Morgunblaðið - 10.02.2003, Page 1

Morgunblaðið - 10.02.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VAR KLAUFI GEGN FULHAM, SEGIR JÓHANNES KARL / B3 Morgunblaðið/RAX Þórey Edda Elísdóttir í keppni í stangarstökki á Meistaramóti Íslands innanhúss í Fífunni í Kópa- vogi á laugardaginn. Frásögn um mótið og úrslit eru á B11 og B12. SUNDMAÐURINN Gunn- ar Örn Ólafsson úr KR gerði góða hluti á opna Malmö-mótinu í sundi fatl- aðra sem fram fór um helgina en þar keppti hann ásamt Jónu Dagbjörtu Pét- ursdóttur, KR. Mótið er eitt hið sterkasta í flokki fatlaðra sem haldið er í Evrópu og gerði Gunnar sér lítið fyrir og vann til þriggja gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna. Gunnar sló fimm Íslands- met eða í öllum þeim sund- um sem hann tók þátt í. Hann varð annar í 200 m skriðsundi á 2.07,30 mín- útum og hann varð einnig annar í 100 m bringusundi þegar hann kom í mark á 1.16,50 mínútu. Sig- urgreinar Gunnars voru í 100 m skriðsundi þar sem tími hans 57,3 sek., 100 m baksundi þar sem hann synti á 1.06,60 mín. og í 50 m flugsundi þar sem hann kom í mark á 29,06 sek- úndum. Fimm Íslands- met hjá Gunnari Þjálfari liðsins, BernardThompson, gerði sér vonir um að Jón Arnór yrði klár í slaginn gegn EnBW Ludwigsburg í gær en honum varð ekki að ósk sinni. „Ég er allur að braggast og fer vonandi að æfa í þessari viku og verð kannski með í næsta leik. Út- litið var ekki gott fyrst um sinn en batinn hefur verið mikill á allra síðustu dögum,“ sagði Jón Arnór í gær en Trier er neðsta liðið í úr- valsdeildinni og reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Lud- wigsburg sem sigraði 102:69. „Við vorum að spila við eitt af slakari liðum deildarinnar og fáum þessa útreið. Það er frekar ólíklegt að ég verði hér áfram enda gerði ég að- eins samning til eins árs.“ Jón Arnór játti því að lið í Evrópu væru að spyrjast fyrir um hann og það væri markmiðið að komast að hjá öðru liðin næsta sumar. „Um- boðsmaður minn segir að mörg þýsk lið hafi sett sig í samband við hann en ég ætla að bíða og sjá hvað setur í vor. Þessi sami um- boðsmaður er einnig með sambönd við ítölsk og spænsk lið og það eru því ýmsir möguleikar í stöðunni,“ sagði Jón Arnór. Jón Arnór frá vegna meiðsla JÓN Arnór Stefánsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins í körfuknattleik, TBB Trier, er meiddur á lærvöðva og hefur ekki leik- ið með liðinu undanfarnar tvær vikur. Íslenski landsliðsbakvörð- urinn fékk högg á lærið þrisvar sinnum í sömu vikunni með þeim af- leiðingum að það blæddi töluvert inná vöðvann. ENSKI landsliðsmaðurinn Steven Gerrard hefur fengið morðhótanir að undanförnu og hafa forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool brugðið á það ráð að láta lífverði fylgj- ast með kappanum allan sólarhring- inn. Enskir fjölmiðlar segja að hót- anirnar séu þess efnis að taka verði þær alvarlega og hefur Gerrard m.a. látið setja skothelt gler í bifreið sína. Gerrard hefur lent í ýmsum atvikum að undanförnu þar sem honum hefur verið ógnað, múrsteinum kastað í bíl hans auk þess sem aðilar hafa veitt honum eftirför í miðborg Liverpool. Lögreglan í Liverpool hefur einhverj- ar upplýsingar um málið en hefur ekki viljað spila út trompum sínum að svo stöddu. Öryggisgæsla hefur því verið hert um leikmanninn á heima- slóðum hans í Southport sem og í ferðum hans með Liverpool og enska landsliðinu. Gerrard fær morð- hótanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.