Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var án efa besti leikur okkará heimsmeistaramótinu og við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt í þessum leik,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson landsliðs- þjálfari eftir að Ís- lendingar tryggðu sér sæti á næstu Ólympíuleikum í Aþenu árið 2004. „Við vorum mjög grimmir í vörninni. Það var mark- miðið að þétta hana á miðsvæðinu þar sem Júgóslavar sækja mjög mik- ið inn á miðjuna. Í kjölfarið fylgdu hlutir sem við vildum fá fram í þess- um leik, hraðaupphlaup og eins og oft áður verja markverðirnir betur þegar vörnin er í lagi,“ sagði Guð- mundur og lagði áherslu á það að þetta væri lykillinn að leik íslenska liðsins. Sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél á hinum enda vallarins. „Þeir tóku Ólaf Stefánsson úr um- ferð um tíma, þeir léku einnig 6/0 vörn og við áttum lausnir við öllu því sem þeir reyndu,“ sagði Guðmundur og var afar ánægður með úrslit leiks- ins. „Við þurftum á þessu að halda í dag, þar sem mikið var í húfi. Það er staðreynd að við vorum að- eins herslumun frá því að vinna Spán og leika þar með í undanúrslitum og einnig vorum við nálægt því að vinna Þjóðverja í riðlakeppninni. Það segir manni að við hefðum getað náð enn lengra í þessari keppni. Hins vegar náðum við því markmiði sem við settum okkur, að tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum árið 2004 og það er í raun stórkostleg tilfinning,“ sagði Guðmundur og taldi að und- irbúningur fyrir næstu stórmót hæf- ist fljótlega. „Ég fer núna og fæ mér kaffibolla og byrja eflaust að láta hugann reika um næstu skref. Þar þarf að mörgu að hyggja. Hvað við getum gert betur bæði varðandi lið- ið, leikaðferðir og þá umgjörð sem þarf í kringum liðið í svona keppni. Ég stend ekki einn í þessu og allir sem tóku þátt í að skapa þessa um- gjörð unnu sitt starf eins vel og þeir gátu og ég er að vinna með góðu fólki,“ sagði Guðmundur sem horfði á úrslitleik Króata og Þjóðverja með augum áhugamanns um íþróttina og einnig sem fagmaður. „Sigur Króata kom mér ekki á óvart þar sem þeirra leikstíll hentar Þjóðverjum illa. Und- anúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn sýndu þeim sem á horfðu hve skemmtilegur handknattleikurinn er orðinn,“ sagði Guðmundur. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Lissabon Besti leikur okkar Líklega var þetta besti leikur okk-ar í keppninni. Kannski var eitt- hvað vanmat hjá Júgóslövunum en þeir komu mér ekk- ert á óvart. Ég vissi að þeir myndu ekki þola mótlæti eins og kom á daginn. Við þjöppuðum okkur saman og ákváðum að koma með meiri léttleika og gleði í leik okkar. Við ætluðum ekki að svekkja okkur á röngum dómum eða láta fara í taugarnar á okkur ef við gerðum mistök. Það eina sem komst í kollinn á okkur var að ná takmarkinu og það kom berlega í ljós að okkur langaði meira til að fara á Ólympíu- leikana en Júgóslavana. Við vorum komnir upp að veggnum enda var þetta þriðji möguleiki okkar og sá síð- asti til að vinna okkur sæti í Aþenu,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Það var eftir því tekið að talsverð- ur pirringur virtist vera á milli manna, meiri en gengur og gerist en þetta sást ekki í leiknum við Júgó- slava. „Það eru alveg eðlilegar skýringar á þessu. Þegar lið hefur náð góðu móti eins og í Svíþjóð í fyrra og skynj- ar svo að hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp þá eru menn að svekkja sig á þessum 10–15% sem uppá vant- ar í stað þess að gera sem best úr þeim 85% sem við höfum. Þessi 15% munur sem ég er að tala um er að lið- in eru farin að lesa okkur betur, þau mæta okkur í hraðaupphlaupunum, taka mig eða einhvern annan úr um- ferð og eru búnir að stilla sig inn á vörn okkar betur. Við hreinsuðum andrúmslofið í klefanum rétt fyrir leikinn og það var góð stund sem við áttum saman leikmennirnir. Það tek- ur á fyrir menn að taka þátt í svona löngum mótum. Hótelveran getur orðið mjög þreytandi og þetta er nán- ast eins og að vera í smugunni í þrjár vikur. Þegar þannig háttar þá snýst þetta um að kalla það besta fram í manni sjálfum og það var það sem við gerð- um í leiknum,“ sagði Ólafur. Töpuðum fyrir sterkum þjóðum Hvar finnst þér liggja munurinn á leikjum ykkar á HM og á EM í fyrra? „Það eru þessi 15% sem ég talaði um áðan. Við töpuðum ekki fyrir neinum aukvisum. Þjóðverjar, Spán- verjar og Rússar eru stórþjóðir á handboltamælikvarða og fólk má ekki mála skrattann þó svo að þessir leikir töpuðust. Við veittum þessum liðum harða keppni og sýndum að við stöndum þeim ekki langt að baki. Við vorum í skítariðli og fengum bara tvo alvöruleiki þar sem annar af þeim, leikurinn við Þjóðverja, var ekki upp á neitt fyrir þetta snilldarfyrirkomu- lag. Mér liggur við að segja að þessir karlar sem stjórna fari reglulega á Saga-Class til að búa til nýjar regl- ur.