiðu í Macbeth – það litla sem þær segja honum orsakar borgarstyrjöld milli Englands og Skotlands og mörg morð. Í byrj- un litum við einungis til óreiðukenningarinnar sem útgangspunkts, en hún endaði á því að verða lykilatriði í hönnun sviðsmyndarinnar.“ Á sama hátt og leikmyndin er óhlutbundin og framúrstefnuleg, eru búningarnir tímalaus- ir en um leið nútímalegir. Hin lettneska Krist- ine Pasternaka hefur hannað þá og er leður, málmur og einföld litasamsetning af svörtu, hvítu, silfruðu og rauðu áberandi. „Shake- speare var í raun ekki að skrifa um 11. aldar Skotland – að baki skrifum hans lá lýsing á pólitísku ástandi Englands hans tíma – og sagan á við hvenær sem er. Því fannst okkur henta best að búningarnir hefðu ekki vísun í ákveðinn tíma, fyrr né síðar, né ákveðinn stað. Í raun er umhverfið sem birtist á sviðinu lík- ast því að hafa orðið fyrir stórri sprengingu, og búningarnir bera það með sér að notast sé við það sem eftir er, eftir slíkan atburð,“ út- skýrir Hayes. Hayes lætur vel af starfi sínu hérlendis og segir marga söngvarana hafa raddir á heims- mælikvarða til að bera. Hann viðurkennir jafnframt að hann leggi að þessu sinni í mun djarfari uppfærslu en í La Bohéme fyrir tveimur árum. „Þá vissi ég ekki alveg hvernig leiklistarumhverfið væri hérlendis og valdi því nokkuð örugga leið – eins og þegar maður þarf að pakka niður fyrir ferðalag og veit lítið um staðinn, þá getur maður sér til um hvað maður þarf að hafa meðferðis. Síðan þá hef ég hins vegar séð þó nokkuð af leikverkum hér- lendis og fannst margt mjög spennandi og ný- stárlegt,“ segir Hayes, sem veit því hverju hann pakkar fyrir þessa ferð. „Það var ánægjuleg uppgötvun, því slíkt leikhús hugn- ast mér mjög. Síst af öllu vil ég sviðsetja raun- veruleikann – við fáum víst nóg af honum í al- vörunni.“ Morgunblaðið/Sverrir Hugmyndafræði leikmyndarinnar er sótt í óreiðukenningu stærðfræðinnar. Will Bowen og Jamie Hayes þykir óreiða einkenna söguna af Macbeth. VERDI VAR MIKILL AÐDÁ- ANDI SHAKESPEARES Óperan Macbeth eftir Verdi verður frumsýnd í Ís- lensku óperunni í kvöld. Óreiðukenningin, nornir og gæði íslenskra söngvara var meðal þess sem bar á góma þegar INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR sat rennsli og ræddi við enska leikstjórann Jamie Hayes. Ópera byggð á samnefndu leikriti eftir William Shakespeare Höfundur: Giuseppe Verdi Höfundur texta: Francesco Maria Piave Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Aðstoðarhljómsveitarstjóri: Beat Ryser Leikstjóri: Jamie Hayes Aðstoðarleikstjóri: Auður Bjarnadóttir Leikmynd: Will Bowen Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Kristine Pasternaka Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir Kórstjóri: Garðar Cortes Hlutverk: Ólafur Kjartan Sigurðarson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðjón Ósk- arsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Snorri Wi- um, Manfred Lemke, Jón Leifsson, Þór Jónsson, Fjölnir Ólafsson, Ásgerður Ólafsdóttir og Kór Íslensku óperunnar. Macbeth ingamaria@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.