“ Ólafur segir að viljinn og löngunin til að komast á Ólympíuleikana hafi fleytt sér og öðrum leikmönnum áfram í leiknum. „Það hefur alltaf verið draumur að fá að keppa á Ól- ympíuleikum. Ef við gerum góða hluti í Aþenu verður það stórkostlegt fyrir Ísland og okkur leikmennina.“ Ert þú bjartsýnn fyrir hönd liðsins? ,,Já, ég er það svo sannarlega. Við er- um á góðum aldri flestir í liðinu. Þegar velgengni Svía hófst voru þeir flestir á aldrinum 27–28 ára og við erum margir í kringum þennan aldur. Svo eru líka margir ungir strákar að koma upp sem hafa fengið eldskírnina með landsliðinu svo ég get ekki séð annað en að bjart sé fram undan. Við ætlum allir að reyna að bæta okkur og vera duglegir við að huga að eigin líkama og sál. Það er engin launung að ég hef sett stefnuna á að vinna til verðlauna á stórmóti og hver veit nema að það takist á næsta ári.“ Hafði oft áhyggjur Varst þú ánægður með eigin frammistöðu í keppninni? „Já, ég held að ég verði að segja það að mestu leyti. Auðvitað gerði ég mín mistök eins og í leiknum við Spánverja en ég náði að stemma mig vel upp fyrir síðustu leikina við Rússa og Júgóslava. Ég ætlaði mér að gera mikið en ekki bara hugsa hvað aðrir ætluðu að gera.“ Finnst þér ekkert að það sé of mik- ið lagt á herðar þínar? „Jú, ég get alveg viðurkennt það og ég hafði oft áhyggjur að strákarnir væru að bíða eftir hvað ég gerði. En ég veit að til mikils er ætlast af mér og ég reyni að standa undir því. Ég er hins vegar bestur þegar samherjar mínir eru góðir. Þegar mér líður vel í hópnum og ég sé að allir eru brjál- aðir, vel einbeittir og tilbúnir að fórna sér í verkefnið þá á ég mína bestu leiki og líður vel á vellinum,“ sagði Ólafur Stefánsson að keppni lokinni í gær. Ólafur Stefánsson besti leikmaður Íslendinga á heimsmeistara Næsta markmið að vinna til verðlauna Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson sækir að marki Júgóslava í Lissabon í gær. ÓLAFUR Stefánsson fór fyrir liði Íslendinga á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Lissabon í gær. Hann sýndi þar og sann- aði að fáir í heiminum standast honum snúning. Ólafur var pott- urinn og pannan í flestum leikjum íslenska liðsins og hann setti punktinn aftan við i-ið í gær með magnaðri frammistöðu á móti Júgóslövum. Ólafur skoraði 11 mörk í leiknum og skoraði sam- anlagt 58 mörk í mótinu en hann tók ekki mikinn þátt í leikjunum við Ástrala og Grænlendinga og fékk eins góða hvíld í leiknum við Kat- ar. Það fór kliður um áhorfendur í hinni glæsilegu íþróttahöll í Lissabon þegar Ólafur sýndi listir sínar og það var vel við hæfi að hann skoraði síðasta mark Íslands með glæsilegum þrumufleyg í slá og inn en Ólafur skoraði einnig fyrsta mark Íslendinga í keppn- inni – á móti Áströlum. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Lissabon FALLEGT mark Þórðar Guðjónssonar kom ekki í veg fyrir ósigur Bochum, 2:1, gegn Energie Cott- bus í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn. Þórður, sem kom inn á sem varamaður á 74. mínútu, skoraði markið á lokamínútu leiksins þeg- ar hann fékk boltann frá varnarmanni Cottbus og skoraði með góðu skoti rétt innan vítateigs – boltinn sveif efst í mark- hornið vinstra megin. Oliver Kahn hélt marki Bayern hreinu eina ferð- ina enn þegar lið hans gerði markalaust jafn- tefli gegn Armenia í Bielefeld. Kahn hefur nú ekki fengið á sig mark í 713 mínútur. Armenia var betri aðilinn gegn daufu liði Bayern sem vantaði nokkra lyk- ilmenn. Forysta Bayern minnk- aði þó aðeins um eitt stig, niður í sjö, því Bremen tapaði fyrir Hamburger SV, 1:0. Dortmund komst í annað sætið með sigri á Leverkusen, 2:0. Eyjólfur Sverrisson var ekki í leikmannahópi Herthu Berlín sem tap- aði, 3:1, í Stuttgart. Mark Þórðar nægði ekki Þórður Guðjónsson Í GÆR var dregið um hvaða lið mætast í undankeppni Evr- ópumótsins í handknattleik, en undankeppnin fer fram í júní, en úrslitakeppnin í Slóveníu 22. janúar til 1. febrúar á næsta ári. Frændur vorir Norðmenn sem tóku þátt í forkeppni EM í síðasta mánuði höfðu ekki heppnina með sér því þeir drógust gegn Portúgal. Ís- lenska landsliðið tryggði sé þátttökurétt í úrslitakeppni EM er það hafnaði í fjórða sæti á mótinu í Svíþjóð í fyrra. Ísland var því ekki í hattinum þegar dregið var í Lissabon í gær og það sama á við um Þjóðverja Dani, Rússa og Evrópumeistara Svía. Eftirtaldar þjóðir drógust saman: Bosnía – Tékkland Ísrael – Úkraína Hvíta-Rússland – Króatía Austurríki – Pólland Finnland – Júgóslavía Litháen – Spánn Makedónía – Ungverjaland Grikkland – Frakkland Tyrkland – Sviss Noregur – Portúgal Fyrri viðureignirnar eiga að fara fram 15. og 16. júní en þær seinni viku síðar. Sigurliðin komast í úr- slitakeppnina sem fram fer í Slóveníu. Dregið verður í riðla í Ljubl- iana 27. júní. Heppnin ekki með Norðmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